Hvíldardags Íhugun 7.6.08 - 8.6.08

Hversu oft halda trúaðir að við séum ekki verðug að fá náð og fyrirgefningu frá Guði, að þeir fái ekki að líta berum augum á þá dýrð sem okkur er gefin af Jesú sjálfum.  Hvernig stendur á því að við sem vitum betur,högum okkur eins og Gyðingar á  forðum sem gátu ekki horft á ásjón mans sem hafði verð blessaður af Drottni. 

Jesú, Elía og MóseÉg vildi að ég hefði svarið. En mig grunar að ormurinn liggur grafin í eigin sekt og vanmætti, að okkar sjálfsdómur er svo harður að við gleymum því að Jesú kom sá og sigraði, það er enginn dómur sem bíður okkar, nema sá sem við leyfum að dæma okkur, sá sem við leggjum ekki við fætur Krists og biðjumst fyrirgefningar fyrir, sá dómur er það eina sem bíður ef við leyfum ekki Guði sjálfum að bera hann.....

Síðara bréf Páls til Kori 3

 1Erum vér nú aftur teknir að mæla með sjálfum oss? Eða mundum vér þurfa, eins og sumir, meðmælabréf til yðar eða frá yður?

    2Þér eruð vort bréf, ritað á hjörtu vor, þekkt og lesið af öllum mönnum.

    3Þér sýnið ljóslega, að þér eruð bréf Krists, sem vér höfum unnið að, ekki skrifað með bleki, heldur með anda lifanda Guðs, ekki á steinspjöld, heldur á hjartaspjöld úr holdi.

    4En þetta traust höfum vér til Guðs fyrir Krist.

    5Ekki svo, að vér séum sjálfir hæfir og eitthvað komi frá oss sjálfum, heldur er hæfileiki vor frá Guði,

    6sem hefur gjört oss hæfa til að vera þjóna nýs sáttmála, ekki bókstafs, heldur anda. Því að bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar.

    7En ef þjónusta dauðans, sem letruð var og höggvin á steina, kom fram í dýrð, svo að Ísraelsmenn gátu ekki horft framan í Móse vegna ljómans af ásýnd hans, sem þó varð að engu,

    8hversu miklu fremur mun þá þjónusta andans koma fram í dýrð?

    9Ef þjónustan, sem sakfellir, var dýrleg, þá er þjónustan, sem réttlætir, enn þá miklu auðugri að dýrð.

    10Í þessu efni verður jafnvel það, sem áður var dýrlegt, ekki dýrlegt í samanburði við hina yfirgnæfandi dýrð.

    11Því að ef það, sem að engu verður, kom fram með dýrð, þá hlýtur miklu fremur hið varanlega að koma fram í dýrð.

    12Þar eð vér nú höfum slíka von, þá komum vér fram með mikilli djörfung

    13og gjörum ekki eins og Móses, sem setti skýlu fyrir andlit sér, til þess að Ísraelsmenn skyldu ekki horfa á endalok ljóma þess, sem var að hverfa.

    14En hugur þeirra varð forhertur. Því allt til þessa dags hvílir sama skýlan yfir upplestri hins gamla sáttmála og henni hefur ekki verið svipt burt, því að aðeins í Kristi hverfur hún.

    15Já, allt til þessa dags hvílir skýla yfir hjörtum þeirra, hvenær sem Móses er lesinn.

    16En "þegar einhver snýr sér til Drottins, verður skýlan burtu tekin."

    17Drottinn er andinn, og þar sem andi Drottins er, þar er frelsi.

    18En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.

  Eftirmál  Ég vona að þið hafið lesið þessa ritningu og hlotið náð af, ég las hana sjálf í morgun, og vildi deila henni með ykkur og ætla að nýta hana sem hvíldardags íhugun, því það skiptir svo mikilu máli að við þekkjum vilja Guðs fyrir okkur og hversu mikið við getum treyst orðinu sem er sjálfur Kristur Jesú.  Ég bið að Guð blessi ykkur og varðveiti i  dag sem og alltaf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Æðisleg grein Linda, takk fyrir yndisleg skrif.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.6.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Linda

Takk Haukur minn, mest lítið eftir mig, en það gleður mig að það hafi talað til þín

ps. Vona að fólk gleymi ekki að svara spurningunni hér til hliðar, endilega kíkið.

knús

Linda, 7.6.2008 kl. 13:38

3 identicon

Frábær lesning..Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 14:21

4 Smámynd: Linda

Takk Birna mín.

knús

Linda, 7.6.2008 kl. 15:06

5 Smámynd: Birna M

Takk.

Birna M, 8.6.2008 kl. 11:39

6 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Linda!

Yndislegt hjá þér, og gaman að lesa!

Drottinn blessi þig nú og ætíð.

Kveðja  Halldóra. 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 8.6.2008 kl. 14:59

7 Smámynd: Jóhann Helgason

Æðisleg grein og skemtileg pæling takk fyrir þetta Linda mín

Guð Blessi þig

Jóhann Helgason, 8.6.2008 kl. 22:43

8 Smámynd: Linda

Ég hélt að klukkan væri orðin hálf 9, en, hvað um það.  Andrés, sammála, en við verðum að iðrast, iðrun er lykil attriði í náðinni, þetta getum við öll gert af heilum hug.  Jói þakka þér fyrir, þú átt eftir að hringja og spjalla vinur minn.

knús

Linda, 9.6.2008 kl. 06:17

9 identicon

Sæl Linda mín.

Já, þetta var heldur betur lesning fyrir mig.

Góður Guð vaki yfir þér.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 03:23

10 Smámynd: Linda

Sæll Þórarinn, ég heyrði að þú hafir sótt okkur heim yfir brúnna á Sunnud.  Mikið er leiðinlegt að ég missti af þér.  Ég vona að lesningin hafi verið til blessunar.

knús

Linda, 10.6.2008 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband