Sunnudags íhugun í smærri gerð

Sakir ófyrirséðar aðstæðna, verður engin Sunnudags íhugun hjá mér sérstaklega skrifuð fyrir daginn í dag, ég bendi ykkur hinsvegar að smella hér til þess að geta lesið eldri pælingar af minni hálfu.  Ég bið að Guð blessi hvert ykkar sem hér les, daginn í dag sem og alltaf.engill í bæn

Síraksbók 37 kafli 27-31 Varað við óhófi

27Barnið mitt, reyndu þig meðan ævin endist,
gæt að hvað skaðar þig og forðast það.
28 Enda er ekki allt öllum hollt
og sitt hentar hverjum.
29 Varastu óhóf í öllum nautnum,
neyt eigi neins úr hófi.
30 Ofátið veldur vanheilsu,
óhóf í mat iðrakveisu.
31 Óhóf varð mörgum að aldurtila
en hófsemdarmaður lengir lífið.

undursamleg mynd

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð blessi þig kæra vinkona

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

30 Ofátið veldur vanheilsu,
óhóf í mat iðrakveisu.

Ég hefði þurft að sjá þetta fyrr! Ég er með bullandi bakflæði (=iðrakveisu?), mjög líklega út af röngu mataræði og óhófi.

Ég hef aldrei lesið Síraksbók, en hef heyrt að hún sverji sig í ætt við spekiritin í GT, Orðskviðina og Prédikarann.

PS Kíktu endilega á síðustu athugasemdir við nýjustu færsluna hjá mér.

Theódór Norðkvist, 1.6.2008 kl. 00:56

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir Linada! þetta passar akkúrat fyrir mig: 27Barnið mitt, reyndu þig meðan ævin endist, gæt að hvað skaðar þig og forðast það. 28 Enda er ekki allt öllum hollt og sitt hentar hverjum. Ég veit að ég fer illa með sjálfan mig á margan hátt. Ég veit að ég ætti að vera þakklátur fyrir þaðð sem ég hef, enn ekki alltaf kvartandi yfir því sem mig vantar. Nú er ég í svefntruflana tímabili og  kem ekki niður matarbita. Þarf að fara í eina krabbaskurðaðgerðina til viðbótar. Borða bara hrökkbrauð, drekk Coca Cola og reyki sígarettur og hugsa hvað það sé óréttlaátt að þurfa allt að vera að fara til læknis. veit að mér á eftir að líða illa líkamlega í heila viku á eftir. það er erfitt að vera til í dag finnst mér. Ætla nú að gera eitthvað rótækt í þessu, því ég bý til flest af mínum vandamálum sjálfur og er full meðvitaður um það. Ég vona að ég geti þakkað þér með einhverju móti, því ég kann fullt af hlutum sem hjálpa öðrum enn get svo varla hjálpað sjálfum mér. Svona er lífið einhvernvegin allt eins og öfugmælavísa.

Óskar Arnórsson, 1.6.2008 kl. 01:14

4 Smámynd: Linda

Kæra Birna mín, takk innilega fyrir kveðjuna.

Sæll Teddi minn, já þessi bók er frábær og þetta er hárétt hjá þér.  Það er rosalega speki í þessari bók, alltaf hægt að finna svör.

Sæll Óskar minn, mikið er gott að þetta talaði til þín.  Þú veist hvað þú þarft að gera, rétt eins og ég og Teddi sem og aðrir, Coca Cola og hrökkbrauð er ekki eitt af því, hrökkbrauð eitt og sér með osti og gúrku er holt og gott, Kókið gerir minnst gagn.  Ég hef ekki drukkið það núna í mánuð, þar til í gær, fékk mér einn sopa, en,það var ekki eins gott og ég mundi  Ég vissi ekki að þú værir krabbameins sjúklingur, ég vona að þeir séu að ná tökum á þessu vinur minn, við biðjum fyrir þessu, sendu mér meil svo ég geti sett inn bænarefni í kirkjunni i kvöld.  Mæli með að þú kaupir þér sleepy time Te frá celestial seasoning og drekki r það hálf tíma fyrir svefn, oh sleppir kókinu alveg 3 tímum fyrir svefn, ég veit að það er til mikils að spyrjast af þér varðandi það, en ekkert sem ég hef ekki gert sjálf svo ég leyfi mér að vera brött.

Hafðu það sem allra best vinur og vertu í bandi.

knús til allra sem hér skrifa.

Linda, 1.6.2008 kl. 08:30

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

takk Linda! þetta eru allt fyrirbyggjandi skurðaðgerðir og það deyr annarhvor manneskja úr þessu virðist vera í fjölskyldu föður míns. það eru til þeir sem ekki létu skera þetta burtu og ef sortuæxli fer of djúpt er það venjulega bara 6 mánuðir að meðaltali sem maðu lifir. Þetta er versta sortin. Ég var í 1 árs tékki, svo var það stytt niður í 6 mánuði og nú er það á 3ja manaða fresti. Allar agerðir hafa tekist hingað til, en þá kemur þetta bara upp á öðrum stað..ég er víst í hæsta flokki áhættugrúppu segja þeir..Þú ert alveg yndisleg Linda og þú hefur ábyggilega fengið þinn skammt af mótlæti, það eru til margar sortir af mótlæti..ég verð samt stressaður að bíða eftir niðurstöðum sem tekur eina viku..

Óskar Arnórsson, 1.6.2008 kl. 08:44

6 Smámynd: Linda

Sæll Óskar minn, það eru vissulega jákvæðar fréttir að þetta séu fyrirbyggjandi aðgerðir, en þær taka sinn toll samt sem áður, og ekki síst vegna áhyggna meðan maður bíður.  Ég mun koma þessu efni á bænarskrá í kvöld, svo verður þetta aftur tekið fyrir á miðvikudaginn þegar það verður bænastund í kirkjunni.  Legðu þetta bara með mér í guðshendur það er byrjun á von.

Ég hef eins og þú segir fengið minn skammt, ég er stundum svo kvekt, en það er ósköp eðlilegt og hef áhyggjur eins og hver annar, en það er gott að kalla að hrópa á Guð þá sem og alltaf, og þá heyrir einhver ótta mans og maður heldur sinni reisn og Guð ber með okkur áhyggjurnar, með þannig vin, er maður á góðum stað.

knús

Linda, 1.6.2008 kl. 13:46

7 Smámynd: Flower

Guð blessi þig Linda. Vonandi muntu eiga góðan dag. Ég ætla kannski að sulla eitthvað með olíuliti í dag, sulla segi ég því að ég er algjör amatör og rétt tekst að gera mynd En þetta er ótrúlega gaman og ég fæ mikið út úr þessu.

Flower, 1.6.2008 kl. 13:52

8 Smámynd: Linda

Takk Flower mín, mikið áttu gott að geta stunda list með því formi sem þú gerir, vonandi fæ ég að sjá þín verk við tækifæri.  Guð blessi þig og varðveiti kæra vina.

knús

Linda, 1.6.2008 kl. 13:57

9 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég á enn eftir að lesa Síraksbók. Ef til vill kaupi ég nýju Biblíuhýðinguna með apókrýfunum fljótlega.

Maður getur aldrei verið sammála öllum þýðingum á Biblíunni fullkomlega býst ég við. Það er samt margt sem kemur betur og beinskeyttara fram í nýju þýðingunni. Sú gamla var afskaplega fagurfræðilega framsett, en fyrir vikið lærði maður meiri orðaforða og mállýskur á ungdómsárunum. Ekkert slæmt við það. Það var ekki fyrr en maður fór að bera saman ensku og íslensu þýðinguna, sem maður sá, að á sumum stöðum var eins og rétt inntak á textanum hefði ekki alveg náðst í hinni íslensku. Þetta staðfesti sig síðan meir og meir við lestur á gríska textanum.

Ég tel því best að eiga fleiri en eina þýðingu. Nýja er kannski ekki svo fagurfræðileg og ýmsu verið hliðrað til fyrir hagsmunahópa, en hún er samt í heildina vel framsett og þýdd, og á köflum mun betur (inntakslega séð) en eldri útgáfan. Inntak hennar er þannig orðið aðgengilegra fyrir unga fólkið í dag. 

Takk fyrir hugvekjuna. Guð blessi þig og varðveiti.

Óskar. Ég bið fyrir þér.  Guð verndi þig.

Bryndís Böðvarsdóttir, 1.6.2008 kl. 14:45

10 Smámynd: Linda

Takk Bryndís mín fyrir þína frábæru innsýn eins og venjulega, ég er þér sammála, og það sem ég hef lesið úr Síraksbókinni er heillandi fagurt, eitt og eitt sem maður er ekki sammála en, vá það er svo mun meira sem heillar.

Sjáumst í kvöld og Guð blessi þig líka og varðveiti.

knús

Linda, 1.6.2008 kl. 16:35

11 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Gaman að sjá að fleiri notast við Apókrýfurnar. Ég nota oft Vísdóm Salómons og Síraksbók. Tóbítsbók er líka gagnleg við hugleiðingasmíð.

Baldur Gautur Baldursson, 2.6.2008 kl. 08:14

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Takk fyrir gott áminningarorð. Skemmtileg innlegg um Síraksbók hjá vinum okkar.

Framgöngum sómasamlega eins og á degi, ekki í ofátiofdrykkju, ekki í saurlífisvalli, ekki í þrætuöfund. Bréf Páls til Rómverja 13:13 

Ég hef oft hugsað um þetta vers. Upptalningin byrjar á ÓFÁTI. Alltof margir hafa dáið vegna ofþyngdar þannig að þarna er heldur betur vers fyrir okkur sem lifum á 21. öldinni.

Þegar ég kom fyrst til Bandaríkjanna 1988 þá upplifði ég mig granna. Mér var brugðið að sjá fólkið. Sjá konurnar með bolinn girtan ofaní buxurnar og svo kom hver einasta lína fram og línurnar voru oft með stórum sveig hér og þar.  Úff.

Guð blessi þig.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.6.2008 kl. 08:26

13 Smámynd: Linda

Sæll Baldur og takk fyrir það, ég, fyrir tilstuðuls, vinar míns fór því að lesa í Síraksbók og varð um leið hrifin af þeirri hreinni speki sem þar er að finna, ég á eftir að lesa allar Apokrýfurnar, og hlakkar bara til að geta gert slíkt.  Nú svo er það annað, maður er ennþá hlynntari þessum bókum og að þær skuli vera í nýju biblíunni, þar sem Septuagint voru hluti af hinu forngríska GT og sú vitneskja að Jesú og postularnir hafi haft aðgang að öllum ritum GT sem Abókrýfurnar hafa ávalt tilheyrt.

Linda, 2.6.2008 kl. 08:26

14 Smámynd: Linda

Sæl Rósa mín, þakka þér fyrir vinkona, já, vandamálið  eykst og fleiri þurfa takast á við það, því miður.  En biblían hefur ennþá leiðbeiningar  og viðvörunnar orð og hafði langt undan vísindunum, eins og í svo mörgu, maður er bara svo þakklátur fyrir orðið og þann fjársjóð sem það geymir að maður vonar að fólk fari að lesa ritninguna aftur.  Það er kannski líka rétt að benda fólki á að byrja á NT, annað kemur að þeirri lesningu lokinni.

knús til allra sem hér skrifa.

Linda, 2.6.2008 kl. 08:31

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Fyndið að innleggið frá þér til Baldurs og mitt kom inn á sama tíma. Mætti halda að við værum á MSN.

Guð gefi þér góðan dag í Jesú nafni.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.6.2008 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband