Hvíldardagur - lesning og íhugun

Mín orð geta engan vegin gert ritningunni nægilega góð skil, ég get einungis sagt frá minni upplifun þegar hún snertir mig, þessi lifandi orð sem flæða yfirmann og eru einstaklega merk og uppbyggileg.

Laugardags morguninn langaði mig ekki til þess að vakna, tilhvers hugsaði ég, alltaf svo neikvæðar fréttir, aukin fátækt, allt efnahagslífið að fara allt annað en upp bla bla bla bla blaShockingLoL, en sem betur fer var mér litið á bókahilluna hjá rúminu og þá sá ég bók sem heitir "Daglegt Brauð" Hearteftir Carl Fr. Wisloff og fyrir daginn í dag var eftirfarandi ritningavers.

Matt. 13:22

22Það er sáð var meðal þyrna merkir þann sem heyrir orðið en áhyggjur heimsins og tál auðæfanna kefja orðið svo það ber engan ávöxt (obbósíBlushinnskot bloggara)

Blaðs 128 segir m.a. eftirfarandi (úrtekt ég tek mér hér bessaleyfi að birta smá hluta)

Áhyggjur heimsins - það táknar áhyggjur eins og heimurinn burðast með. Þessi heimur , þetta tímaskeið sem við lifum, einkennist af löngun í gull og gersemar, eftirsókn eftir metorðum og velgegni, allt slíkt er dýrmætt og lífsnauðsynlegt í augum heimsins. Þess vegna eru menn stöðugt hræddir um að þetta sé að ganga þeim úr greipum.

Slíkar áhyggjur geta ekki farið saman við trú og traust á Guð.  Jesús vill ekki að við séum svo bundin af því sem við eigum í þessum heimi að við höldum sífellt að við séum að missa það.  Sá dagur kemur þegar við verðum að yfirgefa þetta allt. Engir vasar á líkklæðunum. Við getum ekkert tekið með okkur í gröfina. Sæll er sá sem á fjársjóð á himnum.

Talandi um að fá orð í tíma töluðWhistling, hver er ekki með áhyggjur af þessu ástandi, og hverju þjónar það, nákvæmlega engu, við fáum engu breytt. Svo ég las þennan kafla í heildsinni og fór fór á fætur, með engar áhyggjur og hugsaði, mikið rétt, ég tek ekki þátt í þessari neikvæðni þessum áhyggjum punktur. 

 Ég vona að þið eigið sem flest þessa bók hún er einfaldlega gersemi.  Salt útgáfufélag gaf hana út á sínum tíma, eflaust er ennþá hægt að nálgast hana hjá þeim.

Hægt er að smella á ritninga tilvísuna til að lesa þær í heild sinni.

 

Ekkert annað fagnaðarerindi

6Mig furðar að þið svo fljótt látið snúast frá honum sem kallaði ykkur í náð Krists[2]

Annar lesháttur: af náð sinni.

 til annars konar fagnaðarerindis. 7Það er þó ekkert fagnaðarerindi heldur eru einhverjir að trufla ykkur og vilja umhverfa fagnaðarerindinu um Krist. 8En þótt jafnvel ég eða engill frá himni færi að boða ykkur annað fagnaðarerindi en það sem ég hef boðað ykkur, þá sé hann bölvaður. 9Eins og ég hef áður sagt, eins segi ég nú aftur: Ef nokkur boðar ykkur annað fagnaðarerindi en það sem þið hafið numið þá sé hann bölvaður.
10Er ég nú að reyna að sannfæra menn eða Guð? Er ég að leitast við að þóknast mönnum? Ef ég væri enn að þóknast mönnum þá væri ég ekki þjónn Krists.

Ofangreint ritningarvers hefur verið eins og grár köttur í huga mérHalo og ég var einfaldlega knúin til að setja það hér inn, hver sú ástæða ku vera er mér ekki með öllu ljósBlushen eitt er víst að sá sem stjórnar hefur allt með þetta að gera, svo íhugið þetta og njótið dagsins sem er framundan, dagurinn er Guðs og Guð er í deginum.InLove

Frekari íhugannir

Öll umræða sem tengist þessu þræði er til íhugunar og uppbyggingar í trú, allt þras og þrætur er vinsamlega afþakkað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Voðalega ertu ströng við mig Linda! ég sem er að lesa þessa Biblíubók.

"Ef nokkur boðar ykkur annað fagnaðarerindi en það sem þið hafið numið þá sé hann bölvaður."

þessa færslu verður þú að skilgreina betur fyrir byrjanda eins og mig! Ég verð að byrja að lesa upp á nýtt að lesa.

Nú spyr ég: Af hverju trúi ég ekki á refsingar eða bölvun af neinu tagi? Og allra síst frá Guði! Mínar hugmyndir um Guð eru endalaus kærleikur, Hann refsar aldrei, bölvar engum, fyrirgefur öllum, er ekki strangur eða harður, því Hann veit að við vitum hvað við þurfum að gera til að Hann verði ánægður! ég hef alltaf trúað þessu!

Þess vegna erum við til! Annars væri allt tillgangslaust!

Og flestir gera mistök í lífinu og Hann er sá eini sem fyrirgefur allt..

 "En þótt jafnvel ég eða engill frá himni færi að boða ykkur annað fagnaðarerindi en það sem ég hef boðað ykkur, þá sé hann bölvaður.!"

Hvar er þetta Galatabréf? Hver er þessi Carl Fr.? Nú byrja ég að efast aftur...  

Óskar Arnórsson, 4.5.2008 kl. 02:04

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Mundu eitt Óskar að það sem skiptir þig mestu máli,er auðvitað þín skynjun á Guði og hvernig þú mætir honum.

Það eru jafnmargar skoðanir á guði og við erum mörg,og hver og einn finnur sinn sannleik í guði sem hann og svo fylgir síðan eftir bestu getu.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 4.5.2008 kl. 12:49

3 identicon

Frábær lesning

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 13:12

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, þú ert á réttri leið Linda. Lúpínur eru taldar illgresi af sumum, en nú hafa menn áttað sig á því að gott er að setja birkiplöntur, greni og furu innan um lúpínurnar og hvað gerist?

Jú, birkið, grenið og furan fær mikið af köfnunarefni sem lúpínan framleiðir, vex hratt og öruggt upp fyrir lúpínuna og svo lognast lúpínan út af í miðjum skóginum en verður eftir við jaðarinn.

Þannig er því einnig farið með vantrúaða, trúleysingja og heiðingja. þeir vaxa hratt og öruggt innan um þá kristnu, vaxa þeim yfir höfuð og svo verða hinir kristnu að lokum í útjaðrinum.

Með knús frá

Sigurður Rósant, 4.5.2008 kl. 13:43

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er eiginlega að fæðast hugmyndir hjá mér við lestur Biblíunnar að hana þurfi að endurskrifa. Ég á auðvelt með að læra, t.d. túngumál, og eiginlega allt sem hefur vakið áhuga minn. ég hef lært handavinnu, kann að prjóna og hekla og búa til hluti úr bastþráðum. Ég kann að binda inn bækur með "gömlu aðferðinni". ég nota þessa kunnáttu nákvæmlega ekki neitt, bara kann hana. Er slarkfær á gítar enn þann dag í dag. Píanókennslann er að mestu leyti horfinn. Enn að lesa Biblíunna sér til fróðleiks og virkilega eru ótrúlegur sannleikur í miklu af því sem sagt er í þessarri bók. Eigin lega staðfestir hún margt sem ég hef skilið alla tíð og það er ánæhjulegt að fá það staðfest á prenti þarna. 

ég er sammála þér Úlfar í þessu með að hver og einn verði að skilja þetta á eigin spítur. Efast um að þeirri afstöðu minni verði nokkurntíma breytt. Enn lesturinn er búin að breyta skoðun minni á sjálfum mér töluvert, mér í óhag. Ruddaskapur í orðum er meiriháttar vandamál hjá mér enn ég veit ekki hvernig það færi mér að breyta því svo mikið. Enn ég bölva ekki né ragna í daglegu tali nema einsta sinnum, talaði ljótt sjómannamál hér fyrr á tímum. Það er ergilegt fyrir mig að geta ekki vanið mig á að fylgja eigin sannfæringu og þessu sem ég veit að rétt er að gera. Eiginlega er þetta bara englatrú sem ég hef haft allt mitt líf. 

Þeta er alla vega erfið bók að lesa og hvað þá skilja almennilega. 

Óskar Arnórsson, 4.5.2008 kl. 13:55

6 Smámynd: Linda

Sæl Birna mín takk fyrir það.

Knús.

Linda, 4.5.2008 kl. 14:11

7 Smámynd: Linda

Sæll Óskar minn, æi nei, ég vona að ég hafi ekki verið vond við þig. 

Þér er óhætt að halda áfram að lesa NT, Galattabréfið er í Nýja testamentinu og er verulega fín lesning.  Í þessu versi er verðið að tala um "falsspámenn" sem nota orðið til þess að stofna t.d. kristna söfnuði sem eru ekki samkvæmt orðum Jesú, ´öll Jesú kult t.d. Jones, David Karesh, þú manst eflaust eftir þessu, þess vegna er ég alltaf að tala um að vera í orðinu að sannreyna það sem er boðað með orðinu þá getur maður varist svona liði.  Þessi orð sem ég vitna í má vel heimfæra upp á okkar tíma eins og við höfum orðið vitni af.

Jesú er góður Óskar minn og hann fyrirgefur allt og umber allt, þegar fólk sækist í hann og iðrast, biður um lausn inn í sína sáru sál, allt þetta er hægt að setja á herðar Jesú, hann er pottþétt með þér Óskar minn, þú þarft ekki að efast, bara að leita svara.

Með því að smella á þar sem stendur Galatabrefið 1 og er undirsrikað  fer beint með þig á bréfið og bibliu21 aldar, sem er auðlesinn, og hefur góðar skýringar. :) 

Þegar ég byrjaði að lesa ritninguna byrjaði ég á NT ekki Gt ég vildi fá að heyra orð Jesú og þau eru að finna í fyrstu fjórum köflum ritningarinnar, í uppáhaldi er Lúkas, en mörgum öðrum finnst Jóhannes segja það sem segja þarf, allt er þetta mjög svipað, út frá mismunandi sjónarhornum af sama atburðinum, en allir gefa þeir okkur Jesú .  Þú hefur ekkert að óttast með trúna eða þess leit, allt er nýtt fyrir þér, og ég veit fyrir mig að stundum skildi ég hvorki upp né niður, en svo smátt og smátt fór þetta að skiljast. 

Guð okkar er persónulegur Guð, hann er inn í  þínu lífi og þínum aðstæðum og hann skilur vafa þinn, þegar hann poppar upp, sjáðu bara Pál sjálfan, vá maður, hann far rótækur Gyðingur sem hataðu allt sem tengdist Jesú, en svo upplifði hann Jesú og allt breytist, Tómas sjálfur var mjög efins þegar Jesú birtist eftir krossfestingu sínu og hann fékk að snert sár Krists svo hann fengi að trúa. Svo efinn er ekkert nýtt á  nálinni fyrir Guði. 

Kærleikurinn, fyrirgefningin, blessunin og friðurinn er á sínum stað, ekkert hefur breyst og ég er svo glöð að þú spurðir mig.  Ég vona að ég hafi ekki flækt fyrir þér, ég skal senda þér símanúmerið mitt ef þú vilt ræða þetta eitthvað frekar. 

Guð blessi þig og varðveiti og leiði frið inn í þitt líf, í dag sem og alltaf.

Knús

Linda, 4.5.2008 kl. 14:34

8 Smámynd: Linda

Sigurður, ég fyrirgef þér þinn dónaskap hér inni og með réttu ætti ég að fjarlægja þessa athugasemd þar sem hún vanvirðir mína beiðni í þræðinum.  En, ég læt hana vera. 

Ég bið að Jesú mun sína þér kærleika og gefa þér frið, ég vona að þú reynir að virða trúna sem fólk hefur, eins ég virði þinn rétt til þess að trúa ekki, ég bið að þú munt átta þig á því að orðahríð þín hefur engin áhrif á mig eða þá sem trú, orðin þín styrkja okkur í vitneskjunni um Jesú og orð hans fyrir alla menn  allt til dagsins í dag.  Jesú bíður eftir þér og hann kallar á þig en neyðir þig ekki til að koma til sín, þannig er hann. 

Hafðu það sem allra best.

kv.

Linda, 4.5.2008 kl. 14:44

9 Smámynd: halkatla

takk fyrir þetta Linda, það skiptir mjög miklu núna að fólk varist falskenningar

halkatla, 4.5.2008 kl. 15:18

10 Smámynd: Linda

Sæll Halla mín, já nákvæmlega, og ég held þess vegna að þessi kafli í Galatabréfinu tali svo mikið til okkar í dag.

 Knús

Linda, 4.5.2008 kl. 15:43

11 Smámynd: Linda

Anna ég trúi því ekki að ég hafi kallað þig Höllu, shhhesh æ fyrirgefðu.

Linda, 4.5.2008 kl. 17:15

12 Smámynd: Linda

Takk Valli minn, gaman að sjá hvað þér líður vel. 

knús

Linda, 4.5.2008 kl. 18:16

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir skýringarnar Linda mín!

Er það rétt hjá mér að danskur prófessor er búin að eyða allri æfinni í að fá Tómasar-guðspjallið inn í Biblíunna enn það er ekki með þar? Ræður Páfinn í Vatikaninu hvað stendur í Biblíunni?

Það eiga að vera til bækur í leynibókasfni í Vatikaninu sem bara sérstkir prestar fá að lesa. Þessi danski prófessor heldur því fram að Tómas hafi komið of seint við upprisu Jesú og Jesú hafi birst Tómasi aftur og talað við hann í einrúmi.

Öllum hinum lærisveinum hans var illa við Tómas og þess vegna fær hans guðspjall ekki að vera með. Man ekki hvað þessi prófessor heitir, enn nú er ég búin að sjá heimildarmynd um þetta og það er auðvelt að hrífast af þessum orðum sem koma fram í þessu.

Munurinn á guðspjöllunum er að þeir sem fengu guðspjöllinn sín birt í Biblíunni skrifuðu það sem þeir héldu að Jesú meinti. Enn Tómas skrifaði nákvæmlega það sem jesú sagði samkv. því sem þessi prófessor segir. Það er ekki hægt annað enn að verða fyrir miklum áhrifum af þesari heimildarmynd. 

Óskar Arnórsson, 5.5.2008 kl. 06:27

14 Smámynd: Linda

Sæll Óskar minn, á sínum tíma komu saman kirkjufeður sem ákváðu hvaða rit færu í ritninguna, hin Rómverska kirkja tengist þeim atburði.  En hún hefur ekki áhrif hvað er leyft í ritningu okkar sem eru mótmælendur, þó biblíurnar séu í hnotskurn alveg eins hjá báðum hópum það er kaþólska kirkjan með einhver auka rit, eða var það, veit ekki hvernig það er eftir að við bættum inn t.d Estherarbók, Baruk o.s.f.v., alveg stolið úr mér heitir fyrir þessar bækur i þessum skrifuðum orðum. Didache hefði mátt fara þarna inn það er talið eitt af elstu ef ekki elstu ritum ritninganna ættir að lesa þau á netinu, frábært alveg. Ég tók þú fyrir á blogginu í fyrra

Hvað varðar Tómasar bók get ég ekki svarað, en ég ætla blikka hana Bryndís að svara þessu betur en ég get.  Hún er í Guðfræðinni eins og þú veist og er búin læra heilmikið um þessa hluti.

Ég hef heyrt um leynibókasafn Kaþólsku kirkjunnar, þar eru t.d. heimsendar spádómar og þjóðarspádómar sem ku vera eldfimt efni, en eins og með allt sem tengist hinu dulræna sem tengist þeirri kirkju örugglega bara kerlingasögur.

Knús

Linda, 5.5.2008 kl. 11:19

15 Smámynd: Linda

Smelltu hér til að sjá Didache pælingarnar mínar,

Linda, 5.5.2008 kl. 11:24

16 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Svar til Óskars (hans orð í skáletrun):  

Er það rétt hjá mér að danskur prófessor er búin að eyða allri æfinni í að fá Tómasar-guðspjallið inn í Biblíunna enn það er ekki með þar? Ræður Páfinn í Vatikaninu hvað stendur í Biblíunni? 

Það eiga að vera til bækur í leynibókasfni í Vatikaninu sem bara sérstkir prestar fá að lesa. Þessi danski prófessor heldur því fram að Tómas hafi komið of seint við upprisu Jesú og Jesú hafi birst Tómasi aftur og talað við hann í einrúmi.

Öllum hinum lærisveinum hans var illa við Tómas og þess vegna fær hans guðspjall ekki að vera með. Man ekki hvað þessi prófessor heitir, enn nú er ég búin að sjá heimildarmynd um þetta og það er auðvelt að hrífast af þessum orðum sem koma fram í þessu.

Munurinn á guðspjöllunum er að þeir sem fengu guðspjöllinn sín birt í Biblíunni skrifuðu það sem þeir héldu að Jesú meinti. Enn Tómas skrifaði nákvæmlega það sem jesú sagði samkv. því sem þessi prófessor segir. Það er ekki hægt annað enn að verða fyrir miklum áhrifum af þesari heimildarmynd.

Svar mitt:  

Varðandi Tómasarguðspjall, þá er ekkert sem sannar að það sé ritað eftir Tómas lærisvein Jesú. Engar tilvitnanir eru í heiti þessa guðspjalls fyrr en frá 3. og 4.öld e.k. Það er aðeins til eitt handrit af því í heild sinni skráð á koptísku 350 e.k.c.a. Í því handriti kemur fram breyting á orðavali og uppsetningu, sé það borið saman við eldri gríska textann sem talinn er vera frá 2.öld e.k. Sá gríski er hinsvegar aðeins handritabrot, semsé ekki í heild sinni eins og koptíska Nag Hammadí handritið og gæti því hafa verið með öðru innihaldi. 

Það sem vitað er hinsvegar um Nag Hammadí handritin (sem funndust í Egyptalandi 1945 c.a.), er að margt sem þar hefur fundist hefur afar gnostískar áherslur og sérkenni sem ekki er að finna í Ritningunni. Þessar áherslur er einnig að finna í Koptíska handrtitinu.

Kirkjufeðurnir gagnrýndu gnosta fyrir að hafa afbakað fagnaðarerindið. T.d. rita Íreneus(c.a. 180) og Tertúllían (c.a.200) gegn villukenningum þeirra . Þessa trúarhópa gagnrýndu þeir fyrir að falsa rit undir nöfnum postula og koma með sérkennilegar kenningar um Guð og fagnaðarerindið.

Tertúllían (og að hluta til Íreneus líka) nær best að króa gnosta af, þar sem hann manar þá til þess að vísa í postulega vígsluröð sinna trúarleiðtoga, allt aftur til þeirra postula sem þeir vilja kenna sig við og ritin sín. Biskupar og leiðtogar hinnar dreifðu kirkju út um allt Rómaveldi, héldu nefnilega góðu sambandi sín á milli og þekktu postulegar vígsluraðir hvers samfélags um sig. Þeir vissu hvaða menn það voru á hverjum stað sem postularnir fólu að vera hirðar og taka við hinu postulega valdi að sínum líftíma loknum eða fjarveru. Eins vissu þeir hverjir tóki síðan við af þeim mönnum og svo koll af kolli eftir hinni svo kölluðu postulegu vígsluröð. Þetta hafa því gnostarnir án efa ekki getað gert. 

Gnostarnir boðuðu líka sérkennilegt ,,fagnaðarerindi" og leyndardóma sem voru aðeins fyrir fáa útvalda, en það kemur skýrt fram í guðspjöllunum 4 að fagnaðarerindið er fyrir alla (um er að ræða nokkrar hreyfingar af gnostum, aríanusar sinnum og dókedistum sem komu með afbakaðar hugmyndir á fagnaðarerindinum, sem kirkjufeðurnir sáu að samræmdust ekki guðspjöllunum 4 í boðun sinni, en ég held mig við gnostana, þar sem að mikið af Nag Hammadí handritunum bera þeirra sérkenni og Tómasarguðspjallið fannst þar á meðal).  

Justin Martyr (c.a. 150) nefnir Guðspjöllin 4 eins og þau séu sjálfsögð og almennt þekkt á þeim tíma sem hið kristna viðmið, sama gerir Íreneus er hann telur upp hin viðurkenndu Rit innan kirkjanna (c.a. 180 e.k.). Íreneus nefnir þar Guðspjöllin 4 sem eru í Ritningunni okkar auk 13 pálsbréfa (að mig minnir gæti verið + 1-2 bréf að auki).

Það voru örfá af ritum N.t. sem ekki var 100% fullvissa um að gætu talist almennt viðurkennd allstaðar, alltaf og af öllum söfnuðunum, og gætu þannig talist sönn og fullkomlega ósvikin (semsé eftir þann höfund sem þau eiga að vísa til). Mig minnir að þau hafi verið: Hebreabréfið, Opinberunarbókin og 2. og 3. Jóhannesarbréf og 2. pétursbréf (held ég fari rétt með, en ég er að rita þetta eftir minni. Fer kannski nánar í þetta síðar á mínu bloggi). Öll hin rit N.t. (og þar með ritin sem Íreneus telur upp) voru almennt viðurkennd af safnaðarhirðum kirknanna um þetta leiti. Þarna erum við að tala um að Nýja testamentið var nánast í heild sinni það sama og við erum með í dag, fyrir utan einhver örfá rit sem lengi var deilt um hvort væru raunverulega eftir Jóhannes, Pétur og Pál og hvort þau mættu því fara inn í hið kristna Regluritasafn = Nýja testamentið. 

Að lokum þarf maður bara að lesa Tómasarguðspjall sjálfur til þess að finna, að á köflum virðist það ekki alveg samræmast kærleiksboðskap hinna Guðspjallan fjögurra sem eru í Ritningunni. Ef guðspjöllin 4 voru orðin almennt viðtekin sem hið kristna viðmið síðastalagi 150 er Justin Martyr vísar til þeirra, þá finnst mér að allt sem skrifað er eftir þann tíma og samræmist ekki innihaldi þeirra, hljóti að teljast minna trúverðugt (ATH! Að einnig eru margar eldri tilvísanir frá öðrum kristnum ritum og kirkjufeðrum á 1.öld, sem taka nánast orðrétt fyrir ýmis ritningarvers úr guðspjöllunum og bréfum Páls og samræmast kennslu guðspjallanna 4 algerlega. Nægir hér að nefna sem dæmi um kenningarlegt samræmi, Klemensar bréf frá 1.öld e.k. og Didache ritið.

Það er ekki að sjá af öðrum kristnum heimildum að neinum af postulunum hafi verið illa við Tómas. Sú kenning passar hinsvegar þægilega inn í heildar samsæriskenningu þeirra manna sem vilja svo gjarnan að Tómasarguðspjall sé í raun komið frá Tómasi postula og sé í heild sinni bein orð hans eftir Jesú. Þeir sem vilja samt halda þeirri kenningu sinni fram, verða þá að getað rökstutt ofangreint sem ýmsir fræðimenn hafa bent á og sem dregur mjög úr trúverðugleika slíkrar kenningar.

Sjá afrit af verslum úr Tómasarguðspjalli:

14. Jesus said to them, "If you fast, you will bring sin upon yourselves, and if you pray, you will be condemned, and if you give to charity, you will harm your spirits.

30. Jesus said, "Where there are three deities, they are divine. Where there are two or one, I am with that one."

Þetta hér er t.d. sérkennandi fyrir hin gnostísku rit og kenningu þeirra um leyndardóma og dulkóða (leynd þekkingarorð) til þess að meiga ganga í himininn:

50. Jesus said, "If they say to you, 'Where have you come from?' say to them, 'We have come from the light, from the place where the light came into being by itself, established [itself], and appeared in their image.'

If they say to you, 'Is it you?' say, 'We are its children, and we are the chosen of the living Father.'

If they ask you, 'What is the evidence of your Father in you?' say to them, 'It is motion and rest.'"

Hefði Jesú í raun og veru sagt eftirfarandi, hefðu Pétur og Páll ekki þurft að funda um það hvort umskurn væri mikilvæg eða ekki, eins hefði Pétur þá ekki þurf að sjá sýnina um hið óhreina sem hann mátti nú neyta, eins og sagt er frá í Postulasögunni: 

53. His disciples said to him, "Is circumcision useful or not?"

He said to them, "If it were useful, their father would produce children already circumcised from their mother. Rather, the true circumcision in spirit has become profitable in every respect."

(ekkert samt kenningarlega rangt þarna, bara passar ekki við hið sögulega samhengi Ritningarinnar).

 Hér er síðan ritningarvers sem hljómar kunnuglega en hefur fengið furðulegt inntak í lokin: 

107. Jesus said, "The (Father's) kingdom is like a shepherd who had a hundred sheep. One of them, the largest, went astray. He left the ninety-nine and looked for the one until he found it. After he had toiled, he said to the sheep, 'I love you more than the ninety-nine.'"

Síðan er það loka setningin sem kórónar allt:  

114. Simon Peter said to them, "Make Mary leave us, for females don't deserve life."

Jesus said, "Look, I will guide her to make her male, so that she too may become a living spirit resembling you males. For every female who makes herself male will enter the kingdom of Heaven."

En ekkert í orðum Jesú, vísar til þess að hann hafi verið karlremba og ekki haft þekkingu á því að fátt greini kynin tvö að annað en ytra atgervi og hormónar! Hvernig ætti þá konur að vera óverðugar. Enda sýnir hann í sögunni af Mörtu og Maríu að hann mat konur mikils.

----------------------------------------------------------------------

Það má því vel vera að það hafi eitt sinn verið til safn orða Jesú og jafnvel eitthvað sem Tómas ritaði sjálfur. Það getur jafnvel verið að það hafi verið þau sem voru á grísku handritabrotunum. En þetta kopstíska handrit getur sko alls ekki verð hreint og óviðbætt saman safn af eingöngu orðum Jesú. 

Það er jú þarna margt kunnuglegt og margt sem samræmist því sem við þekkjum úr Ritningunni, en slíka þekkingu getur höfundurinn vel hafa fengið með því að sitja og hlusta á prédikun prestanna, eða með því að afrita úr þegar þekktum og viðurkenndum ritum N.t. og síðan bætt við það. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 5.5.2008 kl. 21:25

17 Smámynd: Linda

Takk Bryndís mín þetta kallast að fá frábærar upplýsingar. 

knús.

Linda, 5.5.2008 kl. 22:56

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk Bryndís fyrir skýran og ótrúlega vel framsettan fróðleik um þennan Tómas og fleiri skýringar. Eiginlega sanna þesi skrif fyrir mér að það er nauðsynlegt fyrir fagfólk sem skilur andan í hreinni trú, t.d. Guðfræðinemar sem eru fagfólk jafnhliða  skoða allar hliðar á Biblíunni og allskonar útgáfum!  Kaðólikkar og mótmælendur! ég hef ekki hugmynd um mismunin á þeim, enn eitthvað í sömu bók getur starðað þessu stríði á milli þeirra. Eftir því sem ég les meira úr Biblíunni styrkir það mína trú að mín hugmynd, sem mig gruna að ég sé ekki einn um, þurfi að endurskrifast algjörlega upp á nýtt. Alveg eins og hún leggur sig. Sortera úr kafla sem bara passar ekki inn í neina Guðsmynd! 

 "esus said, "Look, I will guide her to make her male, so that she too may become a living spirit resembling you males. For every female who makes herself male will enter the kingdom of Heaven."

Þetta er líka til í Goseingen japönsku bókinni úr félagsskapnum sem vil sameina alla trú í heiminum í eina. Skýringin sem gefin er þar að maður losnar ekki úr endalausum endeurfæðungum fyrr en maður er orðin karlmaður fyrsta lagi. svo er endaaust andlegt hreinsunarstarf og kann ég ekki að skýra þetta út almennilega.

Samt eru skýringarnar ekki karlrembulegar. Karl samkvæmt þeirri bók seigir um karla sem sýna konu óvirðingu, ofbeldi eða niðurlægir hana á einhvern hátt neyðist til að sætta sig við að fæðast sem kona aftur svo hann læri sínar lexíur.

Þetta er kannski ekki í samræmi við Biblíunna enn Vatikanið er sögulega séð illræmd samtök þó venjulegi Kaðólikkar séu ekki það sjálfir. Hvers vegna mótmlendur kalla sig mótmlendur er ég ekki með neinn skilning á eða muninum á hvers vegna Biblían getur ekki sameinað kristbi í eina heild. Enn er það ekki líka að guðfræðinemum er kennt að Tómasarguðspjallið sé rangt enn sagnfræðingar eru margir hverjir sammála um Tómasarguðspallir. Hvernig getur maður verið viss um að nokkuð guðspjall sé raunverulega rétt? Þarf ekki samvinnu milli sagnfræðinga og guðfræðiprófessóra til að finna út hvort þurfi ekki að klippa eitthvað úr Biblíunni og skrifa hana upp á nýtt. T.d. er ekki lengi síða að Vatíkanið tóg í burtu þetta með óskyrð börn sem myndu brenna í helvíti til eilífðarnóns ef þo næðu ekki að skyrast áður enn þó dóu. Skynsemi þessarrar stofnunar virkar ekki á mig sem sérlega gáfulegt eða guðlegt að hafa loksins tekið þetta út núna. Eiginlega er þetta dæmi nóg fyrir mig að það á ekki að treysta svona fólki að breiða út fagnaðarerindið (veit ekki hvað fagnaðarerindið þýðir) og hvað þá ákveða hvernig samsettning Biblíunnar á að vera. Þeir eru að mínu mati gjörsamlega óhæfir sem prestar og Páfin er mesti kjáni sem ég hef hlustað á.

ég er enn sannfærður að jesú Kristur er mjög vonsvikin hvernig orð hans hafa verið misnotuð af lærðu fólki kirkjunar. Enn það byggir bara á minni skoðun í dag og alls ekki þekkingu. Guðfræði er ábyggilega ein vandmeðfarnasta menntun sem til er fyrir utan læknanám tel ég.

Takk aftur fyrir frábæra og ýtarlega skýringu Bryndís.   

Enn það er ótrúlegar flottar og fræðandi útskýringarnar. Er bara að velta því fyrir mér hversu langt 

Óskar Arnórsson, 6.5.2008 kl. 06:06

19 Smámynd: Linda

Sæll Óskar minn, Ritginginunni þarf ekki að breyta, heldur þurfum við að skoða hana út frá sögulegur og samtíma samhengi.  þess vegna lesum við NT sem erum Kristinnar trúar, Gt kemur eftir á ef fólk vill fá dýpri skilning á því samfélagi sem Jesú ólst um. t.d. að fyrstu 5 kafla gt þurfti hann að læra utan af áður en hann var 7 ára, hin munnlegggeymd sem er í GT og NT er merkilegt, hugsaðu þér að þurfa læra allt sem þú ert að lesa utan af, því það skipti svo miklu máli að þú vissir hvert orð, hverja áherslu, þess vegna hafa bækur biblíunnar verið nánast ósnertar eða breytt í gegn um aldirnar. Þegar þú náðir að mig minnir 12 eða 14 ára aldri þá varstu búin að læra og það læra utan af nánast allt GT, því það skipti svo miklu máli að það væri til fyrir næstu kynslóð og þá næstu og svo koll af kolli, þá má því ætla að Jesú þó svo hann hafir verið fátækur, þá hafi hann lært öll ritin annaðhvort af föður sínum eða öðrum öldungi eða rabbína, fer eftir hverjar aðstæður hans voru. 

Við endurskrifum ekki orðið bara vegna þess að okkur líkar ekki eitthvað í því, mundir þú vilja endurskrifa Plató? Eða endurgera teikningar eftir DaVinci vegna þess þær fitta ekki þinum skilningi hvernig hlutirnir eiga að vera.  Vissulega ekki, það er einfaldlega rangt, við breytum ekki neinum ritum. Við getum aðlaga málið að hinum nútíma samfélagi en það breytir ekki boðskapnum.

Það eru svo margir þarna úti sem halda að fólk í den hafi bara ekki verið eins og við í dag varðandi hvernig við notum heilan og lærdóm, en staðreyndin er sú að það bendir margt til þess að það hafi notað mun meira af heilanum sínum en við gerum, sérstaklega þegar það kemur að því að  nota minnið, t.d. eins og með hina munnlegu geymd. Ég skammast mín fyrir að segja það en ég get varla lært ljóð utan af og haldið því í minni mínu, en afi minn mundi mörg ljóð sem og amma mín, elsta kynslóðin á íslandi man eflaust ljóð sem við þekkjum ekki í dag, að læra utan vers og ritninguna var hluti af lærdómi í gamla daga.

Guðfræðin þjónar sínum tilgangi, en hún hefur ekkert með trú að gera. Trúin nær lengra en fræðin, trúin er innra með okkur hún er friður þegar ófriður ríkir í sálinni, hún er í faðmalaginu þegar einhver segir ég bið fyrir þér og Guð blessi þig, hún er í orðinu sem lyftir þér upp úr reiði, hún er í hverju skerfi sem þú segir Guð. Trúin er í þeirri vitneskju að Guðs englar hafa verið settir til að ganga okkur við hlið að bjarga fólki úr nauðum sjáðu t.d. sögu stranda kirkju. Trúin er áþreifanlegur kraftur.

viljir þú læra um Jesú þá byrjar þú á Nt, viljir þú læra um postula Jesú þá lest þú postulasöguna síðan eru það öll bréfin sem gefa innsýn í gaf frumkirkjan var að kljást við hvað fyrstu postularnir þurftu að gera til að hughreysta, kenna og já ámynna söfnuði sem höfðu sprottið upp, allt þetta er út frá fyrstu 4 ritum NT út frá orðum Jesú.

Fyrir sumt fólk er það nóg að fara með faðirvorið kvölds og morgna og kannski lesa í ritningunni af og til, fyrir aðra þá er stanslaust samtal við Guð í huga þeirra, og það fólk les ritninguna kannski aðeins meira en þeir sem fara með faðir vorið, svo eru það  þeir sem eru alltaf að kafa ofan í orðið lesa það dagsdaglega, biðja yfir því sækjast eftir skilningi út frá orðinu svo kemur innri sannfæringin. Svo er það fólk t.d. eins og ég sem les orðið, hlustar að predikun, pæli í því og verð glöð og svo gjörsamlega "bíddu hvað er átt við hér" eins og t.d. með Jakobs bréfið (hann var bróðir Jesú) það tók mig langan tíma að skilja þann boðskap og ég er ennþá að því, finna jafnvægið. 

En, þrátt fyrir allar þessar mismunandi aðferðir að trúnni, þá mundi ég ekki gera meira eða minna úr upplifun neins sem þar kemur að.  Hver verður að finna Jesú og sækjast í hann af eigin sannfæringu og eigin skoðun og eigin vilja, því hvorki Jesú eða við sem trúum getum neitt einn eða annan í skilning eða trú.

Það þarf ekki að breyta orðinu, heldur þarf að breyta okkar hugarfari, breyskur maður hugsar sem breyskur maður, ef við erum neikvæð þá sjáum við allt í neikvæðu ljós, þetta á líka við þegar við lesum ritninguna.  Ég gæti t.d. lesi Le Mes eftir Victor Hugo (Vesalingarnir á íslensku) og ef ég les þá bók með mínu neikvæðu hugafari þá mundi  ég ekki sjá kærleikann sem er að finna sem rauðan þráð í gegnum bókina. 

Svo í lokin vil ég segja, Jesú er ekki flókinn, hann er eins og allt sem er fagurt og heilt. Leitaðu að Jesú í Nýja Testamentinu, leitaðu af manninum, leitaður af Guði sem er Jesú, lestu orð hans og leyfðu þeim að veita þér þann skilning sem þú þarft og þú munt finna hann.

Óskar minn, ég bið að Guð blessi þig og varðveiti að hann leiði þig á þinni göngu sem er þetta líf, að hann blessi þig áfram í þinni leit og umfram allt upplýsi orðið fyrir þér svo þú sjáir útrétta hönd Krists sem er í öllum sem vilja þér vel í Kristi Jesú.

knús

Ps. Ef þú getur nálgast þessa mynd um Lúter þá færðu smjörþef af því sem hann mótmælti í kaþólsku stefunni, Þetta er í raun snilldarmynd sem allir ættu að sjá til að skilja muninn á kaþólikkum og mótmælendum. Hver var uppruninn á þeim aðskilnaði.

Linda, 6.5.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband