30.4.2008 | 16:25
Ekki láta blekkjast.
Ég er knúin til þess að biðja fólk í trú að sannreyna orðið með ritningunni, athugið hvort það sem prestur ykkar eða forstöðumaður segir standist prófraun ritningarinnar. Þessi frétt er fullkomið dæmi um fólk sem lætur karisma og ræðuhæfileika mata sig af villu. Það eru svo margir falsspámenn(ranglátir, svikulir prestar) þarna úti, sem segja að þeir fari með orðið og heyri beint frá Guði, en staðreyndin er sú að mörgum ef ekki flestum tilfellum þegar Messíanik predikari kemur fram þá er hann allt annað en hann segist vera, það er varað við þessu og því er svo mikilvægt að fólk lesi Nt. Þetta er eina vopnið ef þú ert í trú sem gefur þér réttar upplýsingar og staðfestir eða afsannar það sem þér hefur verið sagt. Þegar farið er í Kirkju verið með glósubók með ykkur og ritninguna, ekki láta blekkjast. Viðvörunarvers úr ritningunni hér fyrir neðan. Sjáið frábæran mann hér
Matteusarguðspjall 24:5 | |
5Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu þeir leiða í villu. |
Lúkasarguðspjall 21:8 | |
8Hann svaraði: Varist að láta leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: Það er ég! og: Tíminn er í nánd! Fylgið þeim ekki. |
Jóhannesarbréf 4:1 | |
1Þið elskuðu, trúið ekki öllum sem segjast hafa andann, reynið þá heldur og komist að því hvort andinn sé frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn. |
Börnum bjargað frá heimsendasöfnuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Biblian og ritningin, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:20 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Linda, svona fer þegar fólk tekur trú sem á að vera persónuleg og skráir sig í söfnuði, trúarvændi.
Þeir sem eru alvöru trúaðir ættu að láta sér nægja sig & guð.. allt annað er fake
Ég segi reyndar líka að guð sé fake.. en skipti mér ekki af því ef það er á persónulegum nótum, skipulögð trúarbrögð og ofurtrúarnöttar eru hinir raunverulegu óvinir trúarinnar
DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 17:14
Sæll Diddi, takk fyrir athugasemdina, skipulaging er ekki alltaf af hinum slæma, en að lesa ekki orðið ef þú ert í trú, getur einfaldlega leitt þig út í það sem slæmt er, eins og þessi fígúra í Mexíkó gerði, við sem erum í trú eigum aldrei að kaupa það hrátt sem predikarar selja okkur. Það er önnur svona fígúra í BNA sem segist vera Kristur, og fólk trúir því, ég man ekki hvað hann heitir í augnablikinu, en það var talað um á á 60 mínútum. Því er niðurstaðan þessi, lestu ritninguna til þessa að gera greinamun á svikurum og hræsnurum. Trú er ekki það sama og trúarbrögð.
kv.
Linda, 30.4.2008 kl. 17:27
Hæ Linda takk fyrir að benda okkur á þetta , á ávöxtunum skulum við þekja þá.maður hefur lært af reynslunni oft ekki á skemmtilegan hátt á vísu .En maður lærir af reynslunni sem betur fer .
Jóhann Helgason, 30.4.2008 kl. 17:32
Nákvæmlega Jói minn.
Linda, 30.4.2008 kl. 17:40
Nýju Mexíkó, ekki Mexíkó.
Rúna Vala, 30.4.2008 kl. 18:42
Takk Rúna fyrir leiðréttinguna
Linda, 30.4.2008 kl. 18:51
Góður punktur Andrés , sammála. Það verður að vera eitthvað skipulag.
kv
Linda, 30.4.2008 kl. 18:53
DoktorE er alveg yndislegur! Hann er sendur beint frá Guði! Eg er að lesa Biblíunna, og eftir allar bækur sem ég hef lesið og allt nám sem ég hef lagt á mig, er þessi sú þyngsta og göldrum líkust! Og ekki kaupi ég allt sem sagt er eða skrifað. Vantrú og efasemdir eru líka trú. Íslenskir prestar komu þessari "vantrú" í hausinn á mér. Fyrir svona 20 árum hefði ég ekki krítiserað alla Guðstrú jafn kurteisislega og DoktorE. Hefði slegið út DoktorE margfalt og ekki sparað stóru orðinn. Tilvist Jesú er sönnuð. Og að hann hafi verið andlegur leiðtogi sem að sjálfsögðu fékk að gjalda fyrir það að vera betri enn lærðu prestarnir er sannleikur. Jésú fór nefnilega ekki í neinn prestaskóla! Það er hvergi minnst á það hingað til að hann eða Guð hafi beðið ein eða neinn að byggja kirkjur! Hvergi! Að vísu er ég ekki búin að lesa alla bókina svo ég er kannski ekki komin að þeim kafla. Ég þakka gott innlegg Linda engillinn minn! Falsspámenn var ég farin að þekkja strax sem barn. Prestar, kirkjur og sönn trú fer ekkert alltaf saman.
Alheimurinn eða geimurinn er svo þrælskipulagður að jafnvel Carl Sagan starðfræði séní sem vann hjá NASA geimferðastofnun USA, sagði að allir þeir sem tryðu því að hugvit, viska og meðvitaður kraftur sem væri utan við þekkingu vísindanna, lægi ekki á bakvið sköpun þessa geims og niður í smæstu öreindir, væru á villigötum í rökfræði!
Carl Sagan var vísindamaður sem aldrei útilokaði neitt. Hann var sjálfur sannfærður að vísindi ein og sér yrðu aldrei megnug að skilja leyndardóma sköpunar þessa heims. Dettur hann oft í hug þegar ég les Biblíuna. Síðan af hverju ég verð svona hrikalega þreyttur og sef svona undarlega lengi eftir lesturinn, er ég ekki búin að fá neinn botn í. Takk fyrir síðustu myndina Linda, hún er komin í safnið.
Óskar Arnórsson, 30.4.2008 kl. 19:48
Sæl Linda
Þetta eru stór orð í tíma töluð og veitir ekki af.
Allskonar kallar vaða uppi í nafni kristninnar og ótrúlegt hvað fólk lætur teyma sig langt í burtu frá hinni heilnæmu kenningu.
Frábært hjá þér að benda á glósubók til að hafa við hendina og punkta niður það sem ræðumaður eða prestur segir, og ef það er í andstöðu við orð Ritningarinnar, þá er bara að láta þann fræðara fjúka, og snúa sér annað eftir sannri andlegri fæðu.
Hvað kennararnir og fræðimennirnir segja um boðskapinn skiptir höfuðmáli en ég er dálítið fyrir að kíkja á lífsmáta þeirra og daglegt líf
Linda, sérðu fyrir þér Páskahátíðina, og frelsarann okkar koma ríðandi á arabískum gæðing með glæstu þjónustu og fylgdarliði inn í Jerúsalem,,,,, NEI. NEI. NEI, ég hugsa oft til þessa dæmis þegar ég sé lifnaðinn, glæsihallirnar, og ferðamátann hjá mörgum prédikaranum ( mýmörg dæmi frá USA) sem telja sig þjóna Krists.
Ef þeir lifa ekki samkvæmt því sem þeir prédika, (það er að segja ef þeir eru með ómengaðan boðskap) þá mega þeir mín vegna,,eiga sig,,
Kærar kveðjur til þín og megi Guð blessa þig
Birgirsm, 30.4.2008 kl. 20:56
Sæll Óskar minn - já þú hefur því miður fengið að líða allt annað en gæsku og friðinn sem er að finna í trúnni á Guð og faðmi Jesú, að þú skulir verða afslappaður og sofa betur og lengur tilheyrir þessum friði, en eins og þú bendir á sjálfur, þá þarft þú að finna hvað er á bakvið, það er mér ánægja að standa þér við hlið í þessari leit, Jesú stendur þar líka, mér sýnist hann vera að gera góða hluti fyrir þig
Guð blessi þig Óskar og hann mun halda áfram að veita þér frið í þinni leit.
Knús
Linda, 30.4.2008 kl. 21:09
Sæll Birgir mikið afskaplega er ég sammála þér, það virðist gleymast í öllu glysinu sem fylgir sumum predikurum að Jesú var maður sem gekk um og predikaði ekki í skrúða eða flottheitum heldur í hita og þurrki, sárfættur og líkamlega þreyttur, hann tók aldrei ´frá fólki, heldur bauð það honum hvíld í sínum hýbýlum bauð honum til borðs. Nei hann mundi sjálfsagt láta sér duga í að fljúga í venjulegu farrími og not strætó, hann vildi vera í snertingu við fólkið og upplifa líf þeirra. Já Birgir minn ég er þér svo innilega sammála.
Megi Guð blessa þig og varðveita.
knús
Linda, 30.4.2008 kl. 21:15
Þú ert búin að gera meira fyrir mig en þú getur ímyndað þér. Knús tilbaka Linda!
Óskar Arnórsson, 30.4.2008 kl. 21:15
halkatla, 30.4.2008 kl. 21:57
Linda 'eg fann versið sem við vorum að tala um æði""""
Galatabréfið 1:8
Knús
Jóhann Helgason, 30.4.2008 kl. 22:38
Vá Jói, æðislegt, ég er búin að leita af þessu fram og til baka og þarna var þetta í fyrsta kafla Galltíubréfsins, gleymi þessu ekki aftur, þúsund þakkir kæri vinur. Þarna er ritningavers sem eru orð í tíma töluð.
Knús
Linda, 30.4.2008 kl. 22:45
Sæl Linda mín. Ég er svo blessuð yfir skrifum hans Óskars. Hann er yndislegur og við þurfum að vera duglegar að senda honum englamyndir. Ég þarf að finna fleiri staði þar sem hægt er að finna englamyndir fyrir hann.
Adda bloggvinkona okkar á afmæli í dag.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.5.2008 kl. 15:52
Sú formúla sem stundum er bent á í þessu sambandi finnst í 5. Mós 18:21-22 "Ef þú segir í hjarta þínu: ,Hvernig fáum vér þekkt úr þau orð, er Drottinn hefir ekki talað?` þá vit, að þegar spámaður talar í nafni Drottins og það rætist eigi né kemur fram, þá eru það orð, sem Drottinn hefir eigi talað. Af ofdirfsku sinni hefir spámaðurinn talað það, þú þarft ekki að hræðast hann."
Linda, ertu sem sé að meina að við eigum ekki að trúa þeim spámanni sem lét hafa þessi orð eftir sér og hafa aldrei ræst "Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti." Matt 24:24
Engir spámenn hafa komið fram og gert stór tákn og undur, hvað þá heldur að þeir hafi afvegaleitt hina útvöldu, ef orðið gæti.
Ef þú manst eftir einhverju góðu dæmi, þætti mér vænt um að þú segðir okkur frá því.
Þinn trúlausi
Sigurður Rósant, 1.5.2008 kl. 19:18
Já munið að ég er kominn frá guði, ekkert kjaftæði meira takk fyrir ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:36
Sælar Linda.
Athugasemd sem að Snorri sá sér ekki fært að birta á síðu sinni innihélt m.a. afsökunarbeiðni á misskilningi mínum þar sem ég las ýmindaða ásökun á hendur Sigurð Árna.
Jakob (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 20:30
Sigurður Rósant segir:
Sú formúla sem stundum er bent á í þessu sambandi finnst í 5. Mós 18:21-22 "Ef þú segir í hjarta þínu: ,Hvernig fáum vér þekkt úr þau orð, er Drottinn hefir ekki talað?` þá vit, að þegar spámaður talar í nafni Drottins og það rætist eigi né kemur fram, þá eru það orð, sem Drottinn hefir eigi talað. Af ofdirfsku sinni hefir spámaðurinn talað það, þú þarft ekki að hræðast hann."
Linda, ertu sem sé að meina að við eigum ekki að trúa þeim spámanni sem lét hafa þessi orð eftir sér og hafa aldrei ræst "Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti." Matt 24:24
Engir spámenn hafa komið fram og gert stór tákn og undur, hvað þá heldur að þeir hafi afvegaleitt hina útvöldu, ef orðið gæti.
Ef þú manst eftir einhverju góðu dæmi, þætti mér vænt um að þú segðir okkur frá því.
Svar mitt:
Því miður munu alltaf koma sendiboðar sem kenna sig við Krist og hrópa: ,,heimsendir verður á morgun" eða: ,,Sæði mitt er heilagt..." (svo nærtækara dæmi sé tekið án þess að ég nefni hér nein nöfn). Þeir sem hafa ekki í sér sanna trú og kærleika, heldur nota trúna sem tæki til eigin hagsmuna og eigin framdráttar, eru því miður til, alveg eins og það er til samskonar flóra af illvirkjum sem stunda sín spellvirki án neinnar bendlunar við trú.
Síðan dettur manni í hug Símon galdramaður í Postulasögunni, sem heillaðist af lækningargáfu Péturs og vildi kaupa náðargjöf Andans fyrir peninga.... Hann var galdramaður og er talið að hann hafi, þrátt fyrir ávítun Péturs v. ofangreint, tekið til við að boða undur og stórmerki á sinn hátt, með sinni speki í nafni Krists, án þess að Andinn kæmi þar nálægt. Hann hefur þá haldið áfram sínum galdra brellum og nýtt sér þær til sannfæringar og til þess að gera ,,undur og stórmerki." Einhverjir af kirkjufeðrunum bendla hann allavega við uppruna gnostismans.
Ekki það að ég hafi neitt á móti galdramönnum í eins og við þekkjum þá í dag með sínum flóknu brellum, bara á meðan ekki er verið að bendla trúnni við þetta.
Bryndís Böðvarsdóttir, 2.5.2008 kl. 00:14
Bryndís-Linda - Þakka þér fyrir þetta svar. Þau dæmi sem þú nefnir eru varla að gera nein stór tákn og undur. Heldur ekki að afvegaleiða hina útvöldu. Ekki létum við trúleysingjar afvegaleiðast. Ég sá fljótlega í gegnum þann sem gaf sæði sitt sem "heilagt". Löngu á undan yfirvöldum þess lands. En ekki eru hinir útvöldu allt saman fíkniefnaneytendur á meðferðastofnunum, er það?
Besta aðferðin til að prófa hvort prestur eða forstöðumaður er frá guði finnst í Lúk 10:19 "Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra."
Best er að prófa að setja höggorma eða sporðdreka við fætur viðkomandi. Ef það gerir honum mein er hann ekki frá guði.
Bara spurning hvað er heimilt skv. lögum.
Sigurður Rósant, 2.5.2008 kl. 10:36
Andrés:
Þú vilt sönnun frá mér, hvers vegna ekki frá guði þínum?
Skipulögð trúarbrögð eru ykkar óvinur.
Trú getur ekki verið nema þú & guð, alveg eins og eiginmaður + eiginkona og ást þeirra... ef þau fara í kynsvall er það raunveruleg ást, er það kannski meiri ást að vilja deila maka sínum meðal annarra; hvað er það...
DoctorE (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 13:06
Sæll Jakob minn - heyrðu ekki málið, mig grunaði það, ég vildi samt að það væri á tæru að ég væri ekki að tala um neinn sérstakan aðila, ímyndaðu þér gaur eins og Benny Hinn og þá ert á réttri leið haha. Sigurður þarna er eitt dæmi fyrir þig.
Bryndís mín - nákvæmlega, ég hef engu við að bæta, nema takk fyrir.
kv.
Linda, 2.5.2008 kl. 15:57
þessi þráður lokast sálfkrafa þremur dögum eftir byrtingu.
kv.
Linda, 2.5.2008 kl. 15:59
ég er einmitt að lesa um Benny Hinn núna, hef gert það oft, en rosalega á sá maður sér margar skuggahliðar, það er alltaf eitthvað nýtt að koma í ljós og fleiri og fleiri furðulegir hlutir sem hann hefur sagt, að ógleymdum öllum svikunum - hann er alvöru Lúsífersbarn (sorrí ofsatrúarlegan talsmáta )
halkatla, 2.5.2008 kl. 21:44
Sæl Anna mín, nákvæmleg, hef ekki haft neitt dálæti á þessum mann frá því ég kynnist af eigin raun stjörnustælunum í honum.
knús
Linda, 2.5.2008 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.