Sunnudags lesning fyrir þá sem vilja

við Grafarvogs kirkju 26 apríl.  LREÞað er Sunnudagur núna, sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum.  Ég vona að þið njótið dagsins með fjölskildu ykkur eða vinum.  Ég ætla skella hér inn kafla úr ritningunni fyrir ykkur til að lesa, ég vona að þið hafið öll blessaðan dag sem og alltaf.

Kólussubréfið 2
1Ég vil að þið vitið hversu hörð barátta mín er vegna ykkar og þeirra í Laódíkeu og allra þeirra sem hafa ekki séð mig sjálfan. 2Mig langar að allir uppörvist í hjörtum sínum, sameinist í kærleika og öðlist fulla sannfæringu og innsýn og geti gjörþekkt leyndardóm Guðs sem er Kristur.[1]
Aðrir leshættir: leyndardóm Guðs, föður Krists; leyndardóm Guðs, föðurins og Krists.
  3En í honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir.
4Þetta segi ég til þess að enginn blekki ykkur með fagurgala. 5Ég er hjá ykkur í andanum þótt ég sé líkamlega fjarlægur og horfi með fögnuði á góða skipan hjá ykkur og festu ykkar í trúnni á Krist.

Hlutdeild í Kristi, líf í honum
6Þið hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú. Lifið því í honum. 7Verið rótfest í honum og byggð á honum, staðföst í trúnni, eins og ykkur hefur verið kennt, og auðug að þakklátsemi.
8Gætið þess að láta engan hertaka ykkur með marklausu, villandi spekitali sem byggist á mannasetningum og er komið frá heimsvættunum en ekki frá Kristi. 9Í manninum Jesú býr öll fylling guðdómsins 10og þið hafið öðlast hlutdeild í fullkomnun hans sem er höfuð hvers kyns tignar og valds.
11Í honum eruð þið umskorin þeirri umskurn sem ekki er með höndum gerð. 12Með umskurn Krists voruð þið afklædd hinum synduga líkama, greftruð með Kristi í skírninni og uppvakin til lífs með honum fyrir trúna á mátt Guðs sem vakti hann frá dauðum.
13Þið voruð dauð sökum afbrota ykkar og umskurnarleysis. En Guð lífgaði ykkur ásamt honum þegar hann fyrirgaf okkur öll afbrotin. 14Hann afmáði skuldabréfið sem þjakaði okkur með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn. 15Hann fletti vopnum tignirnar og völdin og leiddi þau fram opinberlega til háðungar þegar hann fór sína sigurför í Kristi.
16Enginn skyldi því dæma ykkur fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. 17Slíkt er aðeins skuggi þess sem koma átti. Veruleikinn er Kristur. 18Látið þá ekki taka af ykkur hnossið sem stæra sig af auðmýkt sinni og engladýrkun og státa af sýnum sínum. Þeir hrokast upp af engu í sjálfshyggju 19í stað þess að halda sér við hann sem er höfuðið og styrkir allan líkamann og tengir hann saman með taugum og böndum svo að hann vex eins og Guð vill.
20Fyrst þið dóuð með Kristi og eruð laus undan valdi heimsvættanna, hvers vegna hagið þið ykkur þá eins og þið lifðuð lífi þessa heims og látið leggja fyrir ykkur boð eins og þessi: 21„Snertu ekki, bragðaðu ekki, taktu ekki á?“ - 22Allt mun þetta þó eyðast við notkun. - Mannaboðorð og mannasetningar. 23Þó hefur þetta að sönnu orð á sér sem speki, slík sjálfvalin dýrkun og auðmýking og harðneskja við líkamann. En gildi hefur það ekkert, fullnægir aðeins eigin hvötum.
26 apríl 2007 krossin yfir voginum. LRE cc


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Linda mín.

Takk fyrir þetta sunnudags-innlegg,sem mér fannst gott að lesa.Amen.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 06:14

2 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Takk Linda mín. Kol 2:14 segir allt þegar við eigum í orðastað við lögmálsdýrkendurna. Hann afmáði skuldabréfið, það var neglt á krossinn. Nýr sáttmáli tók við. Frábær lesning. Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 27.4.2008 kl. 07:43

3 Smámynd: Bumba

Þakka þér fyrir góðan lestur þetta vekur mann til umhugsunar hversu dýrmætt og svo sannarlega dýrkeypt frelsið í Kristi. Að var leiddur til slátrunar sem sauður okkar vegna. Þvílík dýrð. Með beztu kveðju.

Bumba, 27.4.2008 kl. 07:59

4 Smámynd: Linda

Takk strákar, hafið það sem allra best í dag, dýrðlegur Sunnudags morgun hér í Reykjavík, vona að það sé svona fínt um allt land.  Best að drífa sig út og hugsa góða hluti.

knús

Linda, 27.4.2008 kl. 09:14

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2008 kl. 12:55

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Hefur þú eitthvað hugleitt að læra Guðfræði Linda.Ég er ekki frá því að það gæti verið gaman að sækja þjónustu hjá þér sem slíkri?

Annars bestu kveðjur Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 27.4.2008 kl. 14:15

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Við erum lánsamar að eiga Jesú Krist sem persónulegan frelsara og vin.  "Nú er því engin fordæming fyrir þá sem tilheyra Kristi Jesú." Róm. 8: 1.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.4.2008 kl. 16:29

8 identicon

Takk Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:29

9 Smámynd: Linda

Sæl Lais - takk kærlega fyrir innlitið.

Guðstein minn -gaman að sjá þig.

Sæll úlli minn - Þú segir nokkuð, ég held að ég láti þetta duga hér inni.   

Sæl Rósa mín - já við eru lánsöm og mikil ábyrgð að nota orðið rétt, mikil ábyrgð.

Sæl Birna mín - Takk yndi og sömuleiðis.

Knús Mér þykir innilega vænt um ykkur öll sem hér skrifa.

Linda, 27.4.2008 kl. 20:50

10 Smámynd: Sigurður Rósant

Merkilegt Linda mín að þú getir ekki vitnað í falleg orð Biblíunnar án þess að hafa með skæting í garð okkar trúleysingjanna úr þessum annars að mörgu leyti gagnlegu ritum; "Gætið þess að láta engan hertaka ykkur með marklausu, villandi spekitali sem byggist á mannasetningum og er komið frá heimsvættunum en ekki frá Kristi."

Svona aðdróttanir eru í raun brot á 233. gr. Hegningarlaga sem hljóðar svo: "Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3)"

Hugleiddu þessi orð ljúfan.

Sigurður Rósant, 27.4.2008 kl. 21:41

11 Smámynd: Sigurður Rósant

Við eru taldir þarna með heiðingjunum. Sumir trúaðir gera ekki greinarmun á trúleysingjum og heiðingjum.

En 234. gr á eiginlega betur við um okkur trúleysingjana: "Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári."

En ég viðurkenni ekki að mitt trúleysi sé trú eða trúarbrögð. Það gengur ekki Andrés minn.

Sigurður Rósant, 27.4.2008 kl. 21:57

12 Smámynd: Sigurður Rósant

Kristnir - heiðingjar og trúleysingjar áttu margt sameiginlegt á dögum postulanna eins og kemur víða fram í ritum NT.

Þannig ruddi Jesús Kristur braut trúleysingja með því að brjóta á bak og afnema úrelt gildi Gyðingdómsins.

Trúleysingjar hafa svo fengið að þróa sín viðhorf í skjóli Kristindóms hér á Vesturlöndum á sviði vísinda og fræðistarfa ýmiss konar. En þurft að fara að siðum kristinna í staðinn. þegjandi samkomulag.

Kristnir hafa svo fengið að vera í friði fyrir trúleysingjum á móti.

En ég get ekki séð að ég sé að verja mitt trúleysi á grundvelli trúarbragða þegar hentar. Skil ekki alveg hvað þú meinar.

Grundvöllur okkar frelsis í dag er byggður á frjálsri hugsun, en ekki heftri hugsun trúarbragða.

Sigurður Rósant, 27.4.2008 kl. 22:39

13 Smámynd: Linda

Æi Sigurður góði láttu ekki svona, ég er með skæting vegna þess að ég læt þig og aðra ekki vaða yfir mig, hvað gaf ykkur trúleysingjunum þá hugmynd um að við sem trúum séum kúguð.  Þú bara sannar það sem sagði við þig. Þú ert eins og kláði og álíka skemmtilegur þegar þú byrjar þessu eylífa þrasi.  Þú breytir ekki minni skoðun eða sannfæringu.  Slakaðu bara á.    Ég tók af hanskanna ekki fyrir svo löngu, ég er bara ekki eins af þessu bless u forgive u týpum, ég er knock out drag out then I forgive you type.  Reyndu að átta þig á þessu. 

kv.

L. 

Linda, 27.4.2008 kl. 23:20

14 Smámynd: Linda

Hafðu það nú sem allra best Sigurður, reyndu nú að sofa rótt.

kv. og GN

I'd love to kiss you, but I just washed my hair.
-- Bette Davis

Linda, 27.4.2008 kl. 23:39

15 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir þessa fínu lesningu...

Guðni Már Henningsson, 27.4.2008 kl. 23:39

16 Smámynd: Linda

Takk Guðni, ég hafði nú mest lítið með hana að gera, en það var mín ánægja að setja hana hér inn......

knús kveðja.

Linda, 27.4.2008 kl. 23:41

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín. Hörku fjör hérna. Kær kveðja/Rósa

                                             Tantrum 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.4.2008 kl. 01:03

18 Smámynd: Linda

Það er mjög merkileg árátta hjá þeim sem "trúa ekki"  að heimsækja og reyna hafa áhrif á trú þeirra sem trúa, til þess að skipta um skoðun. Það gengur bara ekki þannig fyrir sig.  En þeir koma aftur og aftur og aftur og aftur og....

En þrátt fyrir það þá stendur boðskapurinn eftir og það er hann sem skiptir máli. 

kv.

Linda, 28.4.2008 kl. 02:17

19 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 28.4.2008 kl. 10:05

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Linda ??

Guðstein minn -gaman að sjá þig.

??? ömm ... akkuru Guðsteinn? 

og áfram: 

Það er mjög merkileg árátta hjá þeim sem "trúa ekki"  að heimsækja og reyna hafa áhrif á trú þeirra sem trúa, til þess að skipta um skoðun. Það gengur bara ekki þannig fyrir sig.  En þeir koma aftur og aftur og aftur og aftur og....

hehehehe ... nákvæmlega, en eins og hef alltaf sagt, þeir sækja í okkur eins og flugur á skít! *andvarp* 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.4.2008 kl. 13:11

21 Smámynd: Linda

haha sorry Haukur minn - stundum gleymi ég mér bara. 

"eins og flugur á skít"  þú ert eins og Anna K. ótrúllega orð heppinn hahaha

Knús

Linda, 28.4.2008 kl. 15:43

22 Smámynd: Sigurður Rósant

Andrés - "Sé trúleysi ekki trúarbrögð þá veitir 233. greinin trúarskoðunum þínum enga vernd :/"

Þarna negldirðu mig. En ég var orðinn eitthvað ruglaður af öllum þessum frjókornum sem birkið sendi í loftið undanfarna daga hér í Danmörku.

Þó er ekki útilokað að sækjendur og verjendur í máli sem rekið væri til varnar trúleysingja gæti unnist ef þeir halda að "trúleysi" flokkist undir trúarbrögð, eins og svo margir vilja halda.

Ef dómarinn verður fyrir árás mýflugna eða birkifrjókorna gæti trúleysinginn átt enn meiri möguleika á að vinna málið.

Lúther varð alla vega alveg snarruglaður á þessum flugusendingum, sem hann svo fullyrti að væru útsendarar Djöfulsins til að tefja hann við Biblíulestur.

Guðsteinn - "nákvæmlega, en eins og hef alltaf sagt, þeir sækja í okkur eins og flugur á skít! *andvarp*"

Trúleysisngjum líkt við flugur, Gyðingum við apa og Kristnum við svín.

Flugurnar eru hættulegastar af þessum þremur dýrategundum. Drepa 3 milljónir barna í Afríku á ári hverju og tefja 3 milljarða Múslima og Kristna við lestur Kóransins og Biblíunnar.

Sigurður Rósant, 28.4.2008 kl. 18:19

23 Smámynd: Linda

Jæja, ég ætla láta Albert Einstein eiga síðustu orðin hér á þessum þræði.  Ég bið að allir hér finni frið í sinni sanfærningu og læri að leyfa öðrum að eiga sína í friði.

 Great spirits have always encountered violent opposition from mediocre minds

Human beings, vegetables, or comic dust, we all dance to a mysterious tune, intoned in the distance by an invisible player.

knús

Linda, 28.4.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband