Fornleifafræðin og Biblían eitthvað til að hugsa um - Margmiðlunarefni

Datt inn á þennan frábæra þátt sem sýnir fram á þær hrópandi staðreyndir að sögur Biblíunnar er hægt að staðfesta með vísindum í þessu tilfelli fornleifafræði, margar skeptískar raddir tala gegn ritningunni í dag, kalla þetta þjóðsögur, skáldskap o.s.f.v. þarna tók ég fram málefnalegu umsagnirnar. 

Kristnir og Gyðingar hafa alla tíð treyst orðinu sem vitnisburð yfir sögu trúarinnar, þeir hafa ekki þurft neina vísindalega sönnun fyrir  sannleika orðsins.  Vísindin hafa hinsvegar þurft að leita og skoða út frá eigin sjónarhorni niðurstaðan er í eftir farandi heimildamynd sem er í sex hlutum.

Orðið og Drottinn fá áheyrn vegna þess að Guð er góður, hann mun ekki leyfa neinum að kveða sig niður  Lúk 19 39-40. Er þetta ekki tilfellið með fornleifar.

39Nokkrir farísear í mannfjöldanum sögðu við hann: „Meistari, hasta þú á lærisveina þína.“
40Hann svaraði: „Ég segi ykkur, ef þeir þegja munu steinarnir hrópa.“

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

ég fann ekki þetta 'babe' sem þú lofaðir ? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég sá hvað þú meintir með "babe ass" Linda, en ég fann engar sannanir fyrir því að rit Biblíunnar séu innblásin af einhverjum ósýnilegum guði sem þvældist um á kvöldin hér á jörðu í eirðarleysi sínu, meðan enn voru fá tígrisdýr í skóginum.

Sigurður Rósant, 25.4.2008 kl. 23:12

3 Smámynd: Linda

Sæll Haukur minn - please ertu blindur,,sheesh, heyrðu annars hvað fannst þér um þátturinn. Mér þótti hann æðislegur

Sigurður Rósant - Þú kannast ekki við fegurð orðsins það er ekki við öðru að búast.

kv.

Knús Haukur

Linda, 26.4.2008 kl. 03:59

4 identicon

Kíkti á smá en horfi á allt í kvöld

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:17

5 identicon

Það er eins og þessir þættir séu gjörningur frá Marxistum. "Be miserable in this life so you can have everlasting pleasure in the next. Oh and yes rich people are not happy."

Þessi kynnir, eða sá sem skrifar fyrir hann hefur mjög gríðarlega lítinn skilning á kristinni hugmyndafræði. Væntanlega Evangelískur Kalvinisti með tvískiptingu alls á milli himna og heljar. Auk þess er fornleifafræðingur sem að segir fræðinn styðja biblíuna í einu og öllu annaðhvort eins einfaldur og 4. kassa Sudoku þraut eða óheiðarlegur.

Fyrir mitt leiti eru þessir þættir eins óheiðarlegir og nálgun öfga niðurrifsmanna sem hlaupa í hringi í kringum heimildir afstöðunar vegna. Þetta er á báðum frontum og jafn lúðalegt beggja megin 

Jakob (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:39

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Linda, ef þú tekur mark á þessum áróðursþætti, þá ertu að láta gera þig að fífli. T.d. er rætt um að örkin hans Nóa eigi að vera í Tyrklandi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.4.2008 kl. 12:13

7 identicon

Furðulegt nokk er ég sammála Hjalta hérna.

Í svo hlutlægum málum sem þessum er auðvelt að taka alla skoðanabræður sem metnaðarfulla sérfræðinga eða fræðimenn, þegar þeir eru í raun aðeins skindibitahliðrunarfræðingar. Þetta á við á báða bóga. Þessi málflutningur og fullyðringar þáttana standast engan vegin staðla sanngjarnar fornleifafræðimennsku og túlkun heimilda þeirra.

Sannleikurinn skal byggjast á sannleika, ekki sannfæringu.

Bestu kveðjur 

Jakob (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 13:07

8 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Ha ha! Þið væruð flestir fínir sem múslímar, þeir trúa því að Kóraninn hafi komið beint frá Allah og að hvert orð í þeirri ágætu bók sé satt og rétt.

Að mínu leiti þá læt ég mér næga að trúa á Guð og góða menn. Það sem gerðist til forna læt ég mér í léttu rúmi liggja og ég þarf enga sönnun fyrir guðdóminum. Ég trúi og þess vegna veit ég.

Gangið á Guðs vegum.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 26.4.2008 kl. 14:06

9 Smámynd: Linda

Sæl Birna mín, gerðu það endilega, frábær þáttur og dúndur gaman af honum. Knús

Drengir ef þið getið ekki komið hér málefnalega fram og án þess að vera með yfirlæti og hroka í garð þeirra sem trú og skoða hlutina e.t.v. frá öðru sjónarhorni en þið þá getið þið sleppt því að koma hér inn. Ég er ekki fífl Hjalti eða að gera sjálfa mig af fífli orð þín dæma þig mun meira en ég gæti nokkurn tíman sagt um þig.

Jakob - ég veit að þú ert ungur, hingað til hefur þú öllu jafnan sýnt mikinn þroska í þínum samskiptum hér á netinu, en þessi orð þín gera lítið úr heilum hóps fólks sem ert trúað og lifir heilbrygðu og sterku lífi í sinni trú, þú sem guðfræðinemi ættir að vita að ekki eru allir með sömu sannfæringu og þú.  Það er furðulegt hvað fólk verður reitt þegar það eru settar inn heimildir um Biblíuna og staðfestingu sögu hennar.

Gunnar Palli - Ég benti á í þræðinum að kristnir þyrfti enga sönnun, vinsamlega láttu það vera að vera með yfirlæti hér. Múslímar mega trú því að hvert orð kemur frá Allah, hví ekki, svo framarlega sem þeir nota ekki þau orð til þess að særa og myrða saklaust fólk út um allan heim.  Þér væri nær að lesa ritninguna í stað þess að dæma alla út frá þínu ekki eigin ágæti. Byrjað í Nt. 

Ég vona að þið sem hér skrifið , lærið að þroskast og finna í ykkar innri manni snefil af kurteisi og virðingu fyrir þeim sem bera aðrar skoðanir en þið út í lífið. 

Á þessari stundu tilheyri ég hinni Lútersku Evangelísku kirkju en sæki hana ekki heim, en hvort sem ég tilheyri henni eða öðrum kristnum söfnuði þá mun ég biðja fyrir ykkur sem hér skrifa að líf ykkar muni blessast og framtíð ykkar verði ykkur sjálfum til sæmdar.

Til lesturs þeim sem hér lesa og særast orð þeirra smellið hér

Fyrir þá sem vilja fræðast um fornleifafræði og sögulegt samhengi ritninganna getið smellt hér , hér og hér.  

kv.

Linda, 26.4.2008 kl. 15:34

10 identicon

Ég afsaka ef ég hef orðið ómálefnalegur í ummælum mínum hérna. Það sem ég er einfaldlega að benda á er það að hlutleysi þessara manna er gerspillt af trúarlegri afstöðu, sem er fínt í sjálfum sér ef það er þeirra heimssýn, en það kemur niður á því hlutverki sem þeir eru að reyna að selja þér og öðrum sem áhorfa að þeir séu í raun hlutlausir og sanngjarnir fræðimenn.

Hægt er að finna mun metnaðarfyllri (og sanngjarnari) útleggingu á heimildargildi GT og NT, þó ekki sé til annars krafist að hún sé ekki útsett af hagsmunaaðilum. 

Ég er ekki að ráðast að trú né trúuðum, heldur akademískar forsendur þessara þátta. Veit ekki alveg hvað það hefur með mína sannfæringu eða víðsýni að gera. 

Nema það eitt að ég er gríðarlega ósammála þeirri Kalvinísku svart/hvítu nálgun sem kynnirinn setur fram sem kristna hugmyndafræði. 

Ég mun engu að síður vanda orð mín betur næst ég kíki við hjá þér

Bestu kveðjur 

Jakob (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 15:49

11 Smámynd: Linda

Sæll Jakob sko minn þessi yndislegi þroski komin aftur  Takk fyrir þessi orð þín. Vísindamenn eru ekki alltaf hlutlausir þó svo þeir reyni það, þeir eru svo oft sannfærðir og með mikla ástríðu fyrir eigin málefni það er nokkuð ljóst, hlutleysi er því vant með farið. Þú sást e.t.v. í horninu á þessum þætti tákn Krists,  við sem trúum verða að fá að hafa ástriðu fyrir því sem fundið er af forleyfafræði líka en allt sem hann talar um þegar hann kemst loksins inn í fræðin er hægt að staðfesta. Ætli þeir sem trú geta verið hlutlausir um Krist og ritningua almennt, er sannfæringin ekki yfir sterkari, Jesú biður okkur að reyna allt sem kemur að ritningunni, ég held að það sé bara nokkur pott þétt boð.

kv og knús fyrir framúrskarandi heillindi í þessu síðasta svari þínu til mín

Linda, 26.4.2008 kl. 16:00

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég er ekki fífl Hjalti eða að gera sjálfa mig af fífli orð þín dæma þig mun meira en ég gæti nokkurn tíman sagt um þig.

Ef þú lætur þennan áróðursþátt plata þig, þá ertu að láta hafa þig að fífli. Viltu ekki prófa að senda fornleifafræði eða jarðfræðideild (eða jafnvel guðfræðideild) HÍ fyrirspurn og fá álit þeirra á hugmyndinni um að flóð hafi hulið alla jörðina fyrir ~4000 árum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.4.2008 kl. 16:35

13 Smámynd: Linda

hvað læti eru í þér, heldur þú þó að ég viti ekki til þess að það eru fleirr sögur en biblían með flóðsögur, og þær eru mun eldri, þú verður að átta þig maður að þó maður trúi ritningunni, þá gerir maður sér líka grein fyrir því að tíminn í henni er afstæður, hættu svo þessum hroka og gefa í skin eitthvað um mig sem þú hefur ekki glóru um.  Þú sýnir þinn rétt mann eina ferðina enn.

Linda, 26.4.2008 kl. 19:01

14 Smámynd: Sigurður Rósant

Það er vonlaust Linda mín að reyna að halda áfram á þessari braut. Að kíkja fyrst í Biblíuna og reyna svo að finna sannanir fyrir því að eitthvað sé hæft í ævintýrasögunum. Vonlaust.

Árið 1985 kom út alveg ágætis bók um fornleifarannsóknir á söguslóðum Biblíunnar eftir hinn þekkta Magnus Magnusson. Eitthvað í þeirri bók er sjálfsagt hægt að véfengja, en margt kemur þar fram sem ekki hefur verið hrakið. Hann fylgir þekktum fornleifafræðingum eftir og segir frá rannsóknum þeirra og niðurstöðum á miklu hlutlausari máta en þessir sem horfa í gegnum Biblíuna um leið og þeir afla sér heimilda.

Sigurður Rósant, 26.4.2008 kl. 20:31

15 Smámynd: Linda

Eins mans vonleysi er annars mans tilefni til sóknar. Ég er svo langt því frá að vera vonlaus þegar það kemur að ritningunni, það sama er ekki hægt að segja þegar það kemur að samskiptum við sumt fólk Þú Sigurður er ágætur, en í alvöru talað þú ert eins og kláði, sama hvað maður klórar sér og skrúbbar þá ertu en til staðar Ég skal kíkja á þessa bók, næst þegar ég er á bókasafni sem er 1 x 2 í mánuði.

kv.

kv.

Linda, 27.4.2008 kl. 00:08

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú stendur þig vel Linda, og hafðu orð Hjalta að engu, þú ert ekki fífl fremur en ég. Ef svo er þá erum við bæði sek fyrir að pæla of mikið. Og ef það er saknæmt þá er ég mesta fíflið sem til er og þú líka! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2008 kl. 11:31

17 identicon

Hefur S.Rósant lesið eitthvað eftir William Mitcell Ramsey  ?

Virðist hafa skrifað eitthvað merkilegra en þessi M.Magnússon sýnist mér . 

conwoy (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 23:09

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

hvað læti eru í þér,...

Linda: Ég er alveg afskaplega rólegur. Mér finnst það bara afskaplega sorglegt ef þú lætur svikahrappana í þessu myndbandi blekkja þig.

Að reyna að halda því fram að fornleifafræði styðji söguna af Nóaflóðinu af því að það eru til einhverjar sögur um að vondu Rússarnir séu að fela myndir af örkinni er hlægilegt.

Það er ekki hrokafullt að benda á að þetta er bull og að þú lætur hafa þig að fífli ef þú gleypir við þessu bulli.

Hefur S.Rósant lesið eitthvað eftir William Mitcell Ramsey  ? 

conwoy, ertu að segja mér að þú sért búinn að lesa eitthvað eftir hann?

En þú ættir kannski að lesa eitthvað aðeins nýlegra, Ramsey dó árið 1939.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.4.2008 kl. 09:01

19 Smámynd: Linda

Sæll Hjalti,

Tímasetning GT og sumra sagna þar inni er afstæð í mínum huga sem og annarra sem trúa. Sagan um Nóa flóðið er ein slík.  Hinsvegar, hafa vísindi  bend á hugsanlega orsök af þeim hamförum  sem þar er skírt frá, þar á meðal sprengjugos svo skelfilegt að það öllu hamförum í öllum heimshlutum og þar á meðal þar sem samfélag Nóa lifði, flóðbylgjur og ofsaregn urðu afleiðingar af þessu gosi (á svipuðu svæði og pompey, nafni alvegs stolið úr mér)auk þess sem veðrir hafi svipað til í langan tíma eins og við gætum búist við eftir núk árásir, mikið afskaplega skelfilegt upplifun hefur þetta verið. 

Það er svo margt meira en bara Biblían sem styður frásagnir flóða sem komu yfir veröld okkar að slíkt er vel trúanlegt að frásagan um Nóa sé hluti í því samhengi. Neðangreint efnit er ekki nema smá hluti af því sem er hægt að leas um málið.

"

However, the next phase of research investigated sea-keeping (behavior and comfort at sea), hull strength, and stability. This began with a Korean study performed at the world-class ship research center (KRISO) in 1992.8The team of nine KRISO researchers was led by Dr. Hong, who is now director-general of the research center.

The study confirmed that the Ark could handle waves as high as 98 feet (30 m), and that the proportions of the biblical Ark are near optimal—an interesting admission from Dr. Hong, who believes evolutionary ideas, openly claiming “life came from the sea.”9The study combined analysis, model wave testing, and ship standards, yet the concept was simple: compare the biblical Ark with 12 other vessels of the same volume but modified in length, width, or depth. Three qualities were measured—stability, hull strength, and comfort."

Ship Qualities Measured in the 1992 Korean Study

While Noah’s Ark was an average performer in each quality, it was among the best designs overall. In other words, the proportions show a careful design balance that is easily lost when proportions are modified the wrong way. It is no surprise that modern ships have similar proportions—those proportions work.

"Answering Genesis"

En eins og með allt þá er líka það sem þið fáið ekki skilið eða vilja til að skilja og það er einfaldlega "kraftaverk" .

kv.

L.

Linda, 28.4.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband