8 ára stúlka sækir um skilnað

8 ára og sækir um skilnaðNojoud Muhammed Nasser er 8 ára stúlka, hún bað pabba sinn og mömmu um hjálp við að sækja um skilnað frá 30 ára  eiginmanni sínum, en þau sögðu nei, ef hún vildi fá skilnað skildi hún bara fara sjálf til dómara og sækja um það. Stúlkan gerði því nákvæmlega það, hún fór til dómara ákærði manninn sem hún er gift um kynferðislega misnotkun og annað heimilisofbeldi.  Vegna laga í landinu getur dómarinn ekki veitt henni lagalega aðstoð, en hann hefur sótt föður og eiginmann stúlkunnar til saka, þeir hafa verið handteknir.

Stúlkan sagði m.a. að faðir hennar hafi hótað henni nauðgun ef hún giftist ekki þessum manni sem er 22 árum eldri en hún. Ennfremur er haft eftir stúlkunni að þegar hún vildi leika sér í garðinum, kom maðurinn hennar og skammaði hana og fór með hana inn í svefnherbergi, "hann var vondur við mig og gerði ljóta hluti við mig".  Samkvæmt lögum í Jemen er bannað að börn yngri en 15 ára geti gift sig, en það er viðbótar klausa sem getur gert fólki kleift að fara fram hjá þessum lögum landsins. Eiginmaður hennar sem núna situr í fangelsi segist ekki hafa gert neitt rangt, að hún væri jú konan hans og gæti því gert hvað sem er og engin gæti stoppað hann. Hægt er að lesa alla fréttina með því að smella hér

Frétt er lauslega þýdd og stytt af blogghöfundi.

"Yes, child marriage, and hence child divorce, does happen. The Qur'an even envisions the prospect of divorce for prepubescent girls. It stipulates a waiting period to determine whether or not the wife being divorced is pregnant: "If you are in doubt concerning those of your wives who have ceased menstruating, know that their waiting period shall be three months.” Then it goes on: “The same shall apply to those who have not yet menstruated” (Qur'an 65:4)."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aida.

Eg fæ hroll, þetta er hreinlega of mikið fyrir mig.

Yukkkkkkk.

Aida., 11.4.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Linda

Segðu, þetta er ömurlegt og því miður er ekkert einsdæmi í stórum hluta heimsins þar sem stúlkur er giftar kornungar. Ömurlegt alveg

knús.

Linda, 11.4.2008 kl. 19:41

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Einu barni bjargað,guði sé lof.  Mikið er stúlkan líka klár, sennilega yfirburða gáfuð.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 11.4.2008 kl. 20:04

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Undrabarn!

Man ekki betur að fyrir mörgum árum síðan, að einn breskur strákur hafi sótt um skilnað frá foreldrum sínum og vann málið!

Eitthvað hefur ekki verið í lagi hjá þeirri fjölskyldu!..svakalegt!

Óskar Arnórsson, 11.4.2008 kl. 20:24

5 Smámynd: Linda

Sæll Valli minn, gaman að sjá þig og betra að vita að þú ert við mun betri heilsu núna, allt er þetta jákvætt.  Takk fyrir innlitið kæri vinur hafðu það sem allra best.

Knús

Linda, 11.4.2008 kl. 20:47

6 Smámynd: Linda

Sæll Skúli - já þannig er því farið með bókstafstrú, því miður er þessu svona farið í stórum hluta heimsins eins og þú bendir oft á

Hæhæ Bára mín - Já er þetta ekki dásamlegt, hún er svo hugrökk, ung kvennhetja  í heimshluta sem slíkt er ekki alltaf litið með jákvæðum augum, þetta er merkilega jákvæð frétt, þó fljótt á litið er maður svo gáttaður að svona skuli yfir höfuð viðgangast, maður venst slíku aldrei bíst ég við.  Knús frænka

Sæll Óskar - já ég man ef máli eins og þú bendir á, en það var í BNA að mig minnir, börn eiga jú að hafa réttindi sæta þau ofbeldi og nauð til þess að geta komið sér út úr því umhverfi með hjálp samfélagsins, alltaf hægt að bæta réttindi barna í mínum huga. Þó er slíkt líka vant með farið.

knús til ykkar allra

Linda, 11.4.2008 kl. 20:54

7 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Hræðilegt. Ég á 10 ára dóttur og mig hryllir við þessu.

Bryndís Böðvarsdóttir, 11.4.2008 kl. 21:07

8 Smámynd: Linda

Já Bryndís, ég sá sætu dóttir þína í dag leika sér með vinkonu sinni og svo las ég þessa frétt stuttu síðar og ég maður er svo sorgmæddur að þessi stúlka þurfi yfir höfuð að standa í svona máli, en vá hvað hún er hugrökk, hugsa sér, hún þorir að gera það sem fullorðnar konur þora ekki.  Þetta er jákvæð frétt á neikvæðum lífsstíl, ef svo má að orði komast.

knús

Linda, 11.4.2008 kl. 21:21

9 Smámynd: Flower

Úff Hvað getur maður sagt við svona viðbjóð

Flower, 11.4.2008 kl. 22:19

10 Smámynd: Halla Rut

Ég var einmitt að lesa þetta þegar ég fékk E-mailin frá þér....

Ömulegt. En hvað hún er sterk er með ólíkindum um leið hugsa ég hvað eru margar sem eru það ekki.  

Halla Rut , 11.4.2008 kl. 22:34

11 Smámynd: Linda

Hæ Flower nákvæmlega þegar maður sér svona fréttir þá verður maður svo þakklátur hvað mannréttindi hafa náð langt í okkar veröld og verður enn harðari á því að það er ekki nægilega gott samt, ekkert verður það þar til ungar stúlkur og konur í mið-austurlöndum fái sömu réttindi og við.

knús.

Linda, 12.4.2008 kl. 02:32

12 Smámynd: Linda

Sæl Halla, já ég held að þetta sé frétt sem mun fara um heiminn.  Svona fréttir gefa manni von, þarna er hugrekki í allri sinni hreinustu mynd.

knús

Linda, 12.4.2008 kl. 02:34

13 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég á bara ekki orð Linda,heimur versnandi fer svo mikið er víst.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 12.4.2008 kl. 07:06

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Þetta er viðbjóðslegt. Mikið er þessi stúlka dugleg að hafa haft kjark til að berjast á móti þessum viðbjóðum sem er eiginmaður hennar og faðir hennar.

Megi almáttugur Guð miskunna kynsystrum okkar sem búa við svona viðbjóð. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2008 kl. 11:39

15 Smámynd: Linda

Sæl Úlli og Rósa, maður venst aldrei að fólk gifti börnin sín svona ung og  ég held að við munum aldrei samþiggja slíkt, en það má segja að þessi hugrakka stúlka hefur í þrengingum sínum fundið það sem hún þurfti til að berjast á móti þessu ofbeldi, því líkt dugnaðarbarn, maður dáist af henni.

knús og kv.

Linda, 12.4.2008 kl. 12:36

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það vekur athygli mína, að einungis Skúli nefnir að hér eru á ferðinni trúarblekkingin sem gengur undir nafninu Islam (undirgefni, kúgun). Það eykur ekki mikið skilning, að grípa um höfuð sér og hrópa: "hryllilegt", "ömurlegt", eða "viðbjóðslegt".

Tók nokkur eftir því að þegar Nojoud Muhammed Nasser er orðin 15 ára, verður hún gefin aftur í þvingað hjónaband og í þetta skipti LÖGLEGA. Þetta er ein af "hryllilegum, ömurlegum, og viðbjóðslegum" siðvenjum músalima.

Ætlum við að halda áfram, að taka fagnandi á móti svona fólki til búsetu hér á landi ? Það er hérlendis og ekki í Jemen sem við getum haft áhrif, ef einhver hefur þá áhuga á öðru en hrópa: hryllilegt, ömurlegt, viðbjóðslegt !

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.4.2008 kl. 13:15

17 Smámynd: Sigurður Rósant

Þetta er Islam. Ég skil ekki hvernig Vesturlandabúar geta talað um að virða beri rétt allra til að stunda sína trú. Afhenda Muslimum sem sakaðir eru um hryðjuverk, Kóraninn til aflestrar á meðan þeir bíða dóms í fangelsum.

Islam má fara á haugana.

Trúfrelsi ætti að skilgreina að nýju og halda börnum algjörlega frá innrætingu trúarkenninga og trúarsiða.

Sigurður Rósant, 12.4.2008 kl. 16:18

18 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er viðurstyggð, dóttir mín er átta ára... jafngömul þessari litlu stúlku... get orðið brjáluð þegar ég les svona.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.4.2008 kl. 18:55

19 Smámynd: Linda

Sæll Loftur - ég er nokkuð viss um að fólk gerir sér fyllilega grein fyrir því að öfga Íslam og  bókstafstrú sé það sem er á bak við þetta, og ég er líka nokkuð viss um að hver einasti viðmælandi hér vilji ekki fá slíkt til landsins.  En ég held að þessi frétt sé meira en nokkuð annað um hugrekki, barn sem hafði verið kúguð og misþyrmt af sínum nánustu og allt í skjóli trúarinnar, en þessi unga stúlka gerði það sem fáir þora að gera innan öfga Íslams og það er að leita réttar síns. Hvort að hún mun vera látin giftast aftur 15 ára, það eru allt of háar líkur á því, en þetta skref sem hún tók núna 8 ára gömul mun gefa henni meiri vona um eigin sjálfstæði og sjálfsvirðingu þegar fram líða stundir. Þessi frétt er allt í senn neikvæð og jákvæð

Mk.

Linda, 12.4.2008 kl. 18:57

20 Smámynd: Linda

Sæl Sigurður takk fyrir innlitið og ég ætla láta Jesú og ritninguna svara þér

Slíkra er Guðs ríki

13Menn færðu börn til Jesú að hann snerti þau en lærisveinarnir átöldu þá. 14Þegar Jesús sá það sárnaði honum og hann mælti við þá: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. 15Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma.“ 16Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau

Mark 10:13-°16

Sæl Helga mín - því trúi ég, þetta er argasti viðbjóður, sem er réttlætanlegur í heimi Íslams sakir Qur'an, slíkt mun aldrei verða samþykkt hér, eða ég vona ekki, stundum efast ég um hvað fólk sé öllu jafnan að hugsa þegar það andmælir ekki öfga Íslam með meiri krafti..

knús

Linda, 12.4.2008 kl. 19:03

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég veit ekki betur enn að Íslendingar hafi sjálfir verið svona á torfkofatímabilinu. Þá ákváðu foreldrar og oftast feður að stofna svona viðskiptahjónabönd.

Börn voru borin út af því það var ekki til matur og stundum bara af það var stelpa en ekki strákur. Húsbóndinn réði því.

Ég held að villimenn með Íslenskar doktorsgráður ættu ekki að gleyma okkar eigin sögu, því nóg er til af þeim ennþá.

Grettir glímir við glám, kallast "delerium tremens" í dag og allt þar fram eftir götunum.

Einu "fréttirnar" sem fólk fékk á þessum tíma var sögufólk sem bjó til sögur sér til framfæris. Sumir fengu nafnbótina skáld sem er fínna orð yfir lygi Íslendinga á eigin þróunarsögu. 

það er fyndið að fyrsti maðurinn sem kom til Íslands, sem líka er lygi, hafi heitið Ingólfur Arnason og svo er stytta af honum til dýrðar vegna þess að honum tókst að flýja réttvísina frá sínu heimalandi með svipuðu fólki.

Eigum við nokkuð að vera stolt yfir sögu Íslendinga sem er blanda að lygi og sannleika. Það var litið upp til þeirra sem gátu drepið mann og annan og urðu þeir höfðingjar út á þessi morð sín.

Nú eru sömu týpurnar í Armani jakkafötum og stjórna lýðnum með sama hugarfari, því þroski þessa þjóðar hefur ekki verið í neinum tengslum við að við við fengum óvart peninga með ameríska hernum og "framfarir" á veraldlega sviðinu fór í gang.

En þroskinn? Ætli hann hafi bara ekki gleymst þegar við áttum allt í einu meira en nógan mat.

Við skulum kíkja aðeins á okkar eigin sögu áður en við dæmum fólk sem kann hvorki að skrifa eða lesa sitt eigið mál.

Samanlagt eru kannski Íslendingar aðeins tæknivæddir villimenn í þroska og höldum að við séum eitthvað viturri en annað fólk út í heimi.

Forheimska er enn stærsta vandamál Íslendinga, þó þeir séu búnir að ná að læra að lesa..

Sannarnirnar er að finna hjá núverandi höfðingjum þessa lands, sem haga sér nákvæmlega eins og forfeður þeirra, þó þeir hafi penna í stað spjóts...

Og Loftur! Settu hakakrossinn upp, hann fer þér ábyggilega vel...gæti trúað að þú værir múslimi að villa á þér heimildir...kannski með styttu af Hitler sem gerði okkur Íslendinga ríka með því að reita USA til reiði..sem komu með þá peninga sem gerði okkur að fólki með stórmennskubrjálæði sem sést í öllum blöðum og bloggi á hverjum degi.

Enn það er samt þægileg tilhugsun að vita að ég sjálfur er heimskur næstum eingöngu vegna þess að ég er Íslendingur og hef enga ástæðu til þess að vera stoltur yfir þessarri þjóð. 

Varð að vera erlendis í 20 ár til að skilja hvernig forkeimska Íslendinga lifir góðu lífi hér enn...og glæpamennska sem er öðruvísi siðleysi en þá sem við erum að fordæma.

Íslendingar með sína Ásatrú voru nákvæmæega eins og Íslam er í dag...og erum við aðeins farin að vakna til vitundar hvað er rétt og hvað er rangt..við erum ekki búin að laga okkar eigin mál og jafnvel á þessu sviði líka.

Börnum og konum er nauðgað og þeir sleppa flestir með áminningu eða sekt, og aðeins örfá brot af þessu hyski fær smá dóma...á Íslandi árið 2008!   

Óskar Arnórsson, 12.4.2008 kl. 19:55

22 Smámynd: Linda

Jahérna hér Óskar minn, takk fyrir þína athugasemd, hún er afar réttlát í sögulegu samhengi sem þú bendir á, en, við skulum samt gæta orða okkar og sleppa öllum "heitum" orðum eins og ég kalla það Hér fær engin á sig nein nöfn sem við getum ekki sannað, ok.  Samt eðal samantekt hjá þér Óskar minn og brjálæðið sem hér ríkti í aldar raðir eru eins og margt annað er hluti af þroskaferli landans, sem er vissulega enn í gangi og það er eins og það á að vera Öfga Íslam vekur heitar tilfinningar, og þessi stúlka nýtur ekki þeirra forréttinda að búa í heimshluta sem hefur tekið út sinn mannréttinda þroska að mestu, þó svo að alltaf sé hægt að gera betur.

**************************************

Ég veit hvað það er að verða reið yfir því sem ég skil sem óréttlæti, en orðið hefur margt sem gefur manni ró og ég vona að neðangreind ritningarvers verði hverjum sem hér les til blessunar.  Auk þess er hægt að lesa allt í samhengi með því að smella nöfn viðeigandi ritninga. 

Jesaja 59 segir m.a. þetta, sem er viðeigandi þegar stríð og öfgar eru til staðar

8Veg friðarins þekkja þeir ekki
og réttlæti er ekki í sporum þeirra.
Þeir gerðu vegi sína hlykkjótta,
enginn, sem á þeim gengur, þekkir frið

Rómverjabréf 12 segir m.a þetta,

9Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda en haldið fast við hið góða. 10Verið ástúðleg hvert við annað í bróðurlegum kærleika og keppist um að sýna hvert öðru virðingu.

Knús

Linda, 12.4.2008 kl. 21:22

23 Smámynd: Sigurður Rósant

Linda - "Menn færðu börn til Jesú að hann snerti þau en lærisveinarnir átöldu þá. Þegar Jesús sá það sárnaði honum og hann mælti við þá: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki."

Að þú skulir taka undir þessa fölsun í "heilagri ritningu". Jesús er þarna gerður að "fyrsta naivista" Vesturlandabúa.

Það er einmitt vegna svona undanlátssemi "naivisma" sem við þorum ekki að standa gegn Múslímum í dag. Um leið erum við úrræðalaus gagnvart kaþólskum prestum sem misnota unga drengi, biskupum og prestum sem "hugga" fráskildar konur og ekkjur, safnaðarstarfi ýmiss konar sem morar í misnotkun ungra stúlkna sem lent hafa í drykkju, fíkniefnum eða félagslegum vanda.

Telurðu virkilega þetta vera af hinu góða, Linda?

Ég hreinlega trúi því ekki.

Sigurður Rósant, 12.4.2008 kl. 21:32

24 Smámynd: Linda

Sæll Sigurður - þú er að misskilja svar mitt til þín hér fyrir ofan, ég er hafði engu við að bæta um afstöðu þína til öfga Íslams sem þú bentir réttilega á og á fullan rétt á sér.

Mitt svar var hinsvegar andsvar við síðari hluta athugasemdar þinnar ´sem var

"Trúfrelsi ætti að skilgreina að nýju og halda börnum algjörlega frá innrætingu trúarkenninga og trúarsiða."

Nú svo ég svari áfram: Trúfrelsi í eðli sínu  frelsi til að trúa eða trúa ekki, því er ekki hægt að skilgreina breytingu  á þeirri hugsjón.

kv

Linda, 12.4.2008 kl. 21:39

25 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég misskildi þig ekkert Linda og þú ekki heldur mig.

Það er einmitt þetta hugtak sem við köllum "trúfrelsi" sem þyrfti að skilgreina að nýju, eða öllu heldur þrengja merkingu þess. Það er hægt að gera með lagasetningu ýmiss konar, rétt eins og lög um þingkosningar.

Þó að það sé lýðræði og karlar og konur hafi kosningarétt, þá er sá réttur takmarkaður við ákveðinn aldur. Vernda mætti börn frá innrætingu trúarkenninga með sams konar lagasetningu.

Ef við notfærum okkur ekki þennan möguleika þá opnum við meir og meir fyrir áhrifum Islam.

Sigurður Rósant, 12.4.2008 kl. 21:48

26 Smámynd: Linda

Sæll Sigurður - öfga Íslam er engin afsökun til þess að skerða trúfrelsi eða annað frelsi sem við eigum í dag.  Öfgar læðast inn með þeirri naívisku hugsun að gefa eftir, vegna viðkvæmi í Íslam t.d. svínakjöt, sér sundtímar fyrir konur o.s.f.v. Þetta hefur ekkert með Kristna trú að gera eða orð Jesú, heldur hefur þetta meira með hugleysi og fortíðarskömm, Þýskaland er svo hrætt við að vera kallaðir Nasistar að þeir þora ekki að segja nei við innflytjendum og kröfum þeirra, Svíar eru svo stoltir af því að þeir hafi staðið utan síðari heimsstyrjöld og hversu opnir og umburðalyndir þeir hafa alltaf verið að þeir þora ekki að snúa dæminu við og standa stöðugir gegn öfgum.  Íslendingar eru betur í stakk búnir, við erum ekki hömluð af fortíðar draugum stríðs og  óréttlæti, því við vorum beitt óréttlæti. Naívismin sem maður sér í mörgum er skuggalegur, vegna þess að þar eru vinstri menn og andstæðingar Ísraels, BNA og Kristinnar trúar langstærsti hópur þeirra sem tala um skilning og "friðartrúna" Íslam, sem er vitanlega algjör firra. 

Jesú er allt sem gott er, orð hans eru allt sem gott er, það er maðurinn sem misnotar orðið ekki vegna þess að orðið réttlætir slíkt, heldur vegna eigin hroka og breiskleika.  Taktu eftir því að þeir sem tala hæðst gegn öfga Íslam og eru þeir sem þora að trúa á Jesú og réttlætið sem orð hans gefur einstaklingnum. 

Fólk á rétt á því að trú því sem það vill, svo framarlega að slíkt ógnar ekki sjálfstæði ríkis og þegnum þess.  Þú mátt trú hverju sem þú vilt þegar það kemur að trúnni á Jesú Sigurður, ég virði þinn rétt til þess og ætla ekki að gera lítið úr því, en ég bið þig um að veita mér sömu kurteisi og halda þér við efni greinarinnar.  Vilji fólk ræða við mig um Jesú getur það gert það á viðeigandi vettvangi, ég mun þó ekki fara í vörn, því það þarf ekkert að verja, þeir sem frömdu ódæði  eða fremja ódæði í nafni trúarinnar á Jesú gera það á eigin forsendum ekki vegna þess að slíkt er boðað í NT. Það sama er hinsvegar ekki hægt að heimfæra yfir á Qur'an-inn.

M.K.

Linda, 12.4.2008 kl. 22:11

27 Smámynd: Sigurður Rósant

Linda - "Þetta hefur ekkert með Kristna trú að gera eða orð Jesú, heldur hefur þetta meira með hugleysi og fortíðarskömm..."

Jú, "naivisminn" á sér rætur í kennisetningum Nýja Testamentisins enda þakka kristnir menn sér innihald og anda mannréttindayfirlýsinga SÞ og ESB hvað varðar ákvæði um trúfrelsi. Íslendingar eru jafn illa settir hvað þetta varðar. Það sem seinkar framvindu Islams á Íslandi er eingöngu lega landsins. Hér eru Múslimar á fjórða hundrað eða tæplega 0,5% á meðan tölur eru komnar upp í 10% og allt að 35% í sumum þéttbýlum nágrannalanda okkar.

"Jesú er allt sem gott er, orð hans eru allt sem gott er, það er maðurinn sem misnotar orðið ekki vegna þess að orðið réttlætir slíkt, heldur vegna eigin hroka og breiskleika."

Hann var ágætis fyrirmynd að ýmsu leyti og reyndi að halda aftur af öfgamönnum eins og Símoni Pétri. Það tókst hins vegar ekki, enda er Kaþólska kirkjan byggð á ruddaskap Símonar Péturs og Lútherstrúarmenn dásama þann ofbeldismann líka. Þeir kristnir sem tala hæst gegn öfgaöflum Islams eru fylgjendur Péturs en ekki hins friðsama Jesú sem skipaði honum að slíðra kutann.

Ég get nú ekki rætt um mál þessarar 8 ára stúlku öðru vísi en að taka bjálkann úr mínu auga (og þá þínu í leiðinni), því við stöndum saman gegn kenningum Islams hvað varðar misnotkun á ungum stúlkum.

Að öðrum kosti verða þessir daglegu árekstrar milli Islams og Vesturlanda ekki leiddir til lykta nema með átökum. Muslimar vilja ekki ræða þessi mál við okkur kristna eða trúleysingja. En verra þykir mér ef kristnir ætla ekki að reyna umræður heldur bíða eftir átökum.

Sigurður Rósant, 12.4.2008 kl. 22:46

28 Smámynd: Linda

Sæll Sigurður - það er mikil fortíðarskömm hjá kristnum samfélögum, í stað þess að þakka fyrir allt sem Kristnir hefur gert gott í aldanna rás, hjálparstarfsemi, líknarstarfsemi, sjúkrastarfsemi, þetta er hin sanna arfleið kristinnar trúar, þó inn á milli hafi verið "menn" sem misnotuðu afl sitt þá hafði það ekkert með ritninguna eða boðskap Jesú að gera.  Þessi stúlka er 8 ára hetja, ég hef ekki sagt neitt annað, ´greinin nefni ekki einu sinni Íslam, gjörsamlega hlutlaus grein, ég hef sagt það áður og ég segi það aftur fortíðarskömm er ekki eitthvað sem við þurfum að sitja undir í okkar samfélagi, ég er ekki með bjálka í mínu auga og hver og einn sem mig þekkir veit nákvæmlega hvar mitt hjarta er Sigurður.  Þú skrifar með hroka og yfirlæti  til mín og ætlast til þess að ég sitji undir mannaskömm og hræsni vegna þess að trú mín er þér ekki þóknanleg, þú snýrð út úr orðum mínum, vegna þess að þú ert andkristinn, þú misskilur orð mín að ásettu ráði og hefur mig fyrir rangri sök.  Þú um það Sigurður, en, ég ber ekki sök á fortíð kristinnar trúa og ístöðulausra manna fulla af græðgi og mannfyrirlitningu, því ég veit að þeir eru lygarar og hræsnarar þeir eiga sök ekki Jesú eða ritningin. 

þegar ég talaði um að Jesú vildi leyfa börnum að koma til sín þá var það í sambandi við það sem þú sagðir um trúfrelsi og innrætingu barna, ég er 100% viss um að börn hafi gott af því að fara í sunnudagsskóla og annað kristilegt starf og að hafna því er að taka fra þeim yndislega fegurð og kærleika.  Þeir foreldrar sem hafa litla trú eða enga trú verða að eiga það við sig sjálfa hvað þeir vilja fyrir börnin sín.  Þetta kom ekki Íslam neitt við. 

Hafðu það sem allra best.

kv.

Linda, 13.4.2008 kl. 13:34

29 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

„Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki."
Að þú skulir taka undir þessa fölsun í "heilagri ritningu". Jesús er þarna gerður að "fyrsta naivista" Vesturlandabúa.

Það er einmitt vegna svona undanlátssemi "naivisma" sem við þorum ekki að standa gegn Múslímum í dag. Um leið erum við úrræðalaus gagnvart kaþólskum prestum sem misnota unga drengi, biskupum og prestum sem "hugga" fráskildar konur og ekkjur, safnaðarstarfi ýmiss konar sem morar í misnotkun ungra stúlkna sem lent hafa í drykkju, fíkniefnum eða félagslegum vanda.

Þarna er Sigurður Rósant búin að matreiða alveg upp á eigin spýtur naívisma út úr orðum Jesú í Biblíunni (uppáhalds uppskriftabók hans). Eini gallinn er sá að í þeirri uppskriftabók er hvergi að finna réttinn naívisma, eða undirlægju hátt. Hefði Jesú boðað undirlægju hátt, þá hefði hann ekki húðskammað faríseana og lögvitringana fyrir mannasetningar þeirra í lögmálinu. Hann gagndýndi það hvernig þeim hafði í gegnum tíðina tekist að lifa í einu og öllu eftir lögmálinu: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Einnig ruddi hann niður sölubásunum í musterinu þar sem að trúin og andleg neyð fóks átti ekki að vera eitthvað til að hagnast á. Hann bauð náunga kærleika og ávítaði þá sem gerðu eitthvað á hlut smælingjanna. 

Hefði Kristur verið haldinn einhverskonar naívisma eða kennt fólki það, hefði hann fremur sagt: reynið að finna innra með ykkur slokknun. = Nirvana. Slökkvið allar tilfinningar um vanlíðun eða áhyggjur af ykkur eða öðrum. Þá finnið þið frið. Kannski Rósant sé að vitna í ranga uppskriftabók. Kannski átti bókin að heita speki Búdda?

Sjáðu til. Kristur sjálfur (og sannkristnir einstaklingar taka hann sér til fyrirmyndar í hugsun og verki), hann hefði aldrei litið framhjá og umborðið villu og illsku annarra trúarbragða gagnvart náunganum, hvað þá villu kennimanna innan hans eigin trúar, eins og hann marg sýndi okkur. Náunginn, hver sem hann var, var ávalt í fyrirúmi hjá honum. Það að væna hann um annað ber aðeins merki þess að viðkomandi hafi ekki leisið orð hans í Ritningunni.

Hann var ágætis fyrirmynd að ýmsu leyti og reyndi að halda aftur af öfgamönnum eins og Símoni Pétri. Það tókst hins vegar ekki, enda er Kaþólska kirkjan byggð á ruddaskap Símonar Péturs og Lútherstrúarmenn dásama þann ofbeldismann líka. Þeir kristnir sem tala hæst gegn öfgaöflum Islams eru fylgjendur Péturs en ekki hins friðsama Jesú sem skipaði honum að slíðra kutann.

Hvenær framkvæmdi Símon Pétur ofbeldisverk sem postulu og hirðir trúarinnar? Sagði hann mönnum að drepa? Er það þessvegna sem hann  lét líf sitt fyrir það eitt að boða trúna á Jesú, sem hann hafði sannfærst um að væri upprisinn sonur Guðs? Veistu ekki að Markúsarguðspjall er (samvk Eusebius kirkjusagnfræðingi sem ritar c.a. 300-350 e.k.) ritað af Markúsi, fylgdarmanni Péturs. Hann átti að hafa ritað niður Fagnaðarerindið eftir orðum Péturs. Hvar er þá ofbeldi og kærleiksleysi Péturs. Hann stofnaði ekki Rómversk kaþólska trú. Það breyttist margt í Kristinni trú eftir að trúnni var blandað saman við pólitiík og hún gerð að ríkistrú af Konstantín rétt upp úr 300 e.k. Fyrstu öldina eftir Krist var það sem hin sanna kristna boðun kemst á prent og hefur trúin því ekkert með illvirki Rómversk kaþólsku kirkjunnar að gera. Væri ekki viturlegra að staldra hér við og taka eitthvað af ofangreindu til baka frekar en að koma með einskæran hugarburð og órökstyðjanlegar fullyrðingar.

Bryndís Böðvarsdóttir, 13.4.2008 kl. 19:17

30 Smámynd: Sigurður Rósant

Sæl Linda - Mér þykir það miður ef ég hef sýnt þér hroka og yfirlæti í orðum mínum. Ég taldi mig hins vegar sýna kannski hroka og yfirlæti í orðum mínum gagnvart Símoni Pétri heitnum. En hans meintu orð og athæfi virka svona á mig, án þess að ég fari neitt sérstaklega út í það að þessu sinni.

"gjörsamlega hlutlaus grein"

Já, þér finnst það kannski. En um leið og þú birtir mynd af stúlkunni í klæðnaði sem er "Islamisk symbol", þá umfjöllunin ekki alveg hlutlaus, er það? sbr. færslu mína og athugasemdir 8.4.2008 no. 24.

Við verðum sennilega ekki sammála um það hvað er börnunum fyrir bestu, enda hið eldfimasta mál í samskiptum manna og kvenna.

En ég held að þú finnir ekki í skrifum mínum ásakanir á hendur Jesú vini okkar. Ég held að hann hafi verið mjög vel liðinn hjá alþýðu og Rómversku hermönnunum.

Sigurður Rósant, 13.4.2008 kl. 19:29

31 identicon

Ég bið Guð okkar almáttugan skapara Himins og jarðar að gefa litlu stúlkunni algjöran sigur inní þessar kringumstæður og líf í gæfu og gleði það sem eftir lifir af hennar æfi!!!!

Í Jesú nafni og fyrir Jesú blóð - AMEN!!!

Ása (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 19:30

32 Smámynd: Sigurður Rósant

Bryndís - "Hvenær framkvæmdi Símon Pétur ofbeldisverk sem postuli og hirðir trúarinnar?"

Þetta er all skörungslegur greinarstúfur hjá þér, Bryndís. En Símon Pétur var kannski ekki orðinn hirðir trúarinnar er hann hjó eyrnarsnepil af Rómverskum hermanni í Getsemane við handtöku Jesú vinar okkar.

En í Postulasögunni 5. kafla er hann orðinn safnaðarhirðir að því er mér virðist. Þar er all skuggaleg lýsing á skyndilegum dauða hjónanna Ananíasi og Saffíru sem nýlega höfðu selt jarðareign og vildu leggja næstum því allt féð í hendur Símonar Péturs. "En Pétur mælti: "Ananías, hví fyllti Satan hjarta þitt, svo að þú laugst að heilögum anda og dróst undan af verði lands þíns? Var landið ekki þitt, meðan þú áttir það, og var ekki andvirði þess á þínu valdi? Hvernig gastu þá látið þér hugkvæmast slíkt tiltæki? Ekki hefur þú logið að mönnum, heldur Guði." Þegar Ananías heyrði þetta, féll hann niður og gaf upp öndina, og miklum ótta sló á alla þá, sem heyrðu."

Ég get ekki betur séð en að hér sé um óupplýst morð að ræða. Ég giska á að Símon Pétur hafi drepið hjónin með aðstoðarmönnum sínum. Hann var jú alltaf með kutann við hendina. Ekki hef ég trú á að Guð hafi drepið hjónin. Hver er þin skýring, Bryndís? 

Sigurður Rósant, 13.4.2008 kl. 20:13

33 Smámynd: Sigurður Rósant

Bryndís - "Þarna er Sigurður Rósant búin að matreiða alveg upp á eigin spýtur naívisma út úr orðum Jesú í Biblíunni (uppáhalds uppskriftabók hans). Eini gallinn er sá að í þeirri uppskriftabók er hvergi að finna réttinn naívisma, eða undirlægju hátt."

Kristur var bæði linur og harður eins og gengur með mannlegar verur sem fæðast af mannlegum konum og það barnungum (12 - 14 ára, giska ég á).

Ég dreg hins vegar í efa að allar meintar yfirlýsingar Jesú séu rétt eftir honum hafðar. Sumu jafnvel eignað honum sem hann á ekkert í. Ég skil ekki ykkur trúuðu konur, að þið skulið endilega vilja leggja áherslu á sumt en ekki allt sem haft er eftir honum.

Hvað þá yfirlýsingar Páls postula um að konur skuli þegja á safnaðarsamkomum og eigi heldur að spyrja eiginmenn sína er þær komi heim.

Það er talsvert um svokölluð "tvöföld skilaboð" í þessum ritum Nýja Testamentisins eins og G.T.

Verið sanngjarnar í máli ykkar gagnvart bljúgum orðum mínum.

Sigurður Rósant, 13.4.2008 kl. 22:36

34 Smámynd: Linda

Sæll Sigurður, stúlkan á myndinni er engin önnur en hin hugrakka stúlka sem þráðurinn fjallar um, ég setti myndina inn ekki vegna þess að hún sýnir að stúlka sé Íslams trúar, heldur vegna þess að hún er yndisleg og hugrökk og ég vildi að fólk sæi andlit hennar, andlit hugrekkis. Ég er ekki undirförul í eðli mínu Sigurður, og ég harma það að þú skulir halda slíkt.

Sæl Bryndís mínég þakka þér fyrir að koma hér inn með þína þekkingu á okkar elskaða Jesú og kletti hans Símon Pétri og ekki síst hvað þekking þín á þessu er mér afar mikilvægur innblástur, eins og þér er vant ert þú minn klettur.

Sæl Ásta  mín - ég segi bara Amen og þakka þér þína fallegur bæn fyrir þessa yndislegur stúlku. ég tek undir hana með þér.

knús...

Linda, 13.4.2008 kl. 22:44

35 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þannig að ef svo óheppilega vildi til að ég segði eitthvað sjokkerandi við manneskju og hún fengi við það hjartaáfall (sem mér finnst vera líklegasta skýringin fyrir þessum skyndilegu andlátum þeirra hjóna), þá er ég allt í einu orðin morðingi?

Líklega hafa hjónin verið öldruð fyrst þau hrökkva upp af við að heyra gagnrýni Péturs á þau fyrir þennan óheiðarleika þeirra gegn Guði (lofið maður Guði eða öðrum einhverju og brýtur það síðan hlýtur það að flokkast sem óheiðarleiki. Allavega er það svo í mínum siðabókum) . Konan hefur því eflaust fylgt manni sínum, eftir að hafa heyrt sjokkerandi fréttirnar um andlát hans.

Þetta hefur þótt svona merkilegt og jafnvel vakið með mönnum ótta og spurningar um það hvort slík sé guðleg refsing þeirra sem óhlýðnist Guði, og þá alveg í anda gyðingdómsins og hinna ýtarlegu lagabálka þar. Það stangast hinsvegar á við alla aðra boðun N.t. þar sem fyrirgefning fyrir syndir er alls ráðandi. 

En þar sem að um merkilegan atburð var að ræða, enda óvenjulegt að hjón hrökkvi uppaf á nánast sama tíma, hefur Lúkas (sem ritaði postulasöguna) eflaust viljað hafa þessa frásögn með. 

Þarna kemur hinsvegar hvergi fram fullyrðing í þá veru að Páll, né Guð sjálfur, hafi drepið þau.  En menn með ríkt ímyndunarafl geta eflaust búið til heilu skáldsögurnar í kringum Ritningarnar allar, hafi þeir tíma til og ánægju af því.

Bryndís Böðvarsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:48

36 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósant:

Verið sanngjarnar í máli ykkar gagnvart bljúgum orðum mínum.

Veistu hvað merking þetta orð hefur? Ég held ekki. Reynum að virða skoðanir hvors annars, ekki hef ég séð þig gera það og ekki heldur að þú notir "bjúg" orð. Gerðu betur en þetta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.4.2008 kl. 23:52

37 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

leiðrétting: "bljúg" átti auðvitað að standa þarna! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.4.2008 kl. 23:54

38 Smámynd: Linda

Sæll Erlingur - já þetta er skelfilegt, en þó merkilegt þetta hugrekki sem þessi unga stúlka hefur, meiri þor og dug en fullorðið fólk í sama landi sem sætir kúgun, hún er eftirminnileg og dásamleg.

knús

Linda, 14.4.2008 kl. 03:55

39 Smámynd: Sigurður Rósant

Elsku Linda, Guðsteinn og Bryndís. Þó að við tölum öll sama tungumálið "íslensku", fer ekki hjá því að við leggjum mismunandi merkingu í orðin og túlkum hugarfar á bak við þau stundum nokkuð frjálslega og glannalega.

Linda sakar mig um hroka gagnvart sér og nú síðast telur hún mig ásaka sig um "undirferli" um leið og hún reynir að sýna fram á að hún hafi verið alveg hlutlaus í innleggi sínu gagnvart Múslímsku stúlkunni. Nafnið Múhammeð segir líka að hún er Múslimi. Að nefna land hennar Jemen, segir líka að hún býr í Múslímsku landi. Ég tel þetta ekki "undirferli" af þinni hálfu, Linda. Miklu fremur "blindu" eða mistök.

Bryndís, það kemur hvergi fram í frásögninni aldur hjónanna. Þarna var Símon Pétur kominn með vald til að lækna, en gerði ekkert í málinu fyrir nýja meðlimi í söfnuðinn. Sennilega er þessi frásögn skáldskapur sem settur er inn til að minna trúaða á að borga sín gjöld til safnaðarins, annars geti farið illa. Ef frásögnin er að einhverju leyti sönn, þá er greinilega um óupplýst morð að ræða. Hjón sem eru það harðbrjósta að vilja svíkja safnaðarhirðinn hafa örugglega ekki hrokkið neitt við þótt Pétur hafi staðhæft að þau hefðu ekki logið að sér, heldur að Guði og Heilögum anda. Oft byrja rannsakendur morða á því að reyna að finna út hver/hverjir hagnast á morðinu. Í þessu tilviki er svarið augljóst. Símon Pétur og félagar.

Hér í Danmörku fannst nýlega 22ja ára maður látinn utan vegar og mótorhjól hans rétt hjá. Í fyrstu var litið á þetta sem slys, en nú hefur vaknað grunur um að þarna hafi verið um morð að ræða. Svo þetta er ekkert nýtt í sögu mannanna að menn reyni að fela sannleikann.

Guðsteinn, bljúgur merkir sama og auðmjúkur í mínum huga. Mér þykir leitt að orð mín í garð einstaklinga hér skuli túlkuð sem hroki eða yfirlæti. Ég virði skoðanir fólks þó að ég samþykki þær ekki. Ég tel mig eiga rétt á að gagnrýna skoðanir fólks um leið og ég get unnt þeim að verja þær.

Ég skil líka reiði ykkar í minn garð, er ég gagnrýni ykkar skoðanir sem þið teljið allt að því "heilagar" í þeim skilningi að það þurfi ekki að ræða þær.

Viðhorf ykkar eru eins og hinnar trúuðu Fatimeh Mahmoud, 26 ára leikskólakennara  eins og það kom fram í Nyhedsavisen 9. apríl s.l. "Tørklædet er et Islamisk symbol, og det står i Koranen, at kvinder skal have tørklæde på, så det er ikke noget, jeg eller min seksårige datter skal diskutere. Min datter skal på et tidspunkt have det på - men hun skal selv bestemme det."

Hér segir móðirin að það að 6 ára dóttir hennar eigi að bera "tørklæde" , það standi í Kóraninum og þurfi ekki að ræða "diskutere". Svona viðbrögð loka á allar umræður. Útkoman verður einræða. Þetta stendur í Kóraninum, Biblíunni. Hér er um orð Guðs að ræða. Þarf ekki að "diskútera".

Sigurður Rósant, 14.4.2008 kl. 08:32

40 identicon

Setningin "Leyfið börnunum að koma til mín...", kuflar fortíðar vissu að ef þeir ná til barna að þá séu þeir líklega með sauð í sínum söfnuði 4ever.
Kóran er ekkert nema kóperuð biblía, stæling, mormónar stæling... þetta er allt stæling á hvort öðru, gömul dogma sálfræði sem allir ættu að sjá í gegnum.
Besta sem hægt er að gera er að banna aðgang trúarsafnaða að börnum, börn hafa ekki þroska til þess að dæla yfir þau yfirnáttúrulegu stöffi, þar liggur hundurinn grafinn og þar liggur lausnin líka.
Vaknið og þroskist

DoctorE (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 09:35

41 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sæll Sigurður.  

Það er ekkert nema gott að ræða sínar skoðanir um Biblíuna og persónur hennar. Þó virðist manni stundum sem sumir séu vísvitandi, að leita uppi einhverjar frásagnir innan Ritningarinnar, sem hægt sé að umsnúa eða túlka á sem neikvæðastan máta, um leið og sneitt er algerlega hjá öllum kærleiksboðskapnum. Komið er með sleggjudóma um stakar persónur eins þú gerðir t.d. með Pétur hér að ofan, þar sem þú fullyrðir beinlínis að hann sé morðingi.

Augljóslega getur Pétur ekki varið mál sitt fyrir rétti í dag. Það hlýtur hinsvegar að hafa verið eitthvað í manninn spunnið fyrst Kristur fól honum að vera hirðir sauða sinna. Pétri sem sneið ekki bara eyrað af hermanninum heldur guggnaði líka, þar sem hann þorði ekki að játa að hann væri lærisveinn Krists í píslarsögunni. Hann var mannlegur, heigull, en ofsafenginn þegar vegið var að þeim sem honum voru kærir (kannski eins og við flest mennirnir). Hann hinsvegar iðraðist og sá af sér (eins og við reynum að gera þegar okkur verður á). Þegar Kristur byrtist lærisveinunum spurði hann Pétur 3x hvort hann elskaði sig og bað hann síðan að gæta sauða sinna (hinna Kristnu). Það var eins og Kristur vildi sýna að eins oft og við syndgum, þannig fyrirgefur hann misgjörðir okkar, sé iðrunin gerð í einlægni og kærleika.

Það eitt að hann hafi horft á hjónin deyja, gerir hann ekki að morðingja. Þó svo að Pétur hafi haft náðargjöf til að lækna, þýðir það ekki að hann sjálfur hafi verið sá er læknar. Lækningagjöfin virkar þannig að Guð læknar í gegnum fólk sé það í hans vilja. Ekki einu sinni Pétur hafði Guð í vasanum. Ekkert gerist nema fyrir bæn og tilstuðlan Heilags Anda.

Hafi þetta fólk þannig látist án þess að Andinn hafi hindrað það eða nokkur vakið þau aftur til lífs, þá hefur líkast til hlutverki þeirra í þessum heimi verið lokið. Eitt sinn verða allir menn að deyja og annað líf tekur við að þessu loknu. Guð er réttlátur dómari og fyrirgefur þeim sem iðrast í einlægni hjartans og metur endurnýjun kærleikans í hjörtum okkar.

Þar sem að stjórnvöldin höfðu ekki nein félagsleg kerfi fyrir fátæklinga, munaðarleysingjar og ekkjur (sem voru fjölmargir á þessum tíma), flykktist þetta fólk inn í kirkjurnar, þar sem hugsað var um þau. Enginn í kirkjunni leit á neitt sem sitt, því að mikilvægara var að deila öllum eigum sínum með þurfandi og sárt hungruðum, til þess að meiga lina þjáningar þeirra. Þetta gerðu hinir Kristnu í fullu trausti til Guðs (því hann sér fyrir þeim sem elska hann) og í fullum kærleika til náungans. Náungakærleikurinn var grundvallar atriði í trúarlegri einingu fyrstu kirkjunnar og fram á fyrstu, allavega 3 aldirnar. Þau litu á sig sem bræður og systur í Kristi sem deildu saman öllum lífsins gæðum.

Nú hefur Ríkið tekið við þessu hlutverki í dag að deila gæðum og við borgararnir verðum því ekki vör við það er við deilum hluta af gæðum okkar með öðrum. Við skiljum því sjaldan þá miklu neyð sem þarna var. Fólk var beltandi við alla helstu vegi (við litla kátinu hinna ríku).

En í þessu ljósi verður það skiljanlegra hvers vegna Pétur ávítar þau fyrir að hafa ætlað að selja eign til að gefa söfnuðinum, en ákveðið síðan að hirða hluta af peningunum, svo að þau sjálf gætu haft það mun náðugra en hinir. Á meðan gátu hinir bágstöddu hæglega dáið úr hungri. Það var nefnilega mikil félagsleg neyð þarna sem nánast allir litu framhjá, nema hinir Kristnu.

Postularnir græddu því lítið á peningum sem runnu til kirkjunnar. Flestir þeirra unnu hinsv. fyrir sér (sbr. Páll sem vann fyrir sér sem tjaldagerðamaður til þess að hafa ekki tekjur af söfnuðunum). 

Vittu til að lagalega séð, jafnvel á þessum tíma, var Pétur ekki líklegastur til að hagnast á dauða þessara hjóna, þar sem að hann var ekki lagalegur erfingi þeirra.

Kær kveðja.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.4.2008 kl. 10:59

42 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Afsakið ruglið, en maðurinn minn (Haukur) var víst loggaður inn á vélina. Þetta síðasta sem kemur á hans nafni eru mín orð.

Bryndís Böðvarsdóttir, 14.4.2008 kl. 11:01

43 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Setningin "Leyfið börnunum að koma til mín...", kuflar fortíðar vissu að ef þeir ná til barna að þá séu þeir líklega með sauð í sínum söfnuði 4ever.
Kóran er ekkert nema kóperuð biblía, stæling, mormónar stæling... þetta er allt stæling á hvort öðru, gömul dogma sálfræði sem allir ættu að sjá í gegnum.
Besta sem hægt er að gera er að banna aðgang 
vísindahyggjupésa að börnum, börn hafa ekki þroska til þess að dæla yfir þau þurru og Guðlausu vísindahyggju stöffi, þar liggur hundurinn grafinn og þar liggur lausnin líka.
Vaknið og þroskist

Hæ Doksi. Ég vildi sýna þér rökleysuna í orðum þínum með því að snúa þessum ásökunum þínum upp á hina þurru, Guðlausu vísindahyggju viðhorf.  Kannski þykir þeim sem trúa, börnin táldregin og spillt af hinni þurru og Guðlausu vísindahyggju.

Trú og vísindi geta vel farið saman og ættu í reynd að fara saman, á meðan ekki er verið að fullyrði út um holt og hæðir um óstaðhæfanlega hluti. Börn eiga rétt að á fá að kynnast því að trúa. Að eiga von. Að vita að þau geta alltaf treyst á Guð. Að líf tekur við að þessu loknu. Þau eiga ekki að þurfa að lifa í ótta.

Bryndís Böðvarsdóttir, 14.4.2008 kl. 11:15

44 identicon

Láttu ekki svona Bryndís, það er enginn táldregin af mennun og þekkingu, vísindin eru mesta afrek mannkyns.
Dogma á ekkert erindi inn í hugarheim barna nema að því leiti að þeim verði gert ljóst hvaðan trúarbrögðin koma, út á hvað þau ganga, svona heimspekilega yfirferð um öll trúarbrögð.
Ég veit vel að trúaðir sjá vísindi og þekkingu sem sinn helsta óvin því þekking og vísindi eru það sem munu á endanum gera út af við trúarbrögð.
Þú mátt ekki tala eins og þú gerir, þú gerir lítið úr afrekum mannkyns bara vegna þess að þú þykist eiga ósýnilegan vin.
Trú & vísindi geta aldrei farið saman, ekki frekar en tannálfurinn og vísindi.
Ég er ekki að segja þetta til þess að svekkja þig, ég er einfaldlega að benda á staðreyndir.
P.S. Ekki fara í biblíuskóla þeirra í Omega og Krossinum, ekki einu sinni hugsa um það.. unless you want to be uneducated.

DoctorE (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 11:52

45 identicon

P.S. Bryndís á að ljúga í börnin að þeirra bíði extra líf, hvernig getur lygi gefið von, hvernig er hægt að réttlæta slík "rök"
Sannaðu fyrir fólki að guðir séu til, gömul bók er ekki sönnun, hún gerir guði pínulitlar smásálir með þarfir manna.
Ef þú lest biblíu með gagnrýnu hugarfari þá er þarna klárlega ekkert nema mannasetningar, að trúa þeim eru guðlast eh

DoctorE (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 12:39

46 Smámynd: Linda

Ég vil benda Didda að hemja orð sín og ásaka ekki fólk um lygi, það er engin lygi hér, í orðum okkar sem hér tölum um Jesú, þetta er einlæg trú, einlægt traust og skilningur sem virðist vera sumum torskilið, en þannig er það með margt.  Varðandi vísindin, engum hér hugnast að segja að vísindin séu eitthvað verri en, trú, hvað þá gera lítið úr þeim afrekum sem vísindin hafa gefið okkur, en, merkilegt er það þó, að við sem trúum getum litið á vísindin með opnum hug og séð þau undur sem eru þar unnin t.d. með læknavísindin og samt haft trú að Guð sé með okkur og þetta truflar okkar trú ekki vitund. En, fólk sem er "vantrúað, trúlaust" hefur ekki einu sinni tök á því í sínum huga að sjá hvað trúin hefur gert margt gott, hversu margir sem þjóna sakir hennar fórna og hafa fórnað fyrir Guð og menn, hin kristilega saga er meira en nokkuð annað um kærleika og umhyggju fyrir náunganum, þó það hafi verið spillti einstaklingar inn á milli, eins og ég tala um hér fyrir ofan, enn, það er ekkert við Krist eða trúaða að sakast.  Trúaðir í daga hafa ábyrgð, sú ábyrgð er að stand sterk í trúnni, kenna, hjálpa fátækum og veikum, ekki byggja um stórar kirkjur svo prestar geta á sumarhús á spáni, eða lúxus kerrur, fari peningar í það, er best að skrá sig úr viðeigandi söfnuði. En þetta er mín skoðun og margar trúsystkina mína. 

Reynið að skilja að ekkert í þessu lífi er vitað með 100% vitneskju, og jafnvel vísinda menn stíga skref í trú, trú að það sem þeir hafa unnið mun virka mannkyninu til blessunar, eða í sumum tilfellu  bölvunar (því miður) Sama á við okkur sem trú, við göngum fram í trú og treystum því að við séum að gera rétt mannkyninu til blessunar...

Bryndís, þá átt mínar þakkir skilið fyrir orð þín.

knús

Linda, 14.4.2008 kl. 17:04

47 Smámynd: Sigurður Rósant

Elsku Bryndís mín - "Þó virðist manni stundum sem sumir séu vísvitandi, að leita uppi einhverjar frásagnir innan Ritningarinnar, sem hægt sé að umsnúa eða túlka á sem neikvæðastan máta, um leið og sneitt er algerlega hjá öllum kærleiksboðskapnum."

Jesús vinur okkar gerði einmitt þetta þegar hann kom sínum boðskap á framfæri. Hann leitaði að tækifærum til að framkvæma gjörning sem olli hugaræsingi hjá Gyðingum. Hann kom með yfirlýsingar sem hneyksluðu Farísea og jafnvel eigin vini og ættingja. Þetta þekkir þú jafn vel og ég.

Hann gerði þetta til að rífa niður úrelt gildi, sem og honum tókst ágætlega, en varð að lúta í lægra haldi í lokin með pínu sinni á tréstólpa. Jesús var nú ekkert sérstaklega með kærleiksboðskapinn á vörunum þegar hann mætti Faríseum, ef ég man rétt.

"Komið er með sleggjudóma um stakar persónur eins þú gerðir t.d. með Pétur hér að ofan, þar sem þú fullyrðir beinlínis að hann sé morðingi."

Ég hélt eitt andartak að ég hefði gert þessi mistök, en ég get ekki séð að ég hafi fullyrt að Pétur sé/eða hafi verið morðingi. Svona túlkar þú stundum glannalega - Bryndís mín.

"Vittu til að lagalega séð, jafnvel á þessum tíma, var Pétur ekki líklegastur til að hagnast á dauða þessara hjóna, þar sem að hann var ekki lagalegur erfingi þeirra."

Samkvæmt frásögninni tóku ungu mennirnir á staðnum, lík Ananíasar og fóru með út og jörðuðu. Stuttu seinna jörðuðu þeir konu hans hjá honum. Ekkert er talað um að leitað hafi verið til ættingja eða lögerfingja, nema þeir hafi verið þarna á staðnum. Engar heimildir eru til um þessi hjón eða þessa ungu menn sem voru þarna viðstaddir.

Ég verð sennilega að stofna nýjan Biblíuskóla til að trúaðir fái rétta sýn á frásögnum Biblíunnar. Doksi gæti kannski liðsinnt mér við að blása lífi í umræður þegar "saltið fer að dofna".´

Ég tek undir orð Doksa er hann fullyrðir að trú og vísindi eigi ekki samleið. Trúin hefur hvað eftir annað tafið fyrir framförum á sviði vísinda, fornleifafræði og læknisfræði.

Bara eitt nýlegt lítið dæmi: Andstaða JVJ (í sinni trú) gegn frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr.55/1996 um tæknifrjóvgun. 

Linda - "Ég vil benda Didda að hemja orð sín og ásaka ekki fólk um lygi, það er engin lygi hér, í orðum okkar sem hér tölum um Jesú, þetta er einlæg trú, einlægt traust og skilningur sem virðist vera sumum torskilið, en þannig er það með margt."

Við Doksi trúum því að þetta sé lygi. Það er okkar einlæga trú.

Sigurður Rósant, 14.4.2008 kl. 18:00

48 Smámynd: Linda

Sigurður skrifar:

Ég verð sennilega að stofna nýjan Biblíuskóla til að trúaðir fái rétta sýn á frásögnum Biblíunnar. Doksi gæti kannski liðsinnt mér við að blása lífi í umræður þegar "saltið fer að dofna".´

ef þetta er ekki lýsandi dæmi fyrir hroka og yfirlæti veit ég ekki hvað það er ...

Sigurður segir:

Ég tek undir orð Doksa er hann fullyrðir að trú og vísindi eigi ekki samleið. Trúin hefur hvað eftir annað tafið fyrir framförum á sviði vísinda, fornleifafræði og læknisfræði

Ég svar:

Þessar fullyrðingar eru lýsandi dæmi eina ferðina enn um litla vitneskju um trúaða og þeirra sögu, og hrokann að skilagreina alla með sama lit í stað þess að vilja sjá að trúaðir hafi komið að vísindum og gera það enn. Við vitum meira að segja að það sé engin maður á tunglinu

Svo er það annað, má JVJ ekki hafa sína afstöðu, má hann ekki hafa sína skoðun, hví er hann réttindalaus, er það vegna trúar hans, sjáið þið ekki ykkar eigin hroka og vandlætingu.

Þú og Diddi trúið þá einhverju, það gefur okkur hinum von að þið séuð ekki gersneyddir af öllum mannlegum hvötum.

Ég þakka öllum hér fyrir umræðuna, Bryndís fær síðasta orðið um leið og henni gefst færi, þar sem hún er á fullu að sinna familíunni og verðandi ballettstjörnu, þar til verður þræðinum lokað.

kv.

Linda, 14.4.2008 kl. 18:48

49 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Nei, Sigurður. Líklega varstu ekki að fullyrða að Pétur væri morðingi, en þó virðist neðangreint vera þín niðurstaða, og því varla hægt að segja að mér hafi skeikað mikið í  málflutningi mínum:
 

Ég get ekki betur séð en að hér sé um óupplýst morð að ræða. Ég giska á að Símon Pétur hafi drepið hjónin með aðstoðarmönnum sínum.Hann var jú alltaf með kutann við hendina.

Síðan segir  þú:

Samkvæmt frásögninni tóku ungu mennirnir á staðnum, lík Ananíasar og fóru með út og jörðuðu. Stuttu seinna jörðuðu þeir konu hans hjá honum. Ekkert er talað um að leitað hafi verið til ættingja eða lögerfingja, nema þeir hafi verið þarna á staðnum. Engar heimildir eru til um þessi hjón eða þessa ungu menn sem voru þarna viðstaddir.

Þetta er samt ekki næg sönnun til að dæma Pétur fyrir morð. Þarna má kannski sjá mögulegt tilefni. En Pétur lifði aldrei i neinum vellystingum og kenndi að kirkjunnar menn ættu ekki að gera slíkt. Segjum sem svo að hann hafi fengið við þetta, peninginn af þessum húsi þá hefði hann ekki notið hans sjálfur, heldur gefið hann fátækum.
Pétur vissi að grundvallar boðorðið var það að elska náungan eins og sjálfan sig. Allir kirkjufeðurnir sem rituðu á fyrstu öld e.k. endurspegla þessa kennslu og boðun postulanna, í þeim fjölmörgu bréfum sem til eru frá þeim. Þar sem Pétur fór í forsvari fyrir postulunum öllum og eftirmönnum þeirra, verður að teljast afar ólíklegt að undir niðri hafi blundað í honum glæpamaður! Eiginlega stenst það engan vegin við hans samtímasögulega hlutverk. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá, og einmitt á þessum fyrstu öldum voru ávextir kirkjunnar og hinna ný-kristnu fullkomin fórnfýsi,  kærleikur og miskunnsemi í garð náungans. Út á það gekk kristnin.


Ég verð sennilega að stofna nýjan Biblíuskóla til að trúaðir fái rétta sýn á frásögnum Biblíunnar. Doksi gæti kannski liðsinnt mér við að blása lífi í umræður þegar "saltið fer að dofna".´

Ég tek undir að til eru margir vafasamir biblíuskólar, sem byggja á óbiblíulegum kenningum og oftúlkunum/mistúlkunum á kristindómnum. Orðið er kannski notað til þess að þjóna velmegunar hagsmunum einstaklinga og allt gert til þess. Stakar setningar slitnar úr samhengi sínu og aðrar hunsaðar til að þær hindri ekki þeirra sjálfselsku markmið. Ég treysti mér hinsvegar ekki til þess að leggja neinn dóm á ofangreinda skóla, þar sem að ég hreinlega þekki þá ekki.

Hinsvegar væri Orðinu varla betur fyrir komið í ykkar höndum, þar sem þið Doksi getið varla talist til hlutlausra aðila í túlkun þess. Með fullri virðingu fyrir ykkur tveimur, sem annars eruð án efa ágætis menn.

Ég tek undir orð Doksa er hann fullyrðir að trú og vísindi eigi ekki samleið. Trúin hefur hvað eftir annað tafið fyrir framförum á sviði vísinda, fornleifafræði og læknisfræði.

Hér svara ég ykkur báðum:
Vísindi verða vissulega að rannsakast í fullu hlutleysi. En ég er nú samt á þeirri einföldu skoðun, að vísindi sem byggja á staðreyndum raunheimsins eingöngu og takmörkunum hans, og leifa ekki möguleikann á tilvist neins, nema það sé þegar orðið uppvíst með vísindalegum rannsóknum, eru takmörkuð í sjálfu sér. Við getum ekki sagt með fullri vissu að ákveðnir hlutir séu ekki til, bara af því að nú þegar hafa þeir ekki verið sannaðir.
 
Fyrr á öldum þekktu menn ekki bakteríur, atóm eða umfang himingeimsins. Hefðu þið verið uppi á þeim tímum og fylgt ykkar vísindalegu reglum, hefðuð þið ekki getað talað um það að mögulega væri allt byggt á atómum, pestir af völdum vírusa og baktería, eða að kannski væri jörðin í reynd ekki flöt heldur einn af fjölmörgum hnöttum úti í, að því er virðist, óendanlegum himingeimi. Því með því hefðuð þið verið að fullyrða um hluti sem þá, hefði ekki verið hægt að sanna.
 
Mér finnst því rangt að útiloka það að mögulega sé til andaheimur.
 
Trúarleg fyrirbæri fást hinsvegar ekki sönnuð með vísindalegum rökfærslum og munu eflaust aldrei gera það, þar sem að um hluti er að ræða, sem erfitt er fyrir takmarkaðar verur, eins og manninn og hans skynjun, að nema. Maðurinn er því ekki hinn fullkomni og endanlegi mælikvarði á öll heimsins fyrirbær, þannig að sé eitthvað ekki skynjanlegt með skynfærum mannsins, megi þar með útiloka tilvist þess.
 
Vísindin geta heldur ekki sannfært fólk til trúar. Það eina sem getur sannfært fólk til trúar eru trúarlegar upplifanir og einskonar snerting við almættið, eða innri upplifun sem afleiðing af bæn eða ákalli til hans. Þannig upplifun getur jafnvel sannfært hina mestu trúleysingja um að  kærleiksríkur Guð sé til. Þessi tilfinning, fái hún síðan að dafna rétt og einstaklingurinn að þroskast eðlilega í trú sinni, leiðir síðan til aukinnar gleði og hamingju viðkomandi einstaklings, sem getur varla talist varhugavert, nema ef svo ólíklega vildi til að viðkomandi gæti, af einhverjum furðulegum ástæðum, ekki að höndla þessa gleði rétt. Því þykir mér alltaf jafn furðuleg þessi ofsafengna barátta margra gegn trúnni.
 
Vísindin kunna að hafa verið hindruð í gegnum tíðina af kaþólsku miðaldarkirkjunni. Kalvín (og siðbótarmennirnir almennt) var hinsvegar ötull talsmaður fyrir vísindalegar rannsóknir. Hann sagði að allt sem vísindin sýndu okkur gæti aðeins orðið til þess að sýna hversu stórfenglegur Guð er. Hann varði t.d. sólmiðju kenningu Galíleós, en rómverskkaþólska kirkjan í þá daga barðist gegn henni og var tilbúin að drepa hvern þann sem ógnaði hugmyndafræði kirkjunnar og túlkunarvaldi Páfa í gegnum miðaldir. Þeir höfðu nefnilega komið með líkön sem sýna áttu hina flötu jörði og staðstetningu himins, helvítis og hreinsunarelds. Það er því varla hægt að segja að síðari tíma kirkjan hafi hindrað framgang vísindanna (allavega ekki siðbótar, en kaþólska hefur öll verið að aðlaga sig á síðustu öldum). 

Bryndís Böðvarsdóttir, 17.4.2008 kl. 16:32

50 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Jesús vinur okkar gerði einmitt þetta þegar hann kom sínum boðskap á framfæri. Hann leitaði að tækifærum til að framkvæma gjörning sem olli hugaræsingi hjá Gyðingum. Hann kom með yfirlýsingar sem hneyksluðu Farísea og jafnvel eigin vini og ættingja. Þetta þekkir þú jafn vel og ég.

Gott og vel. Hann kom til að kenna þeim rétta túlkun á lögmálinu og fyrst þú berð þetta saman við ykkur, telur þú líklega að þið séuð að gera einhverja siðabót og séuð að gera þetta ekki bara til að vera leiðinlegir. Gott að vita það.

Hann gerði þetta til að rífa niður úrelt gildi, sem og honum tókst ágætlega, en varð að lúta í lægra haldi í lokin með pínu sinni á tréstólpa.

Hann valdi að deyja á tréstólpa til þess að taka á sig okkar syndir og opna fyrir okkur aðgengi að himnaríki.  

Jesús var nú ekkert sérstaklega með kærleiksboðskapinn á vörunum þegar hann mætti Faríseum, ef ég man rétt.

Ef þú lítur á síðu mína (færsluna á undan strumpafærslunni) sérðu gott dæmi um þetta. Þar svarar hann þeim í eins miklum kærleika og hægt er, með tilliti til þess að þeir hyggjast drepa hann! Þeir náðu að fá hann drepinn fyrir rest. Átti hann að bregðast við með naívisma og segja: Já drepið mig bara sem fyrst. Hann hinsvegar bað Guð að fyrirgefa þeim, þar sem hann þjáðist á krossinum!

Bryndís Böðvarsdóttir, 17.4.2008 kl. 18:28

51 Smámynd: Sigurður Rósant

Hér eys Jesús úr skálum reiði sinnar yfir farísea og lögvitringa í Lúk 11:43-47 "Vei yður, þér farísear! Yður er ljúft að skipa æðsta bekk í samkundum og láta heilsa yður á torgum. Vei yður, því þér eruð eins og duldar grafir, sem menn ganga yfir án þess að vita." Þá tók lögvitringur einn til orða: "Meistari, þú meiðir oss líka með því, sem þú segir." En Jesús mælti: "Vei yður líka, þér lögvitringar! Þér leggið á menn lítt bærar byrðar, og sjálfir snertið þér ekki byrðarnar einum fingri. Vei yður! Þér hlaðið upp grafir spámannanna, sem feður yðar líflétu."

Engan kærleika get ég skynjað í þessum orðum Jesú, miklu frekar meiðyrði eins og lögvitringur einn orðaði það.

Svo við Doksi verðum stundum að vera særandi og meiðandi. Það fylgir bara þegar okkur ofbýður fyrirbænavælið og blessunartístið í þessu sýndartrúaða, sjálfumglaða, "frelsaða" og málefnasnauða "kristna" farísealiði.

Með hrokalausri kveðju

Sigurður Rósant, 17.4.2008 kl. 22:43

52 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já, en hér má ekki bera þetta saman við ykkar aðstæður. Þið eruð jú ekki í mikilvægri herferð fyrir fátækum og ekkjum. Þarna er Jesú að tala gegn mannasetningum sem gyðingar höfðu hlaðið á lögmálið. Þeir lögðu byrðar á fólk sem þeir sjálfir voru ekki tilbúnir að standa undir. Fátækar ekkjur þurftu að borga síðasta eyri fyrir bænaþulur frá þeim o.s.frv. Jesú lét ekki svona nema við þá, sem auðsýndu ekki náunganum kærleika, heldur lögðu óréttmætar og þungar byrðar á fólk. Í stað þess að hjálpa þeim sem minna máttu sín, lögðu þeir auka byrðar á þá. Þess vegna varð Jesú þeim reiður. Hann stendur alltaf með þeim sem minna meiga sín.

Bryndís Böðvarsdóttir, 17.4.2008 kl. 23:33

53 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ef þú hefðir staðið fyir því að koma á trúarlegu kerfi sem kúgaði fátækar konur og munaðarlaus börn, þá hefði ég líka reiðst þér. Það kallast réttlát reiði.

Bryndís Böðvarsdóttir, 17.4.2008 kl. 23:35

54 Smámynd: Linda

Sigurður, ég hef lesið allar þínar athugasemdir og mig dauðlangar til þess að vera algjör smartass, en ég ætla ekki að fara á það plan, það sem þú hefur skrifar hér vekur furðu mína, þú kennir hvað? En ok, ætla heldur ekki að vera með háð, er sjaldan stolt af sjálfri mér þegar ég leyfi skapi mínu og réttlátri reiði að taka völdin. Skiljanlega.

Bryndís mín, það er vegna þín sem ég held þessum þræði opnum, láttu mig vita þegar þú færð leið á því að svara viðeigandi aðilum og ég mun loka um hæl.  Þú stendur þig eins og hetja, enda átti ég ekki von á öðru, enda vel inni þessum málum.

kv.

og Knús til þín Bryndís mín

Linda, 17.4.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband