hvernig spor skilur þú eftir?

einmannaÞetta er saga um hermann, sem var loksins að koma heim eftir langt og hræðilegt stríð. Um leið og hann gat hringdi hann í foreldra sína þaðan þar sem hann beið eftir flugi heim.  "Halló mamma og pabbi, ég er að koma heim, en ég hef smá greiða sem ég þarf að biðja ykkur um, ég er með vin sem mig langar til að bjóða með mér heim"  Þau svöruð "já endilega, það væri okkar ánægja að hitta hann".

"Það er eitt sem þið þurfið að vita hélt sonurinn áfram, vinur minn var illa særður í þessu stríði, hann steig á jarðsprengju og missti bæði handlegg og fótlegg. Hann á engan að sem getur tekið á móti honum og ég vil endilega að hann fái að búa hjá okkur."  Það var smá þögn í símanum og síðan kom svarið frá foreldrum hans,  "okkur þykir afskaplega leitt að heyra þetta, og við getum vissulega hjálpað honum að finna stað þar sem hann getur búið"  Sonurinn svarði og sagði "nei, mamma og pabbi, ég vil að hann fái að búa hjá okkur".

"Sonur minn" sagði pabbinn, "þú veist ekki hversu mikið þú ert að spyrð af okkur.  Svona mikið fatlaður einstaklingur er mikil byrði og mikil ábyrgð að hugsa um, við höfum jú okkar líf og það er nóg að gera.  Við teljum að þú ættir bara að koma einn heim, reyndu að gleyma þessum manni, hann mun eflaust finna leið til þess að geta séð um sig sjálfur".hjálpsemi

Þegar sonurinn heyrði þetta lagði hann á, og foreldrar hans heyrðu ekki framar frá honum.

Nokkrum dögum seinna hringdi síminn aftur, á línunni var lögreglan, þeim var sagt að sonur þeirra væri látinn, að hann hafi fallið fram af hárri byggingu og það teldist að um væri að ræða sjálfsvíg. Foreldrarnir, niðurbrotin af sorg fóru til borgarinnar þar sem sonur þeirra var, til þess að bera kennsl á lík hans.  Þessi þungu skerf í yfirþyrmandi sorg urðu þyngri,  þegar þau áttuðu sig á því sér til skelfingar að sonurinn var sá sem  hafði stigið á jarðsprengjuna.

Foreldrarnir í þessari sögu eru eins og mörg okkar. það er auðvelt fyrir okkur að samþykkja þá sem eru heilbrigðir og fallegir, skemmtilegir til að vera í kring um, en, það er óþægilegt að vera í kring um fólk sem vekur upp óþægilegar tilfinningar, fólk sem við viljum helst ekki umgangast, það er e.t.v óhreint, fátækt, mikið veikt eða fatlað, ekki eins fallegt og fullkomið eins og við sem erum hraust og sjálfstæð og við höfum ekki tíma til að gefa þeim gaum.

Í dag eða í kvöld segðu litla bæn, biddu Guð um að gefa þér styrk og visku til þess að geta samþykkt allt fólk í kringum þig eins og það er, og gefa þér betri skilning og kærleika til þeirra sem eru öðruvísi. Vinur í neyð er vinur í raun, vinskapur er kraftaverk í sjálfu sér, vinskapur við þá sem "fitta" ekki hinni samþykktu samfélags ímynd er gjöf sem við getum gefið frjálst. Bros, hvatning, kærleikur og umhyggja ættu að vera sem leiðarljós í framkomu okkar við alla sem verða á vegi okkar. Þannig spor eigum við að skilja eftir í þessu lífi þannig arfleið ætti að vera hæst metin.

Höfundur óþekktur. Þýtt og endursagt af bloggara.

í nauðÍhugun - ég veit að þetta var smá lesning, og ég vona að þið sjáið hvað ég sá í þessari sögu, að við sem samfélag erum foreldrarnir og sonurinn hann er allir sem eru neyð, allir sem eru öðruvísi en við. Það er engin áfellisdómur hér, en þessi saga minnti mig á það sem skiptir máli.  Kærleikurinn er mikið afl, hann nær yfir alla ef við leyfum það, hann hefur endalausan tíma, hann nær yfir öll fjöll og niður í dýpstu dali bara ef við leyfum honum að njóta sín, með þannig kærleika fáum við sigur í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur, réttlæti leiðir okkur í framkomu og umhyggju við náungan.  Jesú sagði þetta best og vert er að hafa það í huga "það sem þið gjörið náunganum, það gjörið þið mér" ennfremur sagði hann að við ættum að koma fram við náungan eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Persónulega þá reyni ég að spyrja sjálfa mig "hvað mundi Jesú gera", svo kannski er það ekki flóknara en nákvæmlega þessi spurning "hvað mundi Jesú gera"...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Vá þvílíka saga.Úff .Þessi saga minnir mig á baráttu sonar míns heitins.Hann var samþykktur á meðan hann leit út fyrir að vera heilbrigðurFrábær lesning

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Linda

Sæl elsku Birna mín, já ég játa það að þegar ég þíddi og skrifaði þessa sögu þá var mér hugsað til þín og þeirra baráttu sem þið og sonur ykkar þurfti að heyja í þessu samfélagi til að fá aðstoð.  Það er svo mikilvægt að við leggjum okkur fram við að passa upp á að samfélagið hafni engum, að allir fá sömu ummönnum og aðhlynningu óháð fjárhag eða samfélagslegri samþykkt. Allir eiga skilið að fá að halda sinni mannlegur reisn, við berum því ábyrgð á hvort öðru. Barátta þín Birna mín á að vera baraátta okkar allra.

Knús og kærleiks kveðja.

Linda, 28.3.2008 kl. 15:53

3 Smámynd: Halla Rut

Þetta er svo falleg saga (ef hægt er að nota orðið falleg) og svo sönn.

Ég heyri fólk oft segja um börn  "það er alveg sama hvort kynið það er, bara ef þau eru heilbrigð"....þar sem ég á þrjá stráka hefur þetta nokkru sinnum verið sagt við mig af fólki sem veit ekki að einn sona minna er fatlaður. Það er alveg merkilegt hvað það særir þótt að ég reyni að hlusta ekki og veit að þetta er sagt af fávisku en þá er ég lengi að jafna mig á eftir. 

Halla Rut , 28.3.2008 kl. 19:11

4 Smámynd: Linda

Nákvæmlega Halla mín, þess vegna hreyf þessi saga mig svo mikið, ég sá okkur öll í henni, samfélagið okkar í dag, og hún minnti mig á að íhuga hvað það er sem skiptir máli, og það er einfaldlega hvert einasta mansbarn og samfélags ábyrgðin sem í því fellst að gera gott fyrir náungan svo engin verði eftir.

Knús

Linda, 28.3.2008 kl. 19:20

5 Smámynd: Aida.

.

Amen.

Aida., 28.3.2008 kl. 21:12

6 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þessi saga vekur mann sko sannarlega til umhugsunar. Höfum við nægan kærleika og umburðarlyndi? Hvað hefði Jesú gert? Trúuð eða ekki trúuð, þá er ekki víst að við myndum hafa sagt já þarna. En oft vill maður annast þá sem manni sjálfum þykir vænt um, en ekki þá sem standa manni ekki næst.

Bryndís Böðvarsdóttir, 28.3.2008 kl. 23:08

7 Smámynd: Linda

Nákvæmlega Bryndís og það vekur einmitt sorg í mínu hjarta, þegar maður er barn þá er maður hræddur við fólk og hluti sem maður skilur ekki, það kallast að vera óviti. Þegar við verðum fullorðin þá eigum við að leggja slíkt til hliðar, að líta dýpra en það sem er bara ytri byrði sálarinnar og sjá hvað er fyrir innan þar sem sannleikurinn leynist oftast sem ljós og fegurð.  Jám þetta eru djúpar pælingar, en þær eiga svo sannarlega rétt á sér í okkar samfélagi.

Sæl Arabína mín, já þetta vekur í manni sorg, en maður verður bara bættari ef maður tekur þetta til sín.

Linda, 28.3.2008 kl. 23:17

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Átakanleg er þessi frásögn ... En ljósið í henni er að við getum lært af henni. Og er það kjarni málsins. Takk dúlla, fyrir góða grein og vel þýdda.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.3.2008 kl. 23:52

9 Smámynd: Linda

Takk Haukur og btw til hamingju með daginn eftir  7 mínútur

Linda, 28.3.2008 kl. 23:54

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flowers - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sæl Linda mín. Þessi frásögn vekur fólk til umhugsunar. Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig. Því miður er oft brestur þarna, allavega hjá mér.

Kærar þakkir og Guðs blessun

Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.3.2008 kl. 19:20

11 Smámynd: Linda

Sæl Rósa mín mikið rétt, en, maður getur reynt og lagt sig allan fram við það.  Það er góð byrjun. Góð byrjun er var orðvar í skrifuðu máli, þar þarf ég að taka mig á fer stundum í ham.tíhí, reyndar þarf ég að taka mig á í mörgum atriðum en maður tíundar það ekki hér.

knús

Linda, 29.3.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband