Verða Íranar dæmdir til dauða, gerist þeir sekir um trúarsvik-frétt

Kristnir íranarTehran 19 mars (AKI) viku eftir kosningar í Íran, lagði nýja þyngið fram tillögu um ný lög sem munu sjálfkrafa dæma fólk til dauða sem hafa gerst sek um brotthvarf frá Íslam eða trúskipti. (sjá hérhvað hið helga Hadiths segir um slíkt)

Þingið sem er þekkt undir nafninu Majils, mun hefja umræður um þetta nýja lagafrumvarp  sem var lagt  fram af sjálfum forseta Írans,  Mahmoud Ahmadinejad.Muddi padda

þessi lög verði þau samþykkt,  munu  dæma hvern og einn til dauða sem gerst hefur  sekur um brotthvarf/trúskipti sé sá sami fæddur inn  í Múslímska fjölskildu.

Eins og staðan er í dag, þá sæta þeir sem yfirgefa Íslam fyrir hina Evangelísku trú fangelsisvist í nokkur ár. Þetta lagafrumvarp vekur upp óhug í Írönum í Íran sem og erlendis.

Ástæðan á bak við þetta nýja lagafrumvarp er í grófum dráttum sú að það er mikið um að ungt fólk í Iran sé að yfirgefa Íslam, það er orðið langþreytt á þeim boðum og bönnum sem fylgja þessari trú. Samkvæmt óopinberum heimildum hafa ein milljón Írana  og þá sérstaklega ungt fólk og konur sem hefur yfirgefið Íslam og tekið upp Evangelíska trú á síðustu fimm árum.

Þetta hefur komið þeim sem stunda trúboð í leynd mjög á óvart.  Evangelískur prestur og fyrrum Múslími í Íran sagði í viðtali  Adnkronos International (AKI) að þessi þróun væri spennandi en á sama tíma ógnvænleg því slíkt er afar hættulegt þar á bæ.

Vegna þess hversu margir hafa gerst trúskiptingar ku það vera  megin ástæða þess að þetta  lagfrumvarp hefur verið lagt fram, sem mun kúga alla þá sem teljast til Kristinnar trúar, sagði presturinn í þessu viðtali, nafnleyndar var krafist. 

Hann segir ennfremur að að hér sé um að ræða rosalega stóran hóp fólks sem tekur upp Kristna trú, þetta sé í raun fólksflótti frá Íslam...

 

Lauslega þýtt af bloggara. Heimild. Með því að smella hér er hægt að fá smá upplýsingar um Kristna Írana og sögu þeirra. Ég á ekki að þurfa að taka það fram, að dónaskapur og fjúkyrði verða umsvifalaust fjarlægt. Ég mun reyna eftir bestu getu að koma framvindu mála sem tengist þessari frétt hér inn, um leið þær berast.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þetta er hræðilegt! Vona að skynsemin fái að ráða hér og þetta verði ekki samþykkt.  Fólk verður að fá að ráða sinni trú.

Bryndís Böðvarsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:28

2 Smámynd: Linda

Já, þetta er ömurlegt,  að svona skuli fara í mið- austurlöndum þegar önnur trú kemur inn í dæmið, við skiljum þetta svo sem, sérstaklega þegar það kemur að íslam, en vá maður að dauðadæma persónu vegna fráhvarfs er ekkert nema viðbjóður sama hvernig á það er litið. Ég segi með þér ég vona að þetta verði fellt.

Linda, 27.3.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Því miður er þetta staðreynd að þeir sem eru kristnir eru ofsóttir um allan heim.

Ætla að skrifa upp úr riti sem ég er með: "Á undanförnum árum hafa fjölmargar kirkjur í Bretlandi, á meginlandi Evrópu, Norður-Ameríku og víðar á vesturlöndunum minnst ofsóttra kristinna trúbræðra og trúsystra, með árlegum bænadegi. Einhverjir kunna að halda að ofsóknir á kristnum tilheyri aðeins tímum hins forna Rómaveldis. Því fer víðsfjarri. Einn virtasti fræðimaður á sviði trúarofsókna í dag, Dr. Paul Marshall, sem starfar við Kristna fræðasetrið í Toranto Kanada, lýsir trúarofsóknum í samtíð okkar með svofelldum orðum: "Þessi plága herjar á 200 milljónir manna og 4000 milljónir að auki sem líða sökum misréttis, löggiltra þvingana og hindrana." Kristnir sæta hvað mestu harðræði og ofsóknum í dag í 50 ríkjum heims."

"Verið algáðir, vakið. Óvinur yðar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt. Standið gegn honum, stöðugir í trúnni, og vitið, að bræður yðar um allan heim verða fyrir sömu þjáningum."

Guð miskunni trúsystkinum okkar út um allan heim sem verða fyrir hryllilegum árásum vegna þess eins að þau hafa gert Jesú Krist að leiðtoga lífs síns, hafa meðtekið Jesú og frelsast úr viðjum synda.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:49

4 identicon

Guð gefi þér yfirflæði af sínum himnesku blessunum elsku Linda og varðveiti þig í Sínum faðmi, í Jesú nafni og fyrir Jesú blóð...AMEN...!

Ása (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:12

5 Smámynd: Linda

Takk Ása mín - sömuleiðis

Vopna Rósa - tíhí þetta verður fróðleg lesning þegar að því kemur.

knús.

Linda, 27.3.2008 kl. 22:36

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Í raun eru Íranir að endursetja þessi lög sem voru í gildi í Íran allt þangað til að Palavi ættin komst til valda sem slakaði aðeins á klónni Yfir 20.000 babíar voru drepnir í samræmi við þessi lög áárunum 1846-1863

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.3.2008 kl. 00:13

7 Smámynd: Linda

Svanur - takk fyrir þetta, já, hvort sem það er að endursetja eða endurskrifa, uppfæra þau eða skrifa ný þá er þetta ömurlegur ásetningur af þeirra hálfu, og maður bíður eftir framhaldinu,  og vonar hið besta.

kv,

Linda, 28.3.2008 kl. 00:18

8 Smámynd: Aida.

Þetta eru svo sannarlega síðustu og verstu tímar.

Ritað er þegar nálgast endurlok, mun stríð verða á móti hinum heilögu.

Það er það sem við erum að vitna að i dag..

Drottinn blessi okkur öll og friður sé yfir Israel,

í Jesú nafni. Amen.

Aida., 28.3.2008 kl. 08:40

9 identicon

Sorglegt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:17

10 Smámynd: Linda

sælar, jam við vonum nú samt að þetta muni ekki fara í gegn, stundum þarf maður einfaldlega að taka það skref og vera vongóð og treysta því að allt fari á góðan veg.

knús.

Linda, 28.3.2008 kl. 12:59

11 Smámynd: Linda

Sæl Aníta, þú fyrirgefur mér vonandi, ég fatta ekki hvernig þessi frétt og afleiðingar henna geta nokkrun tima talist vera í lagi, ég hlýt að vera misskilja þig eitthvað

Linda, 28.3.2008 kl. 15:40

12 Smámynd: Linda

Sæll Skúli minn - væri kannski ekki réttar að segja svona er bókstafstrú innan Íslams.   og það er vegna wahabisma sem þetta fær byr undir báða vængi að svo virðist, ég efast um að hinn almenni múslími geti nokkurn tíma sætt sig við þetta, enda vekur þetta mikinn óhug í Íran, múslímskir ættingjar Kristinna manna geta ekki samþykkt þetta, ekki frekar en ég samþykki að bókstafstrúar öfga hópar innan kristilegs samfélags kennir samkynhneigðum um 9/11 og stríðið í Íraq.  Ég fæ ekki trúað að hinn almenni múslími hugsi öðruvísi en ég þegar það kemur að vinum og ættingjum en óttinn er öflugt vald og þar liggur hundurinn grafinn.  Smá pæling hérna í gangi.

Takk Skúli minn fyrir innlitið

Linda, 28.3.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband