Hvað þénar þú?

fredDag einn kom maður heim úr vinnu, eins og fyrridaginn, hann var þreyttur og pirraður. Fimm ára sonur hans tók á móti honum "Pabbi, má ég spyrja þig að einu"?

Já, auðvitað, hvað viltu vita? svaraði hann

Umm. pabbi minn, hvað þénar þú mikið á klukkutíma?

Þér kemur það bara ekki við sonur sæll svaraði maðurinn, og hvers vegna spyrðu svona?, sagði hann reiðilega

Ég bara verð að fá að vita það, gerðu það, segðu mér hvað þú þénar fyrir klukkutímann þrábað drengurinn.

Fyrst þú þarft endilega að vita það, þá þéna ég 2.000 kr á tímann.

Ó sagði drengurinn, og leit niður, varð smá hugsi og leit svo á pabba sinn aftur og spurði "má ég biðja þig um að lána mér þúsund kall pabbi minn"?

En pabbinn brást reiður og við og sagði "ef þú heldur að þú getur komist að því hvað ég þéna á klukkustund bara svo þú getir beðið um lán svo þú getur keypt eitthvað drasl eða nammi þá getur þú bara farið aftur upp í herbergi, ég hef ekki tíma fyrir svona bull"

Drengurinn horfði á pabba sinn um stund og fór inn í herbergið sitt og lokaði hurðinni rólega. Maðurinn  settist niður og fór að pirrast og verða reiðari yfir spurningu og bón drengsins, hvernig dirfist hann að spyrja svona bara til þess að betla pening.

Eftir klukkutíma eða svo hafði hann nú róast og byrjaði að hugsa aftur um bón sonar síns, og áttaði sig á því að hann hafi nú verið of harður við drenginn,  kannski var eitthvað sem drengurinn þurfti að kaupa fyrir þennan pening og hann bað svo sjaldan um vasapening.  Maðurinn gekk inn í herbyrgi drengsins og spurði hann " ertu nokkuð sofnaður"?

Nei pabbi, ég er vakandi.

Sonur minn sagði maðurinn, ég veit að ég var of harður við þig áðan, dagurinn hefur verið langur og erfiðir og ég lét það bitna á þér vinur.  Hérna er 1000 kallinn sem þú baðst um.

Drengurinn rauk upp brosti sínu breiðasta af einlægri gleði og þakkaði pabba sínu fyrir með faðmalagi. Svo stakk hann hendinni undir koddann og tók út hnefafylli af pening. Þegar maðurinn sá að drengur átti þegar pening, fann hann að hann varð aftur pirraður, en hann horfði á drengin telja peninga sína varlega. Maðurinn spurði drengin hálf hvumsa, "hvers vegna þarftu meiri pening þar sem þú átt þegar allan þennan pening"?

Vegna þess, svaraði drengurinn, ég hafði ekki nóg, en núna geri ég það.  Pabbi, núna hef ég 2.000krónur og ég get núna borgað þér fyrir  klukkutíma með mér.feður og synir


1 Jóh 3:17-18

17Ef sá, sem hefur heimsins gæði, horfir á bróður sinn vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum?

    18Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband