23.2.2008 | 17:07
Farið til fjandans....obbóssí Villy Sövndal búin að fá nóg
Formaður vinstri jafnaðarmanna gefur öfga samtökunum Hizh ut-Tahrir tóninn.
Villy Sövndal kom mörgum á óvart með skrifum sínum á bloggi sínu, þegar hann gagnrýndi harkalega mótmæli öfga samtaka Hizb ut-Tahrir á föstudaginn var. Hann mælti með því að þessi samtök færi að leita af öðrum og grænni ökrum þar sem þessi verknaður þeirra, ætti engan hljómgrunn, eða framtíð í Danmörku.
Ennfremur í viðtali við Jyllands-Posten sagði hann þeim að fara til fjandans og lætur hann reiði sína bersýnilega í ljós í garð Íslamista sem með þessum mótmælum hafi verið ráðist beint á Danskt samfélag. Hann heldur áfram og segir ef "þeir" vilja búa í trúarlegur einræðisríki geta "þeir" bara flutt til mið austurlanda.
Þessi mótmæli voru sérstaklega fjandsamlega og höfðu þau áhrif að Pia Kjarsgaard lagði fram nýtt frumvarp á alþingi þess efnis að það ætti að banna þessi umdeildu samtök. En Sövndal er óssammála þessu og segir að það mundi einungis gera þá að píslavottum, nei, það verður að hafa þá áberandi í sviðsljósinu, svo það leiði í ljós fáránleikann á bak við stefnu þessara samtaka....hægt er að lesa áfram um þetta mál með því að smell hér.
Grein er lauslega þýdd af höfundi bloggsins.
Íhugun blogghöfunds - það má með sönnu segja að þegar vinstri menn eru búnir að fá nóg, þá er mikið að ske í pólitík þegar það kemur að þessum málum, hvað er langt þangað til flestir vinstri sinnaðir hér á landi fatti þennan ljóta raunveruleika?
Bréf Páls til Efesusmanna 5:11
11Eigið engan hlut í verkum myrkursins, sem ekkert gott hlýst af, heldur flettið miklu fremur ofan af þeim
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, þýddar fréttir, Öfga Íslam | Breytt s.d. kl. 19:26 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Linda, að mínum dómi ferð þú ekki alls kostar rétt með það sem haft er eftir V.S., nema að þú eigir með orðinu "Íslamisti" við félaga í samtökunum Hizb ut-Tahrir, samtökum öfgasinnaðra múslima, en ekki múslima, það er að segja einstakling sem aðhyllist trúarbrögðin íslam. Því það er Íslamska Trúfélagið (Islamsk Trossamfund), ásamt fyrrnefndum samtökum, sem hann er að tala um, en þetta félag hefur löngum verið talið talsmaður allra múslima í landinu, þó félagatalan sé ekki nema 7-8% þeirra múslima sem búa í Danmörku allri. Þessi samtök tóku nýverið þátt í mótmælunum sem Hizb ut-Tharir skipulögðu gegn skopteikningunum af Múhameð.
Það er ennfremur haft eftir V.S. að íslamskir vinir hans hafi sagt honum að þeir frábiðji sér að litið sé á Islamsk Trossamfund sem talsmann allra múslima í landinu.
Mér þætti gott að þú útkskýrðir fyrir mér hvað þú átt við með orðinu "Íslamisti", því ég hef hingað til staðið í þeirri meiningu að það orð sem almennt væri notað um þá sem aðhyllast trúarbrögðin íslam væri orðið múslimi. En ef til vill þá merkingu í orðið sem ég nefndi hér að framan, þó ég hafi að vísu aldrei heyrt það notað þannig - ef ekki er þetta orð einfaldlega orðskrípi, og álíka rangt að nota það og ef við töluðum um kristna menn sem "Krisnista".
Ég hef skrifað um þetta sama efni og þú nýlega, mína útgáfu má lesa HÉR, en ég vann mína geina upp úr fréttum í Politiken,.
Ég sé að þú færð þínar upplýsingar Jótlandspóstinum, sem margir hér á Íslandi virðast helst sækja fréttir um þessi mál til.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 17:51
Ég vil líka leiðrétta að hann hafi sagt þetta í viðtali við Jótlandspóstinn, þar sem fréttir með þessu efni og innihaldi birtust í öllum blöðum landsins, það ég best veit, að minnst kosti voru þær fréttir sem ég hafði úr Politiken mjög svipara þessari sem þú vitnar í. Ég tel trúlegt að hann hafi sagt þetta á blaðamannafundi með öllum fjölmiðlum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 17:55
Þakka þér fyrir innlitið, "íslamisti" er sá sem stundar öfgaboðskap innan Íslams, hryðjuverkamenn og extrímistar, ekki hinn almenni Múslími. því er greinin rétt því þetta eru jú öfgasamtök.
Nei orðið "Íslamisti" er alls ekki notað yfir hinn almenna Múslíma. Það er alveg á hreinu. Endilega lestu Íslamistar og Naívistar merkileg og góð bók.
Linda, 23.2.2008 kl. 17:55
Þú verður að eiga það við Copenhagen.Post, taktu eftir að ég tek sérstaklega fram að hann hafi sagt í viðtali við Jótlandspóstinn þetta er tekið eins og greinin setur þetta fram, hún tekur ekki fram að hann haf sagt þetta í fréttamanna fundi eða við alla miðla. Copenhagen.Post hefur ekki getið heimilda úr hvað mörgum áttum hans orð eru tekin. Heldur setur þetta hnitmiðað fram.
Aftur takk fyrir innlitið.
Linda, 23.2.2008 kl. 18:00
"En ef til vill leggur þú þá merkingu í orðið" átti að standa þarna.
Ég vil ennfremur undirstrika það að það eru fyrst og fremst öfgasamtökin Hizb ut-Tahrir sem Villy Søvndal er heitur út í og segir að fara til helvítis, en fær þó sinn Islamsk Trossamfund sinn skerf í leiðinni. Ummælum hans er alls ekki beint til allra múslima í landinu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 18:02
Linda, taktu bara út þetta síðasta komment mitt, þar sem þú varst búin að svara mér!
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 18:05
Nákvæmlega Gréta, Það kemur mjög skírt fram í minni þýðingu, þar eru orð eins öfgar, Íslamistar og hvergi nota ég orðið Múslími í þessari grein. Ég skal hinsvegar bæta við orðiðn "ennfremur" fyrir framan Í viðtali við...etc. etc.
Takk fyrir innlitið.
Linda, 23.2.2008 kl. 18:06
Hehe Sæl Gréta mín, þetta er ekki tiltöku mál, látum þetta eiga sig, þar sem ég er búin að svara í millitíðinni.
Linda, 23.2.2008 kl. 18:09
Já, það er gott að koma þessari orðanotkun á hreint, alltof oft held ég að ekki sé gerður greinarmunur á þeim, að minnsta kosti ekki meðal almennings sem kannski pælir ekki svo mikið í þessu. Þetta mætti koma skýrar fram í fjölmiðlum - eða kannski er það bara ég sem er svona vitlaus og fylgist svona illa með!
Oft verð ég nefnilega svo leið á að sjá talað hér á blogginu um múslima undir samheitinu "þetta skítuga ruslaralið", ég fer nánast ósjálfrátt í andstöðu og vörn við að verða vitni að svona orðbragði. En sennilega er best að láta slíkt sem vind um eyru þjóta, þó mér, eins og fleirum finnist uggvænlegt hvað kynþáttafordómum er að vaxa fiskur um hrygg hér á landi, og það sorglegasta við það finnst mér að það virðist fyrst og fremst vera á meðal unga fólksins.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 18:10
Aftur erum við sammála, ég þoli ekki kynþáttafordóma frekar en þú, og það er rétt hjá þér að það kemur fyrir að fólk á það til að gera ekki mun á ´"íslamista" og nota bara Múslími eins og þú bentir réttilega á, það verður að hafa þetta á hreinu. Ég pæli mikið í þessu og notaði í den mjög mikið "öfga Múslími" en unga kona hér á vefnum sem tengist þeim sem stunda trúna "íslam" bað mig um að nota orðið "íslamistar" í staðinn, svo ég hef lagt mig mjög mikið fram að gera það, svo ekki ekki fari það á milli mála um hvað er verið að fjalla.
Nei Gréta þú ert sko ekki vitlaus, en þessi nýyrði eiga það til að taka smá tíma að vera þjál og auðskiljanleg öllum í samfélaginu.
kv.
Linda, 23.2.2008 kl. 18:17
Það er gaman að sjá að fleiri en ég eru að pæla hvað er að gerast í danskri innflytjendapólitík hér heima þessa dagana! Enda eru þetta, eins og þú segir, stór tíðindi að formaður vinstri manna skuli loksins vera búnir að fá sig fullsadda af þessum samtökum og opni sig um það.
En auðvitað eru þessi samtök erfitt "dilemma" fyrir þjóðir sem vilja geta kallað sig lýðræðislegar að fást við!
Best að hætta að láta móðann mása hér að sinni svo ég segi sæl að sinni.
Á ekki að horfa á "Júró" í kvöld? Veit satt að segja ekki hvað ég muni endast, þar sem mér finnst nú ekki tónlistin mjög merkileg!
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 18:17
Fyrirgefðu, ég er forvitn, hvaða unga kona er það?
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 18:20
Mikið rétt Gréta, þetta eru stórtýðindi. Varðandi Euro, veistu ég bjó svo lengi í BNA að ég bara er ekki mikið fyrir Euró, en, maður hefur jú af og til fest sig í þessari undarlegu kepni.
Linda, 23.2.2008 kl. 18:21
Það er hún sem er með bloggið "semaspeaks" að mig minnir. Við erum oftast á skjön en, ég var alveg sammála henni að það væri vitanlega bara rétt að nota þetta orð "Íslamisti".
Linda, 23.2.2008 kl. 18:23
Svo var ég nú að fatta að þú varst búin að sjá færsluna sem ég tendi á hér að framan, þar sem þú skrifaðir komment við hana, því var ég búin að gleyma!
Ég hef víst einu sinni kíkt á bloggið hennar í gegnum blogg Salmanns, bloggvinar míns - mig minnir að það hafi verið hún.
Ég vil gjarnan hafa fólk með ólíkar trúarskoðanir sem bloggvini, ég var með Jón Val inni eingöngu af því að hann er (eða á að heita, mér finnst hann nú allt of "extreme" til að ég geti kallað hann kristinn, en það er gagnkvæmt, því að hans áliti er ég ekki kristin ), en hann tók mig af bloggvinalista eftir að ég kallaði hann "kverúlant númer eitt" í athugasemd á öðru bloggi! Annars ætla ég nú ekkert að fara að vera með söguburð hér, svo nú held ég mér saman og verð eins og þessi hér:
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 18:29
Það er í raun og veru mjög fínt að nota þessi tvö orð, múslimi og íslamisti, til aðgreiningar, - það er að segja ef fólk lærir muninn á þeim, eins og ég núna, í blogginu þínu.
Jæja, bless aftur og hafðu það reglulega gott í kvöld, við sjónvarpið eða eitthvað annað!
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 18:34
Jón Valur er ekki "allra" það er alveg á hreinu svona eins og Salmann er ekki "allra" en það breytir því ekki að hér eru flóknir menn á ferð og og ég þekki til JV og þó svo hann og ég erum ekki alltaf sammála þá veit ég að þarna er gæða maður á ferð, með mjög sterkar skoðanir á hlutunum og það er bara besta mál. Ég vona að þú verðir minn vinur samt það er gaman að fá eins og þú segir breiðan hóp til að spjalla við.
Hafðu það sem best. Það er mjög gaman að sjá þína sín á þessum málum á blogginu þínu. Guð blessi þig og varðveiti.
Linda, 23.2.2008 kl. 18:39
Sömuleiðis Gréta og takk fyrir innlitið.
Linda, 23.2.2008 kl. 18:40
Mikil fræðsla hér á ferð.
Ég er bara ánægð að einhver þori að standa upp og segja eitthvað. Ráðamenn hér eru "gungur" í þessum málefnum og hugsa sínar hugsanir í laumi. Enda ekki skrítið þar sem nokkurskonar málbann er á þessu málefni hér á landi.
Halla Rut , 23.2.2008 kl. 18:52
Sæll Halla mín, já mikið rétt, það eru allir svo logandi hræddir við að vera stimplaðir "rasistar" það segir meira um þá en nokkuð annað, því það er einfeldni að hugsa þannig, þeir sem þekkja til og hafa lært að skoða málið í víðara samhengi en almennt gengur og gerist, sjá nákvæmlega að umræðan um þetta efni er bráðnauðsynleg og þeir sem kalla þá "rasista" sem skrifa eða tala um þessi mál, sína í raun sína eigin vankunnáttu í þessum málum.
knús.
Linda, 23.2.2008 kl. 19:03
Sendi þér mail....
Halla Rut , 23.2.2008 kl. 19:05
Það er ekkert athugavert við það, að halda hér á landi vissum þjóðfélagslegum gildum og hefðum .
Þegar ólíkum kynþáttum og trúarbrögðum er blandað samann í borgum og bæjum, er það bara ávísun á árekstra af ýmsu tagi . Það er ekkert okkur að kenna að þessir árekstrar blossi upp . Oft þarf að minna á, að útlendingar gera lítið sem ekkert til að aðlagast okkar menningu og þjóð . Og hvað þá að bera virðingu fyrir landanum . Kannski vaða þeir bara meira yfir okkur, þar sem þeir vita að enginn þorir orðið að segja neitt vegna hættu á svokölluðum rasistastimpli
conwoy (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 20:48
Hæja Conni - kewls að sjá þig og að sjá þitt viðhorf.
Linda, 23.2.2008 kl. 21:47
Hæ Valli minn, oh ég er ekki reið langt því frá, enn hann Villy Sövndal sem á þessi fleygu orð sem koma fram í "efni" ég er bara þýðandinn.
En þakka þér fallegu kveðjun, ég er bara nokkuð ánægð í dag og það er rétt að ég hef saknað að heyra ekki frá þér hér inni, þó veit ég ástæður sem þar eru á baki.
Hafðu það sem allra best kæri vinur.
knús.
Linda, 23.2.2008 kl. 21:50
vil bara bæta einu við, þetta er ekki í fyrtsa sinn sem SF hafa komið með sviðuð skilaboð til Hizb ut-Tahrir ! þó svo margir hafi komið með þau komment. einnig hefur fyrri formaður SF )kommentað þessi öfgasamtök. ástæðan fyrir að islamsk traasamtök vilja ekki alveg útiloka Hizh ut Tahrir er til aðreyna að hafa einhver áhrif, til hins betra, (skilst á viðtölum að það sé til að einangra ekki agjörlega þá sem eru meðlimir þó eru samskiptin næstum engin.ismalistar frá tyrklandi hafa gefið út yfirlýsingu um að þeir hafi ekkert með islamskt samfund að gera.
hægt er að sjá hvað hann bloggar hérna http://sf.blogs.com/villy/
hann gagnrýnir ekki Ismalista, heldur HUT !!!
Bless
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 23:21
kær kveðja til þín, gleymdi því
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 23:24
Bara að gefa þér smá innlitskvitt elsku Linda!!
Guð blessi þig og umvefji.
Ása (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 00:02
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Adda bloggar, 24.2.2008 kl. 00:53
Sæl Linda, langaði að kvitta fyrir innlitið. Sá að það var minnst á mig þarna í athugasemdunum og ég verð að segja að ég er mjög ánægð með að sjá að þú notar nú ávallt orðið "íslamisti"
Kveðja Sema.
Sema Erla Serdar, 24.2.2008 kl. 04:36
sé að hér hafa dottið inn nokkrar athugasemdir og ég ætla að þakka fyrir þær.
Sema mín - ekki málið, vissulega er það bara rétt að greina frá hinn almenna Múslíma frá þessum vörgum sem við köllum Íslamista, það er bara réttlát og það er mér sönn ánægja að hafa þetta á hreinu.
Ása Gréta Skvís - hey Takk fyrir innlitið, ég vona að allt sé í hrópandi góðum gír hjá þér.
Alda krútt - yndislega falleg kveðja.
Steina ljós - takk fyrir innlitið vildi benda þér á að smella á nafnið í greininni sem eru þessi öfga samtök, þetta eru Íslamistar og það eru Íslamistar sem hann Villy er að blóta. Ég mun kíkja á bloggið hans. Eins og ég benti Grétu á hér fyrir ofan þá er orðið Íslamisti orð yfir alla öfga hópa og einstaklinga sem iðka trúna "Íslam" ekki hinn almenni Múslími bara svo það sé á hreinu.
knús til ykkar allra með Guðs blessun inn í daginn.
Linda, 24.2.2008 kl. 12:00
Ég var að kíkja á þetta aftur og sé að ég þarf að útksýra aðeins varðandi JVJ til að það "meiki sens" að ég bað hann um að verða bloggvin af því að hann er kaþólikki, átti að standa, ekki kristinn, því kaþólikkar eru ekki á hverju strái hér á moggablogginu. Kristnir eru náttúrlega hér í búnkum!
Kannski smámunasemi og eitthvað sem ekki skiptir máli, en mig langaði samt til að leiðrétta þetta. Asnalegt þegar maður skrifar eitthvað annað en maður hafði hugsað sér.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2008 kl. 17:09
"vil bara bæta einu við, þetta er ekki í fyrtsa sinn sem SF hafa komið með svipuð skilaboð til Hizb ut-Tahrir ! þó svo margir hafi komið með þau komment. einnig hefur fyrri formaður SF )kommentað þessi öfgasamtök."
Þetta er alveg rétt, því hann kom fram með svipuð ummæli á flokksþingi danska sólsíalistaflokksins síðast liðið vor, en ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem hann segir þetta svona beinlínis á opinberum vettvangi , sem bloggið hans verður að teljast (eins og blogg Össurar!)
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2008 kl. 17:26
Sæl Gréta, þarna síðast ertu ekki að svara henni Steinu?
Linda, 24.2.2008 kl. 22:19
Hér hafa málin verið rædd útí eitt og hef ég engu við að bæta nema að hrósa greinarhöfundi fyrir vandaða grein. knús Linda mín!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.2.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.