Knús alles - ætla að kveðja

og þakka fyrir góð samskipti í flestum tilfellumWinkNúna fara okkar Kristnu Jól að ganga í garð og ég ætla að hlúa að mínum yndislega Jesú og byggja mig upp í trú fyrir næstkomandi ár.  Ég vona að þið hafið öll yndisleg jól og ég bið þess sérstaklega að Guð blessi ykkur öll og varðveiti, að allt gangi ykkur í haginn.

Pétur postuli er í megnu uppáhaldi hjá mér, hann talar til okkar í dag sem og alltaf, við sem trúum stöndum gegn vættum í dag sem eru okkur óvinveitt bæði hér heima fyrir og á erlendri grundu, en Guð veit allt og Pétri var opinberað orðið til að veita öllum Kristnum uppörvun og kraft á erfiðum tímum í gegn um aldirnar. Læt Pétur því tala til ykkar.

 

Fyrra almenna bréf Péturs 2

 1Leggið því af alla vonsku og alla pretti, hræsni og öfund og allt baktal.

    2Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis,

    3enda "hafið þér smakkað, hvað Drottinn er góður."

    4Komið til hans, hins lifanda steins, sem hafnað var af mönnum, en er hjá Guði útvalinn og dýrmætur,

    5og látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús, til heilags prestafélags, til að bera fram andlegar fórnir, Guði velþóknanlegar fyrir Jesú Krist.

    6Því svo stendur í Ritningunni: Sjá, ég set hornstein í Síon, valinn og dýrmætan. Sá sem trúir á hann mun alls eigi verða til skammar.

    7Yður sem trúið er hann dýrmætur, en hinum vantrúuðu er steinninn, sem smiðirnir höfnuðu, orðinn að hyrningarsteini

    8og: ásteytingarsteini og hrösunarhellu. Þeir steyta sig á honum, af því að þeir óhlýðnast boðskapnum. Það var þeim ætlað.

    9En þér eruð "útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans," sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss.

    10Þér sem áður voruð ekki lýður eruð nú orðnir "Guðs lýður". Þér, sem "ekki nutuð miskunnar", hafið nú "miskunn hlotið".

    11Þér elskuðu, ég áminni yður sem gesti og útlendinga að halda yður frá holdlegum girndum, sem heyja stríð gegn sálunni.

    12Hegðið yður vel meðal heiðingjanna, til þess að þeir, er nú hallmæla yður sem illgjörðamönnum, sjái góðverk yðar og vegsami Guð á tíma vitjunarinnar.

    13Verið Drottins vegna undirgefnir allri mannlegri skipan, bæði keisara, hinum æðsta,

    14og landshöfðingjum, sem hann sendir til að refsa illgjörðamönnum og þeim til lofs er breyta vel.

    15Því að það er vilji Guðs, að þér skuluð með því að breyta vel þagga niður vanþekkingu heimskra manna.

    16Þér eruð frjálsir menn, hafið ekki frelsið fyrir hjúp yfir vonskuna, breytið heldur sem þjónar Guðs.

    17Virðið alla menn, elskið bræðrafélagið, óttist Guð, heiðrið keisarann.

    18Þér þjónar, verið undirgefnir húsbændum yðar með allri lotningu, ekki einungis hinum góðu og sanngjörnu, heldur einnig hinum ósanngjörnu.

    19Ef einhver þolir móðganir og líður saklaus vegna meðvitundar um Guð, þá er það þakkar vert.

    20Því að hvaða verðleiki er það, að þér sýnið þolgæði, er þér verðið fyrir höggum vegna misgjörða? En ef þér sýnið þolgæði, er þér líðið illt, þótt þér hafið breytt vel, það aflar velþóknunar hjá Guði.

    21Til þessa eruð þér kallaðir. Því að Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor.

    22"Hann drýgði ekki synd, og svik voru ekki fundin í munni hans."

    23Hann illmælti eigi aftur, er honum var illmælt, og hótaði eigi, er hann leið, heldur gaf það í hans vald, sem réttvíslega dæmir.

    24Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir.

    25Þér voruð sem villuráfandi sauðir, en nú hafið þér snúið yður til hans, sem er hirðir og biskup sálna yðar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hafðu það gott í fríinu Linda mín, ég kem til með að sakna þín en veit að þú kemur tíefld tilbaka! Guð blessi þig krúttið mitt! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gleðileg jól kæra linda og gleðileg áramót líka.

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 20:59

3 Smámynd: halkatla

ég vona að þú njótir aðventunnar í botn og alls þess sem jólin tákna, ég og kisurnar hugsum til þín og dýranna þinna, í jólaskapi  

halkatla, 5.12.2007 kl. 21:05

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Heyrumst síðar!!!

Guðni Már Henningsson, 6.12.2007 kl. 13:10

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

god.jpg

Sjáumst svo á msn ;) x

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.12.2007 kl. 14:00

6 identicon

Verum samt í sambandi. Gott frí og takk.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 17:12

7 identicon

Njóttu komandi daga,hvíldu þig og hugleiddu.

þú ert ómissandi í BLOGGHEIMUM.

ALGÓÐUR GUÐ VERI MEÐ ÞÉR OG VERNDI DAG OG NÓTT.  

ALLA  DAGA.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 18:16

8 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Linda takk fyrir ráðið í gær með að þvo sogskálarnar fyrir jólaéríurnar,það svín virkaði og nú er ég kominn með seríur og engla jólasveina og allann pakkann í herbergi barnanna,ég ætla aðeins að hinkra með minn glugga í svefnherbergi mínu.

Ég á nógu erfitt með að fá heila svefnnótt svo ég lýsi nú ekki upp dæmið líka,take care ljúfa Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 6.12.2007 kl. 21:12

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég vona að þú eigir góða og innihaldsríka jólahátið. Aðventan táknar komu og við sem erum kristin bíðum komu þess sem að allt getur, komu sem að lýsir upp líf þeirra sem að við henni taka!

Vonandi höfum við það flest í huga á helgri hátið og leggjum ágreining til hliðar og njótum ljóss og friðar!

Hafðu það sem allra, allra best og takk innilega fyrir hlý orð á minni síðu, mér þykir afar vænt um þau

Sunna Dóra Möller, 6.12.2007 kl. 21:24

10 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Knús.

Hlakka til þegar þú kemur inn aftur.

Bryndís Böðvarsdóttir, 7.12.2007 kl. 10:36

11 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Heyrðu þakka þér fyrir það og njóttu nú Jólanna Linda mín, eitthvað se ég þarf að einbeita mér að líka held ég.....

RSPCT

Tryggvi Hjaltason, 7.12.2007 kl. 22:54

12 identicon

Mundu svo eftir því Linda mín, að prufa almennilega skötu um jólin! þetta byrjar svona ,og svo herðir maður sig bara upp , ,og eftir fyrsta bitann . . gúbb! og skömmu seinna eh ! hmm, reyndu svo bara láta eins og ekkert sé   Jæja, þetta venst nú fyrir rest ? eða hvað ? Kveðja : Conwoy

conwoy (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 23:17

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gleðileg jól Linda

Sigurður Þórðarson, 9.12.2007 kl. 15:12

14 identicon

Eigðu innilega gleðilega jólahátíð með fjölskildunni þinni og Jesús Linda mín - ég á eftir að sakna þín í fríinu þínu!!!
Knús!! Ása.

Ása (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:38

15 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Gleðileg Jól og við "sjáumst" svo á nýju ári.

Gangið ætíð á Guðs vegum.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 10.12.2007 kl. 22:32

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gleðileg jól!

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 19:03

17 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Gleðileg Jól

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.12.2007 kl. 22:37

18 Smámynd: Vendetta

Já, Linda, hafðu það gott. Og mundu að gefa rollingunum gott í skóinn.

Vendetta, 13.12.2007 kl. 22:55

19 Smámynd: Ruth

Guð blessi þig elsku Linda mín og gefi þér gleðilega hátíð 

Ruth, 14.12.2007 kl. 10:38

20 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gleðilleg jól!

Guðrún Þorleifs, 15.12.2007 kl. 16:06

21 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Hæ Linda,heyrðu ég reyndi að komast inn á hitt bloggið þitt og gekk ekki einusinni að senda á þig þaðan mailnum góða.Sendu mér póst ef þú sérð þér það fært kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.12.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband