Þetta eru morðingjar ekkert annað:(

það var einmitt blogg sem tók á tilfelli með danska stúlku sem var komin 32 vikur á leið og hún og móðir hennar ætluðu að til Spánar og drepa barnið. 

Almáttugur, mér þykir réttlætanlegt að þegar konur velja að fara þessa leið að þá sé barnið tekið lifandi og gefið til ættleiðingar. Hvað gengur fólki til að gera svona lagað, ég spyr eru læknarnir einir sekir um morð eða eru þær sem hafa farið í svona aðgerð líka sekar? 

 Ef líf móður er  í hættu eru þá börn ekki tekin með keisara á þessu stígi meðgöngunnar? 

Ég er glöð að þessir læknar hafa verið handteknir og ef þeir reynast sekir fari beina leið í fangelsi það sem eftir er, sorry, þetta bara gerir mig svo rosalega reiðaDevil að læknar skuli gera svona, að fólk skuli yfir höfuð láta sér detta svona í hug og láta svo framkvæma þetta morð, já þetta er morð ekkert annað!

32 vikna fóstur/barn32vikna fóstur

35 vikna Fóstur/barn35 vikna

smellið á myndirnar til að fá þær stærri, íhugið svo hvenær réttindi barnsins fái loksins áheyrn, síðasta myndin er fóstur/barn sem er komið 26 vikur, er þetta óþekkjanlegt sem barn?

26 vikna 26vikur


mbl.is Spænskir læknar handteknir vegna ólöglegra fóstureyðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Hér er ágætis stuttmynd til umhugsunar um fóstureyðingar. Dr. Bernard Nathanson segir frá:

http://www.youtube.com/watch?v=T33BpDzkDOs&feature=related

Guðmundur Pálsson, 26.11.2007 kl. 17:32

2 Smámynd: Vendetta

Var ekki líka í fréttunum 14 ára gömul íslenzk stúlka sem var á leiðinni til Spánar fyrr í þessum mánuði, en hún og foreldrar hennar skiptu sem betur fer um skoðun. Sú var komin alllangt á leið, er það ekki?

Annars er ég sammála þér Lnda, þetta eru svo sannarlega kaupmenn dauðans, ekkert betri en vopnasalar eða málaliðar.

Vendetta, 26.11.2007 kl. 18:48

3 Smámynd: Linda

Veistu ég bara veit það ekki Vendetta, ég kannast bara við þessa dönsku, maður er ennþá í sjokki yfir þeirri umræðu

Linda, 26.11.2007 kl. 19:10

4 Smámynd: Flower

Jesús Kristur! Þetta er bara morð

Flower, 26.11.2007 kl. 22:00

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir, Linda, fyrir þessa færslu.

Tvær myndanna hjá þér, hægri hlutinn á mynd nr. 2 og sú síðasta, eru úr safni þrívíddarmynda, sem farið er að taka með nýrri tækni. Þær eru þó miklu óskýrari en myndir t.d. Lennarts Nilsson (með 'fetoscope') og myndirnar í hinni miklu bók Marjorie A. England, dósents í líffærafræði við Háskólann í Leicester á Englandi, A Colour Atlas of Life Before Birth - Normal Fetal Development, sem sýna langtum betur þroskastig og fegurð mannsfósturs á þessu skeiði.

Og nú ætla ég að vinda mér í það að skoða stuttmyndina sem hann Guðmundur læknir var að vísa hér á.

Með blessunarósk,

Jón Valur Jensson, 27.11.2007 kl. 00:02

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Myndskeiðið brást ekki, sem Guðmundur hafði vísað á. Þarna eru partar úr myndinni frægu, 'Hljóða ópið', undir leiðsögn annars læknis, dr. Bernards Nathanson; fleiri myndskeið má velja úr myndinni í reitnum til hliðar. Svo fann ég þarna fleiri medrkilegar stuttmyndir (3ja til 6 mín.), enskar og þýzkar, sem segja mikla sögu, og ætla ég að blogga um þær.

Jón Valur Jensson, 27.11.2007 kl. 12:00

7 Smámynd: Linda

Sæll Jón Valur og þakka ég innlitið, já þessi myndskeið eru merkileg og ögrandi, enda ekki vanþörf á, kannski er megin ástæða fyrir þessum spánsku læknum og þeirra devil may care sýn á fóstureyðingar nákvæmlega vegna þess að fólk er orðið svo vant umtalinu um síkar aðgerðir að það geri sér engan vegin grein fyrir alvarleika málsins þegar betur er að gáð.

Linda, 27.11.2007 kl. 12:47

8 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já. Það skrýtna er að menn skuli leifa fóstureyðingu á 3 mán. fóstrum, en þá eru komnir fingur og taugakerfi.... Finnst að það verði að brýna fyrir konum mikilvægi þess að fara ekki í fóstureyðingu og helst að banna það fram að 2 mán. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 27.11.2007 kl. 21:55

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Óhugulegt! Og morð er rétta orðið!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.11.2007 kl. 12:02

10 identicon

nokkrar spurningar sem ég vil varpa hér fram.

hvenær er í lagi að fara í fóstureyðingu?

hvenær er fóstureyðing ekki morð?

hvenær kemur sálin inní fóstrið?

hvað gerist þegar fósturvísirinn skiptir sér og verður að tvíburum?

hvað verður um sálina þegar skiptur fósturvísir sameinast aftur í eina lífveru?

punktar frá mér.

mér finnst það óhuggulegt að þetta hafi gerst og fóstureyðing á þessum tíma meðgöngunnar er að mínu mati viðurstyggilegt sem og ólöglegt, og hafa læknarnir þess vegna verið handteknir.

egill (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband