Ein leið til föðurins

Það virðist erfitt fyrir suma að átta sig eða sætta sig við orð Krists, sumir eru svo óttaslegnir við álit heimsins að þetta ágæta fólk segist trúa á Jesú síðan kemur smá pása og svo stórt  "EN" .....held að flestir geti fléttað inn afganginum.

Ég hinsvegar kýs að kalla Jesú ekki lygara og út frá því ritninguna lygi.  Því miður er ég allt of  syndug til þess að á það sé bætandi. Shocking já við erum öll syndug, við vöðum í skít sem mundi leiða okkur öll til heljar ef það væri ekki fyrir þá von sem við höfum í Jesú.  Nú, þó svo við eigum þessa von, þá þýðir það ekki að við megum ganga um á skítugum skónum með biblíuna í einni hendi, krossinn í hinni  og svo stórt "EN"  á vörum okkar.  Annað hvort trúir maður eða maður getur sleppt því.   Með þessum orðum þá kveð ég, hvort að ég komi aftur hingað inn mun velta á því hvort að ég finni greinar sem mig langar til þess að deila með ykkur sem varða málefni Messías trúar einstaklinga sem lifa við önnur kjör en við hér á Íslandi.  Guð blessi ykkur og varðveiti. Knús.

 

Jóhannesarguðspjall 14

 1"Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig.

    2Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað?

    3Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.

    4Veginn þangað, sem ég fer, þekkið þér."

    5Tómas segir við hann: "Herra, vér vitum ekki, hvert þú ferð, hvernig getum vér þá þekkt veginn?"

    6Jesús segir við hann: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær grein hjá þér Linda Það virðist vera svo rosalega erfitt fyrir fólk að gefast Jesú, margir eru hræddir við að þurfa að hlýða einhverjum brjáluðum safnaðarleiðtoga og þurfa að gefa allar eigur sínar. Voðalega margir spyrja mann útí tíund. ég gef ekki tíund þar sem ég er í þjóðkirkjunni fer framlag mitt til kirkjunnar í gegnum skattakerfið, aftur á móti gef ég til góðra málefna og gef mikið af tíma mínum í Guðsríkið og fæ það náttúrulega margfalt til baka í innri friði og gleði. Fólk hreinlega veit ekki af hverju það er að missa og hleypur útum allan bæ í sjálfshjálparnámskeið þegar að svarið er svo einfalt, bara að gefast Jesú í bænaiðkun

Guðrún Sæmundsdóttir, 7.10.2007 kl. 17:02

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég er nokkuð viss um að þú sért tilbúinn að segja "en auðvitað komast öll börn til himna"

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.10.2007 kl. 17:09

3 identicon

Takk góð lesning.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 18:15

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góðir pistlar hjá þér og Guðrúnu.

Við erum kristin en trúum ekki á að Kristur hafi dáið á krossinum og risið á þriðja degi upp frá dauðum, og að Sonurinn dvelji nú með Föðurnum á himnum. Er þetta þó einhver öflugusta stoð þessarar trúar okkar og án hennar væri engin kristni.

Við erum kristin en trúum á að framliðnir gangi hér um og við förum að leita af þeim frétta hjá miðlum og spákonum í trássi við boðskap hins þríeina Guðs okkar. Trúum ekki því sem að Jesú sagði okkur um svefn hinna látnu og að ástvinir okkar munu ekki vakna fyrr en "að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa" fyrra bréf Páls til Þessalonikumanna, 4. kafli 16. vers.

 Svona er hægt að halda endalaust áfram. Það má kannski kenna ýmsu um, en vafalaust eru skýringar margar. Þó held ég að stór þáttur sé uppeldisskortur foreldra og áróður gegn trú sem er að síast inn víðast hvar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.10.2007 kl. 20:12

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Eitt enn um tíundina Guðrún.  Það er ekki mikið sem maður lætur af hendi rakna í gegn um framlag sem ríkið tekur af okkur.... heilar 600 kr. á mánuði.  Svona eins og maður hafi um 6.000, kr. útborgaðar á mánuði. Vinna og tími settur í starf Guðs er allra gjalda og þakkar vert en kemur ekki í stað tíundar og er það sérstaklega nefnt í Ritningunni. Maður á að gefa í hjálparstarf og annað þess háttar alveg óháð tíundargreiðslum.

,,Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er."  sagði Guð Sonurinn okkur.  Þetta eru fæst okkar að uppfylla, nema helst það sem keisarans er og það af hræðslugæðum eins og segir í Egils sögu. Það skal viðurkennt af þeim sem hér ritar að það skortir verulega á að Guði sé goldið það sem Honum ber. Þetta svíkjumst við um þrátt fyrir öll fyrirheit Hans til þeirra sem eru trúfastir í tíundargreiðslum og fórnargjöfum. Sömuleiðis höfum við fyrir okkur dæmi og vitnisburði þeirra sem greiða trúfastlega um hversu margfalt þeir fá til baka í veraldlegum gæðum sem andlegum. Þrátt fyrir þetta óhlýðnumst við skírum boðum Guðs.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.10.2007 kl. 20:39

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ertu viss um að það eigi við í dag predíkari? Það væri þá einna helst með því að styrkja kristniboðssambandið sem að ég gæti tíundað.

Guðrún Sæmundsdóttir, 7.10.2007 kl. 21:16

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Lítum á hvað Jesú Kristur sagði sjálfur um þetta Guðrún í 17. versi 16. kafla Lúkasarguðspjalls :

"En það er auðveldara, að himinn og jörð líði undir lok, en einn stafkrókur lögmálsins falli úr gildi."

 Síðast þegar ég gáði, þá hefur hvorki himinn né jörð liðið undir lok. Stafkrókarnir allir um tíundina standa þar með enn í fullu gildi samkvæmt úrskurði Guðs Sonarins sjálfs.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.10.2007 kl. 00:01

8 Smámynd: halkatla

takk fyrir þetta Linda - ég er eitthvað svo leið núna samt, útaf þessari frétt á religionnewsblog, og svo er þar líka fáránleg frétt frá Saudi Arabíu um galdrapíu sem bíður sharia dóms

knús til þín

halkatla, 8.10.2007 kl. 10:26

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Anna Karen þvílíkar ofsóknir sem að kristnir menn á Gaza og víðar þurfa að þola.  Linda hefur með góðum hætti oft gert  fréttum af þessu tagi góð skil. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.10.2007 kl. 11:25

10 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

En predíkari, tíund má ekki koma í veg fyrir það að fólk játi Jesú Krist. Og mér dettur ekki í hug að halda tíundarboðskap að fólki. Það er útí hött að fólk sem er fátækt sé að tíunda.

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.10.2007 kl. 11:30

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðrún. Hver og einn gerir vitaskuld upp við sig hvort tíund er greidd. Tockefeller sagði eitt sinn að hann hefði aldrei orðið ríkur nema af því að hann greiddi tíund af fyrsta dollarnum sem hann aflaði sér, og  hélt trúfastur áfram að´greiða tíund ávallt síðan. 

Stórfyrirtækin Wrigley´s, Hershey´s, Kellogs og s.frv. hafa ávallt verið trúföst ásamt eigendum sínum, að greiða tíund.

Guð Sonurinn sá ástæðu til þess að benda á ekkjuna sem greiddi eyrinn. Hann benti á að ávöxtun þessa trúfasta fólks væri ríkuleg, sem og víða er að finna í Ritningunni.

Sennilega ætti ég að taka saman á síðunni minni einhverja samantekt á tíundarmálunum.

En síðueigandi hérna, benti einmitt á að við notum allt mögulegt til þess að koma okkur undan öllu mögulegu sem viðkemur trúnni og framkvæmd okkar á boðum Guðs.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.10.2007 kl. 16:02

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta á auðvitað að vera Rockefeller, ekki Tockefeller eins og misritaðist hér að ofan.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.10.2007 kl. 16:04

13 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tíundinni hefur verið gróflega misboðið af Ómega á undanförnum árum, eftir að þeir fóru útí alltof kostnaðarsamar útsendingar til annara landa. Í stað þess að halda sig við ísland, fyrir vikið eru þeir sífellt biðjandi áhorfendur um peninga og fólk er fyrir vikið orðið dauðhrætt við kristna.

Það er dýrt og tilgangslítið að halda gangandi sjónvarpsútsendingum Ómega erlendis. Því að á sama útsendingarsvæði er t.d. God tv. með 2 rásir og amk. 8 aðrar kristilegar sjónvarpsstöðvar með hundruð þúsunda styrktaraðila á bakvið sig.  

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.10.2007 kl. 16:14

14 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég þakka þér Linda fyrir þínar færslur og þann tíma sem þú hefur lagt til okkur öllum til handa,um tíund ætla ég mér ekkert að ræða ég borga guði mínum bæði með því sem aflögu er og vissulega tíma mínum til þeirra sem hjálpræði þurfa og það er kannski mín tíund.

Guð minn kristur Jesú vill auðvitað af mér það að ég geri eins og ég get og eins vel og mér er unnt, svo er það mitt að meta hvort það sé og muni vera nóg honum til heilla.Góðar stundir kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 8.10.2007 kl. 18:05

15 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

100% sammála þér Úlfar

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.10.2007 kl. 18:08

16 Smámynd: Linda

ég held að Jesú geti eins og alltaf svarað þessu best sjálfur. Í Markúsar Guðspjalli 14 eru eftirfarandi vers.

  41Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið.

    42Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði.

    43Og hann kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: "Sannlega segi ég yður, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir, er lögðu í fjárhirsluna.

    44Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína."

Linda, 8.10.2007 kl. 18:10

17 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Já En! hverjir þurfa á þessum peningum að halda? prestarnir eru á launum svo að ekki þurfa þeir á peningunum okkar að halda. ég er með abc styrktarbarn og styrki fleiri málefni og gef mikið af tíma mínum í ólaunaða vinnu, en það kemur ekki til greina að ég styrki Ómega en ég mætti alveg gefa meira til kristinboðs. Ég er líka alfarið á móti því að öryrkjar og aðrir bótaþegar séu að gefa peninga sem þeir eiga víst örugglega ekki mikið af.

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.10.2007 kl. 18:19

18 Smámynd: Linda

Því miður er ekkert "En" annað hvort tökum við orðum Jesú sem sannleika og leiðbeiðslu, eða við getum sleppt því að teljast til Kristinnar trúar, 10'undin er afskaplega erfið fyrir mig og oftar enn ekki finn ég til mótþróa þegar slíkt er rætt, samanber þessari umræðu.  En, það er einfaldlega ekkert "EN" þegar kemur að því að gegna Jesú, ég hef óhlýðnast allt of oft líka í þessu.  Þetta er það sem þráðurinn minn er um "En" er því miður ekki 100% staðfesta. Alla veganna í mínum huga. 10´undin er samt sem áður bara á milli þín og Guðs  Kannski stuðningur við ungafólkið í Ármúlanum er góður staður fyrir 10und þessa dagana...

Linda, 8.10.2007 kl. 18:39

19 identicon

Kæru trúsytkin tíund er ekki lögboðin af Kristi og tíundin kom til löngu á undan lögmálinu. í 1. Mósebók er okkur sagt frá Abram sem fór í stríð til að ná í Lot sem hafði verið rænt. Í versi 20 í kafla 14 segir að Abram hafi gefið Melkisedek tíund af öllu. Þetta gerist löngu á undan því að Móse komi með lögmálið. Ef að við skoðum Hebreabréfið 7. kafla þá er þar talað um Melkisedek þennann og sagt að Jesús sé prestur að eilífu að hætti Melkisedeks. Þar af leiðandi þá er það Jesús Kristur sem tekur við tíund okkar í dag. Við borgum ekki tíund heldur gefum við tíund einsog Abram gerði og það er okkur í sjálfsvald sett hvort við gjörum svo. Reyndar er talað um að tíundin tilheyri Levítunum þeas prestunum (laun þeirra) en fórnir eru til að byggja upp musterið. Það komastallir frelsaðir til himna hvort sem þeir gefa tíund eða ekki. En það er mikil blessun að gefa tíund sérstaklega þegar við vitum að það er Kristur sem tekur við henni. Tiund á að fara inn í þá jónustu sem þú ert í allt annað er kallað gjafir. (það er engin fórn nema þú hafir gefið tíund því Kristi ber tíundin þannig séð) Linda það er gaman að lesa það sem þú skrifar Guð blessi þig og þína fjölskyldu í Jesú nafni. Amen

Aðalbjörn Leifsson (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 19:32

20 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sjá pistil um Tíund og fórnargjafir :

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/332342/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.10.2007 kl. 21:38

21 Smámynd: Linda

ég vildi nota tækifærið og þakka ykkur fyrir  athugsemdirnar og lærdóminn sem í orðum ykkar fellst.  Við þurfum líka að muna að þegar Jesú sagði (ekki orðrétt)gefið Sesar sem er Sesars, og Guði það sem er Guðs.  Sesar í okkar heimi, er skatturinn, húsnæðislánin, útgjöldin svo við getum tekið þátt í samfélaginu, jú jafnvel lánin sem við þurfum stundum að taka.  þegar við höfum gert upp við Sesar, þá skoðum við hvað er eftir og gefum 10und af þeirri upphæð, ég vona að Guð blessi okkur svo að við getum verið rausnarleg í gjöfum okkar til hans og þó tíundin sé ekki nema 100 kr þá vitum við að hún er jafn mikil blessun og þeir sem geta gefið 100 falt þá upphæð.  Að vera rausnalegur er einfaldleg að gefa með gleði.  

Guð blessi ykkur öll og varðveiti. Reynum að hætta nota "En" þegar við tölum um Jesú. 

Linda, 9.10.2007 kl. 04:55

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekki skil afhverju þessi umræða fór að snúast allt í einu um tíundina, tíundin sem er kristnum mönnum í dag ekki skylda heldur vilja ákvörðun. Eins og Aðalbjörn bendir hér réttilega á þá var tíundin til löngu fyrir tíma lögmálsins og Mosé, og erum við kristnir ekki háð því sem stendur í lögmálsbókunum að við séum skyldug til þess að gefa tíund. En eins og þú sagðir Linda "Guð elskar glaðan gjafara" og er það algjörlega í okkar eigin valdi sett að gefa tíund ef við viljum, það er einmitt ekkert "EN" í þessu. Ef Guð þrýstir á þig að gefa tíund, þá gerir þú slíkt.

Því gleymum ekki - við eigum að gefa af ALSNÆGTUM okkar. Fólk sem á ekki mikið ætti að hafa þá sjálfsstjórn og skynsemi að vita hvað það gefur til svona mála.

Það er bara ekkert "EN", það er bara vilji Guðs og ekkert annað.

Takk fyrir góða grein Linda mín, ég hef verið svo upptekinn undanfarna daga að ég hef vanrækt bestu vinkonu mína! Og bið ég þig fyrirgefningar á því!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.10.2007 kl. 10:32

23 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Haukur þetta er allt saman mér að kenna tíundin hefur fengið á sig slæmt orð, sérstaklega við það að ómega er svo fjárþurfi, enda halda þeir úti alltof dýru batteríi. þeir ættu að halda sig eingöngu við Ísland og þá væri ekki þessi peninganeyð. En greinin er góð hjá Lindu og sorry hvað ég fór útí tíundarpælingarnar, en Guð leiðir mann í þessum málum og þegar að maður finnur hjá sér að gefa í ákveðin málefni þá gerir maður það með glöðu geði. En svo ég komi  nú inn einsog einu "EN" að því miður þá hindra peningar marga í að ganga með Guði og það gengur bara ekki því að Jesús minnti okkur svo sannarlega á það þegar hann hratt niður borðum kaupmannana við musterið og sagði þau orð að þeir hafi gert hús föður hans að ræningjabæli. Guð blessi ykkur öll!

Guðrún Sæmundsdóttir, 9.10.2007 kl. 10:52

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

þú ert nú full dómhörð við sjálfa þig Guðrún mín, þetta varla þér einni að kenna. En tíundin hefur fengið á sig slæmt orð hjá Predikurum sem væla endalaust um peninga og fjársvelti. Ég er alfarið á móti því að menn noti góðan hlut eins og tíundin getur verið, og hún notuð á samvisku manna. Þeir segja hluti eins og "þú kemst ekki til himnaríkis nema þú gefir tíund" og þar fram eftir götununum. Mikil ósköp leiðist mér slíkt tal. En það er önnur saga.

Tíundin er góð ef rétt er að farið, það er það sem ég er að meina.

EN þetta er einmitt málið Guðrún, við eigum að gefa það sem við viljum og getum. Fólk sem á ekki mikið getur ekki gefið mikið, en Guð þekkir hug þeirra. En rétt er það, peningar hindra oft og mörgum sinnum okkur trúuðum í því sem við viljum taka okkur fyrir hendur. En ef þetta á að verða, þá sér Guð fyrir okkur og notar stundum ótrúlegustu leiðir.

Eina athugasemd geri ég við grein þína Linda sem ég sé að enginn hefur talað um, þú segir:

Með þessum orðum þá kveð ég,

????

Explain please!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.10.2007 kl. 12:17

25 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðsteinn Haukur.

Þú og Guð Sonurinn eruð þá ekki sammála um nauðsyn þess að skila tíundinni inn í hús Guðs. Þetta er ´sýnt fram á í lítillegri samantekt minni á tíundarmálum úr Ritningunni og sjá má á slóðinni :

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/332342/

Þetta virðist allt bera að sama brunni og Linda var að benda á með þessum greinarstúf sínum, okkur er einkar lagið að lagfæra sannleik og boð Guðs að mannasetningum okkar hvers og eins með því að bæt avið EN við eigum ekki lengur að borga tíund,  En við eigum ekki að ..... o.s.frv. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.10.2007 kl. 12:29

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú sem kallar þig Predikara. Eigi ætla ég að rífast um þetta við þig, ég hef gert grein fyrir skoðun minni og sé ég ekki tilganginn við að þræta við trúbræður mína á opinberum vettvangi. Enginn er að hagræða einu né neinu, auk þess trúi ég á NT og þann Jesú sem þar er að finna. Hann uppfyllti lögmálið með fórn sinni, og AFNAM mannasetningar sem þessar og eiga þær ekki við nema gyðinga.

En borga þú þína tíund og gerir þú vel, en ef ég VEL að borga tíund, þá geri ég það Guði til dýrðar og segi engum frá því. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.10.2007 kl. 13:19

27 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Eigi rífst ég við nokkurn mann um trú, enda ráðlagði Guð Sonurinn okkur það. Hér er verið að benda á það sem Guð hefur tilkynnt okkur í Orði sínu. Hitt er annað að Guð Sonurinn, sem er að finna í Nýja Testamentinu, afnam lögmálið sem síðasta fórnin, til syndafriðþægingar. Hann tekur sérstaklega fram í 17. versi 16. kafla Lúkasarguðspjalls :

"En það er auðveldara, að himinn og jörð líði undir lok, en einn stafkrókur lögmálsins falli úr gildi."

Þetta lesum við eftir Jesú Nýja Testamentisins í tuttugasta og þriðja kafla Matteusarguðspjalls í versi tuttugu og þrjú :

 “Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér gjaldið tíund af myntu, anís og kúmeni, en hirðið ekki um það, sem mikilvægast er í lögmálinu, réttlæti, miskunn og trúfesti. Þetta ber að gjöra og hitt eigi ógjört að láta.”

Þá skulum við muna það þar sem þú tekur fram að sumt tilheyri bara gyðingum, að nærri því fyrstu þrjár aldirnar eftir Krist, þá sóttu "kristnir" sem gyðingar sömu samkunduhúsin og guðþjónusturnar, enda um sama Guð og sömu trú að ræða. Það var eftir valdboð og gyðingaofsóknir sem þessir deildust niður. Kristur var gyðingur í aðra ættina og kenndi Ritningarnar sem eru Gamla Testamenti gyðinganna og OKKAR.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.10.2007 kl. 13:45

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég bið þig blessunar Predikari og ætla ekki að eiga frekari orðastaði við þig.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.10.2007 kl. 14:30

29 Smámynd: Flower

Varðandi tíund þá vil ég benda á að við borgum okkur ekki leið inn í himnaríki með peningum, ef það er eitthvað sem Guði er sama um eru það einmitt peningar. Það er verið að senda villandi boð með að betla penginga hjá þessum stöðvum, og þau eru: Guð elskar þig aðeins ef þú gefur okkur peninga og Guð elskar peningana þína og vill þá. Ég tek því undir með Guðsteini að ef við gefum með gleði tekur Guð við með gleði.

Það sem Guð metur mest er að við stöndum stöðug í orðinu og gerum okkur far um að breyta eins rétt og okkur er unnt. Það geta engir peningar hjálpað okkur við það. 

Flower, 9.10.2007 kl. 14:47

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þótt tíundin verðskuldi umræður, vil ég ekki fara út í það á þessari síðu, sem átti að snúast um allt annað. Þakka þér, kæra Linda, fyrir greinarnar þínar mörgu góðu, og sannarlega mælirðu rétt í yfirskrift þessa pistils: Það er aðeins ein leið til Föðurins -- það segir Kristur sjálfur (þótt létt sé reyndar að misskilja hans orð).

Guð blessi þig og alla þína, þ.m.t. þessa lesvini.

Jón Valur Jensson, 9.10.2007 kl. 15:27

31 Smámynd: Linda

já hérna maður fer í burtu og það hefst partí án mans. Enn gaman. Tíundin er afar viðkvæmt mál, ég hinsvegar tel að fólk sé að gera of mikið mál úr þessu, því við getum einfaldaga gefið 10 af því sem við höfum til aflögu, Guð setur enga kröfur á hversu há eða lág upphæðin er, eins og ég sagði í athugsemd hér á undan þá getur 10und verið 100 kr eða 100falt sú upphæð og eins og Haukur bendir réttilega á þá er slíkt á milli okkar og Guðs, ekki samfélags trúaðra.

Takk Jón Valur fyrir innlitið, jú þetta er komið yfir efnið, ætli það megi ekki íhuga þetta sem fullkomið dæmi um "EN"hugsjón, mig er farið að gruna að svo eigi fyllilega við.

Takk Predikari fyrir að skrifa grein um tíundina, ætla að pæla í henni mjög fljótlega og kommenta því hjá þér.

Haukur varðandi kveðjuna mína, þá er ég að hætta að blogga, veit ekki hversu lengi ég mun vera frá eða hvort að ég komi yfir höfuð aftur.  Ég mun samt kíkja í heimsóknir til bloggvina af og til.  Nú svo ef eitthvað merkilegt kemur á borð hjá mér, þá er aldrei að vita nema að ég skrifi aftur. 

Knús til ykkar allra.

Linda, 9.10.2007 kl. 19:15

32 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þín mun verða saknað Linda.Vona að þú komir skjótt aftur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.10.2007 kl. 19:38

33 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Linda mín, ég veit að ég get lítið sagt sjálf, en Þú af öllum mátt alls ekki hætta að blogga. Þú kemur með svo málefnalegar, skemmtilegar og mikilvægar greinar....

Varðandi tíundina, þá veit ég að menn gáfu tíund á fyrstu öldum kristni (eins og sést t.d. í ritinu Didache).  Sú tíund fór hinsvegar að mestu í það að brauðfæða fátæka, öryrkja og ekkjur. Prestarnir fengu örlítinn hlut af þeirri upphæð! 

Í dag er það félagslega kerfi þjóðfélagsins sem sér um að aðstoða náunga okkar að mestu. Hluti af tekjum okkar rennur einnig til kirkna. Ekki vil ég samt segja að við eigum þar með að sleppa því alfarið að gefa. Nei! Okkur ber hinsvegar að gefa af efnum okkar eftir því sem við finnum að við getum og þörf er á. 

ATH!! Það að láta fátæka, öryrkja borga tíund af örorkubótum sínum eða lágum tekjum er því í algera andstæðu við hina kirkjulega hefð innan frumkirkjunnar.

Varð bara að bæta þessu við.

Bryndís Böðvarsdóttir, 9.10.2007 kl. 20:10

34 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég gleymdi að segja þér að ég er svo sammála þér í þessari grein. Fékk ég mikið að kynnast þessu, "en" í guðfræðinni. En það er einmitt sá vandi sem til verður þegar menn reyna að draga guðfræðina af sviði hugvísinda yfir á svið raunvísinda.

Bryndís Böðvarsdóttir, 9.10.2007 kl. 21:34

35 Smámynd: Ruth

Ég hef lítið verið hér síðustu daga,en elsku Linda ég vona ynnilega að þú komir fljótt aftur,Guð blessi þig

Ruth, 9.10.2007 kl. 23:54

36 identicon

Já guð er alltaf blankur eða svo er manni sagt

DoctorE (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 10:24

37 Smámynd: Linda

eina ferðina enn kemur DRE með  útúrsnúning og sínir eina ferðina en sinn vanskilning á ætlun 10undarinnar. 

Bryndís mín- þú bendir á og það réttilega hver upprunalegur 10undarinnar átti að vera.  Takk fyrir það.

Ruth mín, gaman að sjá þig, þín hefur verið saknað.

Skúli- takk fyrir innlitið :)

Linda, 10.10.2007 kl. 17:07

38 Smámynd: halkatla

við verðum að gefa til fátækra og góðs málstaðar eftir efnum okkar, en það er fáránlegt að gefa einhverja fyrirframplanaða upphæð í hverjum mánuði eða við hverja "uppskeru" og hvorki meira né minna, það á að gefa eftir efnum og aðstæðum hverju sinni, og alltaf með glöðu geði. Það er sam-mannlegt samviskuspursmál hvort að maður gefur ekki bara hvorteðer. Það eru farísear sem gefa og tilkynna það síðan, eða argast útí aðra sem gefa hugsanlega í leynum.

halkatla, 10.10.2007 kl. 18:14

39 Smámynd: halkatla

og með góðum málstað á ég ekki við sjónvarpsstöðvar eða eitthvað þannig, sú setning sem hefur farið verst í taugarnar á mér er "við þurfum að vera góð við fyrirtækin" Davíð Odds ´lét hana frá sér, mér finnst það inzane, en þetta er bara mín heimspeki ekki það sem ég er að skipa ykkur fyrir sko, það kom kannski þannig út en ég er ekkert að reyna að rífast neitt. 

hafið það öll sem best 

halkatla, 10.10.2007 kl. 18:18

40 Smámynd: Linda

Blessuð Anna þú að venju hittir naglan á höfuðið.  Ég held að engin hér sé ósamála þér

Linda, 10.10.2007 kl. 18:24

41 Smámynd: Björn Heiðdal

Ómega á ekki þessa gagnrýni skilda.

Björn Heiðdal, 11.10.2007 kl. 00:57

42 Smámynd: Linda

Björn?  þetta er vitanlega úr hörðustu átt, ég vissi ekki að þú værir aðdáandi Omega Þú getur verið svo kaldhæðinn að ég veit eiginlega ekki hvað er hvað lengur er þig varðar.  Hinsvegar er fullt af þáttum sem ég horfi á hjá Omega og hef gaman af og skammast mín ekkert fyrir það. Eins og með aðrar stöðvar þá er mismunandi efni að finna og well ekki þarf maður að glápa á allt.

Linda, 11.10.2007 kl. 01:05

43 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég vona bara að þú sjáir af þér Linda, það er veruleg blóðtaka úr hópi trúaðra ef þú hættir að blogga. Taktu gott frí og sjáðu svo til, ég gerði það um daginn og tíefldur tilbaka. Einnig tek ég undir að það eru frábærir þættir til á Omega.

Varðandi innihald greinarinnar þá er ekkert "en" og er bara ein leið til föðurins!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2007 kl. 09:04

44 Smámynd: halkatla

Björn Heiðdal á að drífa sig til Arabíu hið snarasta, einsog ég hef áður sagt þá er ég til í styrkja það góða málefni svo að hann verði öruggur í umferðinni 

Linda þitt blogg er æðislegt og ég má ekki til þess hugsa að þú hættir alveg að blogga

halkatla, 11.10.2007 kl. 10:58

45 identicon

Kristur sagði lærisveinum sínum að fara og boða heiminum fagnaðarerindið .

Svoleiðis verkefni er ekki alveg ókeypis, og því þurfa kristnir að leggja eitthvað í sjóði þeim til handa, sem ætla sér að klára þetta mikilvæga verkefni ekki satt ?

Við megum ekki láta fáfræði og upplýsingaleysi í heiminum vaða uppi, og eiga það á hættu að múslimum vaxi fiskur um hrygg . onei nei. . .

enok (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 22:01

46 Smámynd: Mofi

Linda, þú vonandi kíkir hérna við af og til og kemur síðan aftur enn öflugri?

Mofi, 14.10.2007 kl. 14:42

47 identicon

Kæra trúsystir.

Þakka þér innilega fyrir heilbrigt og gott innlegg hér á blogginu. Ég er með gjöf til þín frá Aglow ráðstefnunni í Seattle DVD mynd sem mig langar til að gefa þér-

Viltu hafa samband við mig.

Blessun og friður.

Helena

Helena Leifsdottir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 14:33

48 Smámynd: Linda

Sælt veri fólkið sem hingað hefur kíkt og þeir sem hafa tjáð sig.  Ég kann nú ekki við annað enn að segja þakka ykkur fyrir athugasemdir ykkar, og hversu ég mikið ég met ykkur.  Guð blessi ykkur eitt sem öll.

Linda, 16.10.2007 kl. 07:45

49 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

 

Já Linda min. Þau eru farin. Takk fyrir að spyrja.

 

Þormar Helgi Ingimarsson, 16.10.2007 kl. 17:09

50 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já er líka flott hjá þér  Ég  segi bara takk Linda

og Guð blessi þig       Ég elska JESÚS  Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 16.10.2007 kl. 20:12

51 Smámynd: Linda

Það eru búnar að vera miklar umræður um þetta á síðunni hjá honum Guðsteini, sem er spunnar út frá þræðinum um Jogo og friðarsúlunni, ég hef staðið þar í harðri baráttu við nokkra "ekki trúaða" og vonandi staðið mig vel, ég er hætt að fara í felur með þessi orð Jesú, maður verður að koma þeim út, "það er bara ein leið" og "hún er með Jesú" til þess að sjá föðurinn til þess að upplifa himnaríki og frið þá er það í Jesú.  En, eitthvað fer þetta alltaf fyrir hjartað á þeim sem eru í heiminum og trúa því að þú seti Guði reglurnar að Guð eigi að gera eins og þú vilja að hann geri að Guð eigi að þóknast þeirra vilja enn ekki öfugt, slíkur hugsunar háttur vekur í manni óhug. 

Þakka ykkur öllum fyrir ykkar athugsemdir og hreinskilni.

Linda, 18.10.2007 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband