12 kafli Rómverjabréfs innilega gefandi vers 13-21

Ég ætla núna að taka fyrir seinni helming Róm 12 sem inniheldur vers 13-21 ég var búin að íhuga 1-12 bara í síðustu viku. Þá var ég að hugsa um hvað við sem trúum á Krist látum það sem skiptir svo litlu máli aðskilja okkur í stað þess að taka það sem við eigum sameiginlegt og nota að til þess að byggja okkur upp í trú.

Þessi næstu vers, eru jú framhald af því, enn hér má íhuga málið út  fyrir okkar trúarlega sjóndeildarhring og sjá hvernig við getum komið fram við kvort annað og jú þá sem eru okkur ekki sammála, jafnvel þá sem eru okkur ókunnugir. 

 Það kemur ekki ósjaldan fyrir að ráðist er á trú okkar af þeim sem ekki skilja eða hafa kosið að hafna trú á Guð eða einfaldlega hafna ritningunni.  Oft er það nú þannig að trúuðum er bölvað og hafðir að háði, í auknu mæli virðist það vera í lagið að tala gegn Kristni trú í landi okkar, í dag er hópar, sem telja sig réttláta dómara yfir Jesú og þeim sem trúa á hann, þetta nær um viða veröld, kenningar og falskenningar eru hafðar í hávegum svo framarlega sem þær tala gegn Kristni trú.

Orðið sem við eigum eru álitið gamall dags og eiga ekkert erindi inn í okkar samfélag, samt er til sjálfshjálpar bækur sem styðja við ritninguna til þess að benda fólki á betra líf "Secret" er ein slík svo dæmi sé tekið.

Stundum verð ég svo reið þegar fólk hatast út í Drottinn minn, kallar hann öllum illum nöfnum, hafa hann að háði eina ferðina enn, með orðum sínum krossfesta þau hann aftur og aftur, og þá man ég í þessum skrifuðu orðum það sem hann sagði áður enn hann gaf upp andann "fyrirgef þeim, því þau vita ekki hvað þau gjöra".  Jafnvel í andaslitum bað hann fyrir okkur, eins og hann gerir enn þann dag í dag.

Ritningin hér fyrir neðan er yndisleg og afar kennslu rík, ofbeldi gegn trú okkar mun færast í aukanna, í dag eru það orð, enn annars staðar í heiminum er dómurinn orðin ívið þyngri.  Þrátt fyrir þetta eigum við að mæta óréttlæti með réttlæti og gæsku, þetta er engum auðvelt, enn viti menn, það er hægt með bæn og trausti til Guðs.  Stöndum vörð um það sem sameinar okkur, Jesú og ritningin sem hann skildi eftir hjá lærisveinum sínum, munið að Jesú er Orðið.  Ég ætla sjálf að reyna muna það og ég hvet trúaða að skrifa um sína upplifun hér á blogginu, því trúin er ekki flókin, hún er gefandi, lifandi áþreifanleg gjöf sem við öll eigum hlutdeild í ef við viljum, okkar er valið.

13Takið þátt í þörfum heilagra, stundið gestrisni.

    14Blessið þá, er ofsækja yður, blessið þá, en bölvið þeim ekki.

    15Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum.

    16Berið sama hug til allra, hreykið yður ekki, en haldið yður að hinum lítilmótlegu. Ætlið yður ekki hyggna með sjálfum yður.

    17Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna.

    18Hafið frið við alla menn að því leyti sem það er unnt og á yðar valdi.

    19Hefnið yðar ekki sjálfir, þér elskaðir, heldur lofið hinni refsandi reiði Guðs að komast að, því að ritað er: "Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn."

    20En "ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta, ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka. Með því að gjöra þetta, safnar þú glóðum elds á höfuð honum."

    21Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Já Linda þetta er ný og gömul saga að menn þoli ekki kristni. En veistu að við þurfum ekki að taka þá gagnrýni á okkur, og þú skalt ekki vera reið við þá sem tala illa um Drottinn okkar því að hann hefur breitt bak. Það hreinlega tekur því ekki að sóa orku né tíma í það. Þetta hef ég löngu lært. Við höldum okkar striki á vegi Drottins.

Flower, 24.9.2007 kl. 21:44

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gott andlegt fóður sem þú vísar í Linda. Yndislegt og ég trúi því að þetta sé sannleikur.... og um leið engum til tjóns

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2007 kl. 23:41

3 Smámynd: halkatla

yndislegt Linda,þú ert frábær bloggari

halkatla, 25.9.2007 kl. 09:11

4 Smámynd: Linda

Takk Anna, mér þykir þessi 12 kafli Róm tala svo rosalega mikið inn í líf okkar í dag að ég varð bara að fá að deila þessu með ykkur hinum.

Linda, 25.9.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband