Er Mbl bloggið byrjað að ritskoða?

Hvenær á ritskoðun rétt á sér? Búum við í landi sem ritskoðun er farin að færast í aukanna? Getur það verið að ef fólk er með afstöðu í sínum skrifum sem endurspeglar ekki pólitískarrétttrúnað að það á það yfir höfði sér að blogginu sé lokað.  Hér á mbl má ræða klám, pólitík, trúarbrögð og trú sem og vantrú, hér má ræða um BNa sem hinn stóra satan og engin kippir sér sérstaklega upp við slíkt, enn svo kemur fyrir að síða er opnuð sem er svo gróf og ber merki sem er svo ógeðfellt að þegar við sjáum það fer um okkur hrollur og viðurstyggð.

Þrátt fyrir þetta, á viðkomandi ekki alveg eins mikinn rétt á því að tjá sig um sitt málefni og þeir sem tala um afbrigðilegt kynlíf sem og önnur mál sem við erum ekki öll sammála.  Hvar setjum við punkt þegar það kemur að ritskoðun, er yfir höfuð hægt að búa í lýðræðislandi með öllum þeim réttindum sem við teljum okkur eiga rétt á, enn samt leyft ritskoðun?  Ég er á því að ritskoðun og lýðræði eigi ekkert sameiginlegt.

Ég tel mig geta valið það sem ég vil lesa eða skoða. Umrædda síðan sem hefur verið lokað, hefði fallið undir það sem ég mundi hafna að lesa´. Alveg eins og ég vel hvað ég horfi á í sjónvarpinu eða hlusta á í útvarpi, ég sé engan mun á þessu og það sem ég vel hér á blogginu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Um hvaða síður ertu að tala?

Heiða B. Heiðars, 24.9.2007 kl. 18:29

2 Smámynd: Linda

Sæl Heiða, það hefur bara ein síða verið fjarlægð af blogginu í þessari viku að mér vitandi og það er síðan "Hvítur Heimur"sem er vissulega viðbjóður..réttlætir efnið, ritskoðun og lokun?  Ég var að reyna að komast hjá því að nefna hana á nafn..

Linda, 24.9.2007 kl. 19:01

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Já það réttlætir ritskoðun og lokun. Það er ólöglegt að tala niðrandi um/til fólks vegna uppruna. Mogginn væntanlega kærir sig ekki um kæru vegna óþverrans

Heiða B. Heiðars, 24.9.2007 kl. 19:04

4 Smámynd: Linda

hmmmm, ég hefði nú haldið að viðkomandi ætti lýðræðislegan rétt sem kallast hefur hingað til tjáningarfrelsi? Þar sem síðan er horfin sjónum þá er lítið hægt að ræða hana eða hvort að hann hafi haft yfir höfuð niðrandi orð eða hvort að það hafi verið nasista merkið (viðbjóður)sem kom þessu af stað. Hvað sem því við kemur, þá er þessi farin underground til þess að eitra út frá sér, ég veit ekki hvort að það sé betra.

Linda, 24.9.2007 kl. 19:13

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það sem ég held að hafi ráðið miklu að viðkomandi kom fram undir
nafnleynd. Það er óþolandi að fólk geti vegið að öðru fólki og menningarheimum úr launsátri.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.9.2007 kl. 21:30

6 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég á svolítið erfitt með þetta. Ég tjáði mig um vændi um daginn og uppskar ótrúleg orð. Sumt þurfti ég að fjarlægja af mínu bloggi. Það eina sem ég sagði var að hafa umburðarlindi og beita félagsegum úræðum. Ekki boðum og bönnum. Þegar ég hafði tjáð það þá var sagt að ég væri hlynntur vændi.....

Eftir þessa reynslu þá veit ég það eitt að frelsi er vand með farið og að MBL treystir sér til að velja hvað fólk á að sjá og hvað ekki. Frelsi er mói með fjölda þúfna, og móinn er ekki sá sami frá einni þúfu til annarra.

Okkar sýn á frelsi er höft fyrir aðra. Það má með sannfærandi rökum segja að hann hafði fullan rétt á því að skrifa sínar hugsanir eins og við hin. Það vilja án efa margir fjarlægja mína nýjustu færslu úr netheimum.

Ég hef frelsi til að hugsa og skrifa það sem ég vill

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 24.9.2007 kl. 21:44

7 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sammála þér Eiríkur að því marki ef viðkomandi skrifar undir nafni, þá má láta á það reyna hvort hann kemst upp með svona skrif,ef ekki þá á að fjarlægja hann af blogginu,menn verða að bera ábyrgð á orðum sínum.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 24.9.2007 kl. 22:53

8 Smámynd: Linda

Bíddu nú við Promecius?  Hvað ertu nákvæmlega að reyna að segja, að þú sért hlynntur ritskoðun? Eða ekki?  Ég er löngu búin að sjá þennan vibba sem þú bentir á, enn slíkt er víst leyfilegt, skil ekki af hverju ef hinn var bannaður?   Call me blond hon, enn ég veit bara ekki hvað þú er að segja, og af hverju ætti ég að fjarlægja færsluna þína?

Linda, 24.9.2007 kl. 23:52

9 Smámynd: Linda

Ok ég skil þig Prom, já myndin á þessu bloggi sem þú bentir á er viðbjóður, ég skil ekki hvernig fólk fær sig til að setja slíkt inn, enn þarna var verið að sjá hversu langt má ganga, og greinilega má ganga nokkuð langt, þó lítur út fyrir að Nasista merkið sé talið grófara, og ég er nokkuð sammála því, þar sem þar á bak við er saga haturs og grimmdar sem við megum aldrei gleyma. Enn hvort að ritskoðunin sem átti sér stað þar sé rétt, ég er eiginlega á því að svo er ekki. 

Linda, 25.9.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband