Stundum sitja trúbræður um trúbræður

krossinnÞetta veldur mér oft hugarangri, það hefur verið sagt að  þjóð sem er  sundruð sé þjóð sigruð, mætti ekki færa þetta yfir á trúaða í Kristi, ég er ansi hrædd um það, ég sé árásir úr öllum áttum, og ekki ætla ég að státa mig af því að ég hafi ekki tekið þátt í slíku, því það væri því miður ekki rétt (Guð fyrirgefi mér það). 

Væri ekki dásamlegt ef að við gætum lagt til hliðar það sem skilur okkur í sundur og tekið upp það sem sameinar okkur. Trúin á Guð almáttugan, Jesú Krist sem dó fyrir okkur á krossinum reis upp frá dauðum, svo við mættum öðlast eilíft líf. Enn það var ekki nóg heldur sendi hann  okkur hjálparann góða "Heilagan Anda" svo að við hefðum aðgang að Guði sjálfum og öllum þeim blessunum sem hann veiti Jesú.  Hvers vegna hættum við ekki að þræta okkar og milli, og leyfum Heilögum Anda að vinna sitt verk að sameina okkur við Guð sjálfan.

Í Rómverjabréfinu 12 kafla 1-12 þar sem Páll talar  um líkama Krist, ég held að þessi kafli tali beint til okkar sem lifum á þessum tímum.  Guð Blessi ykkur og varðveiti.

1Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi.

    2Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.

    3Fyrir þá náð, sem mér er gefin, segi ég yður hverjum og einum að hugsa ekki hærra um sig en hugsa ber, heldur í réttu hófi, og halda sér hver og einn við þann mæli trúar, sem Guð hefur úthlutað honum.

    4Vér höfum á einum líkama marga limi, en limirnir hafa ekki allir sama starfa.

    5Eins erum vér, þótt margir séum, einn líkami í Kristi, en hver um sig annars limir.

    6Vér höfum margvíslegar náðargjafir, eftir þeirri náð, sem oss er gefin. Sé það spádómsgáfa, þá notum hana í hlutfalli við trúna.

    7Sé það þjónusta, skulum vér þjóna. Sá sem kennir, hann kenni,

    8sá sem áminnir, hann áminni. Sá sem útbýtir gjöfum, gjöri það í einlægni. Sá sem veitir forstöðu, sé kostgæfinn og sá sem iðkar miskunnsemi, gjöri það með gleði.

    9Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda, en haldið fast við hið góða.

    10Sýnið hver öðrum bróðurkærleika og ástúð, og verið hver yðar fyrri til að veita öðrum virðing.

    11Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni.

    12Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þjáningunni og staðfastir í bæninni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Réttur er þessi boðskapur. Eina sem mér finnst vanta er " hver taki það til sín sem á það skilið". Ég á það skilið þessa dagana, og mun ég láta af að ofækja trúbræður mína og systur. Takk krúttið mitt !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.9.2007 kl. 09:41

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Takk Linda mér veitti ekki af þessum lestri. Kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 17.9.2007 kl. 18:03

3 identicon

Sæl Linda - ég verð því miður að segja að ég þekki þetta af eigin reynslu - frá frelsuðu fólki frekar en fólki sem er útí lífinu. Hef orðið fyrir óvægnum árásum byggðum á ósönnum sögum - enginn hafði fyrir því að kynna sér sannleikann - þess vegna held ég mig bara við Jesús - HANN bregst mér aldrei - er alltaf sannur og trúr - ég fer samt alveg á samverur - en ekki til að kynnast trúuðum - bara til að lofa Guð og komast enn nær Honum. Vil ekki lenda í að fá neikvæðar hugsanir - vil bara hugsa um Jesús - Því elsku Jesús sleppi ég aldrei og sem betur fer sleppir Hann aldrei mér. Og mér líður alltaf svo vel og er svo innilega hamingjusöm - því ég hef allt sem ég þarfnast í Guði - ég er ekkert í sjálfri mér eða öðru fólki - en ég er ALLt í Guði!!!
Takk Linda fyrir hugleiðinguna - hún er góð!!!!

Ása (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 20:30

4 Smámynd: Linda

Sæl Ása, já alltaf þykir mér jafn leiðinlegt að heyra slíkar sögur, því ekki er slíkt í anda Krists að fara illa með náungan og nota trúna á Guð til þess að réttlæta þær gjörðir, oft kemur hrokinn okkur að falli þegar við teljum okkur vera svo rosalega trúuð að við höfum fullan rétt á því að gera hvað sem er í trú, ég skrifaði þráð um hroka og hógværð, ég er oft með þessu að minna sjálfan mig á að muna orðið að leiðrétta sjálfan mig ef svo má að orðið komst. Það er til söfnuður í BNA sem heitir Vineyard, þetta var stór og mikill söfnuður, sem og óháður, þarna komu kaþólikkar, Babtistar, Lúterstrúar saman óháð allir kirkjulegri pólitík og lofuðu Guð, þetta var alveg dásamleg upplifun. 

Ég er óháð söfnuði, sæki einna helst í kristkirkju í Grafarvogi, þar er gott að kíkja við af og til, enn ég sækist ekki mikið eftir vinskap við fólikð, ekki vegna þess að mér þykir ekki vænt um það, heldur vegna þess að ekki er endilega gott að blanda saman trú og vinskap, safnaðarstarf er ekki fyrir alla og fólk er jú fólk og auðvelt er að lenda á milli tannanna á þeim sem eiginágæti hefur e.t.v. um stundarsakir orsakað það að elska skaltu náungan gleymdist á því augnablikinu.

Mér þykir vænt um að mín fátæklegu orð hafi náð til þín það er ávalt mikil blessun að heira frá fólki eins og þér Ása mín.  Guð blessi þig.

Linda, 17.9.2007 kl. 21:13

5 identicon

Flott hjá þér að vanda. Takk. Þörf áminning.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 21:59

6 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Sæl Linda mín.  Við erum nefnilega svo fljót að dæma aðra, en gleymum oft að líta í eign barm.

Frábær pistill. Orð sem falla aldrei úr gildi.

Bryndís Böðvarsdóttir, 17.9.2007 kl. 23:01

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jesús klikkar ekki! Hann er bjargið sem treysta má á

En ég hef eignast yndislega vini og kunningja í kristna geiranum. Auðvitað á ég gömlu vinina mína líka, en Jesús bendir  á það að leita til trúsystkina okkar og eiga samfélag við þau. Guð blessi þig kæra Linda og allt það sem þér er kært í Jesú nafni

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.9.2007 kl. 00:48

8 identicon

Takk fyrir skilninginn Linda - enda skil ég alls ekki hvað fólk setur mikinn aðskilnað stundum milli sín og annarra samfélaga sem eru samt að lofa Jesú - við erum einn líkami í Kristi - bara með sitt hvort heimilisfangið - ég fer hvert sem er í samfélag - svo fremi að verið sé að lofa Jesú Krist - ég bið og vona að augu fólks opnist frá þessu mannlega eðli og fái sýn Guðs á allar kringumstæður - að allir sjái fólk með sömu augum og Guð sér okkur!!! Hann horfir fram hjá útlitinu og inní hjartað okkar!!! En ég viðurkenni að ég á yndislegar vinkonur í Kristi - ég er heppin - ég á góða sanna vini - bæði í samfélagi og utan! Guð er sko bara góður og gefur allt svo fullkomið þó maður verðskuldi það ekki!!

Ása (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 19:14

9 Smámynd: Linda

Sæll Jón, ég vil meina að við eru oft í dómi yfir öðrum söfnuðum, í stað þess að reina einbeita okkur að því sem sameinar okkur, sem er Jesú Kristur upprisa og vonin um eilíft líf.  Munum að mannasetningar eru bara það, orðið er nokkuð skírt, mér er sama hvort einhver sé kaþólikki eða Aðventisti, eða Lútherstrúar, mig langar bara að vita hvort að þú elskir Guð/Jesú af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni að þú sért tilbúin að fórna sjáfum þér til þess að vera við fætur föðurins.  Að ráðast á annan söfnuð þjónar engum tilgangi nema þann að aðskilja okkur frá hvort öðru og Jesú.  Jesú sagði engin kemur til fóðursins nema fyrir mig, ef við skiljum þennan sannleika og erum sammála honum, hvers vegna rífumst við yfir smáatriðum og mannasetningum. Það er rétt að við megum samkv. ritningunni leiðrétta hvort annað og leiðbeina á réttan veg,  þó ekki að það sé hreint og beint skotið á náungan með alhæfingum sem eru særandi, ógnandi hvað þá að gera lítið úr trúarafstöðu viðkomandi eða söfnuð. 

 Kannski er þetta afskapleg einfeldni af minni hálfu, enn ég á mér bara þá von að við getum staðið saman í trú í boðskap Krists og hrist af okkur sem óvinurinn notar til þess að sundra okkur.  Verum sterk í Kristi saman óháð söfnuði og boðskap manna.

Linda, 18.9.2007 kl. 20:47

10 Smámynd: Halla Rut

Þú segir: Væri ekki dásamlegt ef að við gætum lagt til hliðar það sem skilur okkur í sundur og tekið upp það sem sameinar okkur. Trúin á Guð almáttugan, Jesú Krist...Trúin á Guð er nú ekki það sem sameinar okkur þ.e. mig og þig en samt tel ég nú að við tvær getum lifað í sátt og samlindi enda tel ég okkur skoðanabræður í mörgu þótt hrein trú sé ekki eitt af því. 

Halla Rut , 19.9.2007 kl. 01:41

11 Smámynd: Linda

Takk Halla mín, jú við getum sko alveg lifað í sátt og samlyndi´.  Mín pæling er þó til þeirra sem hafa þessa heitu trú, sem taka orðið og reyna að lifa samkvæmt því og skilja muninn á mannasetningum, sögulegu samhengi og svo boðinu sjálfu.  Það eru þessar endalausu kirkjudeilur sem fara svo í mig, Lúterstrúar tala um Hvítasunnumenn sem eitthvað weird, Kaþólikkar líta á sig sem hin eina sanna trú, Aðventistar líta á Páfann sem einhvern antikrist og svona mætti endalaust telja, já Hvítasunnufólk telur mig ekki frelsaða af því ég hef ekki fari í niðurdýfinga skírn, án þess að vita um mjög sterka trúar upplifun fyrir fermingu, svona lagað er okkur öllum til skammar, ég vil meina að Jesú sameini okkur í líkama´sínum og það er eitthvað sem við eigum temja okkur að skilja, æi skilur þú hvað ég á við.?

Stundi vildi ég óska þess, nei ég óska þess svo innilega að það væri stór vineyard söfnuður hér á landi, vá hvað það væri dásamlegt..

Linda, 19.9.2007 kl. 01:52

12 Smámynd: Halla Rut

Þú ert greinilega sannkristinn því það er einmitt þetta sem kristni gengur út á.

Halla Rut , 19.9.2007 kl. 02:06

13 Smámynd: Linda

Vá enn fallega sagt Halla, ég er ekki dómbær á það hvort að ég sé sannkristin, lít á trúargöngu mína svona þyrnum stráð, enda er ég bara allt of mannleg til þess að klúðar ekki einhverju yfir daginn tíhi, stundum er það svona "open mouth and insert foot"hahah.  Enn já, ég á mikla von hjá Jesú, og hef mikla von fyrir okkur sem erum í trú að við munum geta lifað í sátt, samlyndi og virðingu. 

Linda, 19.9.2007 kl. 02:16

14 Smámynd: Linda

Vildi þakka þér Halla fyrir að virða trú mína, óháð þinni afstoðu, ég met það óendalega mikils, enda mikið varið í þig og þín skrif. 

Linda, 19.9.2007 kl. 02:20

15 Smámynd: Jeremía

Góður pistill Linda.  Ég myndi gjarnan vilja lifa í sátt og samlyndi við alla, kristna sem ókristna, en ég bregst ávallt hart við þegar mér finnst vegið að kaþólsku kirkjunni eða kaþólikkum á óréttmætan hátt.  Það er oft gott að rifja upp söguna um farisean og tollheimtumanninn sem voru að biðja hlið við hlið og faríseinn þakkar Guði fyrir að hann sé nú ekki eins slæmur og þessi tollheimtumaður.

Jeremía, 20.9.2007 kl. 13:41

16 Smámynd: Linda

Sæll Magnús, já ég skil hvernig þér líður þegar að ykkur er vegið, ég held að við getum öll áttað okkur á því að einhvern tíman höfum við öll þurft að sitja undir gagnrýni sakir okkar trú á Jesú. Gagnrýni þarf ekki að vera ómálefnaleg, við verðum að muna að við sem eigum hlutdeild í líkama Krists sitjum undir sama þaki þegar óvinir herja á okkur, óvinurinn sér engan mun á því hvort um sé að ræða Kaþólikka, Lútherstrúar,Aðventista eða Hvítasunnu, heldur erum við einfaldlega Krists og það er nóg til þess að ráðast á okkur. Við verðum að finna sátt, eða elska hvort annað og læra að hlusta þrátt fyrir mismunandi áherslur á samkomum okkar.

Linda, 20.9.2007 kl. 16:17

17 Smámynd: Jeremía

Þetta er fallega hugsað en af því þú minnist á aðventsista, ég lít á aðventista sem meiri óvini en trúleysingja.  Veit að það er svolítið ljótt að segja það.  Það er bæði byggt á mínum persónulegum samskiptum við aðventista og því sem ég hef kynnt mér um trú aðventista.  En það virðist vera órjúfanlegur þáttur í trú þeirra að hata kaþólsku kirkjuna.  Hins vegar eru margir minna bestu vina efahyggjumenn eða trúleysingjar en samt hin mestu ljúfmenni.

Jeremía, 20.9.2007 kl. 18:09

18 Smámynd: halkatla

Linda er sko sannkristin

ég las sko kommentin og finnst þau flott, einsog pistillinn 

halkatla, 20.9.2007 kl. 18:23

19 Smámynd: Linda

Takk Anna mín, Guð á dýrðina, ég er eins og þú og aðrir Kristnir, að leita og læra það sem orðið boðar.

Ágæti Magnús, ég dæmi þig ekki af orðum þínum, ég skil afstöðu þína þegar kemur að Aðventistum þar sem skilningur þeirra á vissu boðskap Biblíunnar hefur orðið þess valdandi að Kaþólska trúin og Páfinn eru í þeirra huga ekki æskileg.  Hinsvegar veit ég hvað það er hræðilega erfitt að fyrirgefa óvini og ég vona að þú finnir leið til þess, því þar á bæ hjá Aðventistum er fólk sem er heitt í trú á Jesú og trúir eins og við sem erum mótmælenda, hvítasunnu eða Kaþólikkar, að Jesú sé Drottinn og frelsarinn. 

Varðandi trúleysingja eða efahyggjumenn, þar á bæ þekki ég líka gott fólk sem hefur oft stutt mig óbeint með kurteisi, hlýju og kærleika þrátt fyrir að vera óssammála trúarafstöðu minni.  Þannig verðum við líka að koma fram við hvort annað. 

Munum Jesú er Drottinn og við erum Drottins!

Linda, 20.9.2007 kl. 19:48

20 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Linda þú ert augljóslega alveg ofsalega góð manneskja! Ég veit að það margt sem að við erum ekki sammála um en þú ert bara svo einlæg og heiðarleg að það skýn í gegnum það sem þú skrifar! Þú ert alltaf kurteis og sýnir fólki virðingu í umræðum. Mig langaði bara til að koma þessu að, ég hef svo oft hugsað þetta þegar ég les það sem þú skrifar og setur fram. Fólk sem trúir getur verið ósammála um margt en við megum aldrei missa virðinguna fyrir náunganum í samskiptum okkar á milli! Með bestu kveðjum og Guðsblessun! Sunna Dóra!

Sunna Dóra Möller, 20.9.2007 kl. 20:01

21 Smámynd: Linda

Sæll Sunna mín og takk kærlega fyrir þín fallegu orð í minn garð, ég veit ekki hvort að ég sé ofsalega góð, enn eitt veit ég þó, ég ætla að leggja mig mikið fram við að vera betri manneskja í dag enn ég var í gær. Vinir þurfa ekki alltaf að vera sammála til þess að vera vinir við erum jú öll svo dásamlega mismunandi að það gerir okkur áhugaverð. 

Það er bara svo gott að skrifa um það sem liggur í hjarta mínu varðandi trúmál, í mínum skrifum er oftar enn ekki áminning til sjálfs míns frekar enn dómur yfir öðrum og í því fellst svo mikil kennsla fyrir mig og ef að það hefur góð áhrif á aðra þá er það Guði til dýrðar.

Linda, 20.9.2007 kl. 20:42

22 identicon

Já, ég er sammála því, við eigum að standa saman. Mæli með ,,Heavenly man"eða ,,himneski maðurinn" eins og hún hefur verið þýtt á íslensku. Þar talar maður að nafni Yun um hvernig kirkjur ættu að vera og lýsir trúboði í Kína. Mögnuð bók sem opnaði hugann minn alveg fyrir því hvernig allar kirkjur krists þurfa að standa saman. Mæli með henni!

Tóti (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 22:22

23 identicon

Ég held líka að við þurfum að hugsa frekar um það að hverjir tilheyra Kristi í stað e-m tilteknum söfnuði. Elskum hvert annað

Tóti (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 22:23

24 Smámynd: Ruth

 Amen ég tilheyri Kristi :) alveg sammála 

Og Linda þú ert yndisleg ,Kærleikur Krists skín í þér

Þakka þér fyrir þessa  góðu hugvekju  

 

Joh 4:21  Jesús segir við hana: "Trú þú mér, kona. Sú stund kemur, að þér munuð hvorki tilbiðja föðurinn á þessu fjalli né í Jerúsalem.

 

Joh 4:23  En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra, er þannig tilbiðja hann.

 

Þetta er mjög áhugaverð hugleiðing um Kirkju Krists

 

http://www.theschoolofchrist.org/ebooks/ekklesia.pdf

Ruth, 20.9.2007 kl. 22:52

25 Smámynd: Flower

Góð grein þetta Linda. Þetta er lexía sem margir trúaðir mættu tileinka sér. Ég persónulega einblíni mikið á hinn góða ritningastað um bjálkann og flísina sem hefur oft haldið mér á réttri braut.

Flower, 21.9.2007 kl. 16:55

26 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

falleg skrif hjá þér linda.

alveg myndi það gleðja hjarta mitt ef við tækjum þessi orð í stærra samhengi og tækjum öll trúarbrögð, þjóðfélög og líf á jörðu og myndum í því samheingi fókusera á það sem við eigum sameiginlegt , en ekki það sem við eigum ekki sameiginlegt !

þá væri heimurinn betri að vera í fyrir alla

AlheimsLjós til þín og vonandi áttu fallega helgi

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 22:18

27 Smámynd: Vendetta

Linda, hefurðu nokkuð á móti því að ég bæti þér við?

Vendetta, 22.9.2007 kl. 13:29

28 Smámynd: Vendetta

Þótt við séum ekki alltaf sammála...

Vendetta, 22.9.2007 kl. 13:30

29 Smámynd: Linda

Tóti, Ruth,Flower og Steinunn mikið afskaplega þykir mér vænt um orðin ykkar,  Guð blessi ykkur.

Vendetta, Sæll, vitanlega máttu bæta mér við.  Búin að samþykja þig.  

Linda, 22.9.2007 kl. 13:40

30 Smámynd: Vendetta

Takk.

Vendetta, 22.9.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband