Ég las einhverstaðar

að það væri ekki hægt að rökræða á netinu, og þegar ég hugsa út í það, þá býst ég við því að það sé rétt, enda gefur það augaleið, ef það er opið fyrir athugasemdir í marga daga geta nokkrir einstaklingar tekist á, skrifað, þrætt og skrifa meira, sundurtætt og afvegalagað, til þess að þóknast sinni speki eða hugsjón. 

Það besta sem fólk getur gert er það að láta sína skoðun í ljós og hætt svo umræðunni. Netið er ekki ákjósanlegasti staðurinn til þess að rökræða, það vantar einhvern sem er óháður umræðunni til þess að stjórna, til þess að stoppa, spyrja og leiða.  Þetta er ekki hægt á netinu.  Sá sem stofnar þráðinn er þegar komin í stjórn og sá sem gerir athugasemd er kominn undir valdsvið greinarhöfunda.

Því er best að hafa athugasemd sem athugasemd, opin í byrjun lokuð í endann og láta þar við sitja.  Það sem skeður á netinu hefur oftast lítið gera með rök og oftast að gera með þrætur og skoðunarhryðjuverk.

Enn ég er frekar andlaus, þetta er sjálfsagt eitthvað sem er að ganga, kannski er það veðrið, hver veit? Eitt er þó víst, ég þarf að komast í klippingu og litun, og helst andlitsbað og andlits nudd sem allra fyrst.  Já, ég held að stelpan í mér sé að mótmæla og vilji fljúga á vit hégómans áður enn tekist er á við næsta þráð.  Hégóminn er flókið fyrirbæri...ég held samt að við höfum gott af því að leyfa sér hégóma svo framarlega sem hann fái ekki ofursess í lífi okkar.  Allt er gott í hófi.

Predikarinn 12:7-9

7og moldin hverfur aftur til jarðarinnar, þar sem hún áður var, og andinn til Guðs, sem gaf hann.

    8Aumasti hégómi, segir prédikarinn, allt er hégómi!

    9En auk þess sem prédikarinn var spekingur, miðlaði hann og mönnum þekkingu og rannsakaði og kynnti sér og samdi mörg spakmæli

Jesaja 41 28-29

28Ég litast um, en þar er enginn, og á meðal þeirra er ekki neinn, er úrskurð veiti, svo að ég geti spurt þá og þeir svarað mér.

    29Sjá, þeir eru allir hégómi og verk þeirra ekki neitt, líkneski þeirra vindur og hjóm

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er mjög sammála þessari færslu Linda varðandi skoðanaskiptin svo  er ég líka alveg sammála þér með andleysið, mér bara dettur ekkert sniðugt í hug þessa dagana og ég væri svo sannarlega líka til í að fara í dekur !

Sunna Dóra Möller, 8.8.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Linda

Takk Sunna, ég held að andleysið sé að ganga, Anna Karen sem og Guðsteinn eru andlaus, svo ég og þú líka..ég held að við þurfum öll að fara í allsherjar dekur. 

Bk.

Linda.

Linda, 8.8.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband