Hvíldardagurinn, Sunnudagur eða Laugardagur?

Ég veit hvað Gyðingar segja, ég veit hvað Aðventistar segja og ég veit hvað Kaþólikkar og mótmælendatrúar segja.

Sem mótmælandi þá hef ég mikið pælt í þessu með "hvíldardaginn" það er ekki frá því dregið að GT er mjög skírt varðandi þetta, og er ekkert að flækja málin "hvíldardagurinn" er  7 dagur í hverri viku, þessi dagur heitir á íslensku Laugardagur.

Ég hugsa núna um þegar Lúther gekk í burtu frá Kaþólsku kirkjunni, af hverju hélt hann áfram að stunda Sunnudagssiðinn, því það er rétt sem Aðventistar og Gyðingar og aðrir segja, 7 dagurinn, hvíldardagurinn er einfaldlega Laugardagur.

Ætla skella hér inn ritningagreinum sem þið smellið bara á til þess að sjá þetta samkvæmt ritningunni. Esekíel 20:19-24  Esekíel 22:8,26,31 Jeremía 17:27 nú svo má ekki gleyma að Boðorðin sjálf eru skír varðandi þetta.

Núna ætla ég að setja inn hvað stendur um þetta varðandi NT Lúkas 4:17, Post 17:2 Post 18:4, Post 13:43-44, Matt 24:20, Heb 4:9-11 og svona í lokin þá hef ég hengt mig á versið sem talar um að hvíldardagurinn sé fyrir manninn ekki maðurinn fyrir daginn Mark 2:27 þetta er mjög villandi og rangtúlkað vers.

Tökum svo Matt 5:16-18 þar sem Jesú talar mjög skírt varðandi lögmálið og uppfyllingu þess.

Ég vildi að ég gæti sagt með hreinni samvisku að ég sé sátt við Sunnudags siðinn sem tíðkast hér á landi sem og annar staðar.  Ef ég ætla að gera eins og Jesú boðar mér að gera, hvernig get ég litið fram hjá þessu boði um "Hvíldardaginn".  Fyrir mér er það einfaldlega ekki hægt.  Við vitum að frumkirkjan hittist á Laugardögum ritningin talar um það, að mér liggur núna sá grunur að þegar frumkirkjan splundraðist og Gyðingar hurfu úr kristnu samfélagi sakir ofsókna (þeim var kennt um dauða Krists) þá hafi Kirkjan viljað skilja sig frá Gyðingdómnum að fullu, og þ.á.m. varð hvíldardeginum breitt. 

Mótmælendur sem og Kaþólikkar og aðrir kristnir söfnuðir sitja í dag undir falskri kenningu um "hvíldardaginn" sem er ekkert annað enn bullandi mannasetning og ekkert með ritninguna að gera.

Ritningin talar um að ef eitthvað er sagt koma frá Guði og það stenst ekki prófraun ritninganna (þá í ritningunni) þá sé það ekki frá Guði komið. 

Hefur hroki aðskilnaðarstefnu frumkirkjunnar, orðið okkur að falli, leitt okkur villuvegar varðandi m.a. Hvíldardaginn.  Hver er ég að gera öðruvísi enn Jesú gerði, ég á að ganga á hans vegum, breyta samkvæmt hans vilja og virða og læra samkvæmt hans kennslu sem er m.a. kennsla Gamla testamentisins.´

Það fer ekkert á milli mála að margir munu vera óssammála mér í þessum pælingum, enn ég væri alveg til í það að sjá Fríkirkjurnar í  landinu fara að halda samkomur á Laugardeigi, ég efast einfaldlega ekki um að ef svo verður gert mun mikil breyting og blessun koma inn íslenskt kristið samfélag.

Hvað sem við stöndum varðandi þetta mál, þá er best að láta ritninguna leiða okkur, ekki menn eða þeirra vilja, heldur vilja Guðs fyrir okkur.  Við getum ekki gengið í trú "hálfa leið" heldur verðum við að ganga "alla leið" því Jesú er frelsarinn okkar ekki hálfa leið heldur alla leið, við eigum alla von í honum ekki hálfa von.

Jesus-2

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Fræðimenn Kaþólsku krikjunnar nota hvíldardaginn sem sönnun fyrir óskeikulum Páfa, en þeir segja;

Páfi er staðgengill Jesú á jörðinni og orð hans því óskeikul, til marks um það má sjá að nær allur hinn kristni heimur heiðrar hvíldardag á sunnudegi en ekki laugardegi.

Þetta er komið frá Kaþólsku kirkjunni 

Er það rétt að mest selda bókin í heimi Íslam sé Mein Kampf?

Ef svo er þá finnst mér það vera ansi merkilegt!

Mættir alveg endilega henda inn einhverjum upplýsingum um það ef þannig er gírin á þér!

Tryggvi Hjaltason, 25.7.2007 kl. 22:59

2 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

takk fyrir að henda inn þessum hvíldardags versum gott, að geta kíkt yfir þetta svona mörg á einu bretti.

ég er eimitt mikið að velta þessu fyrir mér og hversu erfitt getur reynst í nútímasamfélagi að taka frá einn dag til hvíldar algerlega!

Tryggvi Hjaltason, 25.7.2007 kl. 23:03

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já Linda mín þetta er vandmeðfarið mál,auðvitað hefur þú á réttu að standa með daginn það er og stendur Laugardagur,síðan er þetta með framkvæmd hún yrði bara svo erfið og dýr að ég veit ekki hvort það myndi yfirhöfuð breyta nokkru fyrir okkur.

Ég tel nú sjálfur þetta ekki skipta meginmáli varðandi þennann dag nema jú taka skal sér einn dag í viku hverri og helga hvíld og guði sínum,ég sjálfur vinn oft þennann dag og geri bara ráðstafanir varðandi að taka þá annann dag til hvíldar og verka í guðs vilja.Ég vil meina að fyrir Jesú sé ekki að festa einhvern dag heldur að breyta eftir vilja hans alladaga og fylgja honum í lífi og starfi,breyta rétt gegn lögmáli guðs ekki lögum manna,en auðvitað þurfum við lög okkur til handa frá löggjafa lands og lýðs,þau mættu bara vera meira í anda Jesú.

Annars fróðleg lesning og þér ég óska alls hins besta í heimi hér kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.7.2007 kl. 23:13

4 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Gott hjá þér Linda. Og ég get verið þér hjartanlega sammála. Enda veistu líka afstöðu mína með Hvíldardaginn. Sunnudagshelgin er ekkert annað en mannasetningar og gerir Guðs Orð að engu.

Því til stuðnings vil ég minna á orð Jesaja: "Sæll er sá maður, sem gjörir þetta, og það mannsbarn, sem heldur fast við það, sá sem gætir þess að vanhelga ekki hvíldardaginn...Og útlendinga, sem gengið hafa Drottni (Jesú) á hönd til þess að þjóna honum og til þess að elska nafn Drottins (Jesú), til þess að verða þjónar hans - alla þá, sem gæta þess að vanhelga ekki hvíldardaginn og halda fast við minn sáttmála, þá mun ég leiða til míns heilaga fjalls og gleðja þá í bænahúsi mínu. Brennifórnir þeirra og sláturfórnir skulu vera mér þóknanlegar á altari mínu. Því hús mitt (kirkjan) skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir." Jes 56,2-7.

Það hefur því ekki verið ætlun Guðs að breyta hvíldardeginum yfir á sunnudag, heldur á samkundan, bænahúsið ,að vera bænahús, eða kirkja fyrir allar þjóðir, þar sem tilbeiðslan fer fram á sjöundadeginum á laugardag. Og því til stuðnings vil ég líka nota orð Páls postula: "Þess vegna eruð þér ekki framar gestir og útlendingar, heldur eruð þér samþegar hinna heilögu og heimamenn Guðs. Þér eruð bygging, sem hefur að grundvelli postulana og spámennina, en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini. Í honum er öll byggingin samantengd og vex svo, að hún verður heilagt musteri í Drottni." Efes 2,19-21.

Þetta sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að nýi og gamli sáttmálinn eiga að hafa sama Hvíldardag. Sjöundadaginn. Kær kveðja, Janus.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 25.7.2007 kl. 23:51

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þökk fyrir ágæta samantekt.

Það er alveg deginum ljósara að Jesús Kristur breytti ekki Hvíldardeginum né bauð Hann að halda skyldi upp á afmæli sitt, sem er nú trúlega í október. Frumkirkjan svokallaða hélt Hvíldardaginn á 7. degi eins og áður sem og allir postularnir. Jesús bauð að við skyldum halda öll Boðorð Hans og sýna þar með að vér elskum Hann.

Það var Kaþólska kirkjan í bland við Rómarvaldið ásamt gyðingahatri sem sá til þess að breyta Hvíldardeginum Kardínálar hafa líka verið duglegir að hæðast að okkur Lútherskum af hverju við höldum Hvíldardaginn á 1. degi vikunnar, það sýnir að við viðurkennum kennivald Vatikansins segja þeir í góðlátlegu gríni. Lúther, einhver fyrsti bókstafstrúarmaðurinn, eins og kaþólskir minna okkur á kenndi okkur að leita í Biblíuna með svona hluti ekki mannasetninga kirkjunnar manna. Þetta allt saman varð einnig til að skilja okkur frá kirkjunni okkar, hebreakirkjunni og þar með skilja okkur frá gyðingum í kirkjusókn. "Kristnir" voru stór hluti þeirra sem sótti samkomur og Guðsþjónustur hebreskar/gyðinga.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.7.2007 kl. 00:49

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæra bloggvinkona.

 Var að svara á þessari síðu http://gfi.blog.is/blog/gfi/entry/268755/#comment503254

spurningu frá þér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.7.2007 kl. 01:22

7 Smámynd: Linda

Ég er ansi hrædd um að þessi pæling mín fari fyrir hjartað á sumum vinum mínum og fjölskildu, enn ég fæ ekki frið fyrir þessum Sunnudagssið sama hvað ég reyni þá veit ég að þetta stangast á við ritninguna.  Ég fæst ekki ofan af því að okkur ber að breyta eftir þessu.

Úlfar kæri bróðir í trú, þó svo að Laugardagur sé hvíldardagur sem þú mundir e.t.v. kjósa til þess að sækja frið í húsi Guðs eða heima fyrir, og þó svo þú þyrftir að vinna á þeim deigi, þá vitum við hvað Jesú sagði þegar farísearnir (ef ég mann rétt)mótmæltu því að hann læknaði sjúka á "Hvíldardaginn" þá einmitt talaði hann um það að það væri margt sem við gætum þurft að gera, og það væri engin vanvirðing við daginn. Þarna kemur inn réttlætingin fyrir Mark 27:2.  Ég skal reyna að muna hvar þessi ritning er sem hann áminnir faríseana fyrir að áminna sig.

Tryggvi kæri bróðir- ég skal hafa upp á þessu fyrir þig, vil benda þér á síðuna hjá henni Önnu Karen (halkötlu) hún bendir á þætti sem heita Obsession sem m.a. taka á þessu með Mein Kampf, hún er búin að raða þeim þar upp fyrir okkur svo við getum farið í réttri röð á þættina inn á Youtoub.  Ég skal svo koma frekari gögnum til þín.  Minntu mig aftur á þetta ef ég hef ekki komið þessu til þín eftir viku.

Janus og Predikarinn bræður, ég þakka ykkur líka fyrir innlitin til mín og ykkar athugasemda, og langar til að leggja fyrir ykkur sem og aðra hér inni eina spurningu.  Er ekki kominn tími til að Íslenska Lúterska Kirkjan og allir frísöfnuðir landsins fari að íhuga þetta með fullri alvöru að taka upp aftur sem hvíldardag fyrir Kristna "laugardaginn"? Ætli það væri raunverulegur vilji fyrir því?  Eða erum við öll of föst í hefðinni?  Þetta voru víst tvær spurningar hehe.

Guð blessi ykkur.

Linda, 26.7.2007 kl. 02:43

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góð grein að venju hjá þér Linda. Ég held að það hafi yfir sér sérstaka blessun að halda hvíldardag á laugardegi, margir sjúkdómar eru til komnir vegna álags, getur verið að laugardagshvíldardagur leysi fólk undan álagseinkennum? bara pæling

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.7.2007 kl. 10:41

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Takið ykkur gyðinga til skoðunar. Almennt hafa þeir haldið Hvíldardaginn og fyrir það segja þeir að Guð blessi þá ríkulega eins og fyrirheit eru um í Ritningunni. Sömuleiðis eru þeir hinir sömu að greiða tíund með blessunum í kjölfarið sömuleiðis. Mannkynið hefur reglulega , þegar illa árar hjá öðrum, tekið eftir því hve vel gyðingunum gengur og allir vita um hvernig árásirnar á þá eru.

Ég held það sé löngu kominn tími á að Lútherska þjóðkirkjan setji Hvíldardaginn í sinn sess. Það væri vissulega í anda bókstafstrúarklerksins Marteins Lúthers, enda hábiblíulegt, en ekki stafur um helgi sunnudagsins í þeirri bók neins staðar. Sömuleiðis eru engar heimildir um það um nokkur hundruð ár að fylgjendur Jesú hafi breytt Hvíldardeginum í framhaldi af upprisunni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.7.2007 kl. 15:21

10 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

ég hef alltaf staðið í þeirri trú að sunnudagsboðið sé til komið vegna þess að Jesús reis upp á páskadag sem er sunnudagur, og Jesús er hið nýja lögmál. En ég hef mikið velt þessu fyrir mér og kemst ekki að neinni afgerandi niðurstöðu. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.7.2007 kl. 13:15

11 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Þetta er svona í mínum huga, einfalt klippt og skorið.

Sigurbjörn biskup gamli sagði í sjónvarpsal fyrir mörgum árum: Spurningin var "hvort er laugardagur eða sunnudagur hvíldadagur" Hann svarar " ef við ræðum þetta út frá Biblíunni þá hafa Aðventistar rétt fyrir sér. En ef við skoðum þetta út frá kirkjusögunni þá er það sunnudagur" Ég hef mikið álit á Sigurbirni og legg trú á það sem hann segir.

Biblían segir að Guð hafi skapað Hvíldardaginn og Blessaði hann. Blessaði hann eitthvað annað svona sérstaklega úr sköpunarverkinu? Hann hlýtur að hafa haft tilgang fyrir okkur með þessu öllu.

Hvíldardagurinn minnismerki um sköpunarverk Guðs og innifelur það okkur. Með því að hafna hvíldardeginum... hvað gerum við? Við höfnum honum sem skapara. Hvernig getum við trúað og treyst á sköpun á nýju hjarta ef við viðurkennum hann ekki sem skapara?

Allar réttlætingar með upprisuna og að það hafi gefið heimild til breytinga... Guð skapaði þetta svona en við sem menn höfnum því og höldum Sunnudag. Þetta segir okkur mikið um hvaða sess Guð hefur í okkar lífi.

Réttlæting með að Gamlatestamentið eigi ekki við núna. Allt nýja testamentið er bergmál þess Gamla. Hversvegna ekki halda í Orginalin...

En grunnspurningin fyrir okkur sem erum kristinn og kennum okkur við Krist hlýtur að vera. Hvað gerði Kristur sonur Guðs?

Svona er þetta bara. Einfalt

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 27.7.2007 kl. 14:02

12 Smámynd: Linda

Þetta er frábær athugasemd hjá þér Eiríkur, og spyrjum aftur  "hvað gerði Kristur Sonur Guðs"?

hann sótti bænahús á Laugardögum. Punktur.

Linda, 27.7.2007 kl. 15:20

13 Smámynd: Linda

Úlfar, hér er ritningin sem Jesú talar um vinnu á hvíldardeginum.

Matteusarguðspjall 12:8 Því að Mannssonurinn er herra hvíldardagsins." 
10 Þar var maður með visna hönd. Og þeir spurðu Jesú: "Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi?" Þeir hugðust kæra hann. 
11 Hann svarar þeim: "Nú á einhver yðar eina sauðkind, og hún fellur í gryfju á hvíldardegi. Mundi hann ekki taka hana og draga upp úr? 
12 Hve miklu er þó maðurinn sauðkindinni fremri! Það er því leyfilegt að gjöra góðverk á hvíldardegi."

kv.

Linda.

Þá er það hann Tryggvi sem ég þarf að koma með svar fyrir næst.

Linda, 27.7.2007 kl. 16:42

14 identicon

Ég þakka þér Linda  fyrir hug og þor að minnast á þennan umdeilda dag "Hvíldardaginn" eða sjöunda daginn sem er laugardagur. 

Þar sem ég er mikinn hluta hvers árs í Ísrael, hefi ég ekki komist hjá því að finna fyrir þeirri blessun sem þessi dagur gefur. Fyrir utan Guðsþjónustur gyðinga sem eru víða í Jerúsalem, er borgin í hvíld.

Þetta varð til þess að ég fór að kanna Ritningarnar og finn hvergi að Guð hafi breytt þessu boðorði um Hvíldardaginn (Sjöunda-daginn) til hins fyrsta dags vikunnar. Þetta er eins og margt sem nefnt hér að ofan mannasetningar, sem kirkjan, að vísu snemma tók upp.

Kirkjan bannaði að hinir kristnu skyldu halda hátíðir og siði gyðinga. þeir meinuðu einnig gyðingum að taka þátt í guðsþjónustum sínum. Í staðinn komu heiðnir siðir og hátíðir, sbr.jól, barnaskírn, tilbeiðsla á dýrlingum og önnur villa.

Þeir sem verja Sunnudagshelgina segja að Jesús hafi risið upp frá dauða á Sunnudegi og þessvegna, í minningu þess sé Hvíldardagurinn nú Sunnudagur.

Ég vil vekja athygli á því að Það stendur hvergi að Jesus hafi risið upp á fyrsta degi vikunnar. Þegasr þær, konurnar sem fygt höfðu Jesú, komu árla næsta dag, (daginn eftri Helgidaginn)  fyrsta dag vikunnar sem við nefnum Sunnudag, þá var gröfun tóm. Hann var upprisinn. Það má gjarnan vekja athygli á því að á tíma Biblíunnar og er enn meðal gyðinga í Ísrael, byrjar hver dagur við sólsetur til næsta sólseturs. Sjöundi dagurinn byrjar því við sólsetur á þeim degi sem við köllum Föstudag og varir til sólseturs Laugardags.  Fjöldi úr fleiri samfélögum, bæði hér á landi og annarsstaðar eru farin að skilja orð Jesú þar sem hann segir að ekki einn smástafur eða stafkrókur mun falla úr lögmálinu (10 boðorðin) uns allt er komið fram.

Lærisveinarnir og hinir fyrstu kristnu komu oft saman á fyrsta degi vikunnar,,, gæti verið á Laugardagskvöldi!  Annars er blessun að koma saman á Sunnudegi, sem og alla daga til að lofa Guð. Þeir, lærisveinarnir komu einnig daglega saman í hemashúsum og brutu brauðið...

Linda! Ég þakka þér aftur fyrir allar þínar greinar sem hafa vakið fjölda manns til að hugsa um trú og tilveru.

Jesús sagði: Ég er Vegurinn, Sannleikurinn og Lífið.

Shalom kveðja 

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 14:43

15 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Eins og ég sagði þá er þetta svo einfalt. Þetta er bara spurning hvað viljum við gera með Guð í okkar lífi.

Hann hefur talað, bæði sem skapari okkar og skapari allra hluta. Hvað ætlum við að gera með Guð sem skapara? Ætlum við að hafna honum og líta bara á hann sem Frelsara...Nei þetta er ekki svona. Hann er Guð skapari himins og jarðar og það ber okkur að virða og minnast.

Ég hef hins vegar aldrei fundið hjá mér þörf til að rökræða um hvíldardaginn. Það er ekki hægt án þess að leggja Biblíuna til grundvallar,og hvað segir hún? Hún talar skýrt. Spurningin er bara hvað ætlum við að gera með Guðs orð. Ætlum við að taka hann af orðinu og hleypa honum inn sem skapara...það er spurningin

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 28.7.2007 kl. 23:13

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ólafur Jóhannsson  Ég hef lengi fyurðað mig á ykkur sem haldið merki Kristninnar á lofti af hverju þið haldi ekki Hvíldardaginn. Þið haldið flestu öðru fram úr Ritningunni og fylgið þeim boðskap , en ekki þessum. Svo kemur afslátturinn : "Lærisveinarnir og hinir fyrstu kristnu komu oft saman á fyrsta degi vikunnar,,, gæti verið á Laugardagskvöldi!  Annars er blessun að koma saman á Sunnudegi, sem og alla daga til að lofa Guð. Þeir, lærisveinarnir komu einnig daglega saman í heimahúsum og brutu brauðið...

Gyðinga/kristnir (enginn munur þar á í upphafi nema um þá sem viðurkenndu ekki JK sem Messias), héldu fram á þriðju öld Hvíldardaginn á sjöunda degi. Þeir notuðu sömu Synagogurnar saman m.a.s. .Vissulega komu lærisveinarnir sem aðrir saman á öðrum dögum einnig til samkomuhalds eða guðsþjónustu. Það breytir engu um Hvíldardagshelgina þeirra.

Takið ykkur nú saman í andlitinu Ólafur og haldið öll boð Krists eins og Hann´óskaði eftir við ykkur. Ekki velja það úr sem hentar ykkur. Haldið Hvíldardaginn (s´öunda daginn eins og Herrann bauð að við skyldum gera. Ef þér elskið mig, haldið þá Boðorð mín! Hann átti við þau öll, ekki sum, engan afslátt sem sagt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.7.2007 kl. 00:50

17 identicon

Sæll Predikari!  Ég á alltaf nokkuð erfitt með að tala við, eða skrifa þeim sem ekki vill gefa upp nafn sitt. En í þetta skipti ber mér nú að svara grein þinni sem snýr að mér persónulega.

Ég er sammála þér og þakka einnig góða grein frá Janusi Hafsteini og fleirum hér að ofan. Drottinn hefur aldrei breytt helgi sjöunda dagsins til annars dags. En þar sem þú sendir mér nokkrar aðfinnslur og "skot"í góðum anda,vona ég, tel ég ástæðu til að senda þér svar í "góðum anda".

Þú segir: Takið ykkur nú saman í andlitinu Ólafur og haldið öll boð Krists eins og Hann´óskaði eftir við ykkur. Ekki velja það úr sem hentar ykkur. Haldið Hvíldardaginn (s´öunda daginn eins og Herrann bauð að við skyldum gera...

Þessi athugasemd er auðvitað í "góðum anda."   Eins og komið hefur fram tel ég að boðorð Hvíldardagsins sé í fullu gildi eins og hin 9 boðorð Ég held Hvíldardaginn eftir því ljósi sem mér er gefið. Tek hann frá í bæn + sambæn, les Ritningarnar, fer í heimsóknir og fleira. Helgidagurinn veitir mér mikla blessun.. Ég skil aðeins ekki orð þín:

Takið ykkur nú saman í andlitinu Ólafur !

Eftir að hafa lesið ágæta grein þína hér að ofan, sé ég að þú ert Lúterskur og því fylgir nú m.a. Jólahátíð, barnaskírn og Sunnudagshelgi.

Hversvegna tekur þú þig ekki saman í andlitinu og hefur áhrif í þína kirkju. 

Ég tek það fram að ég er EKKI Lúterskur og EKKI Kaþólskur.

Mig langar að segja þér og þeim sem lesa þetta, að margar Baptista og Hvítasunnukirkjur í Bandaríkjunum er farnar að leggja áherslu á helgi Hvíldardagsins (Sjöunda-dagsins), þrátt fyrir að þeir komi saman á Sunnudegi. Hér á Íslandi eru einnig fleiri söfnuðir en SD,Aðventistar sem boða helgi Hvíldardagsinns. ( KEFAS, Boðunarkirkjan og aðrir minni hópar).

Ég geri ráð fyrir Predikari að þú haldir Hvíldardaginn t.d. kveikir ekki ljós (eld) í heimilinu eftir að dagurinn byrjar + ekki sjónvarp, útvarp né á tölvu, akir ekki bíl. hmm hmm. sjá (2.Mós.35.3)

Óska þér og öðrum sem eru farin að nema Ritningarnar (Biblíuna) Guðs blessunar.

Þakka þér Linda aftur fyrir að vekja athygli á þessu atriði í trúarlífi okkar.

Fyrir náð erum við hólpin orðin, það er ekki okkur að þakka, það er Guðs gjöf.

Shalom kveðja

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 15:26

18 Smámynd: Linda

ég veit hvert Guð leiðir mig í þessum málum, og ég á vona svo sannarlega að Lúterska kirkjan, Hvítasunna, Kristkirkja í Grafarvogi og fleiri söfnuðir fari að gangast við þessum sannleika, ég veit í hjarta mínu að þetta mun leiða til blessunar fyrir alla sem eru trúaðir og jafnvel þeirra sem ekki eru það, því þannig er Guð, hann er undursamlegur og dásamlegur.   Flott væri á fá viðbótar sjónarhorn eins og frá Kidda,  Snorra í Betel, Jón Val og fleirrum sem tengjast hefðbundnu safnaðarstarfssemi. 

Guð Blessi ykkur öll, þið veitið mér ómælda gleði með því að taka þátt í umræðunni.

Linda, 29.7.2007 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband