Sorg fyllir hjarta mitt þegar ég les svona fréttir

ég tárast yfir manvonskunni, í þessu landi sem tíðkast að myrða stúlkubörn er núna næsta skrefið komið, að henda gamlafólkinu á haugana, hvílík niðurlæging, hvílík skömm, hvílík grimmd. Ég fæ þetta engan vegið skilið. Crying Guð varðveiti þessa konu og gefi að það verið vel hugsað um hana héðan í frá. 

Þetta minnir mann á hversu mikilvægt það er að huga að þeim sem eru aldraðir, að þeim líði vel á síðustu æfi árum að aldraðir líða ekki skort hér á landi, að þeir gleymist ekki á heimilum sínum vegna þess að það er engin sem veit af þeim.  Ég legg til að við sem eigum aldna nágranna  að við kynnumst þeim að við látum þá vita að ef eitthvað kemur upp á að láta okkur vita, enginn á að vera einn, segjum halló við hvort annað.


mbl.is Ömmu hent á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Vonandi er þetta einsdæmi! En svo getur maður sagt: Ömmusynirnir vita hvert þeir eiga að senda mömmu sína ( sem fyrir skipaði þetta) Ojj bara.

Guðrún Þorleifs, 19.7.2007 kl. 21:11

2 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já, ótrúlegt, en Indland er stórt land og vonandi er svona undanþága, þó svo að þeir losi sig reglulega við stúlkubörn!

Bryndís Böðvarsdóttir, 19.7.2007 kl. 21:21

3 Smámynd: Linda

Það er svo mikið að í Indlandi varðandi mannréttindi, og þetta er enn eitt tilfellið sem við fréttum af, þar sem villimennskan hefur litið dagsins ljós.

Linda, 19.7.2007 kl. 21:51

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Hreint út sagt ömurlegt,ég sem enn finn fyrir að hafa ekki getað kvatt ömmu mína á dánarbeði hennar.En eitt get ég sagt og gert rétt héðan af og það er gagnvart móður minni sem er að nálgast ellilífeyrisaldurinn að ég mun ekki senda hana á neitt elli heimili ef hún vill ekki fara,enda hvað ætti hún að gera á svoleiðis heimili þar sem hún er næstum heyrnalaus.Og ég veit ekki betur en þeir sem sinna gamlafólkinu okkar séu meira og minna nýbúar sem margir tala og skilja litið sem ekki neitt í móðurmáli okkar og hvernig ætti þá móðir mín heyrnalaus að skilja orð sem þar yrði sagt?

Nei Mamma fær að vera hjá mér og vonandi deyr hún í fangi mínu enda ásamt dóttur minni merkustu konur sem ég er tengdur.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.7.2007 kl. 22:42

5 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Jesús sagði: Vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna.

Þetta er því miður að gerast fyrir augum okkar. Þurfum jafnvel ekki að fara til Indlands. En ég var að koma af samkomu þar sem ung kona talaði um agape kærleika Guðs. Það er alltaf hressandi að heyra um kærleikan. Guð blessi þig Linda.

Kristinn Ásgrímsson, 20.7.2007 kl. 00:06

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ótrúlegt !

en út frá því sem ég trúi, þá hefur allt afleiðingar, þar að segja af ef þú sýnir mannvonsku, upplifirðu sjálf mannvonsku. þannig koll af kolli. þar til við mannkyn lærum og höfum djúpan kærleika til alls lífs á jörðu .

Ljós til þín og ömmu í indlandi

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 08:57

7 Smámynd: svarta

Eg atti allra bestu ommu i heimi og var mikid hja henni. Thegar hun var ordin oldrud og haett ad thekkja mig for eg oft i heimsokn til hennar med bornin min thvi hun var alltaf jafn glod ad sja thau thratt fyrir ad vita ekki hver vid vorum. Eitt skiptid var eg frekar ful og pirrud a eiginmanninum og akvad ad skella mer i heimsokn til ommu gomlu. Hun sat i stolnum og reri fram i gradid og veitti mer litla athygli. I stad thess ad tala um bornin akvad eg ad kvarta yfir vonlausum eiginmanninum. Allt i einu snyr amma gamla ser ad mer og segir: Thu skalt sko ekki halda thad Kristin min ad hann afi thinn hafi alltaf verid skemmtilegur. Mer natturulega bra og gamla konan datt inn i sinn heim aftur. Hun bjargadi hjonabandinu  Og thegar bondinn kreistir tannkremstupuna i midjunni og nennir ekki ad vaska upp tha hugsa eg til ommu

svarta, 20.7.2007 kl. 13:43

8 Smámynd: Linda

Oh hvað það er yndislegt að fá þessar athugasemdir, þó sérstaklega vil ég taka fram þær sem eru um ömmu sína.  Já ömmur og afar eru meira virði enn gull minningarnar sem þau hafa skilið eftir ef þau eru fallin frá eru dásamlegar. 

Linda, 20.7.2007 kl. 15:20

9 Smámynd: halkatla

ég hef því miður heyrt um ansi svæsnar sögur frá einu héraði í Indlandi, þar er alltaf eitthvað skelfilegt að koma fyrir og þó að þessi saga sé algjörlega hörmuleg þá hef ég heyrt um verri hluti. Líka í Afríku. Við getum því miður ekki bjargað heiminum en það er mikið hægt að gera með því að vera opinn fyrir því sem er að gerast í kringum sig, einsog Linda segir.

halkatla, 20.7.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband