The Supernatural Power of a Transformed mind.

þeir sem þekkja mig vita að ég les mikið, ætla ekki að tíunda hvernig bækur ég les enn það kemur margt inn á náttborð hjá mér.  Enn, núna ætla ég að skrifa um bók sem er svo gjörsamlega heillandi að það liggur við að maður gráti af hrifningu ok veit smá drama, enn hey, það má af og tilWhistling

Bókin er eftir mann að nafni Bill Johnson hann er forstöðumaður  við söfnuð sem heitir Bethel og er í Redding Ca.  það sem gerir þennan mann eftirtektaverðan og bókina líka er boðskapurinn.  Þvílík upplifun  að lesa þess bók, þá nálgun sem hann hefur á Guði , Jesú og Heilögum Anda er hreint ótrúleg, enn vegna þess sem, aðrir bera honum vitni og vegna þess að hans orð er hægt að dæma út frá ritningunni,   er hér á ferð sjálfsagt ein merkilegast bók um Konungsríkið/Himnaríki og föðurinn og hans vilji fyrir okkar líf.

Hver er vilji Guðs fyrir okkur, Jesú svarar þessu með Faðir vorinu sem segir m.a. verði þinn vilji á jörðu sem á himni að Guðs vilji fyrir okkur sé sá sami og hans vilji fyrir himnaríki er hreint  og beint undursamleg tilhugsun og að við skulum ekki vera fyrir löngu búin að átta okkur á þessu, er sorglegt.  Enn til þess að skilja þetta fyllilega þarf að lesa bókina og ég ætla að lesa hana aftur því lík blessun að hafa upplifað þessa lesningu.

Svona í lokin, við vitum að í NT stendur,  að þeim sem trúa á Jesú og fylgja honum munu undur og stórmerki (kraftaverk)líka fylgja, hér á við postulana og trúaða almennt.  Hver laug að okkur, að þessi undur og stórmerki mundu líða undir lok með síðasta postulanum? Ekki er hægt að finna neitt um það í ritningunni að þetta ætti bara við postulana þetta á við hvern og einn sem er Kristinnar trúar.

Sækjumst í ríkið, sækjum arfinn sem er frá Guði okkar kristilega arf sem var keyptur fyrir okkur á krossinum fyrir 2007 árum síðan.

Ég gef þessari bók 10 stjörnum af 4 mögulegum enda algjört kraftaverk og undur.

Mæli með að þið pantið þessa bók og vinnubókina hjá Nexus þeir eru frábærir og afskaplega liðlegir til að panta fyrir mann. Ekki er löng bið frá pöntun, 2 vikur í mesta lagi.  Bókin fæst ekki á landinu er uppseld. Gætið athugað bókabúð Vegarins áður enn þið pantið.  

Hvar sem þið eruð í trúnni þá mun þessi bók skilja eftir sig meira enn þú getur gert þér von um.  Ég er að fara lesa bókina í annað skipti, því ég er viss um að ég hef misst af einhverju mikilvæguHalo svo bara til þess að vera viss...

Guð blessi ykkur. Knús og gleðistundir.

 

Þó allar athugsemdir séu velkomnar bið ég þá sem er vantrúar að virða það að hér á þessum þræði mun ekki fara fram rökræða um Guð, Jesú og Heilagan Anda. Guð hefur blessað mig persónulega með þessari bók og ég ég mun ekki leyfa neitt sem tekur frá þeirri hrifandi upplifun að koma hér fram.  The supernatural power of a transformed mind hjá Amazon.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sæl Linda smá athugasemd frá mér ekki um bókina heldur því sem þú skrifar að við munum öll sem trúum á Jesú arfleið hljóta,málið er að það er ekki nóg að trúa á Jesú Krist það sem skiptir öllu er að gera og breyta samkvæmt vilja hans.

Það mun ekki vera nóg að segja bara rétt áður en við hrökkvum uppaf fyrirgefðu mér jesú, hann vill að við breytum gagnvart hvert öðru eins og hann gerir. Annars á ég eftir að líta í þessa umræddu bók og hver veit kannski geri ég það bestu kveðjur Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 12.7.2007 kl. 20:56

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Spennandi boðskapur Linda. og svo augljós eins og allt sem Guð gefur.

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.7.2007 kl. 21:30

3 Smámynd: Linda

Nákvæmlega Úlafar, enda svo markt sem spilar inn í,  þessi bók fjallar um nærveruna sem við eigum í Guð og arfsins sem er í ríki hans, enn það er of erfitt fyrir að útskýra þetta í fáum orðum.  Held þú verðir bara að nálgast bókina 

Linda, 12.7.2007 kl. 21:32

4 Smámynd: Linda

Já það er rétt Guðrún, allt sem Guð boðar er spennandi.Kíktu á picasa albúmið mitt, nýjar myndir. 

Linda, 12.7.2007 kl. 21:34

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Fallegar myndir hjá þér. eins og venjulega og blómin þín falleg En hvíta blómið sýnist mér vera ljónsmunni.

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.7.2007 kl. 10:20

6 Smámynd: halkatla

æðislegt það er svo mikið atriði að lifa í trúnni og treysta á það sem Guð vill og segir! Lýst vel á bloggið þitt meðan ég var í fríi - frábært framtak! En hvað er þetta bloggvændi sem þú varst að minnast á í nýjasta pistlinum, humm, ha? nei bara grín, hafðu það gott

halkatla, 13.7.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband