ok, fólk! hvað gengur á?

Þeyr sem hóta að myrða  eiga bara bágt, þetta er sami hugsunarhátturinn og þeir sem drápu Lúkas höfðu.   Hvað veit fólk raunverulega um málið að svo stöddu?  Það veit bara hvernig hundurinn var drepinn, meira vitum við ekki.  Að sækja að ungum manni á blogg síðu hans er svívirðilegt athæfi og ekki skárra enn drápið á hundinum  Lúkas!

Ég hef það á tilfinningunni að hér sé dýpri samfélags tilfinning á ferðinni, fólk er búið að fá sig fullsatt af ofbeldinu, í hverri viku heyrum við um að einhver var barin, það er ekki fyrir löngu að fatlaður maður í hjólastól varð fyrir óþokkum og eldri maður sem var rændur og barinn á laugarveginum.

Kannski að okkur finnist við vera  of máttlaus til þess að gera eitthvað við þeim atburðum. Enn þegar ráðist er á saklaust dýr þá  finnst okkur að við getum gert eitthvað, að við höfum rétt á því að taka á málinu. Það er greinilegt að hér sé um að ræða hópæsingu og hóphótannir, þetta er merkilegt, því að þetta minnir á það sem hefur skeð í gegnum aldirnar þegar fólk stóð og torgum við aftökur og hrópuðu "hengdu hann" eða "brennum nornina"! 

Finnum heilbrigðari farveg fyrir reyðina og aðstoðum lögreglu við að halda öllu ofbeldi í skefjum við erum ekki varnarlaus við getum hringt eftir aðstoð og veitt aðstoð verið sýnileg bæði þegar kemur að okkur sjálfum og blessuðu dýrunum. Stöndum saman og segjum "hingað og ekki lengra".

Svona í lokin þá vil ég setja hér ljóð um fallinn félaga til minningu um öll þau gæludýr sem hafa þjást og dáið frá okkur. 

Weep not for me though I am gone into that gentle night.
Grieve if you will, but not for long upon my soul's sweet flight.
I am at peace, my soul's at rest. There is no need for tears.
For with your love I was so blessed for all those many years.
There is no pain I suffer not, The fear is now all gone.
Put your pain out of your thoughts for in your memory I live on

höfundur óþekktur.

dýrahimnaríki


mbl.is Morðhótunum rignir yfir ungan mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég hef ekki séð þetta blogg hjá þessum dreng en það er auðvitað háalvarlegt mál ef fólk er að hóta barsmíðum og dauða. Fólk heldur að þegar það sest fyrir framan skjáinn að það sé stikkfrí og geti  sagt allann  fjandan og þurfi svo ekki að  bera ábyrgð á því, en það er nú ekki alveg svo einfalt, það ber jafnmikla ábyrgð á gjörum sínum á netinu og í raunheimum. Persónulega vill ég að það verði sett sérstök lög um aðgang að internetinu og allar tölvur hafi fasta ip tölu. Í þeim lögum skal vera skylda að skrá sína kennitölu til að skrifa athugasemdir, og til að viðkomandi sé ekki að misnota aðrar kennitölur skal notast við auðkennislykil eins og er notaður í rafrænum viðskiptum á heimabanka, og föst ip tala sé þar á bakvið. Þannig væri hægt að rekja svona skrif hratt og örugglega og þeir sem hóta líkamsmeiðingum og dauða verði sóttir til saka fljótt og örugglega.

Sævar Einarsson, 29.6.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

þetta er einhver undirliggjandi ofsi í fólki. en það er ekki svo mörg ár síðan að á Öskudegi tíðkaðist að setja kött í trétunnu og svo börðu krakkarnir tunnuna í sundur og kallast sá leikur að slá köttinn úr tunnunni. Sem betur fer er þetta ekki gert lengur. Ég hef mikla samúð með eiganda Lúkasar, eitt að vita að hundurinn sinn sé dáinn en annað mun erfiðara er að vita til þess að hann hafi þjáðst svona mikið.

Sævarinn hefur mikið til síns máls með tillöguna um rekjanlegar IP tölur í tölvurnar, það myndi hugsanlega líka slá á barnaklámið á netinu. Þetta er hálfskrítinn heimur sem við lifum í, og greinilega mikil vanlíðan í fólki.

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.6.2007 kl. 17:56

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Það er alltaf hægt að rekja ip tölur, en það er líka hægt að komast inná önnur þráðlaus net og skrifa hótanir þaðan svo það er ekki öruggt svo það er slæm hugmynd þegar ég hugsa það betur. En ef það er skylda að skrá kennitölu og þær staðfestar með auðkennislykli þá er hægt að koma í veg fyrir morðhótanir, amk draga úr þeim.

Sævar Einarsson, 29.6.2007 kl. 18:47

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er á móti ritskoðun og fylgjandi persónufrelsi/ritfrelsi en þegar það er komið útí morðhótanir og líkamsmeiðingar þá er það andlegt ofbeldi og  það er fátt verra en andlegt ofbeldi.

Sævar Einarsson, 29.6.2007 kl. 18:49

5 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Franski heimspekingurinn og vísindamaðurinn René Decartes negldi upp hunda á planka og skar úr þeim innyflin lifandi í kennslustundum til að sýna læknanemum "gangverk líkamans" í action. Vælið í þeim útskýrði hann með því að vélar sem biluðu hefðu tilhneigingu til að ískra.

Vilhelmina af Ugglas, 29.6.2007 kl. 22:42

6 Smámynd: Linda

Sá aðili sem Vilhelmina talar um var uppi 1569 - 1650 Svo að fólk átti sig á því þá tengist hans viðbjóður ekki okkar tímum. Því miður höfum við nóg af okkar eigin vibbum án þess að líta aftur 400 ár. Reyndar var þessi aðili virtur fyrir störf sín og pælingar, ég stórlega efast um að það verði sagt um þá sem drápu Lúkas.

Linda, 29.6.2007 kl. 23:01

7 Smámynd: Linda

Til viðbótar þá veit ég ekki nákvæmlega hvað Vilhelmina er að reyna segja með athugasemd sinni? Eða hvað tilgangi athugasemdin þjónar

Linda, 29.6.2007 kl. 23:05

8 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég skil ekki hvernig Vilhelmina af Ugglas getur fundið samnefnara á þessum 2  gerólíkum málum og ég lýsi andstyggð yfir þessari athugasemd hjá henni.

Sævar Einarsson, 29.6.2007 kl. 23:17

9 Smámynd: Linda

Mér fannst þetta bara svo fáránleg athugasemd hjá henni Velhelmínu að ég fæ ekki skilið svona hugsunarhátt, ekki frekar enn ég skil þá sem gera öðrum mein hvort um sé að ræð menn eða dýr. 

Linda, 30.6.2007 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband