Downs einkenni og fóstureyðing

Þetta efni hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið.  Góðum blogg vini mínum fannst ég ekki vera nægilega staðföst í trúnni þar sem ég hef ekki hreina afstöðu gegn því að downs fóstrum sé eytt. 

Ég sagði eftirfarandi:

Ég get ekki dæmt þær konur sem hafa farið í fóstureyðingu út af því að fóstrið var eða er með Downs.  Við vitum ekki aðstæður þeirra.  Umræðan er góð enn engin veit hver sín afstaða verður til málsins fyrr enn sú sama gengur í þeim sporum sem aðrar konur hafa gengið á undan þegar kemur að Downs spurningunni.

Bloggvini mínum hafði þetta að segja um mitt svar:

Sæl, LindaEinarsdóttir, ég heilsa þér, kristna sál, en lízt ekki nógu vel á staðfestuleysið sem birtist í innleggi þínu kl. 20.41. Viltu ekki hugsa þetta lengur og betur í ljósi trúar þinnar? Hefði t.d. verið rétt fyrir Maríu mey að láta framkvæma á sér fósturdeyðingu

Málið er ekki svo einfalt fyrir mér, ég vildi að svo væri, sakir trúar minnar. Mín afstaða til fóstureyðingar er almennt "á móti" enn ég játa það með fullri hreinskilni að það eru frávik í þessu hjá mér.  Þau eru 1. vegna nauðgunar 2. vegna sifjaspjalls 3. lífshætta fyrir móður.

Ég skrifa þetta ekki auðveldlega ég tek það fram, ég sá myndina "silent scream" sem situr enn á sálu minni, ég hef aldrei náð mér eftir þann atburð. Ég hef aldrei náð mér eftir að hafa séð heimildarmynd um "partial birth fóstureyðingar".  Núna hefur trú mín verið kölluð fyrir dóm ef svo má að orði komast og ég verð að reyna að svara fyrir mig eftir bestu getu og af einlægni.

Hvað með Downs fóstrin, hver er mín afstaða til þeirra? Svo ég ætla að reyna að setja mig í spor þeirra kvenna sem þurfa að taka ákvörðun um áframhaldið á óléttu eftir að þær fá fréttir um að þær beri Downs fóstur undir belti.

Hvað mundi ég gera? Ef ég fengi þær fréttir að ég ætti von á downs barni.

Ég sit hér nú hálf frosin af skelfingu við það að þurfa svara þessu, "hvað mundi ég gera" hendur mínar hanga yfir lyklaborði tölvunnar sí og æ og orðin koma hægt í ljós, ég reyni hvað sem ég get til þess að skrifa, ég ætla að eiga barnið, því fóstureyðing er ekki raunhæfur kostur fyrir mig sökum trúar. Enn, og það er stórt og erfitt "enn" ég er nokkuð viss um að ég mundi kjósa fóstureyðingu, ástæðan er margþætt og mjög persónuleg eins og flestar fóstureyðingar eru og ég finn til sorgar í þessum skrifuðum orðum og eru tilfinningarnar þungbærar og margþættar fyrir vikið.

Ef það er svona hræðilega erfitt að skrifa um skáldaða ákvörðun, hversu  hræðilegri er sá ótti sem hver verðandi móðir yfir 35 þarf að hugsa um, ef hún velur að fara í prófið sem mun skera út um það hvort barnið hennar er laust við Downs litninginn.

Því verð ég að standa við mín orð "Við vitum ekki aðstæður þeirra.  Umræðan er góð enn engin veit hver sín afstaða verður til málsins fyrr enn sú sama gengur í þeim sporum sem aðrar konur hafa gengið á undan þegar kemur að Downs spurningunni."

Er trú mín því orðin að engu, er ég ekki lengur verðug að leita Jesú, sakir þess að eins og staðan er í dag þá er þetta mín afstaða.  Nei, ég trúi því ekki, ég hef verið hreinskilin og ég hef hugsað þetta út frá mínu lífi eins og það er í dag. Ég endurtek eins og aðstæður eru í lífi mínu í dag.

Ég ber mikla virðingu fyrir bloggvini mínum og hans trú, og ég veit að oft fara hans skrif fyrir hjartað á mörgum, enn staðfesta hans er virðingar verð og ég veit að hvað hann átti við með sínu svari til mín, það var hinsvegar búið að loka fyrir frekari athugasemdir hjá honum og því tek ég tíma og svara eftir bestu getu hér.

Sem kona get ég ekki sagt "aldrei" þegar um fóstureyðingu er að ræða. Sem kona get ég hinsvegar sagt "aldrei of auðveldlega" og "aldrei sjálfsagt".

 

Umrædd tilvitnun er hægt að lesa í athugasemdum á grein hér. Að öðru leiti mun ég ekki nafngreina bloggvin vegna virðingu við hann.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

mér finnst þú eiga heiður skilið fyrir hreinskilnina í þessum pistli , þetta er mál sem er þess eðlis að það er mjög erfitt að dæma og hvað þá í þessum tilfellum. Reyndar hafði það mjög mikil áhrif á mig að sjá litla barnið sem var ekki eytt í Kastljósinu, það var of fullkomið til að ég skilji hversvegna það er verið að leita að þessum litningi

halkatla, 28.6.2007 kl. 05:58

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þarft ekkert að réttlæta þessum skoðunum þínum fyrir sjálfskipuðum dómurum.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 28.6.2007 kl. 08:28

3 Smámynd: Linda

Mikið rétt litla barni í sjónvarpinu var eins og engill, enn eins og Mamma hennar sagði þá væri ekkert komið í ljós varðandi framtíðina og hversu mikið þessi litla dæmi ætti eftir að þurfa að þola. Enn hún er engu að síður afskaplega dýrmædd.

Takk Bára, ég þarf ekki að réttlæta skoðun mína, enn í þessu tilfelli fannst mér ég einmitt þurfa að skrifa hvað er á bak við það sem ég skrifaði.

Nietzsche, þakka þér innilega fyrir viðbrögð þín, auðvitað er það rétt að við túlkum frúnna á mismunandi hátt, enn þegar trúbræður eða systur taka mann fyrir vegna þess sem maður skrifar eða segir  þá verður maður að geta gefið svör fyrir afstöðu sinni.  Mín afstaða er sem persóna, kona og einstaklingur sem vegar salt  með trúnni og reynir að finna jafnvægi hverju sinni.  Ég vona að engin misskilji þetta, ef svo verður þá verður bara að hafa það.

Linda, 28.6.2007 kl. 15:49

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég er sammála þér Linda. Það er ofboðslega auðvelt fyrir fólk að dæma ákvarðanir annara, það hefur enginn rétt til þess að setja sig í dómarasæti þegar að kemur að svona erfiðum málum. En aftur á móti er fóstureyðing ekki alltaf lausn því margar konur sem hafa farið í fóstureyðingu iðrast þess alla ævi og sumar hafa farið ílla andlega eftir þetta. það er kominn tími til þess að konum standi betri ráðgjöf til boða ef þær standa frammi fyrir svona erfiðri ákvörðun.

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.6.2007 kl. 21:43

5 Smámynd: Linda

Það er rétt hjá þér Guðrún, því þessi skref sem þær þurfa að taka eru svo skelfilega erfið að það er óbærileg tilhugsun að vita til þess að það séu ekki betri teymi í gangi innan kerfisins, hvort sem þær velja að eignast downs barn eða fara í fóstureyðingu.

Linda, 28.6.2007 kl. 22:01

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guð hvað ég er sammála þér Linda. Þetta er erfiðasta ákvörðun sem kona lendir í sennilega og dáist ég að hreinskilni þinni og réttu hugarfari. Guð blessi þig systir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.6.2007 kl. 08:32

7 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæl kæra Linda.  Nýlega ræddi ég við mann sem var að skilja. Hann sagði við mig: Kiddi, einu sinni var þetta ekki val, fólk bara fann lausn.

Ég held að þegar við förum að velja í stað þess að treysta Guði, þá byrjar oft vandinn. Konan mín sagði við mig áðan, "ég sagði lækninum að ég kæmi ekki í próf, ef ég yrði aftur ófrísk" . 

Ég heyrði fyrir nokkru um foreldra sem áttu í þessari baráttu og höfðu fengið þessa greiningu að um litningagalla væri að ræða. Þau ákváðu að treysta Guði. Barnið fæddist alheilbrigt.

Af hverju ekki að treysta Drottni af öllu hjarta og leyfa Honum að velja. Aðrar konur þekki ég sem hafa farið í legvatnsprufu og misst fóstur.

Ég verð að segja að ég er sammála Jóni Val að við dæmum ekki fólk, þegar við tökum afstöðu með Orði Guðs. Ég hef samúð með öllum konum sem hafa farið í fóstureyðingu og eiga eftir að gjöra svo. Það er ekki mitt að dæma þær, né neinn annan. Hins vegar er fóstureyðing alltaf röng. Þess vegna væri gott að hafa ekki þetta val sem mennirnir hafa tekið sér, í blóra við skaparann.

Sammála Önnu Karen, að það þarf ekki að vera leita að þessum litningi.

Kristinn Ásgrímsson, 30.6.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband