Vorkenni henni eiginlega, ekki vegna þess að hún

hafi verið fangelsuð hún eins og hver önnur persóna á vitanlega að afplána dóm þegar hann hefur verið úrskurðaður, nei ég vorkenni henni, því mér finnst bara að það sé eitthvað ekki alveg eins og það á að vera, fyrst fær hún 45 daga, svo fær hún 23 daga og hún afplánar 3 er send heim í stofufangelsi í óþökk við dóminn, síðan er hún aftur send í fangelsi til þess að afplána 45 daga, hvað er eiginlega í gangi.W00t Enn það er alveg komið á hreint, frægð eða peningar er ekki eitthvað sem mun kaupa þér vægari dóm í LA lengur, enda fólk búið að fá nóg af slíku. 

Ég trúi varla að ég sé að blogga um þessa konu, enn hvað um það ætla nú að leyfa þessu að hanga með.Blush Við skulum passa okkur að gera ekki lítið úr henni og hennar erfiðleikum, við verðum ekki betri fyrir vikið að hlægja af því sem hana hrellir.


mbl.is Hilton send aftur í fangelsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Tek undir með þér. Hún á samúð skilið.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 8.6.2007 kl. 23:24

2 identicon

Við vitum ekki hverjar þessar "læknisfræðilegu" ástæður voru(kannski bara bull, kannski eitthvað verra, en við vitum það ekki fyrir víst!) ég veit bara að hún þjáist og þess vegna vorkenni ég henni(hún er ekki barnaníðingur).

Mér misbýður hvernig hlakkar í öllum smásálunum yfir eymd hennar(sama hvort hennar eimd fái viðurkenningu ykkar, það er auka-atriði, þar sem alltaf er hægt að fynna þjáðara fólk sem hlær að ykkar eimd)

Örn (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 00:41

3 Smámynd: Linda

Sammála ykkur báðum.

Linda, 9.6.2007 kl. 10:52

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þessi sirkus í kringum þessa stelpu er orðinn svo heimskulegur að það er langt í frá að vera broslegt. Ég hef ekki samúð með þessari stúlku eins og þið. Eða er hún hafin yfir lög og reglur ?  Þessi stúlka er búin að haga sér ákaflega heimskulega undanfarin ár. Ekki góð fyrirmynd þar á ferð. Hún verður bara að taka afleiðingum görða sinna eins og annað fólk, það hefur hún sennilega aldrei þurft að gera.

Jens Sigurjónsson, 9.6.2007 kl. 16:09

5 identicon

Líklega er hún fórnarlamb slæms uppeldis.
Þó maður segi hitt og þetta um hana þá vil maður henni ekkert illt, málið er bara að það verður að vera sama réttlæti fyrir alla; hvort sem fólk á seðil eða ekki.... þannig að þegar hún fór aftur inn þá fékk fólk svona "In your face" fíling.

Þetta verður vonandi góð lexía fyrir stúlkuna.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 22:38

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Stútur undir stýri sama hvort það er París eða venjuleg stelpa , allir verða að taka afleiðingunum, hún má þakka fyrir að hafa ekki valdið slysi með því að keyra undir áhrifum, auðvitað á hún að sitja inni ef það er venjuleg refsing fyrir svona brot í hennar umhverfi.

Guðrún Sæmundsdóttir, 9.6.2007 kl. 23:35

7 identicon

Ég skil ekki að nokkur hafi samúð með stúlkunni.Hún er aðeins að uppskera eins og hún hefur sjálf sáð.Reyndar má segja að hún sé lukkunar pamfíll.Hún var hirt af laganna vörðum drukkinn undir stýri hlaut dóm og situr inni vegna þess.Hún losnar eftir í mesta lagi ca. 40daga og er þá búin að greiða skuld sína við samfélagið.Ef hún hefði hins vegar ekið á einhvern og drepið eða örkumlað, áður en laganna verðir skárust í leikinn.Má telja víst að sá dómur sem fallið hafi á samvisku stúlkunnar hafi verið ævilangur.  

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 00:32

8 Smámynd: Linda

Ég hef samúð vegna þess að kerfið er að rugla með hana, 45, 23 heim og svo aftur 45 þetta fer vitanlega ekki vel með neinn.  Ég er ekki ósamála því að hún eigi að afplána eins og hver annar mér finnst bara illa staðið að þessu í hennar tilfelli.

Linda, 11.6.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband