Að hugsa sér að það þurfi að banna giftingar barna

þegar maður sér svona fréttir þá sér maður hvað siðferði er mismunandi eftir  löndum.  Ok, að banna þetta er skref í rétta átt, enn að banna ekki umskurn kvenna er til háborinnar skammar, þetta er óþvera hefð sem er álíka gáfuleg skírlífsbelti á sínum tíma, þetta þjónar engu gagni og er algjör óþverri.  Þetta er ekkert annað enn kvenfyrirlitning og notabeni vankunnátta kvenna um sinn eigin líkama.

umskurnkvennameð því að smella á myndina munið þið sjá könnun sem var gerð um ástæður fyrir umskurn kvenna.


mbl.is Giftingar barna bannaðar en umskurn kvenna leyfð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þetta er svo sorglegt Linda. konur eru svo kúgaðar í mörgum múslimalöndum, og ekkert virðist þokast í rétta átt til mannréttinda þeirra.

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.6.2007 kl. 19:54

2 Smámynd: Halla Rut

Ég get bara ekki hugsað um þetta, þvílíkur hryllingur.  

Halla Rut , 9.6.2007 kl. 00:21

3 Smámynd: el-Toro

þetta land á ekkert skylt við vestræn gildi.  það er svo allt annar hugsunarháttur þarna.  fáviska er gríðarleg í löndum sem búa við sona lélegt menntakerfi.

þetta er munurinn á vesturlöndum og þróunarlöndum.  live sucks....

el-Toro, 9.6.2007 kl. 02:43

4 Smámynd: el-Toro

17% kvenna sem eru umskorin samkvæmt töflunni fyrir ofan láta umskera sig vegna trúarinnar.  17% kvenna eru umskorin vegna trúarinnar.  þannig að það er varla kúgun á hendur múslimskra kvenna.  fyrir utan að að inní þessum 17% eru fullt af kristnum trúflokkum.

aðalástæðan fyrir þessu er hefðin.  hefðin fer ekki ekki ofan í saumana á því hverrar trúar þú ert.

í þessu landi er það ekki talin kvenfyrirlitning að láta umskera litlar stelpur.  þessar stelpur eru nánast undantekningalaust umskornar sem ung börn.  þetta er hefð í þessum löndum, alveg eins og við höfum hefðir hér á vesturlöndum sem afríkumönnum finnst asnalegar.

þegar rætt er um sona málefni í svo fjarlægu landi sem sierra leone er, verður að ræða þau út frá þeim gildum sem eru í þeirr eigin landi.  annars hljómar maður eins og hver annar rasisti.

af hverju haldið þið að lögin um bann við umskurn hafi ekki verið samþykkt????   vegna þess að ennþann dag í dag er slíkur atburður svo fastur inní hefðir landsmanna þessa lands.

lögin voru ekki samþykkt vegna þess að um kúgun kvenna er að ræða, eða kvenfyrirlitningu.

el-Toro, 9.6.2007 kl. 03:02

5 Smámynd: Linda

Svavar, ert þú í alvöru að reyna réttlæta kynfæraeyðileggingu kvenna sé í lagi!  HÚN ER ALDREI Í LAGI !! þú ættir enn og aftur að skammast þín fyrir að láta svona frá þér, ég læt skrif þín vera hér inni svo fólk sjái hvaða mann þú hefur að geyma. Þú átt heima í öfga Íslam og mig er farið að gruna að þú Svavar ert á hraðri leið inn í þá trú, ef þú ert ekki þegar komin þangað og það verður bara að segjast eins og er ég mundi ekki óska þér á neinn söfnuð heldur ekki þeirra sem er Íslams trúar hér á landi.

Linda, 9.6.2007 kl. 10:50

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Svavar þegar að íslendingar voru heiðnir var "hefðin" að bera börn út, það er aldrei í lagi að misþyrma fólki í skjóli "hefða" Og furðulegt að íslenskur karlmaður finni hjá sér þörf fyrir að réttlæta þenna hrylling.

Guðrún Sæmundsdóttir, 9.6.2007 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband