Ættartala Jesú út frá Matteusarguðspjalli og Lúkasarguðspjalli. Merkilegt nok.

ég vil taka það fram að ég er ekki guðfræðingur, ég er hinsvegar mikið að pæla í þessum málum. Þegar maður fer að skoða  MT1 og Lk 3:23 þá sér maður að það er mikil munur á þessum ættartölum, fyrir utan 3 frávik, ekki er hægt að ætla að hér sé um að ræða stór mistök,heldur má ætla að hér sé um að ræða tvær mismunandi ættartölur skrifaðar út frá Karlleg í Mt og Kvenlegg í LK. Hver er þá hugsanlega skýring á því að Jósef faðir Jesú er feðraður af tveimur mismunandi mönnum samkvæmt tveimur mismunandi ættartölum.

það er vitanlega fráleitt og þetta er vitanlega ekki hægt.  Ef við vitum að þetta er ekki hægt, hver gæti þá útskýringin verið?  Hver var tíðarandinn á tímum Maríu og Jósefs? Við vitum að þetta var karlaveldi í einu og öllu, við vitum að ættartölur voru yfirleitt ef ekki alltaf í karlegg samkv. lögum Gyðinga og væntanlega annarra samfélaga á þessum tímum.

Enn  og það er stórt ENN,  Lúkas var ekki gyðingur, hann var mikið menntaður maður sem snérist til trúar á Jesú, er hugsanlegt að hann hafi gert sér grein fyrir því að fólk mundi átta sig á því að Jesú þó ættleiddur sem sonur Jósefs og því á fullan rétt á ætt Jósefs, sem Guðssonur er því ekki blóðborin ættingi Davíðs konungs?  Lúkas sér þetta  og kemur með aðra ættartölu, sem er ætt Maríu móðir Jesú, hann má hinsvegar ekki, sökum tíðarandans, nefna Maríu í ættartölunni heldur má ætla að hann vissi að fólk mundi átta sig á því að hér væri um tvær ættir að ræða sem eiga sameiginlega ættföður sem er Konungurinn Davíð.  Þegar Lúkas skrifar Jósef sonur Elí (Jósef er sonur Jakobs í Matteusi) er hann þá að tala um tengdason? Mér þykir það mjög hugsanlegt. 

Ættartölurnar eru of ólíkar til þess að hægt sé að tala um að þær séu sama ættartalan í karllegg. Eða hvað?

set báðar ættartölurnar hér upp fyrir neðan og þið getið spekúlerað og pælt í þessu sjálf.  Mér finnst þetta fróðlegt og því blogga ég um þetta.  Góða skemmtun með þetta og mig hlakkar til þess að sjá athugasemdir enn munið ég er ekki guðfræðingur heldur pælari, mín trú hvorki fellur eða stendur á þessari pælingu, hún einfaldlega er.

 

Ættartala Jesú í karllegg

Ættartala Jesú í kvenlegg "María"?

 

Matteusarguðspjall

Lúkasarguðspjall

Sameiginlegir ættmenn

og Ísaí gat Davíð konung. Davíð gat Salómon við konu Úría,

7

Salómon gat Róbóam, Róbóam gat Abía, Abía gat Asaf,

8

Asaf gat Jósafat, Jósafat gat Jóram, Jóram gat Ússía,

9

Ússía gat Jótam, Jótam gat Akas, Akas gat Esekía,

10

Esekía gat Manasse, Manasse gat Amos, Amos gat Jósía.

11

Jósía gat Jekonja og bræður hans á tíma herleiðingarinnar til Babýlonar.

12

Eftir herleiðinguna til Babýlonar gat Jekonja Sealtíel, Sealtíel gat Serúbabel,

13

Serúbabel gat Abíúd, Abíúd gat Eljakím, Eljakím gat Asór,

14

Asór gat Sadók, Sadók gat Akím, Akím gat Elíúd,

15

Elíúd gat Eleasar, Eleasar gat Mattan, Mattan gat Jakob,

16

og Jakob gat Jósef, mann Maríu, en hún ól Jesú, sem kallast Kristur

 

 

Jesú sonur Jósefs,

Jósefs, sonar Elí,

24

sonar Mattats, sonar Leví, sonar Melkí, sonar Jannaí, sonar Jósefs,

25

sonar Mattatíass, sonar Amoss, sonar Naúms, sonar Eslí, sonar Naggaí,

26

sonar Maats, sonar Mattatíass, sonar Semeíns, sonar Jóseks, sonar Jóda,

27

sonar Jóhanans, sonar Hresa, sonar Serúbabels, sonar Sealtíels, sonar Nerí,

28

sonar Melkí, sonar Addí, sonar Kósams, sonar Elmadams, sonar Ers,

29

sonar Jesú, sonar Elíesers, sonar Jóríms, sonar Mattats, sonar Leví,

30

sonar Símeons, sonar Júda, sonar Jósefs, sonar Jónams, sonar Eljakíms,

31

sonar Melea, sonar Menna, sonar Mattata, sonar Natans, sonar Davíðs,

32

sonar Ísaí, sonar Óbeðs, sonar Bóasar, sonar Salmons, sonar Naksons,

 

Davíð sjá Mt 1 og Lk  31

 

Sealtiel og  Serúbabels í Mt 12 og í Lk 27

 

Isaí í Mt 6 og Lk 32

 

Takið eftir ættartölunni

 

Í Mt 16 þarna kemur fram Jakob sem faðir Jósefs og Mattan gat Jakob

 

Enn í  Lk 23 Josefs sonar Elí sem er Sonar mattats, Sonar Levi Sonar Melki o.s.f.v.

 

Er hugsanlegt að þeir sem telja að Lúkas hafi skrifað ættart. Maríu hafi rétt fyrir sér?

 

Hvernig er þá hægt að útskíra  mismunin á feðrun Jósefs?

 

Er þarna verið að segja að Jósef eigi tvo feður, síður enn svo. Hvað ef hér er enfaldelga um að ræða tengdaSON.

 

Að María skuli ekki vera nefnd er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, ekki ef maður íhugar tímann sem hún var uppi og þá sérstaklega á gyðingshefðum, þar sem ættir voru ávalt raktar í Karllegg.

 

Lúkas ku hafa gert sér grein fyrir þessu, og sem heiðingi hafi viljað koma á framfæri ætta Maríu án þess að móðga siðferðisreglur Gyðinga á þessum tíma.?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkanum finnst nú bara sennilegast að önnur ættartalan, eða þá báðar séu bara skáldskapur frá rótum.  Það má nú ekki gleyma því að samkvæmt "sömu" heimild, þ.e.a.s. Biblíunni enda ættartölurnar á skáldsagnapersónunum Nóa og Adam ... hvers vegna ætti að taka meira mark á öðrum hluta ættartalnanna?

Púkinn, 1.6.2007 kl. 12:56

2 Smámynd: Linda

Þú spyrð og ég spyr til baka hvers vegna ekki? Hvers vegna ekki að taka ættartölu Jesú góðar og gildar, ég meina við rekum okkar ættartölur til landnáms, ég geri það allavegana það eru 1000 ár. Mín ættartala er raunhæf afhverju ekki Jesú?

Linda, 1.6.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Linda, býrðu á höfuðborgarsvæðinu? Það er nefnilega örugglega afar eitthvað skrifað um þetta í ritskýringarritum í Þjóðarbókhlöðunni. 
Ég nenni ekki að endurtaka það sem ég skrifaði í fyrri umræðum hérna
(amk ekki núna ), en ég held að það væri gagnlegt að kíkja í þær.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.6.2007 kl. 17:35

4 Smámynd: Linda

Hjalti, það er líka gagnlegt að leyfa fólki að pæla og hafa skoðanir, hvað ætli fólk hafi gert áður enn´þjóðarbókhlaðan var til. Takk fyrir innlitið. Þessar pælingar sem ég er með eru ekki nýjar á nálinni, mikið skrifað um þetta af hinum og þessum fræðimönnum. Ég held samt þú þurfir að leita lengra lengra enn ÞB, Amazon.com er ein leið fyrir þig að nálgast upplýsingar  Annars langar mig að vita hvað Guðfræðingum finnst um þetta, enn mig grunar samt að margir séu að Skálholti um þessa helgi.

Linda, 1.6.2007 kl. 17:56

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott svar hjá Hjalta, að vísa á Þjóðarbókhlöðuritin, en það eru einmitt góðar, gyðinglegar ástæður fyrir misræminu í ættartölunum. Þeirra ættfræði er ekki sú sama og okkar, það sést á mörgum atriðum í Biblíunni. Tilgáta Lindu var ekki í sjálfri sér slæm, um að María væri dóttir Elí, en það mun ekki skýringin. Lagalega séð féll Jesús undir ætt Jósefs, af því að hann var maki Maríu. (Kem vonandi aftur að þessari umræðu, ef ég geri þetta ekki bara að efni minnar eigin vefgreinar, enda haft á þessu efni áhuga um alllanga hríð.)

Jón Valur Jensson, 1.6.2007 kl. 18:48

6 identicon

Jah, þú pælir í ýmsu . Vonandi fæst niðurstaða í þessu máli, því þetta er einkennilegasta mál . Kv : enok 

enok (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 20:54

7 Smámynd: Linda

Gaman að fá athugasemdir frá ykkur,maður færðist jú bara á því sem aðrir hafa lært og þeirra skoðunum.  Enok hæ vinur, það er rétt ég pæli voðalega mikið,það heldur heilanum gangandi  Gott að fá málefnaleg innlegg.

Linda, 1.6.2007 kl. 21:55

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Áfram Linda þú ert í einu orði sagt FRÁBÆR Það er ekki að spyrja að málefnafátæktinni hjá Hjalta og Friðrik Púka Skúlasyni alltaf með málþóf yrðu alveg hund hundleiðinlegir þingmenn. Ekki í framboð strákar ykkur yrði stórlega hafnað!!

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.6.2007 kl. 12:14

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hvernig væri fyrir jólasveininn hann Friðrik púka Skúlason að ryfja upp ættartréið sitt, hverjir eru forfeður foreldra þinna Grýlu og Leppalúða Eruð þið Hjalti Rúnar kanski bræður? Þið eruð svo líkir!

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.6.2007 kl. 12:19

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert alveg makalaust fyndin, Guðrún!

Jón Valur Jensson, 3.6.2007 kl. 01:44

11 Smámynd: halkatla

mjög áhugavert, ég hef satt að segja aldrei spáð í ættartölunum

halkatla, 3.6.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband