ég vil taka það fram að ég er ekki guðfræðingur, ég er hinsvegar mikið að pæla í þessum málum. Þegar maður fer að skoða MT1 og Lk 3:23 þá sér maður að það er mikil munur á þessum ættartölum, fyrir utan 3 frávik, ekki er hægt að ætla að hér sé um að ræða stór mistök,heldur má ætla að hér sé um að ræða tvær mismunandi ættartölur skrifaðar út frá Karlleg í Mt og Kvenlegg í LK. Hver er þá hugsanlega skýring á því að Jósef faðir Jesú er feðraður af tveimur mismunandi mönnum samkvæmt tveimur mismunandi ættartölum.
það er vitanlega fráleitt og þetta er vitanlega ekki hægt. Ef við vitum að þetta er ekki hægt, hver gæti þá útskýringin verið? Hver var tíðarandinn á tímum Maríu og Jósefs? Við vitum að þetta var karlaveldi í einu og öllu, við vitum að ættartölur voru yfirleitt ef ekki alltaf í karlegg samkv. lögum Gyðinga og væntanlega annarra samfélaga á þessum tímum.
Enn og það er stórt ENN, Lúkas var ekki gyðingur, hann var mikið menntaður maður sem snérist til trúar á Jesú, er hugsanlegt að hann hafi gert sér grein fyrir því að fólk mundi átta sig á því að Jesú þó ættleiddur sem sonur Jósefs og því á fullan rétt á ætt Jósefs, sem Guðssonur er því ekki blóðborin ættingi Davíðs konungs? Lúkas sér þetta og kemur með aðra ættartölu, sem er ætt Maríu móðir Jesú, hann má hinsvegar ekki, sökum tíðarandans, nefna Maríu í ættartölunni heldur má ætla að hann vissi að fólk mundi átta sig á því að hér væri um tvær ættir að ræða sem eiga sameiginlega ættföður sem er Konungurinn Davíð. Þegar Lúkas skrifar Jósef sonur Elí (Jósef er sonur Jakobs í Matteusi) er hann þá að tala um tengdason? Mér þykir það mjög hugsanlegt.
Ættartölurnar eru of ólíkar til þess að hægt sé að tala um að þær séu sama ættartalan í karllegg. Eða hvað?
set báðar ættartölurnar hér upp fyrir neðan og þið getið spekúlerað og pælt í þessu sjálf. Mér finnst þetta fróðlegt og því blogga ég um þetta. Góða skemmtun með þetta og mig hlakkar til þess að sjá athugasemdir enn munið ég er ekki guðfræðingur heldur pælari, mín trú hvorki fellur eða stendur á þessari pælingu, hún einfaldlega er.
Ættartala Jesú í karllegg | Ættartala Jesú í kvenlegg "María"? |
|
Matteusarguðspjall | Lúkasarguðspjall | Sameiginlegir ættmenn |
og Ísaí gat Davíð konung. Davíð gat Salómon við konu Úría, 7 Salómon gat Róbóam, Róbóam gat Abía, Abía gat Asaf, 8 Asaf gat Jósafat, Jósafat gat Jóram, Jóram gat Ússía, 9 Ússía gat Jótam, Jótam gat Akas, Akas gat Esekía, 10 Esekía gat Manasse, Manasse gat Amos, Amos gat Jósía. 11 Jósía gat Jekonja og bræður hans á tíma herleiðingarinnar til Babýlonar. 12 Eftir herleiðinguna til Babýlonar gat Jekonja Sealtíel, Sealtíel gat Serúbabel, 13 Serúbabel gat Abíúd, Abíúd gat Eljakím, Eljakím gat Asór, 14 Asór gat Sadók, Sadók gat Akím, Akím gat Elíúd, 15 Elíúd gat Eleasar, Eleasar gat Mattan, Mattan gat Jakob, 16 og Jakob gat Jósef, mann Maríu, en hún ól Jesú, sem kallast Kristur
|
Jesú sonur Jósefs, Jósefs, sonar Elí, 24 sonar Mattats, sonar Leví, sonar Melkí, sonar Jannaí, sonar Jósefs, 25 sonar Mattatíass, sonar Amoss, sonar Naúms, sonar Eslí, sonar Naggaí, 26 sonar Maats, sonar Mattatíass, sonar Semeíns, sonar Jóseks, sonar Jóda, 27 sonar Jóhanans, sonar Hresa, sonar Serúbabels, sonar Sealtíels, sonar Nerí, 28 sonar Melkí, sonar Addí, sonar Kósams, sonar Elmadams, sonar Ers, 29 sonar Jesú, sonar Elíesers, sonar Jóríms, sonar Mattats, sonar Leví, 30 sonar Símeons, sonar Júda, sonar Jósefs, sonar Jónams, sonar Eljakíms, 31 sonar Melea, sonar Menna, sonar Mattata, sonar Natans, sonar Davíðs, 32 sonar Ísaí, sonar Óbeðs, sonar Bóasar, sonar Salmons, sonar Naksons,
| Davíð sjá Mt 1 og Lk 31
Sealtiel og Serúbabels í Mt 12 og í Lk 27
Isaí í Mt 6 og Lk 32
Takið eftir ættartölunni
Í Mt 16 þarna kemur fram Jakob sem faðir Jósefs og Mattan gat Jakob
Enn í Lk 23 Josefs sonar Elí sem er Sonar mattats, Sonar Levi Sonar Melki o.s.f.v.
Er hugsanlegt að þeir sem telja að Lúkas hafi skrifað ættart. Maríu hafi rétt fyrir sér?
Hvernig er þá hægt að útskíra mismunin á feðrun Jósefs?
Er þarna verið að segja að Jósef eigi tvo feður, síður enn svo. Hvað ef hér er enfaldelga um að ræða tengdaSON.
Að María skuli ekki vera nefnd er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, ekki ef maður íhugar tímann sem hún var uppi og þá sérstaklega á gyðingshefðum, þar sem ættir voru ávalt raktar í Karllegg.
Lúkas ku hafa gert sér grein fyrir þessu, og sem heiðingi hafi viljað koma á framfæri ætta Maríu án þess að móðga siðferðisreglur Gyðinga á þessum tíma.?
|
|
|
|
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 127036
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Púkanum finnst nú bara sennilegast að önnur ættartalan, eða þá báðar séu bara skáldskapur frá rótum. Það má nú ekki gleyma því að samkvæmt "sömu" heimild, þ.e.a.s. Biblíunni enda ættartölurnar á skáldsagnapersónunum Nóa og Adam ... hvers vegna ætti að taka meira mark á öðrum hluta ættartalnanna?
Púkinn, 1.6.2007 kl. 12:56
Þú spyrð og ég spyr til baka hvers vegna ekki? Hvers vegna ekki að taka ættartölu Jesú góðar og gildar, ég meina við rekum okkar ættartölur til landnáms, ég geri það allavegana það eru 1000 ár. Mín ættartala er raunhæf afhverju ekki Jesú?
Linda, 1.6.2007 kl. 13:11
Linda, býrðu á höfuðborgarsvæðinu? Það er nefnilega örugglega afar eitthvað skrifað um þetta í ritskýringarritum í Þjóðarbókhlöðunni.
Ég nenni ekki að endurtaka það sem ég skrifaði í fyrri umræðum hérna
(amk ekki núna ), en ég held að það væri gagnlegt að kíkja í þær.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.6.2007 kl. 17:35
Hjalti, það er líka gagnlegt að leyfa fólki að pæla og hafa skoðanir, hvað ætli fólk hafi gert áður enn´þjóðarbókhlaðan var til. Takk fyrir innlitið. Þessar pælingar sem ég er með eru ekki nýjar á nálinni, mikið skrifað um þetta af hinum og þessum fræðimönnum. Ég held samt þú þurfir að leita lengra lengra enn ÞB, Amazon.com er ein leið fyrir þig að nálgast upplýsingar Annars langar mig að vita hvað Guðfræðingum finnst um þetta, enn mig grunar samt að margir séu að Skálholti um þessa helgi.
Linda, 1.6.2007 kl. 17:56
Gott svar hjá Hjalta, að vísa á Þjóðarbókhlöðuritin, en það eru einmitt góðar, gyðinglegar ástæður fyrir misræminu í ættartölunum. Þeirra ættfræði er ekki sú sama og okkar, það sést á mörgum atriðum í Biblíunni. Tilgáta Lindu var ekki í sjálfri sér slæm, um að María væri dóttir Elí, en það mun ekki skýringin. Lagalega séð féll Jesús undir ætt Jósefs, af því að hann var maki Maríu. (Kem vonandi aftur að þessari umræðu, ef ég geri þetta ekki bara að efni minnar eigin vefgreinar, enda haft á þessu efni áhuga um alllanga hríð.)
Jón Valur Jensson, 1.6.2007 kl. 18:48
Jah, þú pælir í ýmsu . Vonandi fæst niðurstaða í þessu máli, því þetta er einkennilegasta mál . Kv : enok
enok (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 20:54
Gaman að fá athugasemdir frá ykkur,maður færðist jú bara á því sem aðrir hafa lært og þeirra skoðunum. Enok hæ vinur, það er rétt ég pæli voðalega mikið,það heldur heilanum gangandi Gott að fá málefnaleg innlegg.
Linda, 1.6.2007 kl. 21:55
Áfram Linda þú ert í einu orði sagt FRÁBÆR Það er ekki að spyrja að málefnafátæktinni hjá Hjalta og Friðrik Púka Skúlasyni alltaf með málþóf yrðu alveg hund hundleiðinlegir þingmenn. Ekki í framboð strákar ykkur yrði stórlega hafnað!!
Guðrún Sæmundsdóttir, 2.6.2007 kl. 12:14
Hvernig væri fyrir jólasveininn hann Friðrik púka Skúlason að ryfja upp ættartréið sitt, hverjir eru forfeður foreldra þinna Grýlu og Leppalúða Eruð þið Hjalti Rúnar kanski bræður? Þið eruð svo líkir!
Guðrún Sæmundsdóttir, 2.6.2007 kl. 12:19
Þú ert alveg makalaust fyndin, Guðrún!
Jón Valur Jensson, 3.6.2007 kl. 01:44
mjög áhugavert, ég hef satt að segja aldrei spáð í ættartölunum
halkatla, 3.6.2007 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.