Hvítasunna

1
Þetta hef ég talað til yðar, svo að þér fallið ekki frá.
2
Þeir munu gjöra yður samkunduræka. Já, sú stund kemur, að hver sem líflætur yður þykist veita Guði þjónustu.
3
Þetta munu þeir gjöra, af því þeir þekkja hvorki föðurinn né mig.
4
Þetta hef ég talað til yðar, til þess að þér minnist þess, að ég sagði yður það, þegar stund þeirra kemur. Ég hef ekki sagt yður þetta frá öndverðu, af því ég var með yður.
5
En nú fer ég til hans, sem sendi mig, og enginn yðar spyr mig: ,Hvert fer þú?`
6
En hryggð hefur fyllt hjarta yðar, af því að ég sagði yður þetta.
7
En ég segi yður sannleikann: Það er yður til góðs, að ég fari burt, því ef ég fer ekki, kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer, sendi ég hann til yðar.
8
Þegar hann kemur, mun hann sanna heiminum, hvað er synd og réttlæti og dómur, _
9
syndin er, að þeir trúðu ekki á mig,
10
réttlætið, að ég fer til föðurins, og þér sjáið mig ekki lengur,
11
og dómurinn, að höfðingi þessa heims er dæmdur.
12
Enn hef ég margt að segja yður, en þér getið ekki borið það nú.
13
En þegar hann kemur, andi sannleikans, mun hann leiða yður í allan sannleikann. Hann mun ekki mæla af sjálfum sér, heldur mun hann tala það, sem hann heyrir, og kunngjöra yður það, sem koma á.
14
Hann mun gjöra mig dýrlegan, því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður.
15
Allt sem faðirinn á, er mitt. Því sagði ég, að hann tæki af mínu og kunngjörði yður.
16
Innan skamms sjáið þér mig ekki lengur, og aftur innan skamms munuð þér sjá mig.``
17
Þá sögðu nokkrir lærisveina hans sín á milli: ,,Hvað er hann að segja við oss: ,Innan skamms sjáið þér mig ekki, og aftur innan skamms munuð þér sjá mig,` og: ,Ég fer til föðurins`?``
18
Þeir spurðu: ,,Hvað merkir þetta: ,Innan skamms`? Vér vitum ekki, hvað hann er að fara.``
19
Jesús vissi, að þeir vildu spyrja hann, og sagði við þá: ,,Eruð þér að spyrjast á um það, að ég sagði: ,Innan skamms sjáið þér mig ekki, og aftur innan skamms munuð þér sjá mig`?
20
Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð gráta og kveina, en heimurinn mun fagna. Þér munuð verða hryggir, en hryggð yðar mun snúast í fögnuð.
21
Þegar konan fæðir, er hún í nauð, því stund hennar er komin. Þegar hún hefur alið barnið, minnist hún ekki framar þrauta sinna af fögnuði yfir því, að maður er í heiminn borinn.
22
Eins eruð þér nú hryggir, en ég mun sjá yður aftur, og hjarta yðar mun fagna, og enginn tekur fögnuð yðar frá yður.
23
Á þeim degi munuð þér ekki spyrja mig neins. Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni, mun hann veita yður.
24
Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn.
25
Þetta hef ég sagt yður í líkingum. Sú stund kemur, að ég tala ekki framar við yður í líkingum, heldur mun ég berum orðum segja yður frá föðurnum.
26
Á þeim degi munuð þér biðja í mínu nafni. Ég segi yður ekki, að ég muni biðja föðurinn fyrir yður,
27
því sjálfur elskar faðirinn yður, þar eð þér hafið elskað mig og trúað, að ég sé frá Guði út genginn.
28
Ég er út genginn frá föðurnum og kominn í heiminn. Ég yfirgef heiminn aftur og fer til föðurins.``
29
Lærisveinar hans sögðu: ,,Nú talar þú berum orðum og mælir enga líking.
30
Nú vitum vér, að þú veist allt og þarft eigi, að nokkur spyrji þig. Þess vegna trúum vér, að þú sért út genginn frá Guði.``
31
Jesús svaraði þeim: ,,Trúið þér nú?
32
Sjá, sú stund kemur og er komin, að þér tvístrist hver til sín og skiljið mig einan eftir. Þó er ég ekki einn, því faðirinn er með mér.
33
Þetta hef ég talað við yður, svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn

Jóhannesarguðspjall 16


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Amen.

Jens Sigurjónsson, 27.5.2007 kl. 19:11

2 Smámynd: Ruth

Amen Ég var einmitt að lesa þennan kafla í morgun

Ruth, 27.5.2007 kl. 19:12

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen og gleðilegan Hvítasunnudag !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.5.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband