Aleppo ekki er öll sagan sögð, framhald.

Reykjavík, 21, desember, 2017

 

Aleppo, þetta nafn dregur upp í huga mans fréttir af skelfilegum atburðum, maður kemst ekki hjá því að sjá myndir frá þessari borg sem og Sýrlandi í heild sinni. Það verður að segjast eins og er að höfundur bloggsins fær fyrir hjartað að sjá þjáningu hins almenna borgara og vildi gjarnan hjálpa þeim öllum, en hvað getur maður gert, því hér býr maður á hjara veraldar og stríðið er svo langt í burtu, þó gleður það hjartað að einhverjir frá Sýrlandi hafa komist í skjól í þessu blessaða landi. 

Þessi færsla mun þó ekki fjalla um flóttamenn, í síðustu færslu minni gaf ég innsýn inn í fréttir frá Aleppo frá öðru sjónarhorni, gerði athugasemd við fréttaflutning hér á landi sem væri ekki að segja frá öllum hliðum málsins. Ekki vil ég gef í skyn að blaðamenn hér á landi sem og annarstaðar í okkar vestræna heimi fari með áróður, hinsvegar eru þeir einfaldlega að endurflytja fréttir, frá aðilum sem eru Sýrlandi óvinveittir og hafa ekki gætt hlutleysis. En snúum okkur að máli málana, hver er hin hliðin, hvað er fólk að skrifa sem er á staðnum, er með vitnisburði sem eru ekki síður sláandi og þá ekki síst vegna  þess að þeirra sögur rata ekki í heimsfréttir Vestræna miðla, sem hvort sem okkur líkar betur eða veru eru háðir pólitískum straumum og ákvæðum.

Ég hef persónulega alltaf dregið í efa margt það sem hefur verið sagt um Assad, ég gat ekki fengið dæmið til að ganga upp miðað við það sem ég vissi um landið fyrir stríð. Var hann einræðisherra, jú, fólk talar um það, jafnvel Sýrlendingar sem eru honum hliðhollir, en var hann einræðisherra eins og við þekkjum það fyrirbæri, nefni, hér t.d. Castro, Hitler, Stalin, Pol Pot, Saddam Hussein og Gaddafi allt bendir til að svo hafi ekki verið. Hér fyrir neðan mun ég birt úrtektir af fréttum sem við fáum ekki að sjá og með því getum við spurt okkur og opnað huga fyrir því að ekki er allt sem sýnist.

Fyrst Ætla ég að gefa ykkur hugmynd um Sýrland fyrir stríð og hvernig fólkið almennt hafði það.

Samkvæmt Saleh Waziruddin

  • Þingið, 50% þeirra sem sátu þing voru og urðu að vera úr verkaklíðsstéttinni og bændur.
  • Borgarstjórn, 25% þeirra sem sátu í borgarstjórn var láglaunafólk
  • Menntun, allir höfðu tök á gjaldfrjálsri menntun, þegar komið var í háskóla var gjaldið það lágt að flestir höfðu aðgang að framhaldsnámi. Innskot: frá höfundi bloggs það þótti dýrt að borga 50 dollara á ári fyrir læknanám.
  • Læknisþjónusta, (spítalar og almenn heilsugæsla) var gjaldrjáls að mestu, einhverjar undan tekningar þó ekki til hins almenna borgara. Innskot frá blogghöfundi: Sjúkrahús og læknisþjónusta í Sýrlandi var slík að þeir allra ríkustu sóttu þangað með alvarlega veikindi, sérfræðingar frá Sýrlandi voru á heimsklassa.

Með því að smella hér getið þið lesið ykkur til um þetta og meira til. Með því að smella hér fáið þið smá innsýn inn í raunveruleika Sýrlanda sem við fáum ekki að sjá, hér er smá um lífið í Damaskus og fólkið segir frá lífi sínu og stríðinu og ótta þeirra við þau öfl sem berjast við Assad.

Hverjir voru og eru Hvít hjálmarnir, eru þeir þessar hetjur sem við fáum að heyra um af og til úr miðlum Vesturlanda eða höfum við eina ferðina enn verið að fá upplýsingar sem eru ekki alveg að gefa okkur rétta mynd. Samkvæmt Vanessu Beeley þá leggur hún fram að þarna er á ferð enn ein blekkingasagan, nokkrir punktar koma frá þessari grein sem hlekkur á hennr færslu þar sem hún fer ítarlega í þetta.

  • 100 milljónir dollarar hafa verið sendir til Hvítu hjálmana og Fjármagnað af, m.a. Sameinuðu þjóðunum þar meðtöldum Bretum, BNA sem og Ísrael. Innskot: Hlekkur verður settur inn neðar frá CBS news sem talar m.a. um þennan hóp.
  • Einn af helstu leiðtogum Svörtu hjálmana er maður að nafni Raed Saleh sem var gerður brottrækur frá BNA 18 apríl, 2016. (enska heitið deported)
  • Mark Toner State department, sagði m.a. að þeir sem hafa tengsl við öfgasamtök og eru taldir vera hugsanleg ógn við öryggi BNA eru meðhöndlaðir samkvæmt því. Innskot: Féll Raed Saleh undir þessa hugsanlegu ógn, það bendir allt til þess, þó ætla ég ekki að fullyrða um slíkt.
  • Eru fjöldamorð framin undir proxy BNA og Nató sem undirrita starfsemi Hvítu Hjálmana.

Með því að smella hér fáið þið aðgang að upplýsingum um Hvítu hjálmana sem liggja ekki fyrir í daglegum fréttaflutninginn og maður spyr sig hvers vegna ekki?

Samkvæmt Tulsi Gabbard sem situr á þingi í BNA stríðir það gegn lögum þess lands að fjármagna samtök eins og Al Nusra (afsprengi Al Queda) sem og öðrum samtökum sem teljast hryðjuverkasamtök eins og t.d. ISIS.  Samt hafa BNA gerst sekir um slíkt.

Njósnarar í Austur Aleppo (smellið hér til að sjá frétt)sem hafa verið handteknir á flótta undan Rússum og sýrlenska stjórnarhernum, merkilegt er að rétt áður enn þessi frétt birtist, ákváðu SÞ að senda bláum hjálmana til Sýrlands undir því yfirskini að veita hjálpar hönd,tilviljun?,  hví voru þeir ekki komnir til Vestur Aleppo til þess að hjálpa þar fyrir löngu.

Smellið hér til að sjá CSPAN myndband frá ræðu hennar á þingi. Tulsi Gabbard þingm.

CBS frétt, 3 staðreyndir um Aleppo sem sjást ekki í almennum miðlum, fréttamaður CBS tekur á þessu og þetta staðfestir annað sem hefur verið tekið fyrir hér að ofan. Smellið hér

 

Krtík frá Péter Hitchins á hina frjálsu vestrænu fjölmiðla, þetta verðið þið að lesa, og í framhaldi af því hvet ég ykkur að fara leita út fyrir þann ramma sem við erum mötuð dagsdaglega af fjölmiðlum sem beint eða óbeint eru undir áhrifum pólitískra afla sem eru óvinveittir Sýrlands forseta. Smellið hér.

 

Ég reyni eftir bestu getu að gefa ykkur lesendanum innsýn inn í flókið mál, ég er engin sérfræðingur en hef þó reynt að hafa opin hug og leita mér af upplýsingum víðsvegar að til þess að veita ykkur eins breiða innsýn og mögulega er hægt.  Í framhaldi af því hafið þið tæki og tól til þess að fylgjast áfram með. 

Mín heitasta ósk er að friður komist á í Sýrlandi, að vesturlönd hætti að skipta sér af innvíðismálum þjóða, við getum ekki ætlast til þess að allir hafi sömu lýðræðishugsjón og við sem búum undir öðrum gildum og siðum, land eins og Sýrland á fullan rétt á sjálfsvörn, land eins og Sýrland sem frelsi var eins og best var ákosið miðað við þennan heimshluta það gefur auga leiða að ekki eru öll kurl komin til grafar. Þangað til notum okkar sjálfstæðu hugsun og leitum svara, ávalt leita af frekari upplýsingum og útfrá því getum við fyrst farið að  mynda okkur skoðun, því hálfur sannleikur er aldrei aldrei allur sannleikurinn.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband