Þegar ég var á samkomu

 Apostle_Mark

fyrir rúmri viku síðan, þá sagði þar ungur maður á vegum "ungt fólk með hlutverk" að orðið væri eins og nýtt í hvert skipti sem hann læsi það.  Vá hugsaði ég, enn dásamlegt að upplifa orðið sem nýtt í hvert skipti.

Ég eins og margir sem trúa höfum lesið NT fram og til baka, og jú ég er sek um að verða leið, ég játa það hér og nú.  Þetta vekur ekki í mér neitt stolt.  Vitanlega er orðið ekki leiðinlegt, heldur er maður sjálfur orðin fjarlægur því og telur sig þegar vita svo mikið og þetta sé allt það sama.

Enn Guð blessar mig áfram, og hann heldur mér við efnið, og Bréf Páls til Galatamanna, Hebreabréfið og önnur bréf hafa verið mér mikil lesning og kennsla á síðustu misserum.  Enn að lesa Mattheus, Lúkas, Mark eða Jóhannes aftur var einfaldlega ekki spennandi fyrir mér lengur, og ástæðan kunngerði ég hér fyrir ofan.Blush Ég er örugglega ekki ein um þetta. Þar til núnaSmile

Vá, segi ég nú bara, Markús var æðislegur, mikið rosalega var gaman að lesa hans sýn á Jesú og rifja upp sögur sem eru eins og gamlir góðir vinir sem maður hefur ekki séð í langan tíma, enn samt eins og að maður lesi þær í fyrsta skipti. Lúkas er núna ferðafélaginn minn og ég er enn og aftur eins og ég sé að taka sopa úr ferskri og hressandi lynd í fyrsta skipti.  Guð á dýrðina af þessu, orðið hans er aldrei leiðinlegt eða þreytandi, við vitum aldrei svo mikið um Guðs orð að það koma ekki alltaf eitthvað dásamlegt á óvart, mikið rosalega erum við lánssöm að eiga þessa bók.

Læt Markús 8:38 um loka orðið.

En þann sem blygðast sín fyrir mig og mín orð hjá þessari ótrúu, syndugu kynslóð, mun Mannssonurinn blygðast sín fyrir, er hann kemur í dýrð föður síns með heilögum englumMaría Magdalena

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ummm ég skil þig svo vel. En má ég samt betrumbæta aðeins, manni finnst einsog NT sé orðið leiðinlegt af því að maður er ekki með það opið fyrir framan sig akkúrat þegar maður hugsar þetta, en þegar maður byrjar að lesa þá heltekur textinn mann. Ég er amk enn á því stigi, ég þarf ekki nema að opna einhverstaðar í bókinni góðu og þá fæ ég hrollinn sem vill ekki hætta. Fyrren ég loka

halkatla, 15.5.2007 kl. 22:18

2 Smámynd: halkatla

Matteus, Jesaja, Fyrra Þessalóníkubréfið, Kórinþubréfið og Hebreabréfið, úff ég get ekki valið uppáhalds. Svo er ég að gleyma helling 

halkatla, 15.5.2007 kl. 22:20

3 Smámynd: Linda

nákvæmlega Anna Karen, Nákvæmlega. Tek undir þetta með þér heils hugar. Knús til þín vinkona.

Linda, 15.5.2007 kl. 22:22

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóhannes er mitt uppáhalds guðsjall. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.5.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband