Bænin

bænarhendur

Hversu yndisleg er bænin? Hversu gefandi er þess handleiðsla Heilagsanda þegar við tökum okkur tíma og  tölum við Guð.

Hafið þið íhugað að við trúum á Guð mörg okkar, enn við gefum honum ekki tíma úr deigi okkar, við erum að vakna of seint, við erum að flýta okkur í vinnuna, við erum að flýta okkur á fund, við erum að koma börnunum í rúmið við erum svo upptekin og uppgefin að við sofnum án þess að tala við Guð/Jesú.

Svo ætlumst við til þess að heimurinn sé betri enn hann í raun er, við kennum Guði um allt sem fer illa, enn segjum sjaldnast takk fyrir það sem fer vel. Hvernig á Guð að breyta aðstæðum okkar eða heimsins ef við tölum ekki við hann um vandamálið eða vanlíðan, gleði eða sorg?!

Jesú segir að ef við biðjum í HANS nafni munum við öðlast, bankið og dyrnar verða opnaðar, biðjið og þið munið fá.  Hvernig má það vera, að við, sem Guð skapaði í sinni eigin ímynd snúum okkur ekki oftar til hans ef okkar vantar hjálp eða styrk.

Hann sagði m.a.  Ef þið sem eruð vond í eðli ykkar og elskið börnin ykkar og þið gerið bara góða hluti fyrir þau.  Hvað þá með mig sem elskar ykkur, hversu mikið get ég gefið ykkur? Hér er Guð að segja hann er algóður og fullkomin samt treystum við honum ekki fyrir okkar eigin velferð.  Við erum sek um að dæma Guð með okkar eigin viðhorfi og hugsjón í stað að átta okkur á því að það er ekki hægt að nota okkar mælikvarða þegar það kemur að Guði . Hann er fullkomin og algóður faðir, við erum ófullkomin og syndug. 

Gefum Guði dýrðina og máttinn, því hann veit hvað er okkur fyrir bestu. Tölum við hann í bæn, tölum kærleikurvið hann þegar við keyrum, tölum við hann þegar við eldum eða tökum til  það skiptir engu hvar þú biður/spjallar við Guð hann heyrir í þér.  Reyndu svo að hlusta til baka, vertu þögul/ull og hlustaðu eftir friðinum og svarinu sem oft á tíðum er ljúfasti koss frá þeim sem elskar okkur meira enn við gerum okkur hugalund um.

Því Guð svo elskaði heiminn að hann gaf son sinn eingetinn svo  við mættum öðlast eilíft líf.

Hann bíður.....

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hæ Linda ég elska bænina hún gefur mér yndislegan frið, ég bið til Jesú þegar ég er úti að labba með hundinn minn og ég tala oft við Jesú þegar ég er  að keyra, og ef einhver vanlíðan nálgast mig þá bið ég í huganum til Jesú þar til vanlíðanin víkur fyrir friði. Svo finnst mér líka gott að syngja góð kristileg lög. Ég er svo háð því að líða yndislega vel andlega að ég get ekki hugsað mér annað.  Guð geymi þig elsku bloggvinkona 

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.5.2007 kl. 10:04

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"biðjið og þér mun oplokið verða, knýjið á ..." Frábær grein Linda, 100% sammála!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.5.2007 kl. 10:23

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já alveg yndislegt að lesa þetta. Ég er ein af þessum upptekknu konum sem hefur ekki tíma til að byðja reglulega. Hef verið að byðja hinsvegar á ferðinni og þegar ég man, en stundum kemur fyrir að það bara gleymist.... Sem er ekki nógu gott. Við getum ekki vænst þess að Guð sé alltaf tilbúinn að blessa okkur ef við lokum á sambandið við hann.

Bryndís Böðvarsdóttir, 11.5.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband