Trúfræðsla eða TRÚ

 rosarborði

Margur eru þeir sem  líta á trú og Biblíuna sem eitthvað gamaldags og ekki sé hægt að taka mark á neinu  sem þar er ritað.  Sumir fara leið fræðinnar og lesa um hina og þessa fræðimenn og taka meira mark á þeim enn orðinu, aðrir fara sömu leið og furða sig á því hvað fræðimenn eru eignlega að hugsa, því skrif þeirra eru oft á tíðum að gera lítið úr vilja Guðs vegna þess að menn komu þar að máli, þeir hafa gleymt "HEILÖGUM ANDA".

Svo eru það þeir trúuðu, þeir sem vilja meina að orðið sé í raun innblásið af Heilögum Anda og að mennirnir hafi verið að lúta æðra valdi þegar þeir skrifuðu ritningarnar.  Svo er það hópurinn sem kýs að segja, já enn, þetta á ekki við í dag eða þetta var tíðarandinn(sem á við í sumum tilfellum ekki öllum), það voru jú bara menn sem skrifuðu þessar bækur enn við trúum samt á Jesú, og það má vel vera, ég ætla ekki að dæma um það, allir verða að vinna úr trú sinni með sínu eign hjarta og samvisku ekki annarra.

Hinsvegar, vil ég benda fólki á sem oft á tiðum neitar að íhuga að Guð, Heilagur Andi hafi komið að skrifum manna/þjóna Krist í ritinu sem er Biblían.  Hér er svar við þessu frá Páli postula varðandi slíkan hugsunar hátt.

Bréf Páls til Galatamanna 1:6-12

Mig furðar, að þér svo fljótt látið snúast frá honum, sem kallaði yður í náð Krists, til annars konar fagnaðarerindis,
7
sem þó er ekki til; heldur eru einhverjir að trufla yður og vilja umhverfa fagnaðarerindinu um Krist.
8
En þótt jafnvel vér eða engill frá himni færi að boða yður annað fagnaðarerindi en það, sem vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvaður.
9
Eins og vér höfum áður sagt, eins segi ég nú aftur: Ef nokkur boðar yður annað fagnaðarerindi en það, sem þér hafið veitt viðtöku, þá sé hann bölvaður.
10
Er ég nú að reyna að sannfæra menn eða Guð? Er ég að leitast við að þóknast mönnum? Ef ég væri enn að þóknast mönnum, þá væri ég ekki þjónn Krists.
11
Það læt ég yður vita, bræður, að fagnaðarerindið, sem ég hef boðað, er ekki mannaverk.
12
Ekki hef ég tekið við því af manni né látið kenna mér það, heldur fengið það fyrir opinberun Jesú Krists.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hæ bloggvinkona Sammála þér eins og alltaf í kristnum málefnum 

Lygi eins og sú er birtist um Jesús í DaVinci lyklinum hefur skaðað bænasvör þeirra hálfvolgu kristnu, því að þeir hafa skipt út Jesú Biblíunar fyrir auma manndruslu sem DaVinci kallar Jesú. Hinn sanni Jesús Biblíunar er allra sterkasta andlega vald sem til er og er fær um að leysa öll okkar vandamál. Eins og Orðið segir frá í Biblíunni.

.Matteusarguðspjall 11:28 Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.

Köstum peningaáhyggjum hjónabandserfiðleikum kvíða og öllu sem okkur plagar til Drottins Jesú Krists, hann mun veita okkur hvíld. Lesum um hann í Nýja testamentinu (litlu bláu bókinni sem til er á flestum heimilum) Biðjum bænarinar sem hann kenndi (Faðir vor) og förum eftir því sem hann segir, þá MUN lífið verða betra.

Guðrún Sæmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 17:12

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Frábær grein Linda. Guð blessi ykkur systur ! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.5.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband