Gleðilegan Sunnudag alles

 roseBorder

og ég vona að þessi dagur og vikan framundan verði ykkur öllum til blessunar.  Munið að Jesú er fyrir alla og hann kom ekki til þess að bjarga þeim sem réttlátir voru í trú á Guð, heldur þeim sem voru í synd,þeim sem engin vildi hafa samneiti við, þeim sem voru fátækir, veikir, þjófar, og lauslátt fólk, þeir sem héldu að engin gæti elskað það, fólk sem hélt að það væri ekki verðugt vegna þess að það var ófullkomið og í synd. 

Enn viti menn, Jesú kom nákvæmlega út af okkur sem erum ófullkomin. Guð sendi son sinn, sem tók syndir okkar á sig. þegar hann sagði "faðir af hverju hefur þú yfirgefið mig"! þá var hann búin að taka á sig alla synd, synd fortíðar, nútíðar og framtíðar hann upplifið það sem við áttum að upplifa, höfnun Guðs, svo við þyrftum ekki að gera það.  Hugsið ykkur hvílík náð! Jesú reis síðan frá dauðum og þar með vann  hann sigur yfir dauðanum svo við mættum eiga eylíft líf. 

Hefur þú sagt TAKK í dag fyrir þessa náð? Einfalt "takk Jesú fyrir náðina"

Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins.
12
Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.
13
Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.
14
Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins
15
og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins.
16
Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda.
17
Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð.
18
Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum
Ofangreind ritning er úr bréfi Páls til Efesusmanna 6:11-18, þessi orð er svo lýsandi um hversu einfalt það er að lifa í trú, þessi ritning er hreint dásamleg og að mínu mati ætti að vera innrömmuð þar sem hún getur verið það fyrsta sem við sjáum þegar við vöknum. Enn það er mín skoðun, ég vona að þetta veiti þér blessun hver sem þú ert sem lest þessi orð.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, þetta er mjög flott líking hjá honum Páli. En hefurðu skoðað tólfta versið?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.5.2007 kl. 21:10

2 Smámynd: Linda

Já Hjalti ég hef skoðað 12 versið. Takk fyrir innlitið.

Linda, 7.5.2007 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband