Didache fróðlegt sögulegt rit Kristinar trúar.

 

Didache.

Ef margir trúaðir eru eins og ég þá er þetta orð þeim ókunnugt svona almennt.  Vinkona mín kynnti mér fyrir þessu riti fyrir nokkrum árum og ég kolféll fyrir þeim ef svo má að orði koma.

Ég tek það fram að ég er hvorki guðfræðingur eða þýðandi að mennt eða í starfi, ég hef hinsvegar gaman af því að grúska og datt inn á svo skemmtilega uppsetningu á þessu riti að ég mátti til með að deila því með ykkur.

Ég ætla hafa þetta stutt, taka nokkur vers fyrir og síðan benda á hlekkinn þar sem þeir sem hafa áhuga á kristnidómnum og ritum sem honum tengjast geta grúskað og þýtt af vild.

Fyrst skulum við átta okkur hvað orðið  "didache" þýðir, þetta er Grískt orð og þýðir doctrine (kenning, lærdómur) "didactic". Eina Didache ritið á grísku sem talið er heilt er kallað Codex Hierosylymitanus sem var fyrst gefin út (eftir að það fannst í Konstontinoplus) 1883 af Bryennois.

Nokkrir höfundar (Eusebiu, um 324 eftir Krist og Athanasius frá Alexandríu circa 367.,) og efni frá því á 4 öld og þar fram eftir, gefa til kynna að skrifin séu þekkt sem kennslu eða kennsluefni frá Postulunum, þó ekkert sé sérstaklega tekið fram þess efnis, og því er ómögulegt að sanna það með öllu að þetta sé tilvitnanir í ritið sem við þekkjum sem Didache.

Hið forn gamla rit(Didache) sem við höfum í dag er hinsvegar án vafa innsýn til þess að skilja þær reglur/boð fyrir hið upprunalega kristna samfélag (forn kirkju)

Margir vilja meina að upprunalegur ritin hafi verið frá u.þ.b 60 til 100 eftir Krist.

Um er að ræða 16 kafla og áherslurnar eru margar m.a það sem er okkur til lífs og það sem er okkur til dauða. Hvernig við eigum að ganga til altaris, hvernig það á að skíra, hvernig við eigum að koma fram við hvort annað, dauðsyndir og margt margt fleira. 

Þýðingin sem ég er að pæla í er skemmtileg og fróðleg því hún kemur með upplýsingar sem eru  samhliða NT og það hefur verið sagt að þessi rit séu í  raun þau rit sem postulasögurnar og fleiri nýja testament rit hafi í raun verið frumritið (semsagt  Didache) sem gefur til kynna þó ekki sannað að Didache er mun eldra en margir halda.  Tilvísanir í þessari þýðingu eru m.a. Matthías, Lúkas og Postulasagan. Ætli þetta sé ekki bara spurning eins um hvort kom á undan hænan eða eggið.

Hér koma úrgrip.

Vers

1:2 leiðin að lífinu er þessi

1:3 fyrst og fremst elskaðu Guð sem skapaði þig.

1:4 öðru lagi, elskaðu nágranna þinn eins og  þú elskar sjálfa/n þig.

"gerið samanburð í Markúsar guðspjalli 12:30,31"

1.5 gerið engum öðrum það sem þú vilt ekki að komi fyrir þig.

"hér er það sem er oft talað um sem hin gullna regla og er ekki einsdæmi í gyðingdómnum.

Ætla að hoppa aðeins áfram ..

1.7 Blessaðu þá sem bölva þér, þú skalt biðja fyrir óvinum þinum og  og fastaðu fyrir þeim sem ofsækja þig;

1:8  m.a. er sagt hér Enn elska skaltu óvini þína og þá sem hata þig, og þú munt ekki lengur eiga óvini.

"berið saman Matthías 5:44,46, enn takið eftir í 1:7 að þarna er talað um sem gerist ekki í NT að við eigum að fasta fyrir þeim sem ofsækja okkar. Það sem Didache er að reyna koma á framfæri er þetta, það er mikilvægt fyrir okkur að elska og biðja og fasta ekki bara  fyrir okkur sjálf eða þá sem standa okkur næst heldur er þetta bein yfirlýsing hvernig Kristin persóna er.

Og áfram með smjörið

Vers

2:3 sá sem segir eitt og meinar annað er snara dauðans (double tounge)

2:4 Þitt orð á ávalt að vera satt og ekki falskt og tómt,  fullkomnað með aðgerð.(action)

" takið eftir Matthías 12:36, 37"

Vers

5:1 Leiðin til dauðans er þessi.

5:2  fyrst allt sem er af hinu illa og yfirfull af bölvun: morðingjar, losti, hórdómur, þjófnaður, galdrar, nornir, falskur vitnisburður, hræsni, afbrýðissemi, stolt, grimmd, þrjóska, ljót yrði og framhjáhald o.s.f.v. sjá í ritinu sjálfu.

Þetta er nú bara smá hluti af því sem má lesa um og fræðast, ég vona að þið hafið gaman af þessu, ég held að maður getur ekki annað enn fundið þetta merkilegt.

Hægt er að skoða þýðinguna eftir J.B. Lightfoot HÉR

Ég er hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Virkilega góð grein Linda, þú gerir þessu góð skil.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.4.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl Linda.
Skemmtilegt hvernig þú skrifar um trúna.
Mig langar til að benda þér á mjög skemmtilega biblíuþýðingu sem ég held mikið uppá (les daglega) hún heitir The Message.
Ef þú ferð inná slóðina www.biblegateway.com og velur úr þýðingum hægra megin finnur þú The Message...prófaðu það.lestu td. Jesaja 55 eða Jes. 40;20-30 ....eða bara uppáhalds versið þitt.
Njóttu vel kæra bloggvinkona.

Helena Leifsdóttir, 21.4.2007 kl. 21:50

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Í dag er dagur Jarðar ! Til hamingju með það, Ljós og friður til Jarðainnar og Þín Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 12:24

4 Smámynd: Linda

Takk fyrir innlitð ágætu vinir ég met það mikils.

Linda, 22.4.2007 kl. 14:50

5 Smámynd: halkatla

æðislegt, það er svo margt fróðlegt sem kemur fram í þessu riti, takk mikið fyrir þessa grein

halkatla, 23.4.2007 kl. 19:21

6 Smámynd: Linda

Takka Anna Karen, það gleður mig að þetta hafi vakið áhuga þinn :)

Linda, 23.4.2007 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband