27.4.2007 | 18:33
Kletturinn
Hversu einlæg sál mín stendur hér
í ólagandi sjávarins nið ,
klettur sem fótfesta heldur mér
þegar veröld þessi mig nær að falli ber
Ólgandi sjór og brota byr
þjakast að sálu minni
En kletturinn sem styður mig
heldur Sálu minni
Veistu mín sál hver þinn Herra er?
Veistu, hann er þinn klettur hér.
þakklæti þínu votta nú
Þínum Herra sem þig ávalt ber.
Hjartsláttur sálu minna óðan þver
og veit hvar Herrann er að finna,
kletturinn sem undir fótum er
er Jesú Drottinn minn og Herra
Því óverðskuldug er mín auma sál
að sitja Drottinn Guði hjá
Náð og miskunn hann veitti mér
kærleika og visku hann kenndi.
Lát því sál mín eigi gleymast þér
að lausn þín er bundin hans náðar veg
sem mjór og þröngur er
Enn ávalt mun miskunn veita þér.
Mundu sál mín Jesú þinn
Mundu að hann er lausnarinn
bið þú hann að bænheyra
alla þá sem hans leita!
Gef honum allt þítt ljós og líf
svo boðun hans mun gæta þín
því hverfullt allt sem á jörðu er,
enn lengri er eilífðin fjarri þér
minn blessaður Drottin og Herra
Höfundur
lre
Trúmál og siðferði | Breytt 29.4.2007 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.4.2007 | 10:43
Þögul íhugun, "þögn og verk getur breytt kringumstæðum"
Meðlimur kirkju einnar ,sem hafði iðulega komið í messur reglulega, hætti allt í einu að mæta. Eftir nokkrar vikur á köldu kvöldi ákvað presturinn að sækja þennan mann heim og athuga líðan hans. Þegar hann kemur heim til hans tekur hann eftir því að hann er einn og situr fyrir framan logandi arineld.
Þessi heimsókn kom manninum ekkert á óvart, og bauð hann prestinum sæti í þægilegum stól rétt hjá arninum og beið.
Presturinn kom sér vel fyrir í þægilega stólnum enn sagði ekki eitt aukatekið orð. Í grafarþögninni horfði hann á dansandi logana í arninum og íhugaði það sem hann skildi segja við manninn, eftir nokkra stund, tók presturinn bjartan logandi kolar bita úr eldinum og lagði það vel fyrir framan eldinn þar sem það logaði eitt og sér út af fyrir sig. Eftir þetta settist presturinn aftur í sinn þægilega stól og þagði áfram. Gestgjafinn hafði fylgst vel með gjörðum prestsins með stökustu ró og íhugun. Eftir einhverja stund, for kolið að kólna, eldur þess hjaðnaði og ljósið dó, það sem eftir var, var ekkert nema kaldur kola kubbur.
Ekki eitt einasta orð hafði verið talaða mannanna á milli síðan prestinn bar á dyr. Það leið ekki að löngu að presturinn sá að tíminn leið og hann þurfti að fara, hann reis rólega á fætur, teygði sig eftir kalda kola molanum og lagði hann aftur í miðju bálsins. Um leið fór kolið að glóa, kasta af sér yl og ljósi líkt og hin kolin í kringum það í dansandi eldinum.
Þegar presturinn kom að dyrunum og í þann mund sem hann var að opna dyrnar, sagði gestgjafinn við hann. " Ég þakka þér innilega fyrir heimsóknina þó sérstaklega eldmessu þína. Ég mun snúa aftur til kirkju á næsta Sunnudag.
Við búum í heimi í dag, sem reynir að segja of mikið með of litlu, þetta hefur verið til þess að fáir hlusta. Ef til vill er það ekki orðaflæðið heldur innihaldið sem skiptir máli.
Höfundur er óþekktur.
þýðandi:lre
Rómverja bréf 10:17 svarar spurningunni til hvers að lesa NT þó svo Jesú hafi ekki skrifað stakasta orð þar.
Setti þessa færslu upprunalega hér á bloggið í Apríl 2007, og mér þykir vænt um hana og langar svo að deila henni með ykkur aftur, það er svo mikill boðskapur þarna á ferð.
25.4.2007 | 19:07
Guðs orð er varðveitt.
Kirkja landsins hefur gert það sem henni er boðað að standa vörð um orðið og sáttmála Guðs við manninn. ER ég glöð yfir þessu, já það er ég. Ég gleðst vegna trúar minnar vegna þess að orð Guðs hefur sigrað stríð sem var barist á mörgum vígstöðvum gegn því.
Þrátt fyrir þennan sigur þá megum við ekki gleyma því að Jesú sagði "sá yðar sem hefur ekki kærleika hefur ekki mig" orðið kærleikur hefur verið notaður sem vopn gegn kristnum gildum í mörg ár og aldrei meira enn núna sem er algjör firra. Jesú boðaði líka að við ættum að áminna hvort annað þegar þörf er á, þetta á líka við syndina, því hann sagði líka elska skaltu syndarann enn ekki syndina. Því má segja að orðið kærleikur sé meira enn sykurpúðar og bómull, þetta má ekki gleymast.
Þeir sem segja að trúaðir á Jesú hati samkynhneigða bera ljúgvitni gegn söfnuði Krists. Samkynhneigðir eru velkomnir í söfnuði landsins enn þeir eins og við hin sem syndgum verða líka að sitja undir orðinu þegar það dæmir gjörðir okkar, ég efast um að þetta ágæta fólk telji sig vera eitthvað betra enn við hin. Verið velkomin í kirkjur okkar þið munið mæta kærleika og ef þið gerið það ekki látið mig vita ég skal fara með ykkur.
Við skulum því gæta hógværðar í orðum okkar yfir þessum merkilega sigri og muna að Guð á dýrðina.
Sálmarnir 1:1
Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði
![]() |
Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.4.2007 | 03:06
Fyrir sakir nafn míns munið þið dæmdir verða.
til eru þeir sem gera lítið úr trú minni, þeim finnst ég íhuga orðið of mikið, vera of mikið að pæla í orðinu. Ég hinsvegar hef játast Jesú hef gert hann að mínum lífsfélaga, ekki gengur þetta alltaf vel enn þegar ég fell frá þá kippir hann mér til baka og samferðin hefst á ný og ég gef Guði dýrðina fyrir það.
Það sem syrgir mig meira enn nokkuð annað er fráfall frá boðum Jesú, bæði í mér og öðrum, enn það sem gleður mig er það að ég get alltaf leitað til jesú með þarfir mínar, vanskilning og já vanmátt gegn þeim sem hata mig. Jesú sagði " þið sem trúið á mig, munið verða ófsóttir fyrir það" Núna eru trúaðir ofsóttir vegna þess að þeir lesa ritninguna, sækja í hann til kennslu, leiðréttingar og boðskap, og það er vegna þessa sem sumir telja sig geta hatað okkur, bera ljúgvitni gegn okkur vegna þess eins að við afneitum ekki orðinu sem okkur er gefið til þess eins að fitta inn í samfélagið að vera í pólitískum rétttrúnaði.
Enn orðið á það til að lýsa ljósi þar sem myrkur hefur sest að hvort það sé í manns eigin lífi eða annara. Ég læt Guð um að leiðrétta það sem þarf að leiðrétta, enn sá sem gerir lítðið úr Jesú gerir lítið úr Guði, og sá sem smánar annan sem er trúaður á Jesú smánar sjálfan sig ef viðkomandi er trúaður, því við erum eftir allt saman einn líkami sem er Kristur Jesú.
Hið almenna bréf Júdasar 1:
- 1
- Júdas, þjónn Jesú Krists, bróðir Jakobs, heilsar hinum kölluðu, sem eru elskaðir af Guði föður og varðveittir Jesú Kristi.
- 2
- Miskunn, friður og kærleiki margfaldist yður til handa.
- 3
- Þér elskaðir, mér var það ríkt í huga að rita yður um sameiginlegt hjálpræði vort. En nú kemst ég ekki hjá því að skrifa og hvetja yður til að berjast fyrir þeirri trú, sem heilögum hefur í eitt skipti fyrir öll verið í hendur seld.
- 4
- Því að inn hafa læðst nokkrir menn, sem fyrir löngu var ritað um að þessi dómur biði þeirra. Þeir eru óguðlegir menn, sem misnota náð Guðs vors til taumleysis og afneita vorum einasta lávarði og Drottni, Jesú Kristi.
- 5
- Ég vil minna yður á, þótt þér nú einu sinni vitið það allt, að Drottinn frelsaði lýðinn úr Egyptalandi, en tortímdi samt síðar þeim, sem ekki trúðu.
- 6
- Og englana, sem ekki gættu tignar sinnar, heldur yfirgáfu eigin bústað, hefur hann í myrkri geymt í ævarandi fjötrum til dóms hins mikla dags.
- 7
- Eins og Sódóma og Gómorra og borgirnar umhverfis þær, sem drýgt höfðu saurlifnað á líkan hátt og þeir og stunduðu óleyfilegar lystisemdir, þær liggja fyrir sem dæmi, líðandi hegningu eilífs elds.
- 8
- Á sama hátt saurga og þessir draumvilltu menn líkamann, meta að engu drottinvald og lastmæla tignum.
- 9
- Eigi dirfðist einu sinni höfuðengillinn Míkael að leggja lastmælisdóm á djöfulinn, er hann átti í orðadeilu við hann um líkama Móse, heldur sagði: ,,Drottinn refsi þér!``
- 10
- En þessir menn lastmæla öllu því, sem þeir þekkja ekki, en spilla sér á því sem þeir skilja af eðlisávísun eins og skynlausar skepnur.
- 11
- Vei þeim, því að þeir hafa gengið á vegi Kains og hrapað í villu Bíleams fyrir ávinnings sakir og tortímst í þverúð Kóra.
- 12
- Þessir menn eru blindsker við kærleiksmáltíðir yðar, er þeir sitja að veislum með yður og háma í sig blygðunarlaust. Þeir eru vatnslaus ský, sem rekast fyrir vindum, tré, sem bera ekki ávöxt að hausti, tvisvar dauð og rifin upp með rótum.
- 13
- Þeir eru ofsalegar hafsbylgjur, sem freyða eigin skömmum, reikandi stjörnur, sem eiga dýpsta myrkur í vændum til eilífðar.
- 14
- Um þessa menn spáði líka Enok, sjöundi maður frá Adam, er hann segir: ,,Sjá, Drottinn er kominn með sínum þúsundum heilagra
- 15
- til að halda dóm yfir öllum og til að sanna alla óguðlega menn seka um öll þau óguðlegu verk, sem þeir hafa drýgt, og um öll þau hörðu orð, sem óguðlegir syndarar hafa talað gegn honum.``
- 16
- Þessir menn eru möglarar, umkvörtunarsamir og lifa eftir girndum sínum. Munnur þeirra mælir ofstopaorð og þeir meta menn eftir hagnaði.
- 17
- En, þér elskaðir, minnist þeirra orða, sem áður hafa töluð verið af postulum Drottins vors Jesú Krists.
- 18
- Þeir sögðu við yður: ,,Á síðasta tíma munu koma spottarar, sem stjórnast af sínum eigin óguðlegu girndum.``
- 19
- Þessir menn eru þeir, sem valda sundrungu, holdlegir menn, sem eigi hafa andann.
- 20
- En þér, elskaðir, byggið yður sjálfa upp í yðar helgustu trú. Biðjið í heilögum anda.
- 21
- Varðveitið sjálfa yður í kærleika Guðs, og bíðið eftir náð Drottins vors Jesú Krists til eilífs lífs.
- 22
- Verið mildir við suma, þá sem eru efablandnir,
- 23
- suma skuluð þér frelsa, með því að hrífa þá út úr eldinum. Og suma skuluð þér vera mildir við með ótta, og hatið jafnvel kyrtilinn, sem flekkaður er af holdinu.
- 24
- En honum, sem megnar að varðveita yður frá hrösun og láta yður koma fram fyrir dýrð sína, lýtalausa í fögnuði,
Trúmál og siðferði | Breytt 20.2.2008 kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
23.4.2007 | 04:47
Ok,þar sem það er Mánudagur
Og margir tja ekki í stuði með Guði ákvað ég að koma til móts við ykkur með nokkrum teiknimyndum og allir segja Það er algengur misskilningur að heitrúað fólk hafa ekki húmor eða taki lífinu of alvarlega, þetta eru auðvitað bara fordómar
Við erum trúuð en ekki kúguð
Góða skemmtun og ég vona að þið eigið blessaðann dag.
Hægt er að sjá myndirnar í stærri mynd með því að smella á þær.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 04:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2007 | 15:27
Leiðsögu hundar fyrir sjónskerta
Égvil benda fólki á að lesa bloggið um Fönix þetta er blog um Íslenska konu sem er að kynnast því að nota leiðsögu hund sér til stuðnings og já sjálfstæðis, þetta er yndislegt blogg, þó ekki síst vegna þess að það gæti svo farið að á næsta ári koma fyrstu leiðsögu hundarnir til íslands (gæti verið einn fyrir) þetta er merkilegt skref fyrir okkar þjóð og er löngu tímabært.
Þetta mun hafa í för með sér breytingar, þ.a.s. ef við viljum vera réttláta og hjálpa þeim sem eru sjónskert. Leiðsögu hundur í eðli sínu og þjálfun eru augu þeirra sem ekki sjá, þessir hundar hafa sér merkingar sem enginn getur misst af, t.d. vesti í æpandi lit. Þessir hundar eiga að aðgang að almennings samgöngum, verslunum, kaffihúsum, kirkjum o.s.f.v.
Helena skrifar um þetta allt saman. Vert er að taka fram að fólk með leiðsögu hunda tekur tillit til þeirra með ofnæmi, t.d. í flugi er látið vita að það verði leiðsögu hundur um borð til þess að fólk með ofnæmi geti gert ráðstafannir. Nú ef það svo kemur upp á að einhvar hafi ekki vitað af hundinum og er með ofnæmi þá er þetta blessaða fólk alveg til í að fórna sæti og fara með næstu vél, enda skilur það takmarkannir manns líkamans manna best.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.4.2007 | 07:03
Didache fróðlegt sögulegt rit Kristinar trúar.
Didache.
Ef margir trúaðir eru eins og ég þá er þetta orð þeim ókunnugt svona almennt. Vinkona mín kynnti mér fyrir þessu riti fyrir nokkrum árum og ég kolféll fyrir þeim ef svo má að orði koma.
Ég tek það fram að ég er hvorki guðfræðingur eða þýðandi að mennt eða í starfi, ég hef hinsvegar gaman af því að grúska og datt inn á svo skemmtilega uppsetningu á þessu riti að ég mátti til með að deila því með ykkur.
Ég ætla hafa þetta stutt, taka nokkur vers fyrir og síðan benda á hlekkinn þar sem þeir sem hafa áhuga á kristnidómnum og ritum sem honum tengjast geta grúskað og þýtt af vild.
Fyrst skulum við átta okkur hvað orðið "didache" þýðir, þetta er Grískt orð og þýðir doctrine (kenning, lærdómur) "didactic". Eina Didache ritið á grísku sem talið er heilt er kallað Codex Hierosylymitanus sem var fyrst gefin út (eftir að það fannst í Konstontinoplus) 1883 af Bryennois.
Nokkrir höfundar (Eusebiu, um 324 eftir Krist og Athanasius frá Alexandríu circa 367.,) og efni frá því á 4 öld og þar fram eftir, gefa til kynna að skrifin séu þekkt sem kennslu eða kennsluefni frá Postulunum, þó ekkert sé sérstaklega tekið fram þess efnis, og því er ómögulegt að sanna það með öllu að þetta sé tilvitnanir í ritið sem við þekkjum sem Didache.
Hið forn gamla rit(Didache) sem við höfum í dag er hinsvegar án vafa innsýn til þess að skilja þær reglur/boð fyrir hið upprunalega kristna samfélag (forn kirkju)
Margir vilja meina að upprunalegur ritin hafi verið frá u.þ.b 60 til 100 eftir Krist.
Um er að ræða 16 kafla og áherslurnar eru margar m.a það sem er okkur til lífs og það sem er okkur til dauða. Hvernig við eigum að ganga til altaris, hvernig það á að skíra, hvernig við eigum að koma fram við hvort annað, dauðsyndir og margt margt fleira.
Þýðingin sem ég er að pæla í er skemmtileg og fróðleg því hún kemur með upplýsingar sem eru samhliða NT og það hefur verið sagt að þessi rit séu í raun þau rit sem postulasögurnar og fleiri nýja testament rit hafi í raun verið frumritið (semsagt Didache) sem gefur til kynna þó ekki sannað að Didache er mun eldra en margir halda. Tilvísanir í þessari þýðingu eru m.a. Matthías, Lúkas og Postulasagan. Ætli þetta sé ekki bara spurning eins um hvort kom á undan hænan eða eggið.
Hér koma úrgrip.
Vers
1:2 leiðin að lífinu er þessi
1:3 fyrst og fremst elskaðu Guð sem skapaði þig.
1:4 öðru lagi, elskaðu nágranna þinn eins og þú elskar sjálfa/n þig.
"gerið samanburð í Markúsar guðspjalli 12:30,31"
1.5 gerið engum öðrum það sem þú vilt ekki að komi fyrir þig.
"hér er það sem er oft talað um sem hin gullna regla og er ekki einsdæmi í gyðingdómnum.
Ætla að hoppa aðeins áfram ..
1.7 Blessaðu þá sem bölva þér, þú skalt biðja fyrir óvinum þinum og og fastaðu fyrir þeim sem ofsækja þig;
1:8 m.a. er sagt hér Enn elska skaltu óvini þína og þá sem hata þig, og þú munt ekki lengur eiga óvini.
"berið saman Matthías 5:44,46, enn takið eftir í 1:7 að þarna er talað um sem gerist ekki í NT að við eigum að fasta fyrir þeim sem ofsækja okkar. Það sem Didache er að reyna koma á framfæri er þetta, það er mikilvægt fyrir okkur að elska og biðja og fasta ekki bara fyrir okkur sjálf eða þá sem standa okkur næst heldur er þetta bein yfirlýsing hvernig Kristin persóna er.
Og áfram með smjörið
Vers
2:3 sá sem segir eitt og meinar annað er snara dauðans (double tounge)
2:4 Þitt orð á ávalt að vera satt og ekki falskt og tómt, fullkomnað með aðgerð.(action)
" takið eftir Matthías 12:36, 37"
Vers
5:1 Leiðin til dauðans er þessi.
5:2 fyrst allt sem er af hinu illa og yfirfull af bölvun: morðingjar, losti, hórdómur, þjófnaður, galdrar, nornir, falskur vitnisburður, hræsni, afbrýðissemi, stolt, grimmd, þrjóska, ljót yrði og framhjáhald o.s.f.v. sjá í ritinu sjálfu.
Þetta er nú bara smá hluti af því sem má lesa um og fræðast, ég vona að þið hafið gaman af þessu, ég held að maður getur ekki annað enn fundið þetta merkilegt.
Hægt er að skoða þýðinguna eftir J.B. Lightfoot HÉR
Trúmál og siðferði | Breytt 5.5.2008 kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.4.2007 | 00:41
Já það er í lagi að hafa húmor þó maður trúi á Jesú :)
A man went on a vacation to Florida from their home in Alaska. He waits for his wife to come the next day to stay with him. He tries to e-mail her trying to remember it. He messes up, and instead his e-mail gets to a preacher's wife whose husband died the day before. The message says: "Having fun, but it sure is hot down here. I cant wait for your arrival here soon."
An elderly woman died last month. Having never married, she requested no male pallbearers. In her handwritten instructions for her memorial service, she wrote, "They Wouldn't take me out while I was alive -- I don't want them to take me out when I'm dead.
A man and his wife were having an argument about who should brew the coffee.
The husband said, " You are in charge of the cooking around here so you should do it."
The wife replied, "No you should do it, and besides it is in the Bible that the man should do the coffee."
The husband replied, "Yeah, right!" So she showed him in the Bible where it says: "HEBREWS"
After God created man, he rested. But after God created woman, neither God nor man rested.
A man went on a nature walk. A bear began to chase him, so he climbed a tree. As he was climbing he slipped down into the bear's arms. He prayed "Lord let this be a Christian bear." The bear said "Lord thank you for this food."
Alltaf gott að hafa húmor fyrir sjálfum sér, fleirri brandarar hér
20.4.2007 | 19:18
Vegna þess þeir hata!
Neðangreind frétt er ekki nýdæmi, má lesa um slíkar misþyrmingar á kristnum víða á Austurlöndum, kristnir flýja í stórum hópum frá Jerúsalem, frá Líbanon, frá Íran, Íraq merkilegt nokk að þetta skuli ekki koma í fréttirnar, kannski vegna þess að kristnir yfir höfuð er ekki að tíunda þetta svona almennt, eða þá að það er þaggað niður í slíkum fréttum, enn nóg er til af upplýsingum um kristna flóttann frá ríkjum Islams. Öfga Islam er að verða sterkara og sterkara afl í heiminum í dag, Kristnir Líbanar geta sagt ykkur allt um það. Hægt er að hlusta á vitnisburð frá þekktri fréttakonu hér þetta er afar fróðlegt og gefur okkur annað sýn á málefnum mið-austurlanda sem við fáum ekki úr fréttum almennt.
Hafið eitt á hreinu, engan vegin hata ég Muslima upp til hópa er þetta yndislegt fólk sem reynir að lifa réttlátt og í sátt við nágrana sína, enn öfga Islam er að gera út af við þetta fólk líka, í huga öfga Islams er ekkert sem heitir friðar elskandi Múslimi. Hægt er að lesa grein um baráttu frið elskandi Muslima hér
Athugið að þeir (moderate Islam) eru að berjast gegn Qur' an sjálfum :a command rooted in the teachings of Muhammad, who said, If somebody (a Muslim) discards his religion, kill him (Bukhari 4.52.260). Thus a death threat can become an act of piety. jafnvel trú þeirra talar gegn þeim.
![]() |
Kristnir Tyrkir óttast vaxandi þjóðernishyggju í landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2007 | 00:40
Til minningar um fallinn spjall félaga
Í dag kl 1400 verður Óskar Ingi spjall félagi og kunningi jarðsunginn í borgaralegri athöfn á Skagaströnd, hann var 32 ára gamall hafði skemmtilegar skoðanir og oftast vorum við sitthvoru megin í umræðunni þar sem ég trúi á Jesú og þessi félagi var heiðinn að hans eigin sögn.
Til þess að minnast hans ætla ég að setja hér inn Native american bæn/ljóð sem mér finnst svo gjörsamlega viðeigandi þar sem Óskar var náttúrunnandi mikill og trúði meira enn nokkuð annað á mátt nátúrunnar. Ég mun muna þig kæri vinur og ég vona að þú hafir fundið þann frið sem þú ert búinn að vera að leita af allt þitt líf.
NATIVE AMERICAN PRAYER
I give you this one thought to keep
I am with you still I do not sleep.
I am a thousand winds that blow,
I am the diamond glints on snow,
I am the sunlight on ripened grain,
I am the gentle autumn rain.
When you awaken in the mornings hush,
I am the swift, uplifting rush
of quiet birds in circled flight.
I am the soft stars that shine at night.
Do not think of me as gone
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2007 | 18:51
Æi littli ísbjörn
hverjum þykir fyndið að hóta að deyða krúttíbútt eins og þig
í þér sjáum við von um kannski sé hægt að bjarga ísbjarnarstofninum þó pólarnir verði að engu, og í þér sjáum við hvað við erum lánsöm á þessari jörðu að eiga þess tök að sjá yndisleg dýr af mismunandi tegundum sem koma brosi á vor og gleði í hjarta, einfaldlega vegna þess þið eruð til. Verndun dýra mun gegn mikilvægari hlutverki með hverju árinu sem líður, sérstaklega meðan heimurinn tekur og tekur án þess að íhuga að þið þurfið ykkar pláss líka.
![]() |
Knúti hótað lífláti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2007 | 18:39
Gleðilegt sumar!!
vonandi fáum við yndislegt sumar, enn kannski er best að byrja á vori fyrst bendi á ef þið heyrið klakk klakk klakk á ferðum ykkar þá eru það kulda boli að kveðja sumarið í tönnum landsmanna
Bjartsýnis kveðjur til ykkar allra.
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Úlfar Þór Birgisson Aspar
-
halkatla
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Mofi
-
Ruth
-
Flower
-
Helena Leifsdóttir
-
Aðalbjörn Leifsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Guðni Már Henningsson
-
Birgirsm
-
Árni þór
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Theódór Norðkvist
-
G.Helga Ingadóttir
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
-
Ragnar Kristján Gestsson
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Tinna Jónsdóttir
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Morgunstjarnan
-
Stefán Garðarsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Bumba
-
Ólafur Jóhannsson
-
Kristinn Ásgrímsson
-
Jón Valur Jensson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Hörður Finnbogason
-
Sunna Dóra Möller
-
Janus Hafsteinn Engilbertsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðmundur Pálsson
-
Jón Hjörleifur Stefánsson
-
Halla Rut
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Adda bloggar
-
Ingibjörg
-
Steingrímur Jón Valgarðsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Mama G
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Eiríkur Ingvar Ingvarsson
-
Gestur Halldórsson
-
Högni Hilmisson
-
Magnús V. Skúlason
-
Sævar Einarsson
-
Kristján Björnsson
-
Kristján Magnús Arason
-
Böðvar Ingi Guðbjartsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Svala Erlendsdóttir
-
Bergþóra Guðmunds
-
Alfreð Símonarson
-
Ingvar Leví Gunnarsson
-
Kjartan Guðmundur Júlíusson.
-
Guðrún Markúsdóttir
-
Alexander Kristófer Gústafsson
-
gudni.is
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Hdora
-
Snorri Bergz
-
Jóhann Hauksson
-
Julie
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Jeremía
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Björn Heiðdal
-
Gunnar og Jenný
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Bullukolla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Mótmælum Durban II
-
Baldvin Jónsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Meðvirkill
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
Bwahahaha...
-
Guðjón Baldursson
-
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Magnús Karlsson
-
Jón Ríkharðsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.