Já einmitt, í millitíðinni

er þjóðarmorð framið gegn Armeníu, eitt elsta Kristna land við landamæri Aser­baís­j­an.  Við sem þjóð erum svo miklir hræsnarar,notabeni vopnin til að stúta þessu samfélagi koma m.á frá Ísrael sjá hér Vopnasala Israels . Hvar eru köll eftir viðskiptabanni, hvar eru mótmæli fyrir Armenum og þeirra landamærum. Umræðan í alþjóðamálum er pínu  mikið á þessa leið; halló Flís ég heiti Bjálki og ég er hræsnari, viltu dansa? Nei Tyrkir eru vinur minn, og Íran er óvinur Asjar, en hvað um það öllum er sama um eina litla þjóð sem er Kristin og hefur setið undir stanslausum ofsóknum og blóðbaði, við skulum funda um loftlagsmál. Heyrðu var fólki í Armeníu virkilega krossfest af Tyrkjum í byrjun 20 aldar?, sssh ekki tala um það, Tyrkir eru vinir okkar, heyrðu Bjálki vissir þú um áhrifin af stór eldgosi í kyrrahafinu, hvað hét á það nú, sssh ekki einu sinni tala um það, fólk heldur að við séum virtir vísindamenn  og konungar og jörðin hlustar á Tonga ég meina okkur https://www.nasa.gov/earth/tonga-eruption-blasted-unprecedented-amount-of-water-into-stratosphere/

 


mbl.is Fjölmenn íslensk sendinefnd til Bakú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að það sé ákall um samstöðu

Þetta er hinsvegar lýsandi um hvernig heimi við búum í, við eigum ekki að þurfa taka upp trúartákn annarra til að sýna samstöðu. Hvernig væri að við segjum bara ekki mínu nafn. Þetta er samt af hinu góða og kemur frá góðum stað, vonandi verður svona ekki eitthvað sem við eigum að venjast heldur mun mannkynið þroskast upp úr fordómum, sjálfsvitund okkar þarf að þroskast.

 

Set inn hlekki sem sýna skrár þess efnis hverjir eru aðallega a bak við þessa aukningu þjóðernissinnar eru ekki hinn stóri sökudólgur sem MbL leggur fram.

Smellið hér

Smellið hér

Smellið hér

læt þetta duga og fólk getur myndað eign skoðun á þessu. Munið að ein heimild er sjaldnast allur sannleikurinn. 

 

 

 


mbl.is Sýna samstöðu með gyðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannorð Íslendinga sundurskorið,sagan okkar og andúð okkar á Gyðingum endurvakin

Hatrið mun sigra var sungið á alþjóða vettvangi með viðeigandi BDS pólitík og með borða þjóðar sem er stjórnað í krafti lýðræðislegra kosninga af hryðjuverka samtökunum Hamas. Engar afleiðingar var sagt við landann eftir gjörninginn, eins og staðan er í dag, fljótt á litið þá hafa ekki verið afleiðingar að hálfu þeirra sem koma að málinu og reglum Evróvisjón, ennþá. 

Hinsvegar eru afleiðingar, nærri 50 þúsund manns hafa skrifað undir skrá um að Íslandi verði refsað fyrir þennan pólitíska gjörning. Auk þess eru skrif um málið,  enn ein skrif hafa verið átakanleg því sama hvað fólk segir þá er það á hreinu á að gyðingandúð undir flaggi Ísraels andúð er í raun sama batteríið, þeir sem flagga þessu hvað mest eru stuðningsmenn BDS á Íslandi sem reyna að fegra þetta og aðskilja þetta tvennt, en málið er að í Þýskalandi hafa stjórnvöld sagt að þessi samtök eru antisemetic. Þeir ættu að vita það, þeir ættu að þekkja áróðurinn, þeir sem þekkja hann betur en Þjóðverjar eru gyðingar.

Verið viss mannorð okkar hefur verið skaðað, en sagan okkar leggur fram vitneskju þess efnis að þessi andúð hefur vakið með okkur lengi, meira enn mig grunaði. Svo er hægt að skaða okkur frekar, er hægt að fegra gjörninginn?. Nei því syndir okkar eru upptaldar,  og eins og ritningin segir um flísina í auga náungans þá er á hreinu að virtue signaling landans er hræsni, bjálkann í okkar eigin auga gerir okkur blind, sjálfsvitund okkar er í lágmarki. Sögu læsi?   Hvenær lærum við? Hvenær? Ég hef enga lausn nema að taka sömu afstöðu og Þjóðverja til BDS, kannski er það góð byrjun.

Hér er greinin sem vakti mig enn frekar til umhugsunar. Hatrið er vissulega að sigra hver vinnur? ekki Íslendingar. Smellið hér


Heimildamynd sem YT will ekki að þú horfir á. Er spegluð eins og er. Málfrelsi er ekki virt.

Ein merkilegasta heimildamynd um ,,ástandið” sem hinn almenni fjölmiðill þorir ekki að ræða nema frá einni hlið, þeirri hlið sem þjónar alþjóðlegri pólitískri stefnu sem heitir glóbalismi. Þetta myndband var fjarlægt af síðu L.S af Y.T. Hvers vegna? Það gefur augaleið því þetta er hlið málsins sem ekki má ræða án þess að fá yfir sig óvægin orð og ummæli. Ég nota ekki fullt nafn viðkomandi þáttagerðamanns, ég nota ekki nafn miðilsins sem þurrkaði út heimildaþáttinn af síðu viðkomandi og það telst til heppni að það náðist að spegla heimildamyndina, hversu lengi þessi speglun fær lifað er óvíst því ert mælt með að horft sé á hana meðan færi gefst.

Set inn tvö myndbönd annarsvegar umrædda heimildamynd og hinsvegar hinn ágæta frjálsa blaðmann sem gengur undir nafni TimCast eða Tim Pool á Y.T. Vonandi fær þetta að hanga inni, það er galli að ekki er hægt að afrita hreinan HTML ham svo ekki þurfi að notast with Y.T hlekk við blogg gerð. Sjáum til hvað verður. Breytir kannski engu. 

Á meða  ég færði inn færsluna setti L.S inn emergency Back up vonandi hangir það inni. Set það inn sem hlekk beint á hennar síðu. https://youtu.be/JsUXRiOHFUU. 

 

 Viðbætt kl 2054. Eins og sést hefur speglaða myndbandið verið tekið út. Set hér inn eintak frá L.S sjáum hvort það fær sð hanga inni. 

 

 


Þessi frétt er loðin, lesið vel.

  

 

Fyrst segja þeir ,,forðast að bera kollhúfur á ákveðnum svæðum” hvaða svæði eru það nákvæmlega? Hverjir byggja þau svæði? Loðið og villandi viljandi. Við vitum hvernig áhrif aðgerðir mömmu Merkel hefur haft.

Svo er það ,,uppgangur nýnasista og hægri-öfgamanna, einmitt það kennum innfæddum um ofbeldið sem hefur aukist svo um munar eftir að mamma Merkel gerðist móðir þeirra sem búa  á ákveðnum svæðum. 

Heldur mogginn að fólk sé vitsmunalega skert svona almennt og yfirleitt. Gyðingar hafa getað gengið um Þýskaland án þess að vera áreittur öllu jafnan í mörg herrans ár eftir stríð og helförina þar til nú, enn kennum nýnasistum um eða hægri-öfgamönnum því það er pólitískt rétt og við vitum að ,,vinstrið” hefur alltaf rétt fyrir sér (eða þannig)

Hinsvegar, fer ekki á milli mála að einhver aukning er á því að úr húsum innfæddra kraumar nasisminn enn að halda því fram að þeir beri ábyrgð einir sér er lúmskur fréttaflutningur í versta falli. Hægri-öfgamenn? Virkilega? Þetta er sorglega fyndið því það vita flestir að þeir sem ,,vinstrið kallar hægri-öfgamenn eru einfaldlega pólitískir andstæðingar þeirra, sem vilja skinsemi í erfiðum málum (get líka skrifað ,,loðið”) Athugið að fólk almennt filter les, því er mikilvægt að hafa áherslu orð til þess að leiða þá sem lesa að vissri niðurstöðu, sú niðurstaða er ekki endilega rétt enn þjónar vissristefnu sem er yðulega, í dag, própaganda eða áróður. Ekki falla fyrir áróðri, sjálfstæð hugsun er ekki úrelt þó verið sé að kenna ykkar annað undir rós.

svo eitt að lokum, hverjir voru það sem skilgreindu BDS sem anti-semintar? Einmitt,  Vinstrið og hræsnin, vinstrið étur sig sjálft. 

Identity pólitík og pólitískur rétttrúnaður verður áletrað á legstein vestrænnar menningar. Í nafni umburðalyndis var umburðalyndi gert að einstefnu í baráttunni gegn fordómum var fórdómum beitt, í nafni málfrelsis var þöggun beitt, því í nafni PR var stórt ,,En” lagt sem samþykkt hlekkjun á orðið málfrelsi, sorglega skondið. 

 

Skrifað á ipad sem er djöfullegt appart að mínu mati þegar það kemur að lengri færslum. Maður hins vegar notar það tól sem er höndum næst.


mbl.is Ofbeldið gegn gyðingum „skammarlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nálgast 16000 undirskriftir

ein undirskrift á sek eins og staðan er núna. Síðan á miðnætti hafa nær 16000 undirskriftir náðst. Hvar getum við mannfólkið átt griðarstað frá pólitík og trúar erjum. Er það til of mikils að ætlast að íþróttir og söngvakeppnir fái að vera staður fyrir almúgann þar sem við hittumst og erum bara við óháð pólitík eða trú.

Núna er okkar þjóð þekkt sem Gyðingahatarar. Orðspor okkar er skaðað eina ferðina enn. Í flestum löndum sem Íslam er stundað eru ríkin skilgreind samkvæmt trú þeirra, við erum múslímar fyrst segja þeir og já jafnvel hér í okkar vestræna heimi segjast þeir vera múslímar fyrst. Abbas sagði á sýnum tíma að hann væri ekki á móti Ísrael heldur væri hann á móti því að Ísrael væri ríki Gyðinga. Einmitt.

 

Sem sjálfstætt hugsandi persóna hef ég mikinn áhuga á Ísrael og Mau þó sér í lagi Gaza og Ísrael. Palestína og hennar fólk þjást undir Hamas, mannréttindabrot þeirra gegn eign fólki er alþjóða samfélaginu til skammar. Konur fangelsaðir fyrir að eignast börn utan hjónabands, hommar hengdir og barðir sundur og saman, núna síðast leiðtogi innan Hamas. 

Svo, þegar ég hugsa um Palestínu fólk hugsa ég um hvernig við getum hjálpað þeim undan Hamas og Al Fatah. 

Þegar Nasistar náðu völdum, byrjaði áróður gegn Gyðingum í Þýskalandi, m.a að versla ekki við þá að,  banna þeim að stunda viðskipti, að kenna, að setjast við á kaffihús. Þeir þurftu að ganga um með gula stjörnu svo hún sæist. Smá sagnfræðilegt heimild, þegar Múhameð náði völdum í héruðum sem Gyðingar og Kristnir bjuggu og höfðu búið um aldir þurftu Gyðingar að bera a klæðum sínum Gula stjörnu. Þegar Ísrael varð ríki voru 850 þúsund Gyðingar gerðir brottrækir frá löndum eins og Íran, Sýrland, Egyptaland o.s.fv. Þeir fóru til ÍSRAELS skildu eftir allt sem þeir áttu og urðu þegnar í land Jakobs. Palestínumenn, 700 þúsund sálir fengi ekki griðaristað í löndum Ismaels, þeir urðu pólitísk vopn haturs, haturs á Gyðingum, ef ykkur er annt um friðinn, um fólkið á Gaza þá ættuð þið að eiga lágmarks kröfu um að Hamas og Al Fatah verði vikið frá það er nokkuð ljóst. 

Hér er stykklað á stóru um margþrungin mál, enn við verðum að læra sjá allar hliðar annars verðum við ekkert nema useful idíottar pg þrælar própaganda maskínu þeirra sem eiga sérhagsmuna að gæta verða ríkir sakir þjáningu eign þegna. Ekki taka þátt. 

 

Ljóða höfundurinn Byron sagði eftirfarandi. 

 

Those who will not reason are bigots,

those who can not, fools,

those who dare not, slaves.

 

 

Skrifað á Ipad, pikkað eftir bestu getu samt vonandi skiljanlegt.


mbl.is Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhverjir gerðu eitthvað

6 kirkjur á Páskunum, sjálfsagt bara rafmagnsíhveikja eða mistök. Useful idiots. Ofsóknir og fjöldamorð á Kristum er svo mikil að fjölmiðlar þora ekki að ræða það. Enda passar það ekki inn í boðskap pólitísk réttrúnaðs. Einhverjir gerðu eitthvað. Gleðilega páska. 


mbl.is Sprengjuárásirnar orðnar átta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestrænir feministar eru svikarar

  • Á meðan þær mótmæla með píku húfur á höfði sér 
  • Mótmæla rasisma með bleikar píkur á höfði sér 
  • Dreifa túrtöppum til að vekja upp kosningaeld
  • Mótmæla með slæðu Íslams og píku húfur á höfði sér
  • Hrópa um feðraveldið og nauðgunar  menninguna í Vestur heiminum 

Þá ætla ég að leyfa mér að kalla  þær ofurdekraðar aðskilnaðarsinna  mæðraveldis tussur. (TUSSA er annað orð yfir píku konur eignuðu sér öll píku orðin  með leikriti og alles móðgun er ekki leyfð) Þið hafið s svikið kynsystur ykkar, þið hafið tekið það sem  var gott og rétt  sem þið  boðuðu með eld ráættlætisins á síðustu öld þjóðanna á milli. 

 

Þið hafið skilið heilu heimsálfurnar eftir og klæðið ykkur í kúgunar flíkur þeirra svo hægt sé að kúga systur þeirra í okkar veröld í nafni umburðarlyndi og PR.

Þá eru þær: 

  • Settar í fangelsi fyrir nauðgun
  • Fyrir að eignast  barn utan hjónabands
  • Barðar  með grein eigi  breiðari en þumalputti karlmanns 
  • Seldar í giftingu eftir fyrstu blæðingar 
  • Dæmdar fyrir lauslæti og grýttar 
  • Fangelsaðar fyrir að  vera svikarar því þær vilja lágmarks jafnréttindi ( Washington post i dag) 
  • Umskornar 
  • Húðstrýktar
  • Hengdar 

Í millitíðinni þá gefið þið út túrtappa til að vekja athygli á kosningum og sérþarfa aðskilnað pólitík i nafni k allra k kvenna.  Eru fleiri konur en ég fari að gráta yfir nýja mæðraveldinu. Bleikar píkur og hijap!! 

Þetta er unnið úr síma þið fyrirgefið villur, mér varð  bara um að lesa um kynsystur mínar í sátaveldi sem eru kallaðar svikarar fyrir femíníska baráttu af raunverulegu feðraveldi.  En bleikar píkur stjórna heiminum í dag og þær leggjast niður í auðmýkt í nafni umburðarlyndi og rétttrúnað sem rekin er af raunverulegu karlaveldi og nauðgunar menningu, bleikar píkur vilja bara að aðrar píkur kjósi með tíðarhormonanum frekar en heilanum

Á meðan grætur systir mín sem skilur ekki að stórasystir er of upptekinn að sinna henni.

 

Ég hafna feminisma eins og hann er i dag ég   verð ekki keypt  með píkunni minni eða tíðarblóði.


Jáhá!

Reyna að gera illt úr Kúrdum, sem hafa staðið sjálfir í því að bjarga fólki úr stríðs átökum í Sýrlandi, þ.á.m Jasídum og Kristnum. Þegar það kemur að Kúrdum þá eru þeir ofsóttir af hryðjuverkjaríkinu Tyrkland sem keyptu alla olíu frá ISIS og gerðu lítið sem ekkert til að hjálpa Sýrlandi þar til Rússar fóru að skipta sér af, jú alveg rétt þeir rigndu sprengjum yfir Kúrda þegar þeir áttu að vera sprengja ISIS, obbosí.  En hvað, við hlustum ekki á þetta bull, Mevlut er greinilega vitsmunaskertur það er eina sem útskýrir að hann láti svo vitleysu frá sér.

Aldrei aldrei treysta Tyrkjum, í það minnsta ekki á meðan Erdagon og hans menn eru við stjórn.

Aldrei gleyma Armeníu, lengi lifi minning helfararinnar í Armeníu! 1.5 hálf milljón manna slátrað! Standið með Kúrdum.

 

Lengi lifi Kúrdistan

Save


mbl.is Gætu alveg eins boðið Ríki íslam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn áreytt í strætó!

Það er eins og að vakna við ljótan draum að sjá frétt af Reykjanesinu þess efnis að það sé verið að áreita börn í strætó, koma við þau á ósæmilegan máta, sem og reynt að kyssa þau.

Hvernig má það vera, jú þetta er víst ekki gróusaga heldur reynsla barna í Reykjanesbyggð, sem í sakleysi sínu nota strætó eins og hefur viðgengst hér á landi, og öllu jafnan talið öruggur ferðamáti fyrir krakkana okkar. Núna hefur þetta breyst, núna hafa foreldrar ákveðið að mæta strætó þegar krakkarnir koma á leiðarenda, enda er óæskilegir borgarar af erlendu bergi að misnota frelsið, að misnota góðvilja íslensks samfélags og með nýju útlendinga lögunum mun þetta aukast, og munu fjölmiðlar á Íslandi þagga þessa frétt niður eins og gert er á meginlandinu þegar það kemur að sambærilegum málum, það vona ég ekki, en ég yrði ekki hissa.

Hér er um að ræða Albana, karlmenn sem sækja hér um hæli á fölskum forsendum margur hver og misnota góðvilja landans, en það er svo mikil þöggun í gangi um þessi mál, fólk ræðir um þetta í lokuðum hópum svo það fái ekki á sig óæskilegan stimpil, fólk sem er með áhyggjur af þróun mála. 

Svo ég spyr, ert þú sátt eða sáttur við það að börnin þin verði fyrir kynferðislegu ofbeldi á ferð i strætó?

Ert þú sátt eða sáttur við það að stúlkur voru eltar inn í Nettó þar sem þær földu sig inn á klósetti, og karlmenn hrópuðu að þeim og börðu á hurðina til þess að komast að þeim meðan þær hágrétu og hringdu á lögregluna.

Ert þú sátt eða sáttur við það að aðsúgur var gerður að lögreglunni okkar þegar þeir sóttu þessa hælisleitendur heim, ef svo má að orði komast?

Er þetta fyrir þér jákvæð þróun í okkar landi þar sem frelsið sem hér hefur viðgengst, er í húfi sakir þess að stjórnmála menn þessa lands höfðu ekki dug og kjark að segja nei við óæskilegum útlendingalögum.

Vissuð þið að Kanada er með mjög ströng innflytjenda lög, að Þýskaland, Svíþjóð og Danmörk sem og Noregur er að þrengja aðgengi erlendra farandflóttamanna að fá leyfi til þess að flytja inn í þessi lönd.  Að það er stór munur á því að hjálpa fólki frá stríðshrjáðum löndum eins og Sýrlandi og efnihagsflóttamönnum, sem Ísland gerir engan greinamun á, samkvæmt nýju lögum, hvernig má það vera að þjóðin samþykkir þetta.

Eru íslenskir stjórnmála menn gjörsneiddir af allri skinsemi, geldir af ótta við það að fá á sig rasista stimpil, kannski ekki skrítið svo sem enda urðum við vitni af því þegar þingmenn og borgarfulltrúar reyndu að ræða málin, púað og upphrópannir úr sal. En viti menn hversu mikið verður hrópað þegar börn verða áreitt af erlendum svokölluðu efnahagsflóttamönnum, hversu mikil þöggun verður leyfð.

Þarf ég að segja að ég er ekki að tala um alla útlendinga, vitanlega, vil ég sjá útlendingalögin hert! já!, vil ég sjá fólk tekið til ábyrgðar í heimi stjórnmála varðandi þessi nýju lög já! Því að vera annt um þjóðaröryggi að vera annt um friðinn sem þessi þjóð hefur búið að í mörg ár, gerir fólk ekki að rasistum eða fasistum heldur Íslendingum sem eru föðurlandsvinir, sem upp til hópa vilja hjálpa fólki í neyð vegna stríðs, ofsókna sakir trúar eða kynhneigðar eða kyns.

Persónulega mun ég sparka í hnetur þess skítpakks sem ég sé áreita börn hvort sem aðilinn sé íslenskur eða erlendur.  Þetta er ólíðandi, óþolandi og ég er reið.

Fréttin sem talar um þetta mál má finna með því að smella hér.

 


Aleppo ekki er öll sagan sögð, framhald.

Reykjavík, 21, desember, 2017

 

Aleppo, þetta nafn dregur upp í huga mans fréttir af skelfilegum atburðum, maður kemst ekki hjá því að sjá myndir frá þessari borg sem og Sýrlandi í heild sinni. Það verður að segjast eins og er að höfundur bloggsins fær fyrir hjartað að sjá þjáningu hins almenna borgara og vildi gjarnan hjálpa þeim öllum, en hvað getur maður gert, því hér býr maður á hjara veraldar og stríðið er svo langt í burtu, þó gleður það hjartað að einhverjir frá Sýrlandi hafa komist í skjól í þessu blessaða landi. 

Þessi færsla mun þó ekki fjalla um flóttamenn, í síðustu færslu minni gaf ég innsýn inn í fréttir frá Aleppo frá öðru sjónarhorni, gerði athugasemd við fréttaflutning hér á landi sem væri ekki að segja frá öllum hliðum málsins. Ekki vil ég gef í skyn að blaðamenn hér á landi sem og annarstaðar í okkar vestræna heimi fari með áróður, hinsvegar eru þeir einfaldlega að endurflytja fréttir, frá aðilum sem eru Sýrlandi óvinveittir og hafa ekki gætt hlutleysis. En snúum okkur að máli málana, hver er hin hliðin, hvað er fólk að skrifa sem er á staðnum, er með vitnisburði sem eru ekki síður sláandi og þá ekki síst vegna  þess að þeirra sögur rata ekki í heimsfréttir Vestræna miðla, sem hvort sem okkur líkar betur eða veru eru háðir pólitískum straumum og ákvæðum.

Ég hef persónulega alltaf dregið í efa margt það sem hefur verið sagt um Assad, ég gat ekki fengið dæmið til að ganga upp miðað við það sem ég vissi um landið fyrir stríð. Var hann einræðisherra, jú, fólk talar um það, jafnvel Sýrlendingar sem eru honum hliðhollir, en var hann einræðisherra eins og við þekkjum það fyrirbæri, nefni, hér t.d. Castro, Hitler, Stalin, Pol Pot, Saddam Hussein og Gaddafi allt bendir til að svo hafi ekki verið. Hér fyrir neðan mun ég birt úrtektir af fréttum sem við fáum ekki að sjá og með því getum við spurt okkur og opnað huga fyrir því að ekki er allt sem sýnist.

Fyrst Ætla ég að gefa ykkur hugmynd um Sýrland fyrir stríð og hvernig fólkið almennt hafði það.

Samkvæmt Saleh Waziruddin

  • Þingið, 50% þeirra sem sátu þing voru og urðu að vera úr verkaklíðsstéttinni og bændur.
  • Borgarstjórn, 25% þeirra sem sátu í borgarstjórn var láglaunafólk
  • Menntun, allir höfðu tök á gjaldfrjálsri menntun, þegar komið var í háskóla var gjaldið það lágt að flestir höfðu aðgang að framhaldsnámi. Innskot: frá höfundi bloggs það þótti dýrt að borga 50 dollara á ári fyrir læknanám.
  • Læknisþjónusta, (spítalar og almenn heilsugæsla) var gjaldrjáls að mestu, einhverjar undan tekningar þó ekki til hins almenna borgara. Innskot frá blogghöfundi: Sjúkrahús og læknisþjónusta í Sýrlandi var slík að þeir allra ríkustu sóttu þangað með alvarlega veikindi, sérfræðingar frá Sýrlandi voru á heimsklassa.

Með því að smella hér getið þið lesið ykkur til um þetta og meira til. Með því að smella hér fáið þið smá innsýn inn í raunveruleika Sýrlanda sem við fáum ekki að sjá, hér er smá um lífið í Damaskus og fólkið segir frá lífi sínu og stríðinu og ótta þeirra við þau öfl sem berjast við Assad.

Hverjir voru og eru Hvít hjálmarnir, eru þeir þessar hetjur sem við fáum að heyra um af og til úr miðlum Vesturlanda eða höfum við eina ferðina enn verið að fá upplýsingar sem eru ekki alveg að gefa okkur rétta mynd. Samkvæmt Vanessu Beeley þá leggur hún fram að þarna er á ferð enn ein blekkingasagan, nokkrir punktar koma frá þessari grein sem hlekkur á hennr færslu þar sem hún fer ítarlega í þetta.

  • 100 milljónir dollarar hafa verið sendir til Hvítu hjálmana og Fjármagnað af, m.a. Sameinuðu þjóðunum þar meðtöldum Bretum, BNA sem og Ísrael. Innskot: Hlekkur verður settur inn neðar frá CBS news sem talar m.a. um þennan hóp.
  • Einn af helstu leiðtogum Svörtu hjálmana er maður að nafni Raed Saleh sem var gerður brottrækur frá BNA 18 apríl, 2016. (enska heitið deported)
  • Mark Toner State department, sagði m.a. að þeir sem hafa tengsl við öfgasamtök og eru taldir vera hugsanleg ógn við öryggi BNA eru meðhöndlaðir samkvæmt því. Innskot: Féll Raed Saleh undir þessa hugsanlegu ógn, það bendir allt til þess, þó ætla ég ekki að fullyrða um slíkt.
  • Eru fjöldamorð framin undir proxy BNA og Nató sem undirrita starfsemi Hvítu Hjálmana.

Með því að smella hér fáið þið aðgang að upplýsingum um Hvítu hjálmana sem liggja ekki fyrir í daglegum fréttaflutninginn og maður spyr sig hvers vegna ekki?

Samkvæmt Tulsi Gabbard sem situr á þingi í BNA stríðir það gegn lögum þess lands að fjármagna samtök eins og Al Nusra (afsprengi Al Queda) sem og öðrum samtökum sem teljast hryðjuverkasamtök eins og t.d. ISIS.  Samt hafa BNA gerst sekir um slíkt.

Njósnarar í Austur Aleppo (smellið hér til að sjá frétt)sem hafa verið handteknir á flótta undan Rússum og sýrlenska stjórnarhernum, merkilegt er að rétt áður enn þessi frétt birtist, ákváðu SÞ að senda bláum hjálmana til Sýrlands undir því yfirskini að veita hjálpar hönd,tilviljun?,  hví voru þeir ekki komnir til Vestur Aleppo til þess að hjálpa þar fyrir löngu.

Smellið hér til að sjá CSPAN myndband frá ræðu hennar á þingi. Tulsi Gabbard þingm.

CBS frétt, 3 staðreyndir um Aleppo sem sjást ekki í almennum miðlum, fréttamaður CBS tekur á þessu og þetta staðfestir annað sem hefur verið tekið fyrir hér að ofan. Smellið hér

 

Krtík frá Péter Hitchins á hina frjálsu vestrænu fjölmiðla, þetta verðið þið að lesa, og í framhaldi af því hvet ég ykkur að fara leita út fyrir þann ramma sem við erum mötuð dagsdaglega af fjölmiðlum sem beint eða óbeint eru undir áhrifum pólitískra afla sem eru óvinveittir Sýrlands forseta. Smellið hér.

 

Ég reyni eftir bestu getu að gefa ykkur lesendanum innsýn inn í flókið mál, ég er engin sérfræðingur en hef þó reynt að hafa opin hug og leita mér af upplýsingum víðsvegar að til þess að veita ykkur eins breiða innsýn og mögulega er hægt.  Í framhaldi af því hafið þið tæki og tól til þess að fylgjast áfram með. 

Mín heitasta ósk er að friður komist á í Sýrlandi, að vesturlönd hætti að skipta sér af innvíðismálum þjóða, við getum ekki ætlast til þess að allir hafi sömu lýðræðishugsjón og við sem búum undir öðrum gildum og siðum, land eins og Sýrland á fullan rétt á sjálfsvörn, land eins og Sýrland sem frelsi var eins og best var ákosið miðað við þennan heimshluta það gefur auga leiða að ekki eru öll kurl komin til grafar. Þangað til notum okkar sjálfstæðu hugsun og leitum svara, ávalt leita af frekari upplýsingum og útfrá því getum við fyrst farið að  mynda okkur skoðun, því hálfur sannleikur er aldrei aldrei allur sannleikurinn.

 

 

 


Sannleiks rödd í hafsjó af lygum....

Mikið afskaplega er sárt að vita af þjáningunni í Aleppo, engin dregur i efa hversu slæmt ástandið er, slíkt væri firra.

Leiðari minn er hinsvegar lýsandi um ástandið í  miðlum almennt og yfirleitt, sannleikurinn er hálfsagður og er því oftar enn ekki, ekki allur sannleikurinn. Maður þarf að leita lengra enn í hina almennu pressu, og ef vilji er fyrir hendi er hægt að finna alla söguna.  Ein slík sem segir frá aðstæðum í Sýrlandi er Eve Bartlett. Ég ætla að gefa frétt um hana orðið, í þessari frétt er líka að finna frétta fund með henni þar sem hún fer yfir málin og hvet hvert ykkar, öll sem einn að lesa og horfa á hana.

Það er átakanlegt að fá sannleikann frá fréttamanni sem hefur verið á svæðinu og getur sagt frá af heillindum og með áræðanleika þar sem vestrænir miðlar, sem lúta pólitískum þrýstingi geta ekki reist við hönd, það er ekki hægt að þagga niður í henni því hún er ekki skuldbundin neinum miðlum hún tilheyrir frjálsu pressunni.

Ég mun næstu daga birta aðrar fréttir og aðra tengla sem þið getið nýtt ykkur til þess að þið getið haft frelsi til þess að heyra allan sannleikann og ekkert annað enn sannleikann.

Með því að smella á nafnið hér fyrir neðan, er farið beint með ykkur á fréttina.

Eve Bartlett

 

Sannleikurinn er oft sárari en við gerum okkur grein fyrir, nógu slæmt var það fyrir. Það er mín von að fólk fari að leita til frjálsra miðla og verði virkt í að leiðrétta eða koma með viðbætur sem sumir miðlar vilja ekki eða hreinlega geta ekki sett í prent. Hendur fjölmiðlanna eru oft í hlekkjum pólitísks þrýstings og rétttrúnaðs.

quote-people-demand-freedom-of-speech-as-a-compensation-for-the-freedom-of-thought-which-they-seldom-use-soren-kier.jpg


mbl.is 50.000 enn föst í Aleppo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband