ÞÚ SKALT LIFA....

Ég var bara ekki alveg viss hvað ég ætti að setja í fyrirsögn, helst vegna þess að einn af bloggurum mbl hefur haft aðfinnslur af  atburðum sem spruttu út frá hræðilegu sjóslysi við strendur okkar, notar orð eins og "trúarklám" svo ekki sé meira sagt.

 

Við sem höfum lesið frásögn þess sem komst lífs af, og er m.a  mjög skírt tekið komið fram að farið hafi verið með Faðirvorið á þessari ögurstund, annað er ekki hægt að lesa úr þessu en það, að báðir voru þessir menn að undirbúa sig að gefa líf sitt í hendur Guðs.

 

Ekki fæ ég lesið úr því að slíkt sé "trúarklám".  Síðan er veitt leyfi að leyfa frásögn um hina fullkomnu fórn sem var gerð í ísköldum sjónum á ögurstund milli lífs og dauða.  "þú skalt lifa" voru þau orð sem notuð voru. " er það trúarklám að gefa leyfi á frásögn um slíka fórn"? 

Þetta eru orð með djúpa þýðingu, bæði fyrir sakir þess sem komst lífs af og þess sem lagði líf sitt í sölurnar fyrir annan mann.

Hafir þú einhverja almenna vitneskju um ritninguna þá veist þú að þessi fórn er æðsta fórn sem maður getur gert fyrir aðra persónu, að fórna lífi sínu fyrir annan er fullkomin kærleikur og ást.  Jesú gerði slíkt og þessi maður gerði slíkt hið sama.  Blessuð sé minning hans.

Í Jóh 15:13 segir m.a þetta 

Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður. Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína.

Er það ekki merkilegt að þeir sem ekki trúa, fara í orðastríð gegn þeim sem höfðu fengið leyfi ættingja til að birta nákvæmlega frásögn um slíkan kærleika og gera lítið úr því sem snerti hjörtu okkar djúpt.

Megi þessi orð "þú skalt lifa" ávalt minna okkur á að Jesú gaf upp líf sitt svo við mættum lifa, rétt eins og sjómaðurinn sem sagði þessi orð, magnþrunginn kærleikur og já kraftaverk í sinni hreinustu mynd.

Ég bið að Guð blessi hvert ykkar og geymi á þessum ögurtímum sem við lifum. i_nau_947285.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hverjar sem trúarskoðanir fólk hefur, geta allir verið sammála um að Guðmundur Sesar var þarna að freista þess að blása tengdasyni sínum þá von og trú (á eigin getu) í brjóst að hann gæti náð að brjótast niður í gegnum op vélarrúms, niður í gegnum stýrishús bátsins og upp á yfirborð sjávar. Það tókst og fyrir það ber að þakka.

Að kalla túlkun einhvers á þessum atburði, trúarklám er að mínu áliti þeim til mest vansa sem svo mælir. Stundum er betra að tala ekki og það hefði vissulega verið heppilegra fyrir þann sem kaus að lýsa túlkun annarra sem trúarklámi.

Ég persónulega tel að þarna hafi verið á ferðinni mikil trú á almættið, lífið og ástina. Guð er í öllum þessum tilfinningum og í okkur öllum, hvar sem við erum, hver sem við erum og hverju sem við trúum

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.12.2009 kl. 13:27

2 Smámynd: Linda

Nákvæmlega, og þakka þér fyrir þín orð.

bk.

Linda, 30.12.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Vel mælt hjá þér Linda mín. Bæði þessi grein og fyrri greinin sem ég missti af að skrá athugasemd við.

Þegar ég las þessa sögu brast ég í grát. Hún snerti svo við mér. Mér fannst þetta bæði svo falleg fórnargjöf en líka svo sorglegt á sama tíma.

Guð blessi þessa fjölskyldu og barnið sem fær nú að hafa föður sinn.

Guðmundur er nú í faðmi Guðs og þó missirinn sé án efa sár fyrir aðstandendur, þá er gott til þess að vita að hann er á betri stað en við hér sem eftir erum.

Bryndís Böðvarsdóttir, 30.12.2009 kl. 22:13

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Ég fór að gráta eins og Bryndís. hún segir allt í sínu innleggi sem ég vildi sagt hafa. Takk Bryndís mín.

Vesalings fólkið sem leggur sig svo lágt að skrifa neikvætt um þennan atburði. Þau hafa ekki einu sinni virðingu fyrir þeim sem syrgja.

Megi almáttugur Guð hjálpa þessu fólki en mér ofbýður oft orðbragðið hér á blogginu.

Megi almáttugur Guð vera með þeim sem bæði fagna og syrgja.

Guð blessi þig

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2009 kl. 00:24

5 Smámynd: Linda

Takk Bryndís og Rósa :). 

Linda, 31.12.2009 kl. 00:26

6 Smámynd: Mofi

Vel sagt Linda!   Þessi grein sem þú talaðir um gerði bara lítið úr reynslu þessara manna og mér sárnaði þegar ég las að einhver kallaði það að deila þessari sögu trúarklám. Þarna kemur einhver fram og deilir með okkur ógurlegri lífsreynlu og einhver maður út í bæ skítur það niður, vægast sagt ógeðfellt. Kannski á viðkomandi bágt en óskiljanlegt þetta hatur á voninni sem við höfum í Guði?

Ég fór nú ekki að gráta eins og Rósa og Bryndís þegar ég las þetta :)   en þessi saga snerti mig djúpt og finn fyrir þakklæti að hafa fengið að heyra hana.

Gleðilegt nýtt ár Linda!

Mofi, 31.12.2009 kl. 12:47

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2009 kl. 14:05

8 Smámynd: Linda

Takk Mofster minn og Haukur, yndislegt að sjá  ykkur koma við, veit að ég blogga orðið lítið, en vona að það sé bitstætt :)

Linda, 2.1.2010 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband