Fíló umræðan kallar á naflaskoðun allra samfélaga og kirkna.

Ég veit að það er afskaplega erfitt fyrir marga að sætta sig við hvað Ritningin hefur að geyma sérstakleg þegar það kemur að syndinni, þá verður Biblían gömul rulla sem maður þarf ekki lengur að fara eftir, hún er ekki rétti siðferðislegi mælikvarðinn lengur o.s.fv.  Jesú hafði eitt siðferði og það var siðferði Guðs, fullt af kærleika til okkar, fyrirgefningu til okkar, kennslu til okkar og hann hélt uppi spegli samfélagsins þá og í dag.

Við erum öll syndug, eingin á þessari jörðu í dag er syndlaus. Sá sem hafði þann heiður dó á krossinum fyrir 2000 árum síðan, og tók á sig syndina, en viti menn hann tók ekki á sig iðrunina, heldur tekur hann við henni í dag á hverri einustu mínútu, sekúndu tekur hann á móti iðruninni frá fólki eins og þér og mér.

Hann krefst þess að við iðrumst og biðjum stöðugt, hann krefst þess að við sínum hvort öðru kærleika enn ástundum leiðréttingu ef þess er þörf.

Ég ætla ekki að nefna einu nafni eina synd sem gæti komið til greina að þurfi leiðréttingu.  Heldur vildi ég segja að öll höfum við syndgað og skortum dýrð Guðs, en öll höfum við möguleika á fyrirgefningu punktur.

En þetta nýjasta dæmi í fjölmiðlum sínir okkur einfaldlega að kirkjan verður að taka sér tak, prestar verða að hafa þor og dug að vinna við að kenna að allir iðrist synda sinna og benda á allt sem miður fer, þegar tekið er tillit til hinna Guðlegu "siðferðislegu mælistiku". Auk þess sem slíkt mun gefa kirkjunni líf að hafa þor og dug að taka fyrir öll málefni sem eru erfið, að gera engan greinamun á syndaranum.  Ein synd er engu stærri en önnur synd.

Þetta hefur kirkjan gert um aldaraðir, en núna er "samfélagslegrétthugsun" sem ræður ríkjum, það mætti segja að þetta séu hin nýju trúarbrögð þar sem hið mannalega siðferði er talið það eina sem þarf til.

Því er það tilvalið að kirkjan standi á hinu "Guðlega siðferði" tali hreint út til allra, hætti að tala undir rós, haldi síðan ljósi fyrirgefningar á lofti, kærleikans og lausnirnar sem er í Jesú Kristi syni Guðs.  Enga hræsni, enga afsökun heldur hreinleiki, kærleiki og heiðarleiki í einu og öllu.  Þar til við sitjum saman við sama borð ekki einn öðrum betri, hönd í hönd, syndug fyrir framan frelsara okkar og biðjum hann vægðar af okkar hegðun, hroka og hjáguðsdýrkun.(samfélagsleg rétthugsun svo dæmi sé tekið)

Að lokum, það er kraftur í orði Guðs, hvort um sé að ræða kærleikskennsla, leiðrétting á líferni, hátterni, fyrirgefning og dýrð sem fá orð fá lýst.  Verum bræður og sistur í raun, látum ekkert ógert til að fólk öðlist fyrirgefningu, en munum og höfum það alltaf að leiðarljósi að öll erum við syndug og við getum ekkert aðhafst nema gera iðrun sjálf og breyta okkur sjálf, að halda uppi spegli Jesú og gera sömu kröfur til okkar og við gerum til annarra í samfélaginu.

Ég bið að almáttur Guð varðveiti okkur hvert og eitt og núna þegar við undirbúum Kristmessu, skulum við sýna hvort öðru kærleika (sem og alltaf) og gefa ekki óvininum færi á okkur til þess að nota okkur í sínu stríði við samfélag Krists.

 

jesu_ber_okkur.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Flottur pistill í kjölfarið á síðasta pistli hjá þér. Tek undir með þér.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Linda

Takk Rósa mín, ég skrifa bara frá hjartanu eins og þú veist. 

Knús til þín :)

Linda, 28.11.2009 kl. 00:28

3 Smámynd: Odie

Þá eigið þið erfiða daga framundan.  Það er svo margt sem ykkur er sagt að gera samkvæmt ritningunni.

20En ef það reynist satt, og sönnur verða eigi á það færðar að stúlkan hafi hrein mey verið,
  21þá skal fara með stúlkuna að húsdyrum föður hennar, og borgarmenn skulu lemja hana grjóti til bana, því að hún hefir framið óhæfuverk í Ísrael, með því að hórast í föðurgarði. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér. (Fimmta bók Móse 22:20-21)
 

Odie, 28.11.2009 kl. 22:17

4 identicon

Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband