Til presta

gabriel-visits-mary.jpgNúna þegar það dregur nær að við höldum upp á Kristmessu hér á landi sem og í öðrum "Kristnum löndum" langar mig að minna presta á að hafi þeir ekki trú að Jesú hafi verið getin af Heilögum Anda, að móðir hans hafi verið hreinmey ung og saklaus stúlka, ættu viðkomandi prestar að taka af sér kragann og sinna sinni sönnu köllum sem er t.d.  trúarbragðafræði. 

Hafir þú ekki ekki trú fyrir þessu einstaka kraftaverki getur þú ekki verið þjónn Guðs, því þú afneitar Guði sjálfum sem kom í manslíkan sem Jesú Kristur, hann fæddist af jómfrú var syndlaus frá getnaði til upprisu.  Hafir þú hinn minnsta vafa um um trú þína taktu þér tak, hafðu hugrekki til að yfirgefa brauðið og gefa öðrum sem hafa sanna trú tækifæri að sinna þeim sem sækjast af öllu hjarta í Guð almáttugan. 

Er ég harðorð í  orðum mínum, það má ef til vill svo vera, en eitt er víst, að ég hef upplifað siðferðisbrest prests hér á landi og var ég þá ung að aldri. Ég líka  hef sé misbrest í þjónustu Biskupsstofu við sóknarbörn í samskonar máli og ég kalla eftir siðferðislegri vakningu innan kirkjunnar, heiðarleika í starfi og í framkomu. 

Sem prestar eruð þið hvorki betri eða verri en við, hinsvegar sem prestar Krists á þessari jörðu, ber ykkur að efast ekki um neitt sem að honum kemur, siðferði ykkar þarf að vera öllum framar, og hafið þið þetta ekki í ykkur, ber ykkur að leggja frá ykkur kraga og hempu.

Kristmessa mun innan tíðar vera haldin hátíðleg í okkar þjóð, Aðventan mun kalla á undirbúning, bæði með föstu og hátíðarbrag.  Það er kominn tími að fólkið taki trú sína og hrópi eftir sannri köllun presta til þjónustu.  Þetta er ekki bara starf, þetta er lífstíll, þetta er köllun, hafir þú ekki köllun....

Læt þetta duga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel gert Linda mín, ég hef einmitt verið að fjalla um svipað efni á eyjublogginu mínu. Þar kemur fram hvað er ætlast til af prestum þjóðkirkjunnar af þjóðkirkjunni sjálfri, kíktu á tilvísuna úr "Kirkjan Játar" sem ég setti inn, það útskýrir hvaða kröfur það eru sem eru gerðar til presta innan þjóðkirkjunnar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.11.2009 kl. 00:08

2 Smámynd: Linda

Takk Haukur minn, ég kíki á það :) og takk fyrir innlitið.

Linda, 25.11.2009 kl. 01:48

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín

Ekki fannst mér þú verða harðorð.  Mér finnst hræðilegt þegar fólk vígist til prestþjónustu og það trúir ekki því sem það ætlar að vinna við. Ég vil að prestar trúi á  Jesú Krist og geri hann að leiðtoga lífs  síns í orðsins fyllstu merkingu. Lámark að trú því sem þau eru að starfa við.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.11.2009 kl. 10:07

4 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þessu er ég sammála. Afi minn var lengi formaður KFUM og K á Akureyri og lagði mikið upp úr réttri lúterskri kenningu kirkjunnar. Honum hefði heldur betur brugðið væri hann á lífi og sæi þá vantrú sem kemur frá sumum prestum í dag.

Eins á kirkjan að fara sem mest eftir játningum hinnar Lútersku kirkju. Hafi t.d. kenningar Lúterska heimssambandsins breyst varðandi þetta, vegna þess að fornari handrit af guðspjöllunum bendi til þess að hér hafi verið um oftúlkun að ræða, þá getur Þjóðkirkjan í heild fundað um málið og hugleitt endurskoðun kenninganna, út frá vel ígrunduðum fræðilegum röksemdum. 

En meðan engar sannanir hafa komið um málið og þessi kenning er það sem kirkjan játar, finnst mér fráleitt að prestar geti gengið fram í eigin efa um atriðið og boðað það sóknarbörnum sínum. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 25.11.2009 kl. 12:24

5 Smámynd: Linda

Takk Rósa og Bryndís mín, fyrir ykkar skoðun á þessu máli.  Guð blessi og varðveiti ykkur.

Linda, 25.11.2009 kl. 18:10

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.11.2009 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband