Til Hamingju Íslendingar, vonin er komin á ný með Lóunni :)

Aftur mun ég opna bloggið tímabundið, sakir þess að ég vil fá að tjá mig um þessar kosningar, mína afstöðu til vinstri þróunarinnar og hvers vegna sem Kristinn einstaklingur slíkt sé mér ásættanleg útkoma.

Ég er mikil stuðningskona hennar Jóhönnu hef alltaf verið það, fyrir mér hefur hún ávalt verið rödd þeirra sem minna mega sín í samfélaginu, hún hefur barist af ástríðu fyrir landann og oftar en einu sinni verið höfð að háði  fyrir ýmislegt sem var henni huglægt.  Þrátt fyrir það, er þessi kona í dag leiðtogi landsins okkar, já Guð er réttlátur Guð, hann þekkir sína og situr vörð um þá, hjarta hennar og einlægni er okkur til sóma.

Þrátt fyrir aðdáun mína á Jóhönnu þá var atkvæði mínu ekki auðveldlega kastað, eins og ætla mætti miðað við ofangreind skrif, já ég íhugaði VG, en afstaða þeirra til hinna ýmsu heimsmála var og er gjörsamlega óásættanleg í mínum huga, auk þess var fólk á þeirra lista sem ég get ekki afborðið, og læt þar við sitja.  Í þessum flokki þrátt fyrir sterkan og góðan mannúðaranda er líka öfgaandi sem er ógnvekjandi og þar með var málið í mínum huga afgreitt.

Ég vil þó hafa eitt á hreinu, við erum mörg sem erum í hinu trúaða samfélagi sem eru sama sinnis þrátt fyrir að hafa kosið samfó, þá er ég gjörsamlega á móti allri aðild í ESB.  Samfó má engan vegin ganga út frá því að þrátt fyrir þennan sigur, þá bendi slíkt til að landinn og allir sem kusu flokkinn vilji ganga inn í fyrrnefnt bandalag.

Svo í lokin, þá er ég nokkuð viss um, að VG og aðrir sem eru á móti aðild í ESB, munu standa vörð um slíkar viðræður, þjóðin mun fylgjast vel með og ástunda að læra meira um málið, og við munum ekki þegja um þau lönd sem sitja á hakanum innan ESB þrátt fyrir að vera aðildarríki, þau lönd sem eru á barmi fátæktar og kreppu þrátt fyrir aðild, sem hafa ekki ekki séð blómstrandi efnahag þrátt fyrir evruna.  Já það er margt að fylgjast með á komandi tímum.  

Ég vil benda fólki á vefin www.ossammala.is til að láta rödd sína heyrast.  Auk þess vil ég benda nokkrum samtrúuðum einstaklingum að þessar kosningar þýði ekki að við séum orðnir sovéskt Ísland, ahem Shocking.  Heldur erum við með sönnu orðið land sósíalismans sem er ekki það sama og vera land kommansWink.

Ég bið að Guð blessi þjóð okkar og leiði hana inn á veg réttlætisins og friðar, sem er honum þóknanleg.


mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það verður farið í aðildaviðræður við ESB, sem betur fer og svo kýs þjóðin um aðild eða ekki aðild.  Svona er þetta einfalt:).

Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.4.2009 kl. 13:32

2 identicon

Sammála með að aðildarviðræður ESB eiga að bíða þangað til að búið er að rannsaka hvað ESB er og sýna opinberlega fram á hvað þarf að breyta o.s.frv.

Það er rétt að núna erum við orðin meira socialism en capitalism og ég er mjög mikið á móti því.

Einkavæðing er betri en ríkisvæðing vegna þess eins að þjóðin á ekki að þurfa að borga fyrir eitthvað sem er ekki raunhæft.

Bara smá spurning, því ég þekki þetta blogg eiginlega ekkert, hver er hin hinsta ástæða þess að þú sért alltaf að loka á bloggið þitt. Segðu mér 100% sannleikann því ég er mjög hissa bara vegna þess að tjáfrelsi ríkir hér og það eiga allir að mega tjá sig og það á ekki bara að loka á blogg útaf því að maður er ósammála einhverju !FYI!

hfinity (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 14:13

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega sama afstaða og ég er með, og pælingar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.4.2009 kl. 14:43

4 Smámynd: Linda

Sæl Bára mína, nákvæmlega :)

Sæll Haukur minn, nákvæmlega í takkt eins og fyrridaginn.

Sæll Heiðar, megin ástæða þess að ég loka blogginu mínu, er einfaldlega sú, að ég er  mjög svo á móti því að það sé hægt að googla mig, ég er afskaplega prívat persóna að eðlisfari, og heimurinn er farin að gægjast inn um gluggann hjá manni, ef svo má að orði komast, og það hefur komið fyrir að mínar pælingar falla ekki í kramið hjá öfgamönnum.   Vona að þetta svari þér. :)

bk.

Linda.

Linda, 26.4.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband