Þrællinn

Það tók engin eftir því þegar hún yfirgaf hús Pílatusar, enda var hún þræll eiginkonu Pílatusar og hafði vegna þess aðeins meira frelsi en aðrir í húsinu sem voru lægra settir.  Frúin hafði lagt sig sakir höfuðverks og streitu út af erfiðu máli sem maður hennar þurfti að dæma í, og það gaf Rakel tækifæri til þess að komast frá í einhvern tíma, smá frelsi í nauð.

Hún var klædd eins og flest lágstéttar fólk í Jerúsalem, það var betra til þess að komast ferða sinna, því þrátt fyrir að vera þræll, þá var hún háttsett og klæðaburður hennar var samkvæmt hennar stöðu í húsi Pílatusar, en í dag, fór hún frá eina heimilinu sem hún hafði þekkt, klædd að hætti Gyðingakvenna af lægri stéttum, það hentaði vel, því ekkert var tekið eftir henni.

Hún var að skoða muni hjá skransala þegar hún varð fyrst vör við hrópin og köllin, grátur og angist hljómaði og skar djúpt inn í sálu hennar, slík var þjáning fólksins, hún þorði varla að snúa sér við til að sjá hvað var um að vera, en gerði það eins og knúin til þess, hægt og rólega snéri hún sér í áttina að mannþvögunni.

Það sem hún sá bar hana nær ofurliði, maðurinn var svo illa barinn að það sást vart í húðlit fyrir blóði, á höfði hans var þyrnikóróna sem sat svo þétt á höfði hans að blóðdropar láku niður andlit hans, um herðar hans var fjólublá skikkja, sem gat ekki hulið hvað hafði verið gert honum, blóð hans lak við hvert þjáningar fótspor sem hann tók. Á öxlinni bar hann þungann og stóran kross, hann var beygður og að þrotum komin, augu hann full af þjáningu, en samt ógurlegum kærleika til þeirra sem hann leit á.  

Rakel gekk í áttina til hans og rétti út höndina eins og til að segja ég er hér leyfðu mér að hjálpa þér, hún vissi vel að henni mundi verða hrint frá, augu hennar og mansins sem þjáðist svo, mættust um það sem virtist heila eilífð, og kærleikurinn sem skein úr augum hans til hennar  bugaði hana, hún fann hvernig tárin flæddu úr augum hennar og máttur fór úr hnjánum, svo hún kraup með útbreiddan faðminn, eins og til þess að segja komdu til mín ég skal hjálpa þér, sinna þér.

Það næsta sem Rakel vissi var það að maður reisti hana við og hjálpaði henni að standa í fæturna í þvögunni, hún leit á manninn, andlit hans var afmyndað af sorg, tárin flæddu í stöðugum straumi niður kynnar hans.  Hún spurði hann, "hver er þessi maður sem ber krossinn, sem er svo særður að engin ætti að geta borðið það sem hann ber"?  Maðurinn svaraði, "Þetta er Jesú frá Nasaret".  Hvað hefur hann gerst sekur um spurði hún?  Maðurinn var þögul um stund, og svaraði síðan "ekkert".  Rakel horfði á hann forviða og svo aftur á manninn sem hún núna vissi til nafns.

Þau gengu sem næst Jesú, fylgdu honum hvert angistarfullt spor sem hann tók, og þegar komið var til Golgata, stóðu þau og horfðu á þegar hann var lagður á krossinn, þegar nöglum var barið inn í hold hans, hendur og fætur, þau sáu þegar krossinn var reistur við, og þau sáu blóðið flæða niður á jörðina eins og lítil rauð á.  Konur stóðu sem næst honum og grétu sárum tárum, ein stóð aðeins til hliðar með ungum manni, tárin runnu og hendur hennar héldu um hjartastað, angist og friður börðust um á andliti hennar.

Maðurinn sem stóð við hlið Rakel sagði henni að þetta væri móðir Jesú.  Rakel gat ekki ímyndað sér þjáningu hennar, að horfa á barn sitt krossfest.  Allt í einu sá hún varir Jesú hreyfast og móðir hans og ungi maðurinn með henni tóku utan um hvort annað og kinkuðu kolli.  

Svo skók jörðin, himininn varð svartur sem nótt, rigning, eldingar og rok skáru alla sem þarna stóðu inn að merg, jafnvel náttúran kveinaði í angist þegar Jesú tók sinn síðasta andadrátt, augu hans lokuðust og þjáningin hvarf af andliti hans, en ekki þeirra sem stóðu við rætur krossins, engin, hvorki þræll, eða frjáls, Rómverji eða Gyðingur voru lengur í efa um hver hann var.

Rakel snéri sér að manninum sér við hlið og spurði er þetta hann, er þetta sá sem forfeðurnir spáðu um, hún var áköf í röddinni, er þetta sá sem afi minn sagði mér frá.  Maðurinn horfði á hana um stund og sagði já "þetta er Drottinn" þetta er frelsari heimsins, og ég heiti Pétur og ég afneitaði honum í þrígang, og mun aldrei gera slíkt aftur.  Hann snéri sér síðan frá Rakel án þess að segja meira og gekk í burt.

Rakel ætlaði að fylgja honum, þegar hönd er lögð á öxl hennar, og mjúk rödd spyr, hvað ertu að gera hér Rakel?  Án þess að snúa sér við, því hún þekkti röddina, svaraði hún, ég veit það ekki, en ég gat ekki gert annað en fylgt þessum manni og ég vil læra meira um hann.  Kona Pílatusar tekur þræl sinn og leggur utan um hana handleggi sína og segir, vert þú frjáls Rakel, fylgdu honum, lærðu það sem ég hef lært og um leið féll frá hálsi Rakelar, þræla bandið, og í hendur hennar lagði kona Pílatusar silfur henni til framdráttur og sagði, komdu til mín aftur frjáls þegar þú hefur lært um þennan mann, segðu mér allt sem þú lærir, viljir þú koma aftur í hús mitt, verður þú velkomin sem systir, þú hefur þjónað mér vel og þú verðskuldar frelsi.

Þegar Rakel ætlaði að snúa sér við var hún orðin ein og frjáls, frjáls til þess að velja að fylgja og fræðast um Jesú, hún gekk frá krossinum og líf hennar byrjaði upp á nýtt.

 

Saga Rakelar er eins og sagan á undan, bara úr mínum hugarheimi.  Ég get enn og aftur sett mitt ímyndunarafl í snertingu við fólkið, vitnin, hina venjulegu, þeirra sem eru eins og við sjálf erum.  Jesú sagði leitið og þér munið finna, knýið á og það mun upplokið verða, það er okkar frelsi til að trúa. Með því að flétta upp í ritningunni Mattías 26 og 27 kafla, getið þið lesið um píslagöngu Krists.

Guð blessi ykkur og varðveiti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Glæsilegt Linda mín! Meira af þessu! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2009 kl. 19:37

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl mín kæra

Glæsilegt hjá þér.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband