Vitnin

Naómí og Jeremías sátu í stiganum sem lá að efri hæð heimili þeirra, þau vissu að þau ættu ekki að vera þarna, en, maðurinn sem gekk þarna inn fyrir stuttu með fylgjendum sínum var sá sem faðir þeirra og móðir töluðu svo mikið um og sögðu að þessi maður væri uppfylling orðsins.

Á neðri hæðinni sátu Maríurnar eins og þau kölluð þær ásamt fleiri konum, sem voru líka fylgjendur mannsins í herberginu á efri hæðinni.  Konurnar voru þöglar þeir vissu eitthvað meira en mennirnir, enda var móðir hans með þeim, þær borðuðu saman, hvísluðu sín og milli og báðu svo heitt, að sviti var á enni þeirra og tár runnu niður kinnar þeirra.

Naómí hafði sagti Jeremías þetta, þegar hún kom upp stigann og settist hjá honum.  Jeremías horfði á Naómí og sagði henni að mennirnir með Jesú væru reiðir og sorgmæddir í senn, því hann hafði sagt þeim að hann yrði svikinn þetta kvöld og sá sem mundi gera það sæti til borðs með þeim.  Naómí tók andköf af hneykslun, og hvíslaði svo hver mundi svíkja þennan yndislega mann.  Jeremías vissi ekki svarið, hann náði ekki öllu sem Jesú sagði.

Allt í einu heyrðu þau Jesú segja við Pétur að hann mundi líka svíkja hann áður en öllu yrði yfir lokið, að haninn mundi gala í tvígang og í þrígang mundi Pétur neita að hafa þekkt Jesú.  Pétur varð forviða yfir þessum orðum Jesú, rödd hans barst niður stigaganginn til barnanna, og þau heyrðu harminn í rödd hans og já líka reiði.

Naómí horfði á bróður sinn, og hún hvíslaði ég er hrædd, ég líka sagði Jeremías, því þau skildu ekki.  Allt í einu er hurðinni hrundið upp og áður en þau gátu forðað sér sáu þau einn af lærisveinum Jesú rjúka út um dyrnar, andlit hans var rautt og sveitt, augu hans reið og sorgmædd í senn.  Hann hljóp fram hjá þeim.  þegar þau litu aftur í átt að herberginu sáu þau Jakob horfa á þau, hann brosti blítt til þeirra og lokaði hurðinni, svo ekki heyrðu þau neitt meira um það sem þar fór fram.  

Þau fóru niður til foreldra sinna og sátu hjá þeim, þungi hvíldi yfir húsinu, sorgin og óttinn var nærri því áþreifanlegur. Þegar hurðin á efri hæðinni opnaðist, risu Maríurnar og hinar konurnar á fætur, þruskið í stiganum gaf til kynna að allir mennirnir væru að koma niður, fyrstur þeirra var Jesú, hann kom horfði á móðir sína og brosti blítt og hún einfaldlega kinkaði kolli.  Að því loknu kvaddi hann foreldra barnanna og blessaði húsið, um leið varð eins og sorgin og óttinn hyrfi og friður hvíldi yfir heimilinu og litlu fjölskyldunni sem þarna bjó.  

Börnin horfðu á eftir Jesú og fylgjendum hans og vissu að þarna fór sá sem var uppfylling orðsins.  Ástæðan fyrir sorginni og óttanum sem hafði fyllt húsið varð þeim ekki ljós fyrir enn  seinna, en það er e.t.v. önnur saga.

Það sem er skrifað hér fyrir ofan er einfaldlega úr mínum hugarheimi, ég var að ímynda mér hvernig þetta hefði geta verið fyrir þá sem ekki voru í innsta hring frelsarans en voru samt mikilvæg í hlutverki sínu svo uppfylling spádómanna yrðu að veruleika.  Ég sé þetta skírt fyrir mér svona, hver veit nema að það hafi verið eitthvað þessu líkt í bakrunninum þetta kvöld, venjulegt fólk, börn sem urðu vitni af ástæðunni sem við minnumst ár eftir ár þegar við minnumst síðustu kvöldmáltíðarinnar á skírdag og þegar við göngum til altaris.   Guð blessi ykkur og varðveiti. Ég þakka ykkur fyrir að lesa þessa og færsluna sem á undan fór. 

Hægt er að lesa um þennan dag með því að flétta upp í Matthías 26 kafla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Afspyrnu vel skrifað Linda, og boðskapurinn samkvæmt því!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 12:35

2 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Svona túlkun kemur manni betur í tengsl við raunveruleika þess sem átti sér stað. Mjög góð saga hjá þér.

Bryndís Böðvarsdóttir, 9.4.2009 kl. 12:52

3 Smámynd: Linda

Takk kæru vinir, ég mikils að ykkur þótti þetta forvitnileg sýn á þennan dag.  Knús á ykkur bæði.

Linda, 9.4.2009 kl. 19:06

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Vonin mín.

Svakalega flott skáld. Á ekki bara að fara að leggja þetta fyrir sig? Ég setti inn færslu í gær og einnig í dag.

GLEÐILEGA PÁSKA.

Guð veri með þér og þínum.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 19:24

5 Smámynd: halkatla

Þetta er mjög falleg (og góð) saga Gleðilega páska

halkatla, 9.4.2009 kl. 20:41

6 Smámynd: Linda

Sæl Rósa mín, ég hef þegar skrifað barnasögu en ég er svo óttalega skrítin, hef ekki sent hana lengra en á Hauk hahah jú og mömmu.  Ég veit nú ekki hvort ég sé gott skáld, en ímyndunaraflið á ég gnógt af.

Knús og guð blessi þig.

Sæl Anna mín, þakka þér fyrir þína athugasemd. Ég fer  eiginlega bara hjá mér, en jú hef gaman að fá svona jákvæð viðbrögð.  þessi kom beint frá Guði og hafði ég ekki við að svara símanum meðan ég kom henni hér inn. Svona virkar þetta stundum.

Knús og Guð blessi þig .

Linda, 9.4.2009 kl. 20:55

7 Smámynd: Linda

Bloggið mitt verður opið tímabundið yfir Páskanna.  En kemur ekki fram sem auglýst nema á fésinu :)

Linda, 9.4.2009 kl. 21:04

10 Smámynd: Linda

Awww en sætar myndir, þessi síðasta minnir óneitanlega á hann Pippinn minn

Linda, 9.4.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband