Af hverju þessi von?

Vonin í hverju fellst hún? Ég get vitanlega bara talað út frá mínum huga og sannfæringu.  Gyðingar t.d. bíða ennþá í von um að frelsarinn fari að fæðast og leysi þá undan því oki sem þeir bera.  Kristnir hinsvegar hafa fengið þessa von í vöggugjöf ef svo má að orði komast, fyrir það eitt að hafa tilheyrt hopi manna sem kölluðust heiðingjar á sínum tíma. 

Á hvað vonar þá Kristin persóna í dag, þar sem frelsarinn er þegar komin.  Við vonum á hann, við biðjum til hans, við lesum ritninguna með hugarfari fyrir kennslu, áminningu og hugleiðslu orðsins, við sem trúum á Jesú, eigum von í honum, eigum von á eilíft líf, eigum von að hann leiði okkur í gegnum þetta líf, ekki af því hann lofaði að það yrði auðveld ganga, heldur vegna þess að við einfaldlega elskum hann og viljum vera með honum, það er okkur nóg.  Við leggjum okkar veraldlegu áhyggjur og byrðar á við fætur Guðs, við vitum að hann mun leiða okkar veraldlega byrði til lausnar, í hans vilja, og hans vilji fyrir okkur er ekki alltaf augljós, stundum þurfum við að líta til baka til að sjá hvernig hann tók á okkar bænum og málum.

Verið því hughraust í trúnni, það skiptir ekki máli hvort þú sért Jón eða séra Jón, Guð fer ekki manngreinarálits, samanber ritningunni, hann vill einfaldlega þinn félagsskap og það er allt of sumt.

Njótið dagsins í dag.  

1. Um manngreinar álit Pet 1:17

2. Nokkur vers hér á eftir sem tala um heiðingjanna, og hvers vegna við fengum boðskapinn.

 



  

   Lúkasarguðspjall 21:24
24Menn munu falla fyrir sverðseggjum og verða herleiddir til allra þjóða og framandi þjóðir munu fótum troða Jerúsalem þar til tímar heiðingjanna eru liðnir.

  

   Postulasagan 13:46
46Páll og Barnabas svöruðu þá einarðlega: „Svo hlaut að vera að orð Guðs væri fyrst flutt ykkur. Þar sem þið nú vísið því á bug og metið sjálfa ykkur ekki verða eilífs lífs, þá snúum við okkur nú til heiðingjanna.

  

   Postulasagan 18:6
6En er þeir snerust gegn honum og fóru að lastmæla hristi hann dustið af klæðum sínum og sagði: „Þið getið sjálfir ykkur um það kennt að þið farist. Ekki er mér um það að kenna. Upp frá þessu fer ég til heiðingjanna.“

  

   Postulasagan 21:19
19Páll heilsaði þeim og lýsti síðan nákvæmlega öllu sem Guð hafði gert meðal heiðingjanna með þjónustu hans.

 

 Rómverjabréfið 9:30
30Hvað skal um þetta segja? Heiðingjarnir, sem sóttust ekki eftir réttlæti, hafa öðlast réttlæti - réttlæti af trú.

  

   Rómverjabréfið 11:13
13En við ykkur, heiðingjar, segi ég: Nú er ég einmitt postuli heiðingja og þá þjónustu vegsama ég.

  

   Rómverjabréfið 11:25
25Ég vil, bræður mínir og systur, að þið varist að ofmeta eigið hyggjuvit. Því vil ég að þið þekkið þennan leyndardóm: Nokkur hluti Ísraels er forhertur orðinn og það varir uns allir heiðingjar eru komnir inn.

  

   Rómverjabréfið 15:9
9en heiðingjarnir vegsami Guð sakir miskunnar hans eins og ritað er: „Þess vegna skal ég játa þig meðal heiðingja og lofsyngja þínu nafni.“

  

   Rómverjabréfið 15:10
10Og enn segir: „Fagnið, þið heiðingjar, með lýð Guðs

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Linda mín.

Svo sannarlega er gott að vera Kristinnar Trúar og þessi pistill þinn er kærkomin fræðsla inn í daginn fyrir okkur.

Guð blessi þig.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 05:49

2 identicon

Vonin er yndisleg.Að lifa án vonar er ömurlegt líf.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 10:24

3 Smámynd: Flower

Falleg færsla að lesa á sunnudagsmorgni.

Flower, 7.12.2008 kl. 10:33

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

amen.Er þér hjartalega sammála við snobbum ekkert fyrir guði,hann bara hefur engann áhuga og elskar okkur án skilyrða.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 7.12.2008 kl. 12:23

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Vonin mín.

Takk fyrir þennan pistil. Ég er svo glöð að Guð almáttugur fer ekki í manngreiningarálit. Hann meira að segja elskar mig Rósu.

"Hann, sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum?" Róm. 8:32.

Guð gaf sinn eingetinn son til að vinna lausnarverk fyrir mig.

Ó þá náð að eiga Jesúm.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.12.2008 kl. 17:03

6 Smámynd: Linda

Sæll Þórarinn, þakka þér þín hlýlegur orð.

Sæl Birna mín, mikið er ég sammála.

Flower mín, en gott að vita, það er það sem skiptir mig öllu máli, að ég fái að gleðja.

Sæll úlli minn, mikið rétt.

Elsku Rósa mín.  Guð er bestur, og mín bæn er sú að allir fái að upplifa hann.

Knús á ykkur öll elsku vinir.

Linda, 7.12.2008 kl. 18:01

7 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Linda !

 MJög góð færsla hjá þér, Guð blessi þig sem Orðsins bloggari.
Kær kveðja.
Helena

Helena Leifsdóttir, 7.12.2008 kl. 19:19

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alveg frábær færsla fyrir mig Linda! Takk fyrir það. Líð frekar á mig sem sannan heiðingja með fulla og ótakmarkaða virðingu og auðmýkt fyrir Guði, Jésú Kristi og sérstaklega trúuðu fólki. Mér líkar betur við trúað fólk að þeaðltali enn ekki trúað.

Svona er staðan í daga. Ég sit og skrifa og og í sömu stofu sem er soldið stór, er altari, Búddaaltari. Ég hef beðið þar nokkrum sinnum. Soldið oft á tímabilum. Og lít á mig sem heiðingja...af því ég er það...

Altarið er ótrúlega fallegt og hluti af daglegu lífi. Allir gestir sem koma hér, ganga fyrst að altarinu og votta því virðingu sína og svo heilsa þeir fólki...

....ég er alveg ferlega ánægður með þetta, enn ég á auðvelt með að lesa kristni að allt sé bannað og Guð verður reiður...bara eigin sektarkennd...held ég..

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 06:04

9 Smámynd: Linda

Sæl Helena mín , þakka þér fyrir þín uppörfandi orð

Linda, 8.12.2008 kl. 10:58

10 Smámynd: Linda

Sæll Óskar minn, það er viss hreyfing í gangi, innan trúarinnar, sem fellst í því að ganga í hreina trú og vilja Krist, fara í frumkirkjuna til að leiða nútíma kirkju, slíkt er t.d eins og mín Kirkja er að gera, sem hefur stofnað það sem er kærleikssjóður, slíkt er til stuðnings þeim safnaðarmeðlimum sem eiga við sárt að binda, að hjálpa okkur að hjálpa þeim sem á því þurfa.  Trúin á Jesú eru ekki sérlega flókin, hún er fyrir alla, og hún snýst um kærleika og aga, aginn kemur með orðinu og svo frá okkar innri manni sem sjálfkrafa fer að beita þessum aga, og þá er maður orðin frjáls, það er mjög indæl tilfinning að vera frjáls í Guði.  Ég er enn að læra þetta.

Gakktu á Guðs vegum Óskar minn, og hafðu það sem allra best.

kv.

Linda.

Linda, 8.12.2008 kl. 11:03

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Æðisleg grein Linda!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 11:30

12 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Já svo sannarlega leiðir Guð okkur áfram og kennir okkur.

Þetta er eins og þegar að við kennum börnunum okkar, við kennum þeim hvað er þeim fyrir bestu og við gerum það í kærleika því að við viljum að þeim vegni vel í lífinu.

Þannig er Guð við okkur, hjálpar okkur að losa okkur undan syndum sem leiða okkur í glötun og frelsar okkur undan þeim, hann kennir okkur að lifa.

Lifa í von og kærleika, kennir okkur að lifa betra lífi.

Ég hugsa stundum til þess hvernig líf mitt væri án Drottins og ég bíð bara ekki í það. Ég er ævarandi þakklát Guði fyrir að hafa frelsað mig og elska mig

Unnur Arna Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 12:20

13 Smámynd: Linda

Takk fyrir það Haukur minn.

Linda, 8.12.2008 kl. 12:22

14 Smámynd: Linda

Sæl Unnur Arna og innilega þakkir fyrir innlitið og þína frábæru athugasemd, ég er þér svo innilega sammála.  Ég fer á samkomu reglulega núna og fyrir mig hefur það opnað hjartað mitt og leitt mig í frið og náð sem er að finna hjá Guði, auk þess gefur mér það gleði að gefa Guði tíma minn, með bæn og samkomu.

Hjartað er svo fljótt að forherðast þegar við stundum ekki samveru með Guði hvort sem það eru samkomur eða prívat samvera með honum.  En um leið og við förum að biðja og ganga með honum þá verður allt svo bjart, þó erfitt sé.  Hversu yndislegt er það.  

Gangan með Guði er svo mikil blessun fyrir mig, og ekki síst vegna þess að ég er að kynnast svo mörgu nýju og yndislegu fólki.

Guð blessi þig og varðveiti.

Linda, 8.12.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband