Betur væri að þú væri annaðhvort kaldur eða heitur

engil með lúthurSvo segir í Opinberunarbók ritningarinnar. Hvað er átt við með þessu, gætir þú spurt? Það er mjög einfalt ræktir þú ekki trú þína á Jesú, samkomur og samfélag trúaðra af öllu hjarta, sál og hug, er betra fyrir þig að vera gjörsamlega Kaldur í trúnni,(hjartað forherðist) því á dómsdeigi mun dómarinn samkv. Op 3:15-16 "skyrpa þér úr munni sér".

Að lesa ritninguna, er að tengja sig við almættið, að stunda samkomur(ef þú hefur færi á) og samfélag trúaða er þér til halds og trausts. (verðum að efla heimsóknir til þeirra sem komast ekki á samkomur) Með Guði er allt mögulegt, í kirkjum sem trúa þessu er öflugt safnaðarstarf og ekki síst öflugt hjálparstarf, þeim sem minna mega sín.  Sumir söfnuðir eru betri en aðrir að sinna þessu starfi, aðrir eru að byrja að efla þetta starf og svo eru þeir söfnuðir sem hafa sinnt þessu starfi í mörg ár, eins og Hjálpræðisherinn og Þjóðkirkjan.  

Hvers vegna er ég að skrifa um þetta núna?  Svarið er í raun sára einfalt, því það er þörf á því.  Það eru öfl í landi okkar sem tala gegn Þjóðkirkjunni (að hún sé Trölli og komi til að skelfa og hrella blessuð börnin m.a.) og skipulögðum trúarbrögðum, þessi öfl telja sig vera tala fyrir þjóð vora og vilja ekki til hugsa hvað þá heyra að kirkjan gerir góða hluti. 

Hlustir þú á þessi öfl á sama tíma og þú  telur þig hafa þína barnatrú, á meðan ráðist er á  ritninguna í greinum frá þeim,(þegir hljóðan) í beinum orðum frá þeim, þá ertu því miður á handriði trúarinnar hvorki heitur né kaldur, heldur volgur.(við eigum að forðast þann er gerir lítið úr orði Guðs)  Við verðum að muna að Jesú sjálfur er þeim sem trúa, sem klettur, traustur, staðfastur og já áþreifanlegur.  Hann biður þig um einskins meira en það að þú verður í honum og leyfir honum að vera í þér.

" En af því að þú ert hálfvolgur, hvorki heitur né kaldur, mun ég skyrpa þér út af munni mínum"

finnst þér þetta vera full harður dómur af þeim sem er talað um að fyrirgefi allar syndir og umberi allt fyrir þína hönd.  Kannski ef þú horfir á þetta frá sjónarhorni hans, Drottins okkar Jesú Krists.

1.  Hann fæddist til að frelsa þig

2.  Hann fór fram á að þú tryðir því að hann væri sonur Guðs

3.  Hann var krossfestur til þess að taka á sig syndir heimsins

4.  Hann fór til heljar fyrir þig.

5. Hann reis síðan upp frá dauðum

6. Fyrir blóð hans og benjar, stendur hann fyrir framan þig, og biður fyrir þér á himni, hann tekur á sig hverja synd sem þú fremur.

Þegar þú skoðar allt þetta, er það ekki besta mál að Drottinn hafi kröfur til þíns lífs, að þú farir eftir hans vilja að þú fylgir honum, að þú gerir allt sem á þínu valdi stendur til að taka afstöðu með honum í einu og öllu, að þú sýnir í  orði og gjörðum að hann sé frelsari þinn, að þú játir hann fyrir heiminum, svo að hann geti játað þig fyrir Guði, að þú lætur ekki blekkjast af beiskum mönnum sem eru blindir og neita að sjá.

Guð hefur lofað að sjá fyrir þeim sem trúa á hann, sem eru heitir í trú, ritningin staðfestir þetta, ég stórlega efast að hann hafi sérstakan áhuga á okkur sem kjósum að sitja hálfvolg á grindverki sem við köllum lífið okkar, nema auðvitað að við snúum okkur frá syndugu líferni og lifum samkvæmt vilja hans fyrir okkar líf, verðurm heit..

Ef Guð er með okkur hver er þá á móti okkur segir í Rómverjabréfi 8:31 versi.  Hver er á móti þér? Hafa þessi öfl eitthvað í Guð?, barátta okkar eru ekki við völd þessa heims heldur við ill öfl, öfl frá djöflinum sjálfum, já ég sagði djöflinum, það er kominn tími til að við fyrirverðum okkur ekki fyrir Guðs orð, fyrir Jesú, heldur stöndum upp sterk og heit og látum gott af okkur og leiða og látum ekki glepjast af græðgi, hæðni og fáfróðum einstaklingum sem skilja ekki það sem er gott og fallegt.

Verum óhrædd að tala út orð Guðs, verum óhrædd við að viðurkenna hann, stöndum á klettinum sem er Drottin Jesú sonur Guðs.  Komum út úr trúarskápnum og tökum afstöðu með honum sem tók og tekur enn afstöðu með okkur.

Hér á eftir eru ritningarvers. Njótið þeirra og íhugið.  Standið upp og verið talin með Guði, Jesú og Heillögum anda, það er bara aðal málið og það eina skiptir máli.Jesú

1. Pétursbréf.

Lifandi von

3Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum 4og veitt oss óforgengilega, flekklausa og ófölnandi arfleifð sem yður er geymd á himnum. 5Kraftur Guðs varðveitir yður sem trúið til þess að þér öðlist hjálpræðið sem albúið bíður þess að opinberast á efsta degi.
6Fagnið því þótt þið nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum. 7Það er til þess að trúfesti ykkar, langtum dýrmætari en forgengilegt gull, sem þó er reynt í eldi, geti orðið ykkur til lofs og dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists. 8Þið hafið ekki séð hann en elskið hann þó. Þið hafið hann ekki nú fyrir augum ykkar en trúið samt á hann og fagnið með óumræðilegri og dýrlegri gleði 9þegar þið eruð að ná takmarki trúar ykkar, frelsun sálna ykkar.

Jeremia 17:

Traust til Guðs, ekki manna

5Svo segir Drottinn:
Bölvaður er sá sem treystir mönnum
og reiðir sig á styrk dauðlegra
en hjarta hans víkur frá Drottni.
6Hann er eins og nakinn runni í eyðimörk
og verður ekki hins góða var sem fram hjá fer.
Hann verður að búa í sviðnu landi í eyðimörkinni,
á óbyggilegri saltsléttu.
7Blessaður er sá maður sem treystir Drottni,
Drottinn er athvarf hans.
8Hann er sem tré, gróðursett við vatn
og teygir rætur sínar að læknum,
það óttast ekki að sumarhitinn komi
því að lauf þess er sígrænt.
Það er áhyggjulaust í þurru árferði,
ber ávöxt án afláts.

 

Júdasarbréf 1.

misnota náð Guðs

2Miskunn, friður og kærleiki margfaldist með ykkur.
3Þið elskuðu, mér var það ríkt í huga að rita ykkur um sameiginlegt hjálpræði okkar. En nú kemst ég ekki hjá því að skrifa og hvetja ykkur til að berjast fyrir þeirri trú sem heilögum hefur í eitt skipti fyrir öll verið í hendur seld. 4Nokkrir menn hafa laumast inn í söfnuðinn. Það eru óguðlegir menn sem misnota náð Guðs okkar til taumleysis og afneita okkar eina lávarði og Drottni, Jesú Kristi. Fyrir löngu var ritað um þann dóm sem biði þeirra. 5Ég vil minna ykkur á, þótt þið vitið það allt (lesa meira)

Krossfesting

 

Rómverjabréfið 10:9
9Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn, og trúir í hjarta þínu að Guð hafi upp vakið hann frá dauðum verður þú hólpinn.
  
   Fyrsta Jóhannesarbréf 2:23
23Hver sem afneitar syninum hefur ekki heldur fundið föðurinn. Sá sem játar soninn hefur og fundið föðurinn.
  
   Fyrsta Jóhannesarbréf 4:2
2Af þessu getið þið þekkt anda Guðs: Sérhver andi, sem játar að Jesús sé Kristur kominn sem maður, er frá Guði.
  
   Fyrsta Jóhannesarbréf 4:3
3En sérhver andi sem ekki játarJesú er ekki frá Guði. Hann er andkristsins andi sem þið hafið heyrt um að komi og nú þegar er hann í heiminum.

  
   Fyrsta Jóhannesarbréf 4:15
15Hver sem játar að Jesús sé sonur Guðs, í honum er Guð stöðugur og hann í Guði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vó, rosaleg grein! Takk Linda.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.11.2008 kl. 02:36

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Linda mín!

Af hverju eru svona mikið af textanum hálgerðar hótanir? Eða er ég að misskilja eitthvað?

Ég fer strax í varnarstöðu þegar mér er hótað. Þess vegna vil ég ekki lesa Biblíunna...t.d. bara um Jesú enn ekkert um Guð. Hann virðist eitthvað vanþroska miðað við soninn....ég vil ekki sjá Guðs blessun, bara Jésú blessun..treysti honum betur enn pabbanum...mér er alveg sama hvað hann hefur skapað mikið. Þetta er ofsalega ruglingslegt..

Óskar Arnórsson, 25.11.2008 kl. 09:17

3 Smámynd: Linda

Takk Haukur.

Takk Jósef

Sæll Óskar minn, já opinberunar byrjunin í sjálfu sér mætti sjá sem hótun, ég skil það, hinsvegar er búið að gelda Jesú svo mikið að dómara hlutverk hans er orðið að engu.  Hann fer ekki fram á mikið til þess að við verðum hólpin, eins og ég bendi á í greininni, en, hann hefur öðru starfi að gegna og það er það að við munum standa fyrir framan hann og föðurinn á hinsta deigi og vera dæmd af verkum okkar orðum og gjörðum, en eins og ég benti á að fyrir benjar hans og blóð stendur hann fyrir framan okkur og tekur á sig syndir okkar svo að faðirinn dæmi okkur ekki frá sér, svo að við fáum komist í lífsins bók, og hann biður okkur einfaldlega að að trúa á hann, að vera í honum, og leyfa honum að vera í okkur, að við segjum nei við löstum þessa lífs, leggjum okkur öll fram við að segja nei við löstum þessa lífs, svo hans blóð geti hulið syndir okkar, vegna þess að við iðrumst gjörða okkar og breytum, hátterni og hugerni, gerum í það minnsta heiðarlega tilraun til þess.  

Boðorðinn í sinni einföldu mynd, er t.d. efni sem gerir okkur kleift að skilja þessar körfur, að við gerum allt sem á okkar valdi stendur að hafa þau á hjarta okkar, því þegar allt er búið þá er það Jesú sem hefur borðið okkar syndir, það er lágmark að við reynum að lifa líferni þessarar aflausnar af trúrækni virðingu og okkur til blessunar. 

Jesu elskað svo heiminn að hann gaf líf sitt fyrir okkur.  Erum við of góð að gefa honum allt sem á okkar valdi stendur, þ.a.s. að við höfum gert allt sem á okkar valdi stendur til þess að reyna að vera eins og hann, að láta gott af okkur leiða, að syndga ekki gegn náð hans og frelsun.

bk.

Linda. 

Linda, 25.11.2008 kl. 14:59

4 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl Linda mín.
Vakna þú sem sefur þá mun Kristur lýsa þér kemur í huga minn þegar þú skrifar í fyrirsögnina " Betra þú værir annað hvort kaldur eða heitur" þessi orð segir Jesús við lifandi söfnuð,trúað fólk. Hann er í rauninni að segja hvort viltu, veldu Heitt eða Kalt ! Það er miklu auðveldara að vera kaldur því allt umhverfi og mannlíf er þannig stemmt gagnvart trúnni á Jesú. Það þarf vinnu og heilindi til að vera heitur og halda á sér hita. Hinsvegar erum við ekki ein  í þeirri vinnu, Heilagur andi biður fyrir okkur ( Róm 8;26 ). Að vera lífandi og heitur í trúarsannfæringu sinni er mikil blessun og gleði.

Góð færsla hjá þér.
Guð launi

Helena Leifsdóttir, 25.11.2008 kl. 15:49

5 Smámynd: Linda

Kæra Helena, þakka þér fyrir þín orð, þú er yndisleg viðbót við það sem ég er að reyna koma á framfæri.

Ég bið að Guð blessi þig og varðveiti.

Linda. 

Linda, 25.11.2008 kl. 16:03

6 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Þakka þér Linda, það er víst öruggt mál að betra er að gera Guðs vilja en manna.  Og hitt er líka alveg öruggt að Drottinn agar - EF við viljum beygja okkur undir agann.  Og í þessarri auðmýkt mætum við Elohim, bæði lambi og ljóni.  Þar er ekki hægt að velja sér "Jésúsa" eftir hentugleika hverju sinni.  Og okkur er líka lofað dómi á það hvort okkur tókst að vera heit eða köld.  Verði Hans vilji.

Ragnar Kristján Gestsson, 25.11.2008 kl. 17:11

7 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Ég var að hugsa um þetta áfram, þar sem Guð býr í okkur (við erum líkami Hans) og Hann ætlar sér að berjast með sverði munns síns (Opin 2.16) þá er eins gott að hitna og venjast því að vera heitur

Ragnar Kristján Gestsson, 25.11.2008 kl. 17:33

8 Smámynd: Linda

Sæll Ragnar, takk fyrir þína yndislegu athugasemd meðal annars þessari setningu sem er innblásin af Guði "Og í þessari auðmýkt mætum við Elohim, bæði lambi og ljóni.)

Verði hans vilji og ég bið að hann blessi þig og varðveiti.

bk.

Linda. 

Linda, 25.11.2008 kl. 17:36

9 Smámynd: Linda

hæ þú varst að skrifa á meðan ég svaraði fyrri athugsemd þinni. Víð þeirri síðari segi ég Amen og aftur Amen.

bk.

Linda. 

Linda, 25.11.2008 kl. 17:37

10 Smámynd: Kristín Ketilsdóttir

Þú ert ekki ein það er englaher sem umlykur þig

Kristín Ketilsdóttir, 25.11.2008 kl. 20:46

11 Smámynd: Linda

Vá takk Kristín, það gott að fá svona uppörfandi orð.

Guð blessi þig og geymi.

bk.

Linda. 

Linda, 25.11.2008 kl. 21:07

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó.

Innlitskvitt Það er nefnilega enginn svefnfriður

Við syngjum: Guð er ekki dáinn nei, hann er lifandi.

Breytum: Rósa er ekki dáin nei, hún er lifandi.

Þurfti bara að fara á smá flæking og þá fékk tölvan frí á meðan.

Megi almáttugur Guð varðveita þig frá IMBAKASSANUM

Shalom/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:06

13 Smámynd: Flower

Það eru gerðar til okkar miklar kröfur í biblíunni og það er bara þannig að hversu svo mjög sem við viljum standast þær þá er þetta svo miklu ofar okkar synduga eðli. Það er einfaldlega ævistarf að beygja vilja okkar fullkomnlega að vilja Drottins og venjulega er bara um smásigra að ræða. Eitt atriði hér og annað þar.

Það er held ég eina leiðin fyrir Guð að gera þetta smámn saman því að við myndum brotna algjörlega ef hann ætlaði að gera þetta í einu skrefi. Þar að auki lærum við meira á okkur sjálf með þessu mótinu, því betur sem við þekkjum veikleikana því betur gengur okkur að takast á við þá. Þetta er allavega mín reynsla.

Góð færsla hjá þér

Flower, 25.11.2008 kl. 23:37

14 Smámynd: Linda

Sæl Rósa mín, hélt að þú værir tröllum og Guðum gefin, það gleður mig óspart að sjá þig réttum megin við græna torfu hjá englum og mönnum. 

Sæl Flower, ég er þér innilega sammála.

kv.

Linda. 

Linda, 26.11.2008 kl. 00:41

15 identicon

Sæl Linda mín.

Það er nú svo að maður hrekkur  stundum við í lÍfinu og þá er gott að geta staldrað aðeins við og halda áfram að styrkja okkur í trúnni með degi hverjum.

Mér finnst mjög góð athugasemdin frá Flower,hún er mikið í ætt við það sem ég upplifi.

Maður vinnur sigra og stundum tapar maður og þegar það kemur fyrir  er um að gera að reiða sig á Drottinn vor Jesús Krist,amen.

Takk fyrir frábæra færslu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 00:50

16 Smámynd: Linda

Einmitt Þórarinn. 

hér hafa svo margir komið með góða punkta að ég er bara himinlifandi.

bk til allra sem hér hafa skrifað.

já ég er andvaka..(dæs)

Linda. 

Linda, 26.11.2008 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband