24.11.2008 | 20:57
Betur væri að þú væri annaðhvort kaldur eða heitur
Svo segir í Opinberunarbók ritningarinnar. Hvað er átt við með þessu, gætir þú spurt? Það er mjög einfalt ræktir þú ekki trú þína á Jesú, samkomur og samfélag trúaðra af öllu hjarta, sál og hug, er betra fyrir þig að vera gjörsamlega Kaldur í trúnni,(hjartað forherðist) því á dómsdeigi mun dómarinn samkv. Op 3:15-16 "skyrpa þér úr munni sér".
Að lesa ritninguna, er að tengja sig við almættið, að stunda samkomur(ef þú hefur færi á) og samfélag trúaða er þér til halds og trausts. (verðum að efla heimsóknir til þeirra sem komast ekki á samkomur) Með Guði er allt mögulegt, í kirkjum sem trúa þessu er öflugt safnaðarstarf og ekki síst öflugt hjálparstarf, þeim sem minna mega sín. Sumir söfnuðir eru betri en aðrir að sinna þessu starfi, aðrir eru að byrja að efla þetta starf og svo eru þeir söfnuðir sem hafa sinnt þessu starfi í mörg ár, eins og Hjálpræðisherinn og Þjóðkirkjan.
Hvers vegna er ég að skrifa um þetta núna? Svarið er í raun sára einfalt, því það er þörf á því. Það eru öfl í landi okkar sem tala gegn Þjóðkirkjunni (að hún sé Trölli og komi til að skelfa og hrella blessuð börnin m.a.) og skipulögðum trúarbrögðum, þessi öfl telja sig vera tala fyrir þjóð vora og vilja ekki til hugsa hvað þá heyra að kirkjan gerir góða hluti.
Hlustir þú á þessi öfl á sama tíma og þú telur þig hafa þína barnatrú, á meðan ráðist er á ritninguna í greinum frá þeim,(þegir hljóðan) í beinum orðum frá þeim, þá ertu því miður á handriði trúarinnar hvorki heitur né kaldur, heldur volgur.(við eigum að forðast þann er gerir lítið úr orði Guðs) Við verðum að muna að Jesú sjálfur er þeim sem trúa, sem klettur, traustur, staðfastur og já áþreifanlegur. Hann biður þig um einskins meira en það að þú verður í honum og leyfir honum að vera í þér.
" En af því að þú ert hálfvolgur, hvorki heitur né kaldur, mun ég skyrpa þér út af munni mínum"
finnst þér þetta vera full harður dómur af þeim sem er talað um að fyrirgefi allar syndir og umberi allt fyrir þína hönd. Kannski ef þú horfir á þetta frá sjónarhorni hans, Drottins okkar Jesú Krists.
1. Hann fæddist til að frelsa þig
2. Hann fór fram á að þú tryðir því að hann væri sonur Guðs
3. Hann var krossfestur til þess að taka á sig syndir heimsins
4. Hann fór til heljar fyrir þig.
5. Hann reis síðan upp frá dauðum
6. Fyrir blóð hans og benjar, stendur hann fyrir framan þig, og biður fyrir þér á himni, hann tekur á sig hverja synd sem þú fremur.
Þegar þú skoðar allt þetta, er það ekki besta mál að Drottinn hafi kröfur til þíns lífs, að þú farir eftir hans vilja að þú fylgir honum, að þú gerir allt sem á þínu valdi stendur til að taka afstöðu með honum í einu og öllu, að þú sýnir í orði og gjörðum að hann sé frelsari þinn, að þú játir hann fyrir heiminum, svo að hann geti játað þig fyrir Guði, að þú lætur ekki blekkjast af beiskum mönnum sem eru blindir og neita að sjá.
Guð hefur lofað að sjá fyrir þeim sem trúa á hann, sem eru heitir í trú, ritningin staðfestir þetta, ég stórlega efast að hann hafi sérstakan áhuga á okkur sem kjósum að sitja hálfvolg á grindverki sem við köllum lífið okkar, nema auðvitað að við snúum okkur frá syndugu líferni og lifum samkvæmt vilja hans fyrir okkar líf, verðurm heit..
Ef Guð er með okkur hver er þá á móti okkur segir í Rómverjabréfi 8:31 versi. Hver er á móti þér? Hafa þessi öfl eitthvað í Guð?, barátta okkar eru ekki við völd þessa heims heldur við ill öfl, öfl frá djöflinum sjálfum, já ég sagði djöflinum, það er kominn tími til að við fyrirverðum okkur ekki fyrir Guðs orð, fyrir Jesú, heldur stöndum upp sterk og heit og látum gott af okkur og leiða og látum ekki glepjast af græðgi, hæðni og fáfróðum einstaklingum sem skilja ekki það sem er gott og fallegt.
Verum óhrædd að tala út orð Guðs, verum óhrædd við að viðurkenna hann, stöndum á klettinum sem er Drottin Jesú sonur Guðs. Komum út úr trúarskápnum og tökum afstöðu með honum sem tók og tekur enn afstöðu með okkur.
Hér á eftir eru ritningarvers. Njótið þeirra og íhugið. Standið upp og verið talin með Guði, Jesú og Heillögum anda, það er bara aðal málið og það eina skiptir máli.
1. Pétursbréf.
Lifandi von3Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum 4og veitt oss óforgengilega, flekklausa og ófölnandi arfleifð sem yður er geymd á himnum. 5Kraftur Guðs varðveitir yður sem trúið til þess að þér öðlist hjálpræðið sem albúið bíður þess að opinberast á efsta degi.
6Fagnið því þótt þið nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum. 7Það er til þess að trúfesti ykkar, langtum dýrmætari en forgengilegt gull, sem þó er reynt í eldi, geti orðið ykkur til lofs og dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists. 8Þið hafið ekki séð hann en elskið hann þó. Þið hafið hann ekki nú fyrir augum ykkar en trúið samt á hann og fagnið með óumræðilegri og dýrlegri gleði 9þegar þið eruð að ná takmarki trúar ykkar, frelsun sálna ykkar.
Jeremia 17:
5Svo segir Drottinn:
Bölvaður er sá sem treystir mönnum
og reiðir sig á styrk dauðlegra
en hjarta hans víkur frá Drottni.
6Hann er eins og nakinn runni í eyðimörk
og verður ekki hins góða var sem fram hjá fer.
Hann verður að búa í sviðnu landi í eyðimörkinni,
á óbyggilegri saltsléttu.
7Blessaður er sá maður sem treystir Drottni,
Drottinn er athvarf hans.
8Hann er sem tré, gróðursett við vatn
og teygir rætur sínar að læknum,
það óttast ekki að sumarhitinn komi
því að lauf þess er sígrænt.
Það er áhyggjulaust í þurru árferði,
ber ávöxt án afláts.
Júdasarbréf 1.
2Miskunn, friður og kærleiki margfaldist með ykkur.
3Þið elskuðu, mér var það ríkt í huga að rita ykkur um sameiginlegt hjálpræði okkar. En nú kemst ég ekki hjá því að skrifa og hvetja ykkur til að berjast fyrir þeirri trú sem heilögum hefur í eitt skipti fyrir öll verið í hendur seld. 4Nokkrir menn hafa laumast inn í söfnuðinn. Það eru óguðlegir menn sem misnota náð Guðs okkar til taumleysis og afneita okkar eina lávarði og Drottni, Jesú Kristi. Fyrir löngu var ritað um þann dóm sem biði þeirra. 5Ég vil minna ykkur á, þótt þið vitið það allt (lesa meira)
Rómverjabréfið 10:9 Fyrsta Jóhannesarbréf 2:23 Fyrsta Jóhannesarbréf 4:2 Fyrsta Jóhannesarbréf 4:3 Fyrsta Jóhannesarbréf 4:15
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Íhugun, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:54 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Vó, rosaleg grein! Takk Linda.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.11.2008 kl. 02:36
Linda mín!
Af hverju eru svona mikið af textanum hálgerðar hótanir? Eða er ég að misskilja eitthvað?
Ég fer strax í varnarstöðu þegar mér er hótað. Þess vegna vil ég ekki lesa Biblíunna...t.d. bara um Jesú enn ekkert um Guð. Hann virðist eitthvað vanþroska miðað við soninn....ég vil ekki sjá Guðs blessun, bara Jésú blessun..treysti honum betur enn pabbanum...mér er alveg sama hvað hann hefur skapað mikið. Þetta er ofsalega ruglingslegt..
Óskar Arnórsson, 25.11.2008 kl. 09:17
Takk Haukur.
Takk Jósef
Sæll Óskar minn, já opinberunar byrjunin í sjálfu sér mætti sjá sem hótun, ég skil það, hinsvegar er búið að gelda Jesú svo mikið að dómara hlutverk hans er orðið að engu. Hann fer ekki fram á mikið til þess að við verðum hólpin, eins og ég bendi á í greininni, en, hann hefur öðru starfi að gegna og það er það að við munum standa fyrir framan hann og föðurinn á hinsta deigi og vera dæmd af verkum okkar orðum og gjörðum, en eins og ég benti á að fyrir benjar hans og blóð stendur hann fyrir framan okkur og tekur á sig syndir okkar svo að faðirinn dæmi okkur ekki frá sér, svo að við fáum komist í lífsins bók, og hann biður okkur einfaldlega að að trúa á hann, að vera í honum, og leyfa honum að vera í okkur, að við segjum nei við löstum þessa lífs, leggjum okkur öll fram við að segja nei við löstum þessa lífs, svo hans blóð geti hulið syndir okkar, vegna þess að við iðrumst gjörða okkar og breytum, hátterni og hugerni, gerum í það minnsta heiðarlega tilraun til þess.
Boðorðinn í sinni einföldu mynd, er t.d. efni sem gerir okkur kleift að skilja þessar körfur, að við gerum allt sem á okkar valdi stendur að hafa þau á hjarta okkar, því þegar allt er búið þá er það Jesú sem hefur borðið okkar syndir, það er lágmark að við reynum að lifa líferni þessarar aflausnar af trúrækni virðingu og okkur til blessunar.
Jesu elskað svo heiminn að hann gaf líf sitt fyrir okkur. Erum við of góð að gefa honum allt sem á okkar valdi stendur, þ.a.s. að við höfum gert allt sem á okkar valdi stendur til þess að reyna að vera eins og hann, að láta gott af okkur leiða, að syndga ekki gegn náð hans og frelsun.
bk.
Linda.
Linda, 25.11.2008 kl. 14:59
Sæl Linda mín.
Vakna þú sem sefur þá mun Kristur lýsa þér kemur í huga minn þegar þú skrifar í fyrirsögnina " Betra þú værir annað hvort kaldur eða heitur" þessi orð segir Jesús við lifandi söfnuð,trúað fólk. Hann er í rauninni að segja hvort viltu, veldu Heitt eða Kalt ! Það er miklu auðveldara að vera kaldur því allt umhverfi og mannlíf er þannig stemmt gagnvart trúnni á Jesú. Það þarf vinnu og heilindi til að vera heitur og halda á sér hita. Hinsvegar erum við ekki ein í þeirri vinnu, Heilagur andi biður fyrir okkur ( Róm 8;26 ). Að vera lífandi og heitur í trúarsannfæringu sinni er mikil blessun og gleði.
Góð færsla hjá þér.
Guð launi
Helena Leifsdóttir, 25.11.2008 kl. 15:49
Kæra Helena, þakka þér fyrir þín orð, þú er yndisleg viðbót við það sem ég er að reyna koma á framfæri.
Ég bið að Guð blessi þig og varðveiti.
Linda.
Linda, 25.11.2008 kl. 16:03
Þakka þér Linda, það er víst öruggt mál að betra er að gera Guðs vilja en manna. Og hitt er líka alveg öruggt að Drottinn agar - EF við viljum beygja okkur undir agann. Og í þessarri auðmýkt mætum við Elohim, bæði lambi og ljóni. Þar er ekki hægt að velja sér "Jésúsa" eftir hentugleika hverju sinni. Og okkur er líka lofað dómi á það hvort okkur tókst að vera heit eða köld. Verði Hans vilji.
Ragnar Kristján Gestsson, 25.11.2008 kl. 17:11
Ég var að hugsa um þetta áfram, þar sem Guð býr í okkur (við erum líkami Hans) og Hann ætlar sér að berjast með sverði munns síns (Opin 2.16) þá er eins gott að hitna og venjast því að vera heitur
Ragnar Kristján Gestsson, 25.11.2008 kl. 17:33
Sæll Ragnar, takk fyrir þína yndislegu athugasemd meðal annars þessari setningu sem er innblásin af Guði "Og í þessari auðmýkt mætum við Elohim, bæði lambi og ljóni.)
Verði hans vilji og ég bið að hann blessi þig og varðveiti.
bk.
Linda.
Linda, 25.11.2008 kl. 17:36
hæ þú varst að skrifa á meðan ég svaraði fyrri athugsemd þinni. Víð þeirri síðari segi ég Amen og aftur Amen.
bk.
Linda.
Linda, 25.11.2008 kl. 17:37
Þú ert ekki ein það er englaher sem umlykur þig
Kristín Ketilsdóttir, 25.11.2008 kl. 20:46
Vá takk Kristín, það gott að fá svona uppörfandi orð.
Guð blessi þig og geymi.
bk.
Linda.
Linda, 25.11.2008 kl. 21:07
Hæ og hó.
Innlitskvitt Það er nefnilega enginn svefnfriður
Við syngjum: Guð er ekki dáinn nei, hann er lifandi.
Breytum: Rósa er ekki dáin nei, hún er lifandi.
Þurfti bara að fara á smá flæking og þá fékk tölvan frí á meðan.
Megi almáttugur Guð varðveita þig frá IMBAKASSANUM
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:06
Það eru gerðar til okkar miklar kröfur í biblíunni og það er bara þannig að hversu svo mjög sem við viljum standast þær þá er þetta svo miklu ofar okkar synduga eðli. Það er einfaldlega ævistarf að beygja vilja okkar fullkomnlega að vilja Drottins og venjulega er bara um smásigra að ræða. Eitt atriði hér og annað þar.
Það er held ég eina leiðin fyrir Guð að gera þetta smámn saman því að við myndum brotna algjörlega ef hann ætlaði að gera þetta í einu skrefi. Þar að auki lærum við meira á okkur sjálf með þessu mótinu, því betur sem við þekkjum veikleikana því betur gengur okkur að takast á við þá. Þetta er allavega mín reynsla.
Góð færsla hjá þér
Flower, 25.11.2008 kl. 23:37
Sæl Rósa mín, hélt að þú værir tröllum og Guðum gefin, það gleður mig óspart að sjá þig réttum megin við græna torfu hjá englum og mönnum.
Sæl Flower, ég er þér innilega sammála.
kv.
Linda.
Linda, 26.11.2008 kl. 00:41
Sæl Linda mín.
Það er nú svo að maður hrekkur stundum við í lÍfinu og þá er gott að geta staldrað aðeins við og halda áfram að styrkja okkur í trúnni með degi hverjum.
Mér finnst mjög góð athugasemdin frá Flower,hún er mikið í ætt við það sem ég upplifi.
Maður vinnur sigra og stundum tapar maður og þegar það kemur fyrir er um að gera að reiða sig á Drottinn vor Jesús Krist,amen.
Takk fyrir frábæra færslu.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 00:50
Einmitt Þórarinn.
hér hafa svo margir komið með góða punkta að ég er bara himinlifandi.
bk til allra sem hér hafa skrifað.
já ég er andvaka..(dæs)
Linda.
Linda, 26.11.2008 kl. 04:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.