Blogghittingur og bland í poka - Slideshow.

Jæja það kom að því að það var smá blogghittingur hjá okkur trúuðu, Rósa okkar á heiðurinn að kalla okkur saman og við áttum góða stund á Cafe Milanó, sem er vitanlega bara kózy og góður staður að hittast. Margt var rætt og hlegið. Stundum var tekið létt á árinni, stundum þungt, en, eitt er víst að þarna er fyrirmyndar fólk á ferð sem gefur af sér skemmtilegan og góðan þokka, flesta var ég að hitta í fyrsta skipti, fyrir utan Guðrúnu, Rósu og ErlingSmile  Svo gaman að eignast nýja vini taka vinasambandið út fyrir bloggið. Ég vona að við gerum þetta aftur fljótlega og fleiri gefi sér tíma að koma að vera með.

Hópurinn var samansettur af fólki úr þjóðkirkjunni, Hvítasunnu, Bænahúsinu, Kærleikanum, Íslensku Kristkirkjunni og KFUK.

Hún Birna Dís gaf okkur svo yndislegt orð að ég má til með að deila því, það er úr Rómverjabréfi 12 kafla versi 2.

2Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.

Í áframhaldi vildi ég benda á kyrrðarstund hjá Íslensku Kristkirkjunni í Grafarvogi á þriðjudögum kl 20, endilega kíkið og leyfið ró og kærleika að fylla hjarta ykkar og sál.  Á Miðvikudögum er svo Bænahúsið með samverustund í húsi Kærleikansá bak við INNX í Faxafeninu sem byrjar kl 20, þar er líka hægt að kíkja og fá næringu fyrir sálina á þessum erfiðu tímum. Síðast en ekki síst, þá ætla ég að leyfa mér að taka af skarið og segja ykkur þau dásamlegu tíðindi að önnur Bænarganga verður farin frá Hallgrímskirkju þann 7 desember næstkomandi, beðið verður fyrir landi og þjóð og eru allir velkomnir. Aðstandendur mun auglýsa viðburðinn síðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

á myndunum má sjá, Rósu Aðalsteins, Árna Carol, Birnu Dís, Bryndísi Evu, Helgu Björk, Guðrúnu Sæm, Erling og svo ég.

Linda, 10.11.2008 kl. 17:40

2 Smámynd: Linda

Takk Erlingur, enda góður andi yfir þessum hóp.

Linda, 10.11.2008 kl. 17:41

3 identicon

Og frá Her .Takk fyrir samveruna

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:50

4 Smámynd: Linda

Sömuleiðis

Linda, 10.11.2008 kl. 17:54

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Mikið var gaman að hitta ykkur öll, þarna var sko öflug bloggkirkja í gangi

Guðrún Sæmundsdóttir, 10.11.2008 kl. 17:58

6 Smámynd: Linda

Takk Guðrún, þetta var bara frábær stund sem við áttum þarna saman.  Gott að ég komst þetta.

bk.

Linda.

Linda, 10.11.2008 kl. 17:59

7 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Yndislega hressandi að hitta ykkur kæru vinir, mæli með að þetta verði endurtekið, flottar myndir hehe knús á ykkur!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 11.11.2008 kl. 00:18

8 Smámynd: Linda

Hæ Bryndís mín, já yndislegar myndir af frábæru fólki.  Ég er viss um að þetta verður endurtekið.

Guð blessi alla hér sem lesa og skrifa.

Linda.

Linda, 11.11.2008 kl. 00:30

9 Smámynd: Árni þór

Þetta var gaman, enn betra að ég sé kominn með millinafnið carol en það er hluti af nafni konunnar minnar, hún heitir Carolyn, engar áhyggjur ég hef húmor fyrir þessu Betra þótti mér nafnið sem Rósa gaf mér, Árni Kærleikur

Árni þór, 12.11.2008 kl. 06:00

10 Smámynd: Linda

hæhæ Árni, obbosí, hehehe.  Gaman að sjá þig sömuleiðis.

bk.

Linda

Linda, 12.11.2008 kl. 14:02

11 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þakka þér fyrir sendínguna Kæra Linda, þetta er ómetanlegt. Þúsund þakkir

Kristín Gunnarsdóttir, 12.11.2008 kl. 16:35

12 Smámynd: Linda

Ekkert að þakka Kæra Kristín, Guð blessi þig og leiði.

Linda, 12.11.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband