Mikil hiti í fólki og undarleg stemming - Slideshow af uppátækinu

Ég hef aldrei farið á mótmæli áður, og mér tókst loksins að komast á þessi enda hefur slíkt staðið til í langan tíma.  Ástandið á bak við Alþingis húsið var á tíma frekar magnþrungið, það lá við að maður yrði troðin undir, náði nokkrum myndum þaðan. Hér fyrir neðan er þetta sem mætti kalla bland í poka frá mótmælum réttlátra


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölmiðungarnirn, krakkarnir á fjölmiðlunum fjalla bara um aukaatriðin og koma aðstandendum mótmælafundarins ekki við.

Leitið í þessum miðlum að því sem Einar Már sagði í sinni mögnuðu ræðu eða þá það sem Sigurbjörg Árnadóttir sagði um finnsku leiðina.

Finnið það hvergi því þessir fákunnandi og skilningslausu börn sem hafa það hlutverk að miðla fréttum geta ekki greint aukaatriðin frá aðalatriðunum.

101 (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: Linda

Ungi maðurinn á myndinni í T-skirtu með mynd af Dabba og striki yfir heitir Úlfar, myndar drengur   Svarthvíti hundurinn heitir Kolla, svo er einn grár því miður veit ég ekki nafnið á honum.  Svo eru tveir litlir þeir heita Bangsi og Herkúles.  Ég, Haukur og Rósa erum þarna á einhverjum myndum. Þetta var rosaleg stemming og fleiri þurfa að mæta.  Fullt af fólki samt, minnst 2000 held ég.

kv.

Sæll 101, ég er eitthvað slow í dag, en það sem þú skrifar er ekki að meika sense fyrir mér, ég ætla að melta það pínu.

bk.

Linda.

Linda, 8.11.2008 kl. 18:15

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Góðar myndir!! Komst ekki sjálfur á fundinn en vona svo sannarlega að fleiri mæti næst, það þarf tugþúsundir..ég geri allt til að mæta næst..

Guðni Már Henningsson, 8.11.2008 kl. 18:35

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta var ekkert smá rosalegt!!! Takk fyrir góðan dag Linda, og mun ég aldrei gleyma þessum ósköpunum!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.11.2008 kl. 19:13

5 Smámynd: Linda

Sæll og blessaður Guðni, takk fyrir það ,ég vona svo sannarlega að þú komist á næsta fund á laugardaginn í næstu viku kl 15.

Sæll Haukur minn, alveg sammála, þetta var rosalegt.

Linda, 8.11.2008 kl. 19:24

6 Smámynd: Linda

if þið eruð í vandræðum með að sjá myndirnar þá þurfið þið bara að virkja Flash player hjá ykkur eða fara í "tools" "manage add on" og svo "enable or disable add ons" velja enable.

bk.

Linda.

Linda, 8.11.2008 kl. 19:41

7 Smámynd: Flower

Góðar myndir hjá þér. Það veitir ekkert af fólki eins og þér sem segir frá mótmælunum og sýnir myndir, eitthvað sem fjölmiðlar virðast vera tregir að gera.

Flower, 9.11.2008 kl. 11:41

8 Smámynd: Linda

Takk Flower, það er sko alveg á hreinu að það má ekki tala um þetta, það á að vera eins og Íslendingar séu þægir og láti síðan bara vaða yfir sig án þess að gera nokkuð í því.  Það er skammarlegt. En staðrendin er sú að við mætum og við tökum myndir og við látum í okkur heyra, ég vona sem flestir sjái þessar myndir og tjái sig.

bk.

Linda.

Linda, 9.11.2008 kl. 13:14

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Linda þakka þér fyrir að birta þessar fínu myndir. Gaman að sjá Rósu og Hauk þarna.

Ég kemst líklega á næstu mótmæli, en þá verð ég í bænum.

Ríkisbeljan, RÚV, málgagn spilltra stjórnvalda og Stöð 2, málgagn fjárglæframannanna, hafa gert lítið úr mótmælunum, einblínt á örfáa óeirðarseggi og logið til um fjölda mótmælenda.

Við því er aðeins eitt að gera:

Svelta þá út af markaðnum. Segja upp áskrift að Stöð 2 og hætta að horfa á báðar stöðvarnar. Það er hægt að lesa fréttir á Eyjunni, sem er líklega eini óháði fjölmiðillinn á landinu í dag.

Það hlýtur að bitna á auglýsingatekjum sjónvarpsstöðvanna ef fólk sniðgengur þær í tugþúsundavís. Þá fjarar undan þeim.

Theódór Norðkvist, 9.11.2008 kl. 17:25

10 Smámynd: Linda

Sæll Teddi, já þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti Rósu, það var þessi dagur, og við lendum í miklum ævintýrum, bara gaman og æðislegt.

Ég er hvorki áskrifandi af stöð 2 eða neinu sem því tengist.  Ég hef afþakkað fréttablaðið og gert það lengi :)

nú svo er um að gera fyrir okkur að vera með myndarvélar á lofti og setja upp eigin frétta skýringa þætti ef þess er þörf, frá sjónum almennings :)

Láttu vita af þér hvar þú verður þegar þú kemur í bæinn, og sendu mér og Hauk gsm númerið þitt á tölvupósti svo við gætum hist ef við verðum öll í bænum að mótmæla laugardaginn næsta.  Ég ætla að mæta, en eins og sagt er á ensku "best laid plans" hahah. 

Takk fyrir innlitið  Guð blessi þig og varðveiti.

Linda, 9.11.2008 kl. 17:37

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk sömuleiðis, geri það.

Theódór Norðkvist, 9.11.2008 kl. 18:43

12 Smámynd: Linda

"Saman stöndum við, sundruð föllum við".  Tókst mér að klúðra ekki þessum málshætti, ég á það nefnilega til að klúðra þeim og svo búa til nýja

Linda, 9.11.2008 kl. 19:18

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Ungi maðurinn heitir Úlfur en ekki Úlfar.

Þetta var alveg rosalegt.

Bónus býður betur.

Er Jón Ásgeir næsti einræðisherra?

Sjáumst kannski á morgunn.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.11.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband