6.11.2008 | 14:07
Snúðu baki við því ytra og sæktu í það sem er innra með þér..
Ég eins og þið geri mér grein fyrir ástandinu, en ég ætla ekki að leyfa því sem er "hið ytra" að eyðileggja það sem ég hef innra með mér. "Hið ytra" er tilbeiðsla penings og valds öðru nafni Mammon, þetta vald er byggt á sandi, það tekur frekar enn það gefur, það veldur áhyggjum og tortryggni, fólk verður bugað af ótta og sorg, vegna þess að fólkið fór að tilbiðja það sem virtist gefa þeim alla þá lífsins hamingju sem það gæti hugnast.
En eins alltaf þá er "Mammon" ekkert nema tálsýn, eins og við sjáum í dag, en í stað þess að leyfa neikvæðni, ótta og sorg að stjórna þér sakir "hins ytra", leitaðu þá með mér inn á við og sæktu í það sem gott er, sæktu í ró og frið, það sem er jákvætt og uppbyggjandi. Þetta er ekki auðvelt til að byrja með, en, það verður auðveldara.
Áður en ég held áfram þá vil ég segja að ég er öryrki, ég hef haft úr svo litlu að moða undanfarin ár, að ég hef þurft að þiggja hjálp og biðja um hjálp, en það var ekki fyrr en ég fór að leita inn á við og tala við Guð að ég fór að fá frið út af fjármálum og erfiðleikum. Ég bið ykkur líka fyrir allra muni að ef þið eruð komin í þunglyndi að sækja strax til lækna, ekki bíða.
Næstu skref sem ég skrifa um eru raunveruleg skref sem ég byrjaði að taka og gera reglulega, sem trúaður einstaklingur var ég ekki alltaf í messum eða biðjandi, ég hafði sterka trú, en ég vanrækti samt hið innra með mér, samband mitt við almættið. Eftirfarandi eru mín spor inn á við.
1. sækja kirkju, kyrrðarstundir reglulega.
2. Fara út að ganga, labba með Guði vera í bæn þar til friður kemur yfir þig og þú ert endurnærð/ur
3. Lesa orðið, stundum er nóg að byrja á því að lesa litlar bækur sem hafa daglegt orð og hugleiðslu eins og "dýrmætara en Gull"
4. Telja blessanir þínar, þær eru svo margar, og þakka Guði fyrir, já þakka Guði fyrir, jafnvel í erfiðleikum, það er ótrúlegt hvað bænargáttin opnast við þakklæti í erfiðleikum.
Þetta er svona í i hnotskurn sem ég hef gert. Næsta sem ég ætla að kenna ykkur er Jesú bænin, hún hjálpar þér að slaka á, með því að nota hana til þess meðal annars að anda rétt og fara inn í slökun.
Drottinn Jesú
Sonur Guðs
Miskunna þú mér/oss
Syndaranum
Segðu hverja línu, andaðu djúpt að þér alla leið niður í maga þannig að hann þenst út, og svo frá þér hægt og rólega, notaðu orðin í bæn Jesú til þess að finna þinn takt. Segðu þessa bæn hvenær sem er hvar sem er, í vinnu, í bílnum, að vaska upp úti að labba, hvar sem er og þú munt byrja að finna frið, næst er það "Faðir vorið" farðu með það þegar þú ert tilbúin og taktu hvert orð í kyrrð og einlægni sendu það inn á við Þar sem Drottinn heyrir bæn þín eins og hróp til himnanna. Mundu að allt með Drottni megnar þú. Látum ritninguna vera lokaorð fyrir þessa færslu.
Neðangreint er úr Jóhannesi 6, smella hér
25Þeir fundu hann hinum megin við vatnið og spurðu hann: "Rabbí, nær komstu hingað?"
26Jesús svaraði þeim: "Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér leitið mín ekki af því, að þér sáuð tákn, heldur af því, að þér átuð af brauðunum og urðuð mettir.
27Aflið yður eigi þeirrar fæðu, sem eyðist, heldur þeirrar fæðu, sem varir til eilífs lífs og Mannssonurinn mun gefa yður. Því á hann hefur faðirinn, Guð sjálfur, sett innsigli sitt."
28Þá sögðu þeir við hann: "Hvað eigum vér að gjöra, svo að vér vinnum verk Guðs?"
29Jesús svaraði þeim: "Þetta er verk Guðs, að þér trúið á þann, sem hann sendi."
30Þeir spurðu hann þá: "Hvaða tákn gjörir þú, svo að vér sjáum og trúum þér? Hvað afrekar þú?
31Feður vorir átu manna í eyðimörkinni, eins og ritað er: ,Brauð af himni gaf hann þeim að eta."`
32Jesús sagði við þá: "Sannlega, sannlega segi ég yður: Móse gaf yður ekki brauðið af himni, heldur gefur faðir minn yður hið sanna brauð af himni.
33Brauð Guðs er sá, sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf."
34Þá sögðu þeir við hann: "Herra, gef oss ætíð þetta brauð."
35Jesús sagði þeim: "Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.
36En ég hef sagt við yður: Þér hafið séð mig og trúið þó ekki.
37Allt sem faðirinn gefur mér, mun koma til mín, og þann sem kemur til mín, mun ég alls eigi brott reka.
Bréf Páls til Filippímann 4:13
Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.
IMF-beiðni frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Íhugun, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2008 kl. 13:35 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
1Tím 1:5
Markmið þessarar hvatningar er kærleikur af hreinu hjarta, góðri samvisku og hræsnislausri trú.
Kristín Ketilsdóttir, 6.11.2008 kl. 15:13
Sæl Linda og takk fyrir vísunina í bloggið þitt. Ég er einmitt í föstu þessa dagana til þess að rétta kompásinn enn betur.
Þér er að sjálfsögðu velkomið að vera með. Það er samkirkjuleg fasta frá 4-14 nóvember. Öllum velkomið að vera með eins og þeir treysta sér til.
Baldvin Jónsson, 6.11.2008 kl. 15:14
Takk Krístín fyrir innlitið og þessi fallegur orð úr 1Tim 1:5.
Ég bið að Guð blessi þig og leiði í dag sem og alltaf.
bk.
Linda.
Linda, 6.11.2008 kl. 15:15
Takk Baldvin og þakka þér fyrir ábendinguna, ég mun gera mitt besta að taka þátt í þessu átaki, Guð blessi alla þá sem vinna í Kristi Jesú af einlægni þjóðinni til blessunar og upprisu.
bk.
Linda.
Linda, 6.11.2008 kl. 15:17
Ég skrifaði neðangreind orð sem athugasemd hjá Kristínu og ég held að ég láti þau hér inn sem viðbót við það sem ég skrifaði í færslu minni hér fyrir ofan.
Takk fyrir mig. Ég var úti að labba áðan eins og ég geri á hverjum deigi, og ég var að biðja til Guðs og fór djúpt inn í bænargáttina, þegar hann opinberaði umhverfið sem ég gekk í, það var eins og hann sagði, "sjáðu, sjáðu land þitt, sjáðu heilbrygðu börnin á leikvellinum, vel í holdum og vel klædd, sjáðu fallegu húsin blokkir og einbýli, gangstéttir, góðir bílar, búðirnar, sjáðu fötin sem fólk gengur í og skóna sem eru á fótum þess sjáðu land þitt, já það eru erfiðleikar, en, við höfum svo margt til að vera þakklát fyrir og ættum að þakka fyrir, ég fylltist auðmýkt og táraðist, því ég sá og ég varð auðmjúk og þakklát, hann mun sjá fyrir okkur, um leið og við gefum okkur á hans vald, í auðmýkt og þakklæti munum við landið sigra í honum.
Kveð með bæn og blesssun til þína, að þú látir ljós þitt áfram skína hér í bloggheimum því það er þörf á okkur, þörf á jákvæðum og uppbyggilegum boðskap sem er að finna í Jesú Kristi son Guðs skapara himins og Jarðar, faðir okkar allra.
Linda, 6.11.2008 kl. 17:43
Æ, hvað allt þetta snerti mig djúpt. Ég er líka að upplifa það hvernig Guð tekur við í mínu lífi og leysir úr ýmsum vandamálum. Maður þarf að gefa viljann sinn honum til að byrja með. Þá getur hann hjálpað. Þá kemst hann að til að hjálpa. Ef við ýtum honum alltaf í burtu gengur þetta ekkert.
Bryndís Böðvarsdóttir, 6.11.2008 kl. 23:21
Yndisleg lesning.Drottinn blessi þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:38
Takk Bryndís mínGuð á dýrðina, hann er sá sem við getum treyst á .
Sæl Birna min, þakka þér kærlega fyrir
Linda, 6.11.2008 kl. 23:52
Sæl Linda mín! Það er gott að tilheyra Jesú. I raun og veru, betra og betra fyrir hvern þann dag sem líður.
Ég las athugasemd þína til Kristínar og urðu orð þín einnig mér til blessunar. Við höfum svo mikið að þakka Guði fyrir. Þrátt fyrir alla erfiðleika og oft þjáningar, finnum við þetta haldbæra öryggi í trúnni á mátt Guðs og kærleika í Jesú.
Það er mikið þakkarefni hve margir kristnir eru farnir að leita Guðs í samkirkjulegri bæn og föstu. Ég trúi á mátt bænarinnar. Ég trúi einnig að þeir erfiðleikar sem við stöndum andspænis, geti orðið mörgum til góðs, þar sem fjöldi trúaðra vakni til bæna og þakkargjörðar.
Ég sé og trúi að fjöldi muni leita Guðs, og finna að hann hefur lausnina. Hin sönnu auðæfi eru að finna við krossinn.
Línda! Ég saknaði þín á Laufskálahátíðinni sem haldin var hér í Reykjavík (í fyrsta skipti) í síðustu viku. Það var mikil gleðihátíð í tónlist, söng og dansi.
Ég skrifaði smávegis um þetta á vefsíðu okkar www.zion.is
Óska þér áframhaldandi blessunar og styrk, fyrir hvern dag í nafni Yeshua.
Shalom kveðja
olijoe
Ólafur Jóhannsson, 7.11.2008 kl. 00:15
Kæri vinur minn Ólafur, mikið þakka ég þér þessa heimsókn á síðu mína. Ég verð að játa það að mér varð um að hafa misst af laufskála hátíðinni, ég heyrði hana auglýsta og ég hugsaði með mér, þangað ætla ég, en svo rann það mér úr greypum sakir minnisleysis og er ég miður mín yfir því, þetta er svo sannarlega eitthvað sem ég hefði vilja upplifa. Ef Guð gefur þá verður önnur á næsta ári Ólafur, og ég mæti þá, verði það Guðs vilji. Ég ætla lesa færsluna á Zion til að fá smá snertingu af þessari helgu hátíð.
Guð blessi þig og varðveiti Ólafur.
Linda.
Linda, 7.11.2008 kl. 00:22
þetta er frábær pistill
halkatla, 7.11.2008 kl. 02:15
Hæ hó, yndislegt að sjá þig hér Anna mín. Takk fyrir kveðjuna, og svo athugasemdina við síðustu færslu. Ætli ég gefi ekki Enoch bók a second try! Fannst hún óttalega skrítin eitthvað.
bk.
Linda.
Linda, 7.11.2008 kl. 13:31
Farin út að labba og hugleiða með Guði, ég vona að sem flestir fari að íhuga hvað Guð getur gefið, ef fólk bara gefur honum séns....
Linda, 7.11.2008 kl. 13:39
Sæl Linda mín.´
Það er einmitt þetta sem okkur vantar svo mikið. Að vera auðmjúkur og þakka til dæmis.Guð mun leiða okkur út úr þessu.það er ég viss um !
Ég er þessa dagana að sjá eina af mínum bænum verða að veruleika og ég get sagt ykkur,nú fór hann svolítið spes leið með mig í bænasvarinu!.
Það er einmitt svoleiðis atburðir sem gera mig sterkari þó ég sé eiginlega alltaf einn (mannlega séð).
Eins og þú endar á.
Allt megna ég fyrir hann sem mig styrkan gjörir.
Kærleikskveðjur
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 03:48
Amen Þórarinn, Yndislegar fréttir og vitnisburður. Guð er bestur.
bk.
Linda
Linda, 8.11.2008 kl. 11:35
Sæl Linda mín!
Frábært hjá þér að koma með þetta,því ég veit að margir þurfa á þessu að halda
og vita ekki hvert þeir eiga að sækja svona ráðleggingar,svo eru þær hjá þér.!
Vona að margir sjái þessa færslu.Vel gert hjá þér Linda mín!
Vertu Guði falin. Kveðja úr Garðabænum
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 13:06
Jæja Linda mín, hvar ertu nú?
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.11.2008 kl. 14:27
Sæl Halldóra mín, takk kærlega, ég vona að fólki fái hjálp í þessu öllu saman, að þessi síða geri eitthvað gott, ég gæti ekki beðið um meira.
bk.
Linda.
Linda, 8.11.2008 kl. 18:03
Hæ Rósa mín, nú, en ekki hvar úti að borða méð þér og svo á vit ævintýrana :
ætla prufa setja slideshow hér inn, ef ekki þá ferðu bara á þennan hlekka.
www.picasaweb.google.com/lindumyndir
Linda, 8.11.2008 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.