Söguleg stund í BNA, þungt ok lagt á herðar ungs mans.

nýframtíðTil hamingju með sigurinn Herra Barack Obama, þessi sigur er magnþrungin fyrir þjóð þína, fyrir alla minnihluta hópa í BNA, og það er þess vegna sem ganga þín mun verða þung, allra augu verða á þér, meira verður krafist af þér, sakir litarhátt þíns(ekki hjá því komist), sakir reynsluleysis, sakir hversu ungur þú ert allt þetta mun vera þungt ok að bera.  En ég bið að almáttugur Guð verndi þig og styrki í einu og öllu sem mun draga á daga þína sem leiðtoga Bandaríkjanna.  Síraksbók hefur speki við hæfi, ég læt það vera lokaorðin við þessa færslu.

Um leiðtoga og valdhafa úr Sírkasbók 9

17Handaverk hagleiksmanna færa þeim lof
og orð leiðtoga lýðsins birta speki hans.
18 Borgin skelfist málgefinn mann
og orðhákur vekur hatur fólksins.

Síraksbók 10
1Vitur leiðtogi fræðir þjóð sína,
góð skipan er þar sem hygginn ræður.
2 Þjóðhöfðingja líkjast þjónar hans
og bæjarbúar borgarstjóra.
3 Ómenntaður konungur steypir þjóð sinni í glötun,
og borgin blómstrar undir stjórn viturra.
4 Yfirráð jarðar eru í hendi Drottins,
hann fær þau réttum manni á réttum tíma.
5 Í hendi Drottins er hagsæld manns,
ráðamönnum veitir hann vegsemd.


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð styrki hann í því sem hann er að fara að gera.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 14:28

2 Smámynd: Linda

Linda, 5.11.2008 kl. 14:34

3 identicon

Skil ekki afhverju þessu gvuð þinn ætti að fara að blessa óbama, þetta skref verður til aukningar trúleysis í bandaríkjunum.

Siggi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 15:43

4 Smámynd: Linda

Siggi  takk fyrir þitt innlit og athugasemd.  Guð sér fyrir því sem þarf að ske í BNA eins og hann mun gera hér innan skamms.  Allt mun verða okkur ljóst þegar Guð vill að svo verði þangað til bíðum við og biðjum fyrir öllum.  Eigðu dásamlegan dag í hans náð, því hann þekkir hvert´hár á höfði þínu og hverja hugsun þú ert barn hans þrátt fyrir afstöðu þína.  Ég bið að hann blessi þig og varðveiti og leiði þig í þinni göngu sem er þetta líf.

bk. 

Linda, 5.11.2008 kl. 15:50

5 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já ég tek undir þetta Linda og bið aðeins um Guðs vilja og hans endurkomu inn í fallinn heim. Megi hann gefa Obama visku og leiðsögn.

G.Helga Ingadóttir, 6.11.2008 kl. 09:01

6 Smámynd: Linda

Þakka þér fyrir Helga mín. 

bk.

Linda.

Linda, 6.11.2008 kl. 15:12

7 Smámynd: halkatla

Svo var einhver að segja um daginn að "krissar" hafi ekki haldið með Obama, veistu, ég veit ekki um neinn nema JVJ og þennan Sigga sem héldu ekki með honum, krissar sem aðrir

og af því að þú spurðir hvar ég héldi mig þessa dagana þá datt mér í hug að segja þér að ég er að lesa Enoksbók (pantaði hana fyrir löngu frá amazon) hún er mér svo að skapi að ég er að reyna að læra hana utanað, og hef eytt seinustu tveim dögum í það - hún var eftirlæti kirkjufeðra og essena (og það er stanslaust kvótað eða notast við hana í NT) 

halkatla, 7.11.2008 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband