Vá maður er bara hálf orðlaus

en samt ekki alveg, Færeyingar eru sannir vinir í raun.   Ég varð eiginlega klökk við þessa frétt og það kom í huga minn að þarna væri fullkomið dæmi um hina Kristnu trú í orði og verki. Það er fátt eins dýrmætt og fjölskilda og vinir.

Síraksbók 6:8
8 Margur er vinur þegar honum hentar
en er hvergi nærri þegar að sverfur.

Orðskviðirnir 18:24
24Til eru vinir sem bregðast
og til er sá vinur sem reynist tryggari en bróðir.

Síraksbók 6:10
10 Margur er vinur er þú býður til veislu
en er hvergi nærri þegar að sverfur.

 
   Síraksbók 6:14
14 Traustur vinur er örugg vörn,
finnir þú slíkan áttu fjársjóð fundinn.

 
   Síraksbók 6:15
15 Traustur vinur er verðmætari öllu,
á engan kvarða fæst gildi hans metið.

 
   Síraksbók 6:16
16 Traustur vinur er sem ódáinsdrykkur,
sá sem Drottin óttast mun slíkan finna.

Eins og þið sjáið þá heldur Síraksbók utan um mikin vísdóm og sannleika, njótið vel.  Orðskv. hafði líka eitthvað að segja um sanna vináttu.

 


mbl.is Vill gefa Íslendingum 300 milljónirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Traustur vinur er sannkölluð Guðsgjöf.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Hehehe já Linda þú kannt að finna samsvörun í orðinu, það máttu eiga kæra vinkona.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 3.11.2008 kl. 19:33

3 Smámynd: Linda

Nákvæmlega Birna, næsta færeying sem ég hitti fær bara stórt knús frá mér

Sæll Úlli minn, já sko, það eru til þessi frábæru netsíður með leitarskilyrðum sem er hægt að nýta sér í nútíma tækni.  Ég vildi að ég þyrfti þess ekki með, en heiðarleiki minn krefst þess að ég taki ekki hrós fyrir sem allir hafa aðgang að.  Takk samt hahaha.

Linda, 4.11.2008 kl. 03:00

4 identicon

Sæl Linda mín.

Ég held að ég hafi verið fyrstur (svo þú vitir það ) nei elsku Linda mín. það var ekki ætlun mín að fara að hlaða lofi  á mig sjálfan.

En ég var svo hrifinn þegar þetta kom upp og bloggaði um þetta strax, og ég gefst ekki upp á að þakka þeim . Þeir eru virkilega stórhuga þegar að okkur kemur. Og ég bið Guð að blessa Færeyinga alla og eyjar þeirra og fiskimið.

Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 03:14

5 Smámynd: Linda

Ég er þér svo innilega sammála Þórarinn, tek undir hvert orð til þeirra, bræðra okkar og systra í Færeyjum.

bk.

Linda, 4.11.2008 kl. 03:32

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er bara að taka undir allt þetta. Virkilegir vinir eru vandfundnir..

Óskar Arnórsson, 4.11.2008 kl. 06:24

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Færeyingar eru sannir vinir. Nú reyndi á hverjir voru og eru vinir okkar. Vinir í raun.

Minnir á söguna í Biblíunni um Týnda soninn. Hann var umvafinn vinum á meðan hann átti arfinn sem hann sólundaði í vitleysu. Þegar arfurinn var búinn, hurfu allir vinirnir. Hann átti ekki neitt - engan mat - ekkert húsaskjól. Hann þurfti að leita sér að vinnu og gerðist svínahirðir. Hann fór til föður síns og sagðist ekki vera verður að vera sonur hans og vildi verða einn af daglaunamönnunum. Faðirinn tók það aftur á móti ekki í mál og umvafði týnda soninn kærleika sínum. Þannig er þetta með okkar himneska föður. Okkur finnst við ekki verðug að kallast synir eða dætur Guðs. Guð breiðir faðminn út á móti okkur eins og faðirinn gerði við Týnda soninn þegar hann kom heim.

Vertu Guði falin mín kæra

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.11.2008 kl. 22:42

8 Smámynd: Linda

Takk Rósa mín fyrir þessa frábæru athugasemd.

Shalom.

Linda, 4.11.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband