Bland í poka og merkur fornleifa fundur í landinu Helga :)

Eftirfarandi bæn var á vef þjóðkirkjunnar, mér þótti hún svo innilega þess virði að blogga hana hjá mér:

Andspænis illsku og ranglæti vil ég ekki missa móðinn, heldur vil ég rísa upp og standa með því sem er rétt og satt, og ég vil horfast í augu við framtíðina með hugrekki, friði og gleði.

 

Úr Dýrmætara en Gull eftir Móðir Basilea Schlink.

"Gjörið allt án þess að mögla og hika"  Fil 2,14.

Ísraelsmenn mögluðu og komust þess vegna ekki inn í Kanaansland heldur uppskáru þann beiska ávöxt að þurfa að ráfa um eyðimörkina í 40 ár.  Forðastu þess vegna það að mögla og vorkenna sjálfum þér.  Það eru ekki erfiðleikarnir sem mæta þér sem eru orsök örvæntingarinnar á eyðimerkurgöngu þinni, heldur óánægja þín og mögli gegn Guði.

Já há, það má með sönnu segja að Móðir Basilea var sko ekkert að skafa utan af því sem hún trúði, og með því að koma heiðarlega fram við okkur í orðum sínum, getum við horft heiðarlega fram á við, og haldið áfram að sækja í Guð með trausti og þakklæti þrátt fyrir erfiðleika lífsins í dag.

Jæja þá er komið að síðasta molanum í pokanum og eins og okkur er vant þá er uppáhalds bitinn eftir, í þessu tilfelli þá er það um að ræða fornleifa gröft í Ísrael sem er hugsanlega af stórkostlegri stærðar gráðu.

Já, það er sko á hreinu að ritning hefur rétt fyrir sér þegar orð hennar töluðu um að Steinarnir mundu hrópa sannleikann.  Eina ferðina en, hefur merkilegur fornleifa uppgröftur hugsanlega leitt í ljóst  með nákvæmni sannannir fyrir tilvist Davíð Konungs. (ekki það að ég þurfi sannanirHalo)

Maður að nafni Yossi Garfinkel fornleifa fræðingur Hebreska Háskólanum í Ísrael hefur fundið m.a. brot úr keri sem er frá 3000 f.k á þessu keri er letur sem getur ekki verið neitt annað en forn Hebreska eða það sem er kallað prótó kannoníska, vissulega má segja að aðrir kynstofnar en Ísrael hafi notað þann dílalekt hinsvegar er sér fyrirbrygði í  notkun orðsins "to do" "að gera" sem er bara einkennandi fyrir Hebrea.  Svæði sem þessi merki fundur eru nokkrir ekrur og því mikið í húfi.  Vissulega eru ekki allir sammála Yossi hinsvegar eru meiri líkur en ekki að Yossi Garfinkel hafi rétt fyrir sér. 

Rabbín Levi Selavan sem er hópstjóri upp greftsins sagði, þegar ég stend hér þá er ég á fremstu víglínu bardagans á milli Fílestína og Ísraela. "þegar ég opna Biblíuna mína og les um Davíð og Golíat, þá skil ég að ég stend inn í ritningunni sjálfri (sögulegu Biblíulegu samhengi).

Smellið hér til þess að lesa meira um þetta á ensku.

Já það má með sönnu segja að frásagnir úr Biblíunni og fornleifa fræði eru að verða meira og meira samstíga þegar það kemur að landinu helga, sem er að sjálfsögðu engin tilviljun, trúaðir hafa trúað án þess að hafa séð, en Guð sér fyrir þeim sem neita að sjá og steinarnir hrópa!

knús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk innilega elsku Linda fyrir þín uppbyggilegu blogg til okkar hinna og Guð blessi þig ríkulega fyrir að halda nafni Drottins vors á lofti!!!

Ása (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 13:24

2 Smámynd: Linda

Takk vinkona. Sendi þér mail btw.

knús.

Linda, 31.10.2008 kl. 13:26

3 identicon

Þetta er áhugavert.

Ég hef sjálfur haft flakkandi skoðanir á sagnfræðilegum grunni Davíðs konungs og hans ríki. En víst er, að ef einhverntíman var Ísrael stórveldi eins og líst er undir stjórn Davíðs Konungs, þá hefur það verið í kringum 1000 f.kr. sem passar gróflega við meinta stjórnartíð.

Á þeim tíma voru Assýringar, Babýlon og Egyptaland öll í lægð sem hefur skilið eftir sig valdasugu fyrir Davíð 1000 f.kr svo ekki sé meira sagt.

Ég kíki á þetta. Takk fyrir þessa góðu ábendingu Linda.

Bestu Kveðjur.

Jakob (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:54

4 Smámynd: Linda

Sæll Jakob og takk fyrir innlitið, já þetta er rosalega fróðlegt og merkilegur fundur, og það verður spennandi að fylgjast með honum.  Ef þú finnur meira um þetta endilega láttu mig vita.

bk.

Linda.

Linda, 31.10.2008 kl. 21:49

5 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já þetta er frábært! Og það sem Jakob segir passar við það sem ég var að læra í Sögu og Bókm. Hebrea.

Bryndís Böðvarsdóttir, 31.10.2008 kl. 22:54

6 Smámynd: Linda

Sæl Bryndís mín, mér var einmitt hugsað til þín þegar ég las þess frétt, og mér þótti hún svo æðisleg.  Njóttu vel og láttu mig svo vita hvað þér finnst.

knús og GN.

LInda.

Linda, 31.10.2008 kl. 23:06

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Við erum alltaf að fá sannanir fyrir því að frásagnir Biblíunnar séu sannar.

Dýrð sé Guði fyrir leiðsögubókina okkar sem er innblásin af Guði.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.11.2008 kl. 00:00

8 Smámynd: Linda

Sæl Rósa mín, nákvæmlega, þetta eru spennandi tímar fyrir okkur, þó aðallega vegna þeirra sem eru skeptískir á orðið og undirstöðu þess, frásagnarhefð GT o.s.f.v. 

Guðs blessun til þín vinkona.

Linda, 1.11.2008 kl. 01:04

9 identicon

Ég er sammála því að það séu spennandi tímar núna.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 21:02

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Linda! Ég segi eins og Birna, það eru spennandi breytingartínar í gangi í öllum heiminum. Vil minna að hugsa til Kristínar með fjársöfnuninna. Vona að allir taki því vel. Knús.

Óskar Arnórsson, 1.11.2008 kl. 23:10

11 identicon

Sæl Linda.

Takk og kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 03:44

12 Smámynd: Linda

Takk kæra Birna, Óskar og Þórarinn, Guð gefi ykkur góðan dag.

Linda, 3.11.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband